Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 46

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 / Spáðu í kúlurnar kannski brosir gæfan við þér Láttu vélina velja eða treystu á eigin tölur. Sumir nota afmælisdaga, aðra dreymir tölumar. Kannski rætist stóri draumurinn þinn á laugardaginn. Og ekki er öll nótt úti þótt þú fáir ekki milljónir í þetta sinn. Ef heppnin er með getur bónustalan fært þér hundruð þúsunda Mundu bara að vera með. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Askriftarsíminn er 83033 SOS-bamaþorpin eftir Torfa Ólafsson „Nú um mánaðamótin Um þessar mundir hafa ýmsum borist í pósti jólakort og gíróseðill frá samtökum í Danmörku sem kalla sig „vini SOS-bamaþorp- anna“. Þetta em yfirlætislaus til- mæli samtakanna um að fólk hér leggi hönd á plóginn til að bjarga munaðarlausum bömum frá hung- urdauða. Upphaf þessa máls er það að austurrískur lyfjafræðinemi hætti námi árið 1949 til þess að hjálpa munaðarlausum bömum sem engan áttu að eftir mannfall heimsstyrj- aldarinnar. Hann safnaði þessum börnum saman á „heimili" sem hann hafði stofnað í Týról og réð að hveiju heimili konu sem tók að sér að vera „móðir" bamanna. Heimilunum fjölgaði og brátt var komið þorp, fyrsta bamaþorpið. Maður þessi hét Hermann Gmeiner. Hann fæddist 1919 og dó fyrir rúm- um tveim ámm. Þessi hugmynd Gmeiners þótti mjög góð og breidd- ist starfsemin brátt út. Nú em starf- andi hátt á áttunda hundrað barna- þorp, flest í þróunarlöndunum, og upp af þessari tilraun Gmeiners er sprottin alþjóðleg hreyfíng, SOS- Kinderdorf International, sem hefur aðalstöðvar sínar í Vínarborg. Þaðan er heildarrekstrinum stjórn- að. I einstökum löndum starfa síðan félög sem sjá um stuðning við starf- semina hvert í sínu landi. Fólk sem styrkja vill þessi sam- tök kemur sér í samband við þau og velur sér „fósturbam“, dreng eða stúlku eftir vild, og í því landi sem fólkið óskar eftir. Það greiðir á mánuði upphæð sem svarar til 100 danskra króna og gengur það fé til framfærslu barnsins. Hægt er auk þess að senda fósturbarninu sjálfu gjafir, t.d. á afmæli þess eða jólum, og sé það í einhveiju þróun- arlandinu er ráðlegt að gefa pen- inga heldur en hluti því þeir vilja glatast á leiðinni. Gjöfinni er þann- ig varið að fyrir helming hennar er keypt eitthvað til að gleðja barn- ið en helmingur hennar er lagður inn á bankareikning handa því til afnota síðar, þegar barnið vex upp. Fósturforeldrið eða foreldrarnir fá senda mynd af barninu og upplýs- ingar um það og geta síðan fylgst með því og haft'samband við það þegar það verður fært um að skrifa. Nú um mánaðamótin er væntan- legur smáhópur manna hingað frá Danmörku og er markmið hans að fylgja eftir þeim áhrifum sem ætl- unin var að vekja með jólakortun- um, að fræða menn um þessa ágætu starfsemi og fá sem flesta til að leggja henni lið. 600-700 krónur á mánuði er upphæð sem engan mun- ar um en sú upphæð getur orðið er væntanlegur sriiá- hópur manna hingað frá Danmörku og er markmið hans að fylgja eftir þeim áhrifum sem ætlunin var að vekja , meðjólakortunum.“ r til að bjarga einu bami frá hungur- dauða og tryggja því gott heimili og uppeldi. Ég vænti þess að málaleitun þessara sendiboða SOS-bamaþorp- anna verði vel tekið og nógu marg- ir leggi fram sinn skerf til þess að verulega muni um það. Og gleym- um ekki orðum Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Höfundur er formaður Félags kaþólskra leikmanna. Ananda Marga heldur basar ANANDA Marga á íslandi heldur basar, tombólu og flóamarkað á laugardag og sunnudag. Basarinn verður haldinn í leik- skólanum Sælukoti, Þorragötu 1, og hefst kl. 13.30 báða dagana. Allur ágóði rennur til hjálpar- starfsemi á Indlandi. (Fréttatilkynning) Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Evu Benjamínsdóttur í Gallerí Evu, Hringbraut 50, lýk- ur jþriðjudaginn 6. desember. A sýningunni em vatnslitamynd- ir, verk unnin með blandaðri tækni og litlar olíumyndir. Verkin eru öll til sölu. Gallerí Eva er nýtt gallerí á heim- ili Evu og er sýningin opin frá kl. 15-21 alla sýningardagana. ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ S0FA MEÐ B0RÁS Mú þarftu ekki lengur að kvíða fyrir því að fara í háttinn. hann er sænskur og alveg frábær, þú verð- ur að prófa hann. B0RÁ5 5ængurfatnaður er sænsk gæðavara úr 100% mjúkri bómull og fæ5t í öllum helstu heimilis- og vefnaðarvöruverslunum landsins. ENGIN SLAGSMÁL VIÐ K0DDAVERIN B0RÁ5 sængurfatnaðurinn er nefnilega sér- saumaður fyrir almennileg íslensk heimili. Koddaverin eru 50x70 cm. Engin afgangsbrot sem lafa útaf eða sem verður að troða undir. Eða þá þessi slagsmál við að troða stóra og góða kodd- anum sínum inn í alltof lítið koddaver. Í1EITAKK! Ég tek sænska B0RÁ5 sængurfatnaðinn fram yfir allt annað - þú líka. borás borás

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.