Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 17

Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 17 séð. Það er frekar litið á kórstóm sem „hobbí“. Þetta er nokkuð sem ég er í raun búinn að mennta mig til í mörg ár erlendis, og líka sem organista. Kórsöngur er sameinandi afl Hvernig er kórnum raðað upp? Það eru til vissar hefðir um upp- röðun. En fer einnig eftir verkunum hvort um er að ræða tveggja, fjög- urra, eða átta radda verk. Eg hef tekið það upp hjá mér að hafa karla- raddir í miðjunni og kvenraddir ut- an um. Þannig fæst betra jafn- vægi. Kvenraddir em líka það margar. Þessi uppröðun hentar líka vel í upptöku. Sumir stjómendur skipta um stillingar oft á einum korsert, en ég geri það sjaldan. Þetta er mjög gott fólk sem ég er með. Margir em að læra söng. Ald- urstakmörk em við 40 ár. Ég varð að setja mörkin einhvers staðar. Menn em þó ekki reknir úr kómum, hafi þeir náð þessum aldri. En ég hef oft velt því fyrir mér af hveiju svo miklu fleira kvenfólk er í kór. Karlamir em ef til vill allir í íþrótt- um. Er söngur ekki svo nátengdur tilfinningum? Jú og söngur er svo merkilegur. Fólk er alveg berskjaldað. Það er ekkert hægt að fela. Það kemur fyrir að sviðsvant fólk, leikarar t.d., kemur í pmfur til mín og fólk titrar og skelfur, þegar það þarf að fara að syngja. Én kósöngur er samein- andi afl. Við reynum að fara á hveiju hausti í æfingabúðir í Skál- holti og það er merkilegt að upplifa komið fram mjög frambærilegir kirkjukórar. Oft i upphöfnu ástandi Rósa Kristín Baldursdóttir, sópr- an, syngur einsöng með Mótettu- kórnum, einsog gjarnan áður. „Ég hef verið með frá því haust- ið 1983. Undanfarin ár hef ég lært söng hjá Dóm Reyndal í Söngskól- anum. Kórinn er nauðsynlegur þátt- ur í lífi mínu og ég hef fengið góða og alhliða tónlistarþjálfun. Þá er mér gert kleift að beita þeirri tækni sem ég læri í söng. Við syngjum einnig þijár saman á tónleikunum á morgun, tertzett, verk eftir Heinrich Schutz. Kórlífið gefur mér mikið félagslega og það var gaman þegar við fómm í æfingabúðir í Skálholti." — Er það ekki mjög sérstök til- fínning sem fylgir því, þegar allir ná að hljóma saman? „Það er einsog kraftaverk, þetta augnablik. Við höfum það oft á til- finningunni á síðustu æfíngum að margt sé ógert, en tekst yfirleitt betur til, en við þomm að vona. Það er líka vegna þeirrar spennu, hvemig svona hópur bráðnar saman og hvemig áhrif það hefur á söng- inn, þegar fólki fer að líða vel sam- an. Það sem er svo spennandi við kórsöng, og að vera kórstjómandi, er að leitast við að takast að ná fram þessum samsöng, sem á að hljóma þannig að ein manneskja syngi. Ef vel tekst til. Það er jafn- framt pínulítið ískyggilegt, sem ég finn fyrir að hægt er að móta. Hvemig hægt er að bræða alla í sama mótið. Einstaklingurinn þurrkast út. List sem mikil hugsun liggur á bak við Kórsöngur er þá kannski góð aðferð til að gleyma sjálfum sér? Jú vissulega og hlýtur að vera gott fyrir alla að geta það. En ef ég hugsa um þetta í stærra sam- hengi, hvað hægt er að gera við fólk, ímyndum okkur á öðrum vett- vangi. Þetta er yfirleitt mjög menntað fólk og margir í stjómun- arstörfum. En svo kemur í ljós hvemig hægt er að þurrka út ein- staklinginn, með því að fólk gengst — að vísu sjálfviljugt, — undir ákveðinn aga. En kórstjórinn ræð- ur, andar og syngur í gegnum kór- inn. Kórstjórinn verður að vera vel upplagður. Ef ég er þreyttur, verð- ur söngurinn þreytulegur. Svo er það líka tónlistin sem fólk sækist eftir að syngja, þetta er göfgandi tónlist, list sem mikil hugsun og listfengi liggur á bak við. Imyndin er einhvern veginn sú að þú gangir inn í málverk, þú tek- ur verk frá endurreisnartímanum og gefur því líf í öðrum tíma. sem skapast milli flýtjenda og áheyrenda. Stundum varir þetta augnablik út alla tónleikana. Ef kór nær að hljóma þannig saman á tón- leikum skapast gott andrúmsloft. Kórsöngur er spursmál um að finna sig í einhveiju. Ég er oft í upphöfnu ástandi eftir tónleika. Og þegar engin hljómsveit er eykur það enn á stemmninguna. Við emm ein sál í kórsöngnum, og sem kórfélagi lif- ir maður fyrir svona augnablik, þegar allt streymir í sama farveg." Færir okkur nær hvert öðru Hjörleifur Hjartarson, 2. tenór (baritón). „Að syngja í kór er að vera eins og inni í pípuorgeli. Góð tilfinning? Alveg dásamlega, að sjálfsögðu. Ég hef verið að læra söng hjá Dóru Reyndal í þijú ár. Kom fyrst í kór- inn í haust. Það var konan mín, Rósa Kristín, sem dró mig með. Þannig að ég er algrænn ennþá. En það er skemmtilegt að vinna að sameiginlegu áhugamáli og fær- ir okkur nær hvort öðru. Svo vissi ég líka af því að kórinn er á förum til Frakklands, áður en langt um líður, — og ég vildi með þangað!" Þar breytir höfundur oft atburðum að eigin vild og styðst við minni sitt eins og honum þykir henta. í þriðja lagi eru sögur eins og mínar. Ég lít til baka, tek allt inn í sem gerðist, einnig það sem hefði getað gerst og það sem ég var hræddur um að myndi gerast. Síðan bý ég til sögu sem byggir á öllum þessum þráðum. Mikilvægast er að búa til áhrifaríka sögu. Hún verður svona til og ég held að enginn geti skrifað um annað en sjálfan sig. Þannig verður til bein lýsing á ákveðnum grunnatriðum sem eru sammann- leg.“ — Og þau eru? „Samansafn af tilfinningum og hvötum í bland við misjafnlega há- leitar hugsjónir. Maður ímyndar sér að allir menn séu með einhvern sameiginlegan kjarna, þó það verði aldrei sannað. Ég, glími við ýmis grunnatriði sem ég geri ráð fyrir að séu sameiginleg öllum mönnum. Þannig næ ég sambandi í gegnum bækur mínar og málverk. Stundum hef ég gælt við þá hugmynd að allir í kringum mig séu hreinlega mitt eigið hugarfóstur. Þetta er nú ekki ný bóla — líklega hægt að rekja til Descartes." — Þú nefnir myndlistina. Hvem- ig fer saman að skrifa og mála? „Ég sveifla mér auðveldlega á milli málverksins og skáldsögunnar. Sjokkið fæ ég ekki fyrr en kemur að því að kynna bækurnar og mynd- imar fyrir umheiminum. Þá verður maður að skipta um ham frá því að vera einn við sköpunina eins og Drottinn allsheijar og fara út á meðal manna með verk sín eins og sápusali." | — Finnst þér erfitt að 'kynna verk þín? „Afskaplega erfítt. Enda þarf allt aðra eiginleika í það hlutverk en í að skrifa eða mála. Það hefur stundum hyarflað að mér að ráða leikara til að koma fram sem höf- undur verkanna minna. Líklega' væri betra að leikarinn væri kona, hnyttin og skemmtileg í tilsvörum, góður upplesari og afslöppuð fyrir framan myndavélar. Það reynir sífellt meira á að menn séu góðir í þessu. Það þarf að hamra svo stöð- ugt á bókartitlinum og nafni höf- undar — bara til þess að fólk lyfti henni upp af búðarborðinu til skoð- unar,“ segir rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Guðmundur Björgvinsson að lokum. H. Sig. ! ■' .. PHILIPS ORBYIfiJUOFHA- Sætúni 8, í dag, milli Id. 14 og 16 • Philips örbylgjuofnamir enj af tveimur grunnstærðum 32 lítra og 20 lítra. • Philips örbylgjuofnamir eru fáanlegir í 8 útfærslum hvað varðar liti, stærð og tilhögun stjómtækja. • Hefðbundnar stillingar eða rafeindastýrðar. • 60 mínútna klukka. • Hljóðmerki þegar matreiðslutími er útnjnninn. M734 Rafeindastilling (Litur: brúnt eda hvitt) Hámarks dreifing örbylgjunnar I sértiverjum PHILIPS örbylgju- ofni er sérstakur útbúnaöur sém tryggir hámarksdreifingu örbylgjunnar. örbylgjunrri er dreift ofan frá með sérstöku loftneti sem snýst. Petta sér- einkenni PHILIPS örbylgju- ofnanna tryggir jafna dreifingu örbylgjunnar og gerir fyrir- feröamikinn snúningsdisk með öllu óþarfann. Allur ofninn nýtist þvi fyrir ilát af alls konar lögun. Hreinsun PHILIPS örbylgjuomanna er , einnig mun auöveldari. \ Hönnunin auðveldar matreiðslu Hurðin á PHILIPS örbylgjuofnunum opnast fram ,og niöur og eykur jjannig við plássið sem getur reynst notadrjúgt þegar meðhöndla þarf mörg ilát i einu. Pessi hönnun gerir einnig mögulegt aö staðsetja ofninn i homi eldhússins. Aukning á innanrými Sérstök hönnun PHILIPS örbylgjuofnanna eykur til muna innanmáliö og þar med rýmiö til matseldar. Auk þess ér stjómtækjum komiö fyrir ofan viö ofnhuröina í staö þess aö vera hægra megin viö huröina. Petta eykur einnig' innanmál ofnanna. \óa9 Új) Heimilistæki hf s3*?sbs ,eð iw otua etvJ Sætúni 8 SÍMI.69 1S15 Hafnarstræti 3 SlMI: 69 1S2S Kringlunni SÍMI: 69 15 20 ’SaMtuKjjjuM sogu TvV.aa- 32 LÍTRA 750WÖTT M730 Heföbundin stilling (Litur: brúnt eða hvitt) M705 Rafeindastilling (Litur: brúnt eða hvitt) M704 Hefdbundin stilling (Litur: brúnt eða hvitt)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.