Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 1

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 1
76 SIÐUR B OG LESBOK 278. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atlantis í leyni- legri geimferð Reuter Canaveralhöfða. Reuter. ATLANTIS, bandarísku geim- feijunni, var skotið á braut um jörðu i gær, en geimskotið tafð- ist um sólarhring vegna veðurs. Mikil leynd hvilir yfír för Atlant- is og var t.a.m. ekki skýrt frá að af geimskoti yrði fyrr en níu mínútum áður en henni var skot- ið á loft. Heimildir herma að feijan eigi að koma nýjum og fullkomnum njósnahnetti á braut yfir Sovétríkin. Er hann sagður mjög öflugur og mun hann geta sent myndir frá um 80% sovézks lands. Bann var sett á fréttaflutning af för Atlantis þar til hún hefur lent í Edwards-flugstöðinni í Kali- Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, (t.v.) á orðastað við sovézku flugræningjana á Ben Gurion- flugvellinum í Tel Avív í ísrael skömmu eftir að þeir gáfust upp. Rabin gagnrýndi Sovétmenn fyrir að veita ræningjunum ekki mótspyrnu. -------—— ‘ Sovézkt flugrán kemur Israelum í opna skjöldu Tol A iriir nul/irn Dmiinr Tel Aviv. Moskvu. Reuter. YITZHAK Rabin, varnarmála- ráðherra ísraels, gagnrýndi Sovétmenn harðlega fyrir að reyna ekki að yfirbuga ræn- ingja, sem fengu í gær afhenta Íljúshín-þotu sovézka ríkisflug- félagsins Aeroflot, til þess að flýja úr landi, eftir að hafa hald- ið um 30 skólabörnum og kenn- Sovétríkin og Kína: Leiðtoga- fiindur í apríl? Moskvu. Reuter. SOVÉZKA fréttastofan TASS skýrði frá því í gær- kvöldi að verulegar líkur væru á því að leiðtogar Sov- étríkjanna og Kina héldu með sér fúnd á fyrri hluta næsta árs. Fréttastofan sagði frá fyrir- huguðum leiðtogafundi Sov- étríkjanna og Kína í fréttatil- kynningu, sem gefín var út að afloknum fundi Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, og Qian Qichen, utanríkisráð- herra Kína, í Moskvu í gær. Heimildir hermdu að líklega yrði fundur Gorbatsjovs og Zhaos Ziyangs, formanns kínverska kommúnistaflokks- ins, og Dengs Xiaopings, valdamesta manns Kína, hald- inn í apríl 1989. Eduard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, heldur til Pek- ing í janúar eða febrúar vegna undirbúnings fyrir leiðtoga- fundinn. ara þeirra í gíslingu í rútu í nær sólarhring. Flugræningjarnir, sem voru fimm, eru ekki gyðing- ar og kom ferðalag þeirra Isra- elum i opna skjöldu. Var litið á þá sem glæpamenn við komuna til Ben Gurion-flugvallar í gær- kvöldi. Gaf embættismaður í utanrikisráðuneytinu til kynna að fallist yrði á beiðni sovézkra yfirvalda um að ræningjarnir yrðu framseldir. Þar sem ræningjamir eru ckki gyðingar undrast ráðamenn í ísra- el hvers vegna þeir vildu fara þang- að. Engin skýring hefur fengizt á því hvers vegna sovézk yfirvöld stefndu þotunni til ísraels í stað einhvers annars áfangastaðar, sem ræningjarnir vildu fara til, þ.e. til Egyptalands, íraks eða Pakistans. Ræningjarnir voru vopnaðir fjórum skammbyssum og veiði- byssu. Gáfust þeir upp eftir að hafa fengið sönnur fyrir því að þeir væru komnir til ísraels. Eftir lendingu spurðu þeir áhöfn þotunn- ar hvort þeir væru í Sýrlandi eða Israel. „Ef þetta er Israel þá förum við út hér,“ sögðu þeir við flug- stjóra þotunnar. Báðu þeir um sönnunargögn fyrir því hvar þeir væru og vildu fá að heyra jiddísku, tungu evrópskra gyðinga, eða að þeim yrði sýnd Davíðsstjarna. Her- maður varð við ósk þeirra; sagði nokkur orð á jiddísku og gáfust ræningjamir, armensk hjón, tveir Rússar og Osseti, maður af fá- mennum Kákasusþjóðflokki, þá upp. Afhentu ræningjarnir byssur sínar og ránsfeng; jafnvirði tveggja milljóna dollara í rúblum og öðrum gjaldeyri. Flugránið hófst í fyrradag er ræningjarnir tóku hóp skólabarna og kennara þeirra í gíslingu í bæn- um Ordzhoníkídze og kröfðust þess að fá að fara úr landi. TASS- fréttastofan sagði að málið hefði komið til kasta ráðamanna í Moskvu, sem ákveðið hefðu að fallast á kröfur þeirra til að hlífa gíslunum. Er það í fyrsta sinn sem orðið er við kröfum flugræningja í Sovétríkjunum. Talið er að gefið hafi verið eftir í framhaldi mikillar gagnrýni, sem fram kom eftir að níu menn biðu bana í áhlaupi á farþegaþotu, sem rænt var í innan- landsflugi í Sovétríkjunum í vor. Ræningjunum var ekið 150 kíló- metra til smáborgarinnar Míner- alnyje Vody, sem er 1.200 km suð- ur af Moskvu, og þaðan hélt þotan til Israels um hádegisbilið í gær. Atta manna áhöfn var á þotunni. Ekkert þótti benda til að samband væri á milli flugránsins og rós- tanna í Armeníu og Azerbajdzhan. ísraelar hafa ákveðið að skila Sov- étmönnum flugvélinni. Sjá einnig „Flest flugrán hafa runnið út í sandinn" á bls. 26. fomíu. Þó skýrði NASA, bandaríska geimferða- stofnunin frá því skömmu eftir geimskot- ið að ferjan væri komin á braut og allt gengi að ósk- um. Ekki hefur verið skýrt frá því hversu lengi Atlantis verður á lofti, en talið er að ferðin taki þijá eða fjóra sólar- hringa. Fimm menn eru í áhöfn Atl- antis, allt at- vinnuhermenn. Leiðangurs- stjóri er Robert Gibson, sjóð- liðsforingi, og flugmaður Guy Gardner, undi- rofursti í flughernum. Aðrir í áhöfn- inni em Richard Mullane, ofursti í flughemum, Jerry Ross, undirof- ursti í flughemum, og William Shepherd, sjóliðsforingi. Atlantis skotið upp Vilja Winkler lausann Fötluð líbönsk börn hvetja líbanska mannræningja til að sleppa Peter Winkler, svissneskum starfsmanni Alþjóða Rauða krossins, sem rænt var í Sidon í Libanon 17. nóvember sl. í gær fengust vísbendingar um að Winkler væri á lífi. Stærsta herstöð Argentínu enn á valdi uppreisnarmanna: Fangauppreisn stöðvuð Bucnos Aires. Reuter. TIL skotbardaga kom er hersveitir hliðhollar Raul Alfonsin, for- seta, naðu rammgerðu herfangelsi i gærkvöldi úr höndum fanga, sem lutu forystu Aldo Rico, ofiirsta, er stjórnaði uppreisn í her lands- ins í apríl í fyrra og janúar sl. Hins vegar héldu uppreisnarmenn ennþá Campo de Mayo, stærstu herstöð landsins, þegar síðast frétt- ist. Skipst var á skotum þar í gærkvöldi. Hersveitir voru sendar áleiðis til stöðvarinnar til þess að reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Engan mun hafa sakað í áhlaupi hersins á fangelsið, sem er í bænum Magdalena, um 80 km suður af Buenos Aires. Meðal fanga þar er Jorge Videla, fyrmm forseti. Hermt er að flestir 400 uppreisn- armanna, sem náðu Campo de Mayo á sitt vald í gærmorgun, séu liðsmenn víkingasveita argentínsku strandgæzlunnar. Lúta þeir forystu Mohamads Alis Seineldins, ofursta, skoðanabróður Ricos. Báðir em í flokki foringja sem vom lækkaðir í tign eftir ósigur Argentínumanna fyrir Bretum í Falklandseyjastríð- inu. Seineldin mun hafa móðgast er Jose Dante Caridi, yfirmaður her- aflans, beitti neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hann yrði hækk- aður í tign og gerður að stórfylkis- foringja fyrir hálfum mánuði. Atti hann fund með Caridi eftir töku herstöðvarinnar og krafðist sakar- uppgjafar fyrir hönd allra her- manna er sætu í fangelsum og að málaferlum gegn hermönnum yrði aflýst. Alfonsin forseti kallaði uppreisn- ina minniháttar agamál en ákvað samt að stytta heimsókn sína til Bandaríkjanna og snúa heim í dag. Rico bíður úrskurðar herréttar vegna uppreisnartilraunar, en hann krafðist m.a. breytinga á yfírstjórn hersins og að hætt yrði málaferlum gegn yfirmönnum í hemum vegna meintra mannréttindabrota.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.