Morgunblaðið - 03.12.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 03.12.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 I dag og á morgun veröa allar helstu jólabækurnar í ár kynntar á sýningu í Norræna húsinu sem n i 11L u Félag íslenskra bókaútgefenda efnir til. Höfundar og þýðendur lesa úr verkum sínum; í dag verður lesið úr 16 bókum og á morgun verður lesið úr barna- og unglingabókum. Allar jólabækur ársins verða til sýnis og skoðunar í sýningarsal Norræna hússins. Kynnir á bókahátíðinni í dag verður Hjörtur Pálsson, rithöfundur. Kaffiterían opin alla helgina. Upplestur í fundarsal Norræna hússins sem hefst kl 14.30. — Kynnir: Hjörtur Pálsson. Lesið verður úr eftirtöldum bókum: Ein á forsetavakt, dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur, eftir Steinunni Sigurðardóttur. Höfundur les. Aflakóngar og athafnamenn eftir Hjört Gíslason. Reykjavík, sögustaður við Sund eftir Pál Líndal. Ljóðastundir á Signubökkum. Jón Óskar les úr þýðingum sínum. Undir augliti klukkunnar eftir Christopher Nolan. Stefán Eiríksson les. . Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. Höfundur les. Hlé verburgert um kl. 15.30. Að því loknu um kl. 16.00 verbur lesib úr eftirtöldum bókum: Sigurbjörn biskup, ævi og starf, eftir Sigurð A. Magnússon. Ljóð námu menn eftir Sigurð Pálsson. Höfundur les. Fíladans og framandi fólk eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Höfundur les. .. .og þá flaug hrafninn eftir Ingva Hrafn Jónsson. Höfundur les. Hestar og menn 1988 eftir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson. Guðmundur Jónsson les. íslenskir steinar eftir Axel Kaaber, Einar Gunnlaugsson og Kristján Sæmundsson. Grétar Eiríksson sýnir myndir úr bókinni. Býr íslendingur hér? Minningar Leifs Muller eftir Garðar Sverrisson. íslenskir nasistar eftir Hrafn Jökulsson og llluga Jökulsson. Illugi Jökulsson les. Leitin að dýragarðinum, smásögur eftir Einar Má Guðmundsson. Höfundur les. Mín káta angist, skáldsaga eftir Guðmund Andra Thorsson. Höfundur les. m fu\i\mQ H JBÆKLJR'88 FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Aðventusamkoma í Arbæjarkirkju Sunnudaginn 4. desember, 2. sunnudag í aðventu, verður að- ventusamkoma haldin í Arbæjar- kirkju og hefst hún kl. 20.30. Vandað er til dagskrár að venju. Hún hefst með því að Guðmundur Sigurjónsson sóknarnefndarmaður sc?tur samkomuna og er jafnframt kynnir. Kirkjukór Arbæjarsóknar syngur undir stjóm kirkjuorganista, Jóns Mýrdal. Hörður Geirlaugsson, ritari sóknamefndar, flytur ávarp, Inga Þóra og Laufey Geirlaugsdætur syngja við undirleik Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup flytur hátíðarræðu, Láms Sveinsson, Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls- son leika á trompet. Skólakór Ár- bæjarskóla syngur undir stjórn Ás- laugar Bergsteinsdóttur tónmenn- takennara. Helgistund verður í umsjá sóknarprests og loks verða aðventuljósin tendruð. Mjög mikil aðsókn hefur jafnan verið að aðventusamkomum Árbæj- arsafnaðar og fer stöðugt vaxandi. Þrátt fyrir fyrirferðarmikinn, ver- aldlegan undirbúning fyrir jólahá- tíðina sjá menn þó góðu heilli í vaxandi mæli þörf á því að sinna Árbæjarkirkja í Reykjavík. hinum andlega undirbúningi fyrir hátíð ljóssins. Sú staðreynd nýtur æ ríkari skilnings, að raunveruleg og sönn jól eignast menn ekki, nema þeim lýsi Guð. Á myrkum skamm- degisdægmm aðventunnar er gott að sviðsetja fæðingaratburð jólanna í eigin sál. Við það verða jólin okk- ur öllum heilög hátíð, og þá verður okkur auðið að ganga við birtu Betlehemsljóssins í önn og erli dag- anna. Til þess að svo megi verða em aðventukvöldin haldin í söfnuð- um landsins. Guð blessi jólaundirbúning ykkar allan, ekki hvað síst þann, er að himninum snýr. Verið öll hjartan- lega velkomin til aðventuhátíðar Árbæj arsafnaðar. Guðmundur Þorsteinsson Seliasókn: Kirkjudagur í nýju kirkjumiðstöðinni EINS og undanfarin ár verður __ kirkjudagur Seljasóknar haldinn 2. sunmidag í aðventu. Nú í ár er kirRjudagurinn haldinn i sfyrsta skipti í nýju kirkjumið- stöðinni, sem tekin var í notkun á síðasta ári. Kirkjudagurinn hefst með barnaguðsþjónustu kl. 11. Kl. 14 verður guðsþjónusta. Þar mun sóknarpresturinn pré- dika en kirkjukórinn mun syngja „Laudate Dominum" eftir Moz- art undir sfjórn Kjartans Sigur- jónssonar, organista kirkjunnar. Einsögnvari þar verður Elisabet Eiríksdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verSur hinn árlegi jólabasar Kvenfélags Seljasóknar. Þar verður á boðstól- um alls konar jólavarningur, kökur, laufabrauð o.fl. Þá verður líka heitt á könnunni fyrir þá, sem vilja sitja og spjalla eftir guðsþjónustuna. Um kvöldið kl. 20.30 verður síðan aðventukvöld á kirkjudegin- um með fjölbreyttri dagskrá. Ræðu- maður kvöldsins verður Halldór Ásgrímsson, kirkjumálaráðherra. Kirkjukórinn mun syngja aðventu- lög og Karlakórinn Þrestir mun Seljakirkja í Reykjavík. einnig syngja, en söngstjóri beggja kóranna er Kjartan Siguijónsson. Þá verður mikill almennur söngur en í lokin mun Aðalheiður Hjartar- dóttir flytja hugvekju. Þegar aðventusamkomunni er lokið mun Kvenfélag Seljasóknar hafa kaffisölu í kirkjumiðstöðinni. Kirkjudagurinn hefur á undan- fömum árum verið mikill hátíðis- dagur í Seljasöfnuði og verður það enn frekar, þegar hægt er nú að halda hann í nýju kirkjunni. Safnað- arstjómin býður alla velkomna til þátttöku og að undirbúa jólahátíð- ina með helgihaldi í kirkjunni. Valgeir Ástráðsson. Aðventusamkoma í Breiðholtskirkju Hið árlega aðventukvöld Breið- holtssafnaðar verður að þessu sinni í Breiðholtskirkju á morgun, annan sunnudag í aðventu, kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá: Kórar Breiðholtskirkju og Fella- og Hólakirkju flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organist- anna Sigríðar Jónsdóttur og Guðnýjar M. Magnúsdóttur. Guðrún Birgisdóttir og Martiel Nardeau leika á flautur, Þóra Guðbjörg Kol- beinsdóttir les stutta jólafrásögu og nokkur fermingarböm flytja helgileik. Þá syngja börn úr barna- starfinu og Arnmundur Kr. Jónas- son, formaður KFUM í Reykjavík, flytur aðventuhugleiðingu. Kvöldið verður svo endað með stuttri helgi- stund við kertaljós og á eftir býður Kvenfélag Breiðholts kirkjugestum að þiggja veitingar. Eru sóknarbúar hvattir til að Breiðholtskirkja hefja jólaundirbúninginn með því að Ijölmenna við þessa athöfn, en þetta er í fyrsta sinn sem söfnuður- inn undirbýr komu jóla í hinni nývígðu kirkju. Sr. Gisli Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.