Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 21

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 21 Úr sjúkrastofu í Barnaspítalanum. Kaffisala Hringsins á Hótel íslandi á sunnudag kl. 14.00 Þá er nú komið að jólafagnaði Hringskvenna sem þær efna til í byijun aðventu ár hvert og hefur reynst svo vinsæll viðburður hjá yngri sem eldri. Oft hefur verið þar þröng á þingi og færri komist að en vildu en vonast er til að húsrými hins nýja glæsta hótels bæti þar úr. Happdrættisvinningamir verða ekki af verra taginu frekar en venjulega og núllin eru í lágmarki. Hafa margir orðið þar fengsælir. Þeir heppnu geta átt von á utan- landsferðum, hljómflutningstækj- um, rafmagnsáhöldum, fatnaði o.fl. o.fl. og ekki má gleyma matarkörf- unum stóru. Vinur minn einn bjó lengi að 50 kg fiskpakkanum sem hann hreppti á þessum vettvangi og blómstraði af. Annar hlaut ávís- uri á hárblástur og snyrtingu sem að vísu kom honum að litlum notum því fátt var orðið um hárin á hans eigin höfði. Það gerði samt ekkert til því nóg var af ættingjum til að nýta vinninginn. Hringskonur eru iðnar í fjáröfl- unarstarfsemi sinni. Eins og dæmin sanna nota þær aurana vel til styrktar góðum málefnurri og koma þar víða við sögu. Fyrir einu ári voru þær m.a. að safna fýrir óm- skoðunar- eða sónartæki fyrir Bamaspítalann sem talið var að mundi kosta um 2,8 millj. króna. Tækið er nú komið en kostnaðurinn reyndist hins vegar um 4,5 millj. króna með öllum aukabúnaði. Fyrir stuttu voru kynntar hug- myndir um byggingu nýs barnaspít- ala á Landspítalalóð og greint frá stofnun byggingarsjóðs í því skyni. Kvenfélagið Hringurinn verður áreiðanlega í forystusveit þeirra sem að þessu markmiði vinna. Verkefnin eru ávallt næg og Hringskonur lfggja aldrei á liði sínu. Það er eins gott að mæta tíman- lega í kaffið á morgun til að missa ekki af neinu hvorki gómsætu með- læti, skemmtiatriðum eða happ- drættismiðum en í fyrra seldust þeir upp á örskömmum tíma. Veitum góðum málefnum lið. Víkingur H. Arnórsson læknir Þorsteinn Gylfason: Helgi, Hrólftir og Hamlet Helgi Hálfdanarson skrifar um Hamlet í Morgunblaðið eina ferð- ina enn miðvikudaginn 30sta nóv- ember 1988. Grein hans er mestan part framhald af rifrildi við Kjart- an Ragnarsson, leikskáld og leik- stjóra, um sviðsetningu Kjartans á þessu verki Shakespeares sem nú gengur hvað eftir annað fyrir fullu húsi í Iðnó. Um þetta rifrildi veit ég lítið, því að ég á því miður eftir að sjá sýninguna. Frómt frá sagt efast ég ekki um að hún sé ágæt, fyrir utan fáeinar þýðingar- villur sem mig grunar að hafi lif- að af niðurskurð Kjartans á texta harmleiksins. En ég skal ekki blanda mér í það á þessu stigi málsins. Það er annað sem veldur mér áhyggjum. Helgi segir: Eitt örlítið dæmi um bættan skilning [á skáldskap Shake- speares] er enska orðið „con- science", sem sýnt hefur verið fram á að þýddi ekki alltaf „samvizka" á dögum Shake- speares, heldur stundum „heila- brot“. Þetta er ekki rétt. Það hefur enginn sýnt fram á það, fyrr né síðar, að orðið conscience hafi merkt „heilabrot" á tímum Shake- speares. Eg er hræddur um að æskuvinur Helga frá Sauðár- króki, Hrólfur Sveinsson sem Helgi tranar fram í tíma og ótíma, sé annar af tveimur fræðimönn- um, í hæsta lagi þremur af þeim hundruðum eða þúsundum er um þetta hafa fjallað, sem hafa látið annað eins hvarfla að sér. Sann- leikurinn er sá að enska orðið conscience var að vísu tvírætt þegar Shakespeare var uppi: það gat merkt „meðvitund" eða „sam- vizka". Á þetta hef ég bent þeim Helga og Hrólfi einslega án þess þeir tækju eftir því. Oxford Eng- lish Dictionary, hin mikla sögu- lega orðabók enskrar tungu, hefur ekkert dæmi um þá notkun á orð- inu conscience sem þeir félagar halda fram. Eina heimildin fyrir skilningi þeirra sem mér er kunn- ugt um er útgáfan á Hamlet í New Swan Shakespeare, en þar er orðið conscience, þar sem það stendur í ræðu Hamlets um dauð- ann, glósað ;,conscious thought, reflection". Eg skal ekki segja nákvæmlega hvemig dr. Bernard Lott, sem útgáfuna gerði, skilur þessa glósu sína. Frá sjónarhóli Elísabetartímans er hún einræð: reflection merkti „spegilmynd, endurkast, vitund"; orðið kemur þegar fyrir hjá Chaucer. Merking- una „íhugun, umhugsun, heila- brot“ fékk það ekki fyrr en um miðja 17du öld, löngu eftir daga Shakespeares. í útgáfunni á Hamlet í The Arden Shakespeare er mikil aftanmálsgrein um þetta efni (á bls. 492—493). Þar kemur fram að maður að nafni D.G. Jam- es hefur skrifað bók sem hann kallar The Dream of Leaming, og segir þar að á umræddum stað merki orðið conscience „both a command to do what is right and anxious reflection as to what is, in fact, the right thing to do“. Það sýnir að þeir Helgi og Hrólf- ur eru ekki alveg einir á báti, en þetta er jafn ógrundað fyrir því, og ritstjóri Arden Shakespeare, Harold Jenkins, tekur ekkert tillit til þess í skýringu sinni á staðnum. Annars er uppistaðan í grein Helga sú trúarjátning að íslenzk tunga breytist ekki og hafi aldrei breytzt. Því til staðfestingar vitn- ar hann í fræðajöfurinn Hrólf Sveinsson: Eg skal geta þess í lokin, að fyrir því hef ég orð ekki ómerk- ari manns en Hrólfs Sveinsson- ar, að íslenzk tunga hafi engum teljandi breytingum tekið síðan Snorri Sturluson drukknaði í sýrukerinu í kjallaranum á Bergþórshvoli sællar minning- ar. Mér er sagt að starfsmönnum Morgunblaðsins hafi þótt þetta fróðlegt þegar þeir fengu handrit Helga til meðferðar. Þeir voru sumir búnir að gleyma því að Snorri drukknaði í sýru, hvað þá að nokkur þeirra hafi minnzt þess glögglega frá skólaárum sínum að það gerðist einmitt á Bergþórs- hvoli en ekki á Skaftafelli í Oræf- um eins og margir halda. Sýrudauði Snorra minnir mig á setningu sem Guðmundur heitinn Böðvarsson á Kirkjubóli sagði mér eftir Katli Indriðasyni á Fjalli. Ketil þyrsti úti á túni, og þá mælti hann við dótturson sinn sem var þar hjá honum: Gakk þú til bæjar, ungur sveinn, og sæk mér drukk úr sýrukeri því hinu mikla er stendur fyrir karldurum. Helgi og Hrólfur segja að íslenzkan breytist ekki. Mér þætti gaman að heyra hvom sem er segja þessa setningu við bama- böm sín, og ennþá meira gaman að sjá hvemig blessuð bömin bregðast við henni. II ORBYLGJUSMELLVR FRÁ AEG FX 112 örbylgjuofninn frá AEG er alveg einstakur Hann er fyrirferðarlítill, en rúmar alveg ótrúlega mikið • 500 W • 11 lítrá rými • Tímastillir á 30 mín. • Sjálfvirk dreifing á örbylgjum (enginn diskur) • Öryggislæsing á hurð Og verðið er aiveg ótrúlegt kr. 12.949,- stgr. (Almennt verð kr. 13.775,-) AEG heimilistœki -þvi þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin. BRÆÐURNIR Lágmúla 9. Sími: 38820. AFKOST ÉNDING GÆÐI Umboðsmenn um land allt Mikligarður, Reykjavík H.G. Guðjónsson hf., Reykjavík Hagkaup, Reykjavík Kaupstaður, Reykjavík Þorsteinn Bergmann, Reykjavik BYKO, Kóp. - Rvík Samvirki, Kópavogi Rafbúöin, Kópavogi Búkaup, Garðabæ Mosraf, Varmá Stapafell, Keflavík Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Húsprýði, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guðni Hallgrimsson, Grundarfirði Verslun Einars Stefánssonar, Búöardal Vestfirðir: Bjarnabúð, Tálknafirði Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri Straumur, ísafirði Verslunin Edinborg, Bíldudal Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík Norðurland: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Bókabúð Rannveigar H. Ólafs- dóttur, Laugum, S-Þingeyjarsýslu. Verslunin Sel, Mývatnssveit Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Austurland: Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn Kaupfélag N-Þingeyinga, Kópaskeri Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Sveinn O. Elíasson, Neskaupsstað Stálbúð, Seyðisfirði Rafnet, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfirði Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn Suðurland: E.P. Innréttingar, Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu Rás, Þorlákshöfn Árvirkinn, Selfossi tm M I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.