Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 27 Gorbachev: Vesturlönd skortir pólitískt raunsæi Moskva, Reuter. GORBACHEV, leiðtogi Sov- étrikjanna, sagði á sunnudag, er hann kom óvænt fram opinber- lega, að Vesturlönd skorti pólitískt raunsæi, sem nauðsyn- legt væri ef eitthvað ætti að ganga í afvopnunarviðræðum austurs og vesturs. Sovétmenn væru hins vegar tilbúnir að koma til móts við Vesturlönd. Gorbachev spjallaði við hóp inn- lendra og erlendra fréttamanna er hann kom af kjörstað ásamt Raisu konu sinni. Þau höfðu þá nýlokið við að greiða atkvæði í kosningun- um, sem fram fóru á sunnudag. Gorbachev ræddi við blaðamennina um ýmis mál, allt frá áætlunum sínum um efnahagsumbætur til af- vopnunarviðræðna. Gorbachev sagði að Sovétmenn væru undir þrýstingi frá Vestur- löndum að taka raunveruleg skref í átt til afvopnunar. Hann sagði að áþreifanleg skref í þessa átt hefðu þegar verið stigin, og Sovétmenn væru áfram tilbúnir til viðræðna við Vesturlönd í því skyni að opna afvopnuninni leið. Hann sagði að þessi viðleitni Sovétmanna hefði skilað sér í breyttu almenningsáliti, fólk gerði sér grein fýrir afleiðing- Mikhail Gorbachev um þess, að stríð brytist út og hefði áhyggjur af núverandi ástandi. Þá sagði Gorbachev að Vestur- lönd skorti pólitískt raunsæi og hugsuðu fyrst og fremst um það að halda andlitinu út á við. „En það sem við þurfum, eru áþreifanleg skref í átt til kjamorkulauss heims, heims án ofbeldis", sagði Gorbac- hev. Er leiðtoginn var spurður um Rust á Rauða torginu: Genscher ræðir við sendiherra Sovétríkjanna Bonn, Reuter. HANS-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, hefur rætt um lausn Mathias Rusts úr sovésku fang- elsi við sendiherra Sovétríkjanna í Vestur-Þýskalandi, Yuli Kvits- insky, að þvi er talsmaður vestur-þýska utanríkisráðuneyt- isins upplýsti í gær. Embættismenn beggja ríkjanna hafa lagt áherslu á að flugferð Rusts og lending á Rauða torginu megi ekki stofna í hættu opinberri heimsókn forseta Vestur-Þýska- lands, Richards von Weizsáckers, til Sovétríkjanna en hún er fyrir- huguð snemma í júlí. Hafa þeir gefið í skyn að Rust verði hugsan- lega látinn laus fyrir heimsóknina. Sovéskir stjómarerindrekar hafa sagt að verði Rust sóttur til saka í Vestur-Þýskalandi gæti það orðið viðunandi lausn á máli sem komið hefur ríkisstjómum beggja land- anna í klípu. Vestur-þýskur sak- sóknari hefur sagt að Rust eigi á hættu allt að fimm ára fangelsis- dóm þar í landi ef hann verði fundinn sekur um að hafa ógnað flugöryggi. Engu máli skipti þótt afbrotið hefði verið framið yfir er- lendu ríki. Valentin Falin, forstjóri sovésku fréttastofunnar Novosti, sagði í út- varpsviðtali í fyrradag að ef Rust yrði samvinnuþýðari í yfírheyrslun- um í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu og gæfi ýtarlegri upplýsingar um ferð sína yrði hægt að láta hann lausan fyrir heimsókn Weizsáckers. Aðspurður um þessi ummæli Falins sagðist Gennady Gerasimov, tals- maður sovéska utanríkisráðuneytis- ins, ekki vita hvar Falin fengi upplýsingar sínar. Sjálfur hefði hann ekki heyrt þetta. Turkistan: Bandarískur hermaður gerist slöngfuveiðari Moskva, Reuter. BANDARÍSKUR fótgönguliði, sem fékk pólítískt hæli í Sov- étríkjunum, hóf í gær vinnu sem slönguveiðari í Sovétlýðveldinu Turkmenistan. „Ég er hamingjusamasti maður á jörðu,“ sagði hinn 22 ára gamli Wade Roberts, í viðtali við TASS- fréttastofuna í tilefni þessa í gær. Roberts var ráðinn til reynslu sem snákaveiðimaður við skriðdýrar- annsóknarstofu nálægt Ashkabad, höfuðborgar Turkmenistan. Að sögn TASS er Roberts lunk- inn slönguveiðimaður, en hann kaus að flytja til Ashkabad vegna þess hversu nærri Karakum-eyðimörkin er, en sú eyðimörk mun sérlega full af snákum, ormum og skrið- kvikindum alls konar. TASS gat þess að Roberts væri orðinn býsna fær í rússnesku og hygðist bjóða nokkrum hinna nýju samstarfs- manna sinna í mat um kvöldið. Sovésk yfírvöld tilkynntu að Kali- fomíubúinn Wade Roberts og hin vestur-þýska eiginkona hans hefðu fengið hæli sem pólítískir flótta- menn í apríl síðastliðnum, en hann hafði egnt herþjónustu í Giessen í Þýskalandi. innanríkismál, sagði hann að mörg ljón væm á veginum til umbóta í efnahagsmálum og félagslegrar endumppbyggingar. Það gæti tekið 10 - 15 ár að leysa sum vandamál- anna. Aðspurður hvort atvinnuleysi yrði hugsanlega leyft til ð greiða fyrir efnahagsumbótum, eins og ýjað hefur verið að nýlega, svaraði Gorbachev því til að slíkt myndi aldrei viðgangst undir sósíalískri stjóm. Reuter Á myndinni sjást syrgjendur við útför tveggja manna sem misstu lífið í sprengjutilræðinu á föstudaginn. Alls hafa nú sautján látist af völdum sprengjunnar. Sprengingin á Spáni: Vaxandi reiði í garð hry ði u verkamanna ETA biðst afsökunar á tilræðinu Madríd, Reuter. BASKNESKU hryðjuverkasam- tökin ETA báðust í gær afsökun- ar á sprengjutilræðinu í Barcelona síðastliðinn föstudag og sögðu að um mistök hefði verið að ræða. Viðbrögð almenn- ings hafa verið kröfur um harðari aðgerðir yfirvalda gegn samtökunum. Sautján manns létu lífíð í spreng- ingunni sem varð í stórmarkaði á háannatímanum. Talsmenn verkalýðsfélaga í Barcelona sögðu í gær að 600 hundmð þúsund manns hefðu lagt niður störf í fímm mínútur til að mótmæla ódæðinu. Um 120 þúsund manns tóku þátt í mikilli mótmælagöngu í borginni í gær og mótmælaaðgerðir í Baska- hémðunum vora einnig fyrirhugað- ar. Gonzales, forsætisráðherra Spánar, átti um helgina langa fundi með innanríkisráðherranum en ekki hefur verið tilkynnt um ný skref í baráttunni gegn hryðjuverkamönn- um. ETA viðurkenndi í fyrrakvöld að skæmliðar samtakanna hefðu gert alvarleg mistök en skilgreindu ekki í hverju þau hefðu verið fólgin. Samtökin sendu aðstandendum fómarlambanna samúðarkveðjur og hétu því að gera ekki framar sprengjuárásir af handahófí. Stærsta dagblað Barcelona, La Vanguardia, sagði að fólk klígjaði við yfirlýsingum ETA um að ekki hefði staðið til að valda mörgum dauðsföllum. „Er hugsanlegt að sá, sem ekki vill valda mörgum dauðs- föllum, komi fyrir sprengju í stórmarkaði og það á mesta annatí- manum?" Ættingjar fómarlambanna sögð- ust í gær myndu lögsækja yfirvöld og stjómendur stórmarkaðarins fyrir að sinna ekki þrem aðvöranum frá ETA og láta ryðja svæðið en fyrsta aðvömnin barst 57 mínútum fyrir sprenginguna. Kröfur hafa einnig heyrst um að lögfesta beri dauðarefsingu fyrir hryðjuverk en dauðarefsing var afnumin á Spáni fyrir níu ámm. Varnarsamstarf Vestur-Evrópuríkja: Frakkar og Vest- ur Þjóðverjar und- ir sömu merkjum? Bonn, Charos, Frakklandi, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, hefur varpað fram þeirri hugmynd að komið verði á fót herdeild sem hafi á að skipa frönskum og þýskum hermönnum. Tillaga þessi end- urspeglar vilja ráðamanna til að treysta sjálfstæðar vamir Vestur-Evrópu ef stórveldin komast að samkomulagi um brottflutning hluta kjarnorku- herafla Bandaríkjamanna þaðan. Mitterrand Frakklands- forseti hefur sagt að erfitt kunni að reynast að stofna slika herdeild þar sem hermenn þessara þjóða hafi háð blóðuga bardaga tvisvar á þessari öld. Kohl kanslari kynnti hugmynd sína á fréttamannafundi í Bonn á föstudag og er almennt litið svo á að með þessu vilji hann styrkja stöðu Vestur-Evrópu innan Atl- antshafsbandalagsins. í Bonn og París virðast menn þeirrar skoð- unar að efla beri fælingarmátt hefðbundinna vopna með því að hefja samstarf á sviði vamarmála. Em vonir bundnar við að Bretar, sem ráða einir yfír kjamorkuvopn- unm í Vestur-Evrópu auk Frakka, reynist reiðubúnir til að taka þátt í slíku samstarfí. Kohl lagði hins vegar áherslu á að kjamorkuvam- ir Bandaríkjamanna væm ómiss- andi þáttur í vömum Vestur- Evrópu. Mitterrand Frakklandsforseti kvaðst á laugardag telja hugmynd Kohls „spor í rétta átt“ en lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að erfítt kynni að reynast að koma sameiginlegri herdeild á fót þar sem ríkin tvö hefðu tvívegis barist á þessari öld og fortíðinni gleymdu menn ekki svo auðveldlega. Þá nefndi forsetinn einnig að Vest- ur-Þjóðveijar tækju þátt í hemað- arsamstarfí ríkja Atlantshafs- bandalagsins en Frakkar ekki og hefðu þeir ekki í hyggju að gera það. Kvaðst Mitterand þó telja að þessa erfiðleika yrði unnt að yfír- stíga ekki síst ef Vestur-Evró- puríkin hefðu nánara samráð á vettvangi stjómmála. Frakkar og Vestur-Þjóðveijar vinna nú saman að þróun og smíði vopna og herdeildir frá ríkjunum hafa einnig stundað sameiginleg- ar æfíngar í Vestur-Þýskalandi. Þá ráðgera ríkin einnig að annast í sameiningu þjálfun yfírmanna innan heija þeirra. Yfírlýsingar franskra ráða- manna að undanfömu þykja gefa til kynna að þeir séu reiðubúnir til að hefja samstarf við Vestur- Þjóðveija þrátt fyrir að Frakkar taki ekki þátt í hemaðarsamstarfí Atlantshafsbandalagsins. Hug- myndir í þá vera hafa komið fram áður en hugsanlegt samkomulag stórveldanna um vemlega fækkun kjamorkuvopna í Evrópu hafa gefíð þeim byr undir báða vængi að undanfömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.