Morgunblaðið - 03.12.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 03.12.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 35 Smákökur _________________________________ _____________________________________________________________ , m Nú er jólafastan gengin í garð og margir famir að huga að jólaundirbúningi, og þótt svo sé, bíður sumt kannski of lengi. Sumir em farnir að skrifa jólakortin og erujafnvel farnir að senda þau út. Ég fékk jólakort frá Bretlandi 3. nóvember og þótti nokkuð snemmt, enda er ég ein af þeim sem hlaupa með jólapóstinn á pósthúsið rétt fyrir miðnætti síðasta skiladag fyrir jól.Svo er það jólatrésserían, hún bilaði kannski í fyrra og öll áform um að koma henni strax í viðgerð fóra út um þúfúr. Það væri gott að líta á hana núna og athuga hvort allt er í lagi. Það getur verið nokkuð seint á Þorláksmessu eða aðfangadag, þegar setja á hana upp. Ég er farin að baka piparkökur með krökkunum í Mýrarhúsaskóla, svo nú angar allur skólinn af piparkökum, og ég sjálf anga af negul, engiferi og kanil þegar ég kem inn í strætó að loknum vinnudegi. Borgir og bæir hafa tekið á sig jólasvip og lýst upp skammdegið og nú vantar ekkert nema jólasnjóinn. Mér fínnst alltaf undirbúningur jólanna skemmtilegur tími og vona að svo sé um flesta, og nú skulum við bara drífa okkur í smákökubaksturinn, en hann er skemmtilegur siður _ okkar íslendinga. Þótt margir segi að enginn borði kökur um jólin, væri nær að borða meira af smákökum og minna af keyptu sælgæti. Börn í dag borða sælgæti allt árið en smákökur em ekki daglega á borðum okkar. Engiferhjörtu með súkkulaði 100 g smjör eða smjörlíki 100 g flórsykur 1 eggjarauða 1 tsk. engiferduft 50 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 175 g hveiti 200 g suðusúkkulaði (2 pakk- ar) 2—3 bitar sultaður engifer (stem ginger) 1. Hrærið saman lint smjör, flórsykur og eggjarauðu. 2. Blandið saman engiferdufti, kartöflumjöli, lyftidufti og hveiti. Hrærið saman við. Hnoðið síðan deig. 3. Setjið skálina með deiginu í kæliskáp í 2—3 klst. Leggið disk eða plastfilmu yfir. Látið filmuna ekki snerta deigið. (Sjá hér á eft- ir.) 4. Fletjið deigið út ofan á bök- unarpappír, mótið síðan hjörtu úr deiginu með piparkökumóti. 5. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið plöt- una með kökunum í miðjan ofninn ogbakiðíu.þ.b. 10—15 mínútur. íkAriUAGERÐOT [Rlfel29l yi/iwyv' ,n- filHT WíSULMgw. — L Twisr 6. Takið kökumar af pappírn- um og kælið á grind. 7. Kælið bakaraofninn í 70oC, setjið súkkulaðið á eldfasta skál eða disk. Bræðið í ofninum í 7 mínútur. 8. Búið til litlar ræmur úr sult- aða engifemum. 9. Smyijið súkkulaðinu ofan á fír Stem gínger Syrup t~^6Ö9~ Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON hjörtun, skreytið með engifer- ræmum. Athugið- Þegar plastfilma kemst í snertingu við fitu, leysist um 20% af mýkingarefni plastsins upp og fer saman við matinn. Appelsínusmákökur með súkkulaðimola 200 g smjörlíki 100 g sykur 100 g dökkur púðursykur 1 stórt egg 250 g hveiti 1 msk. kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft '/2 tsk. natron rifínn börkur af 1 appelsínu 1 pk. suðusúkkulaði (100 g) eða tilbúnar súkkulaðibaunir. 1. Hrærið lint smjörlíkið með sykri og púðursykri, hrærið síðan eggið út í. Rífið appelsínubörkinn og bætið út í. 2. Blandið saman hveiti, kart- öflumjöli, lyftidufti og natroni. Sigtið þetta út í deigið. Hrærið vel saman. 3. Setjið bökunarpappír á 2 plötur, mótið kúlur úr deiginu á stærð við stórt vínber, raðið á plötumar. Hafið gott bil á milli. 4. Skerið súkkulaðið í smábita, sétjið einn bita á miðju hverrar köku. 5. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið plötuna með kökunum í miðjan ofninn og bakið í 7—10 mínútur. Kornflögukökur 2 eggjahvítur 1 bolli ljós púðursykur 2 bollar kornflögur V2 bolli saxaðar möndlur 1 bolli kókosmjöl '/2 tsk. vanilludropar 1. Þeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykri hægt út í og þeytið þar til hvítumar em vel stífar. 2. Setjið vanilludropa út í deig- ið. 3. Saxið möndlur frekar fínt, setjið saman við kókosmjöl og komflögur. Hrærið út í hvíturnar með gaffli. 4. Mótið litlar kökur úr deiginu, setjið á bökunarpappír. 5. Hitið bakaraofn í 190oC, blástursofn í 170oC. Setjið í miðj- an ofninn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Carmen Krímskagans Glæpakóngurinn ásamt hinni krimversku Carmen. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn - Sovésk kvik- myndavika: Kings of Crime. Leikstjórn og handrit, byggt á sögum eftir Fazil Iskander, Yuri Kara. Tónlist úr Carmen eftir G. Bizet. Aðalleikendur Anna Samokhina, Valentin Gaft, Vladimir Steklov, Boris Scherbakov, Arnis Licitis. M. Gorky Film Studios 1988. Það er merkileg lífsreynsla að upplifa margar myndanna sem sýndar era á yfirstandandi sov- éskri kvikmyndaviku. Hér er nefnilega dregin fram í dagsljós- ið gagnrýni á ýmislegt það sem miður fer í öllum þjóðfélögum, Sovésku ekkert síður en öðrum. En það er nú einu sinni svo að það hefur farið frekar hljótt um sjálfsgagnrýni úr þeirri áttinni. Hér er örugglega hin jákvæða, fijálslynda stefna Gorbatsjofs að verki, hún teygir sig í allar grein- ar þjóðlífsins eins og ferskur blær sem feykir á brott fomeskj- unni, ómanneskjulegum stjórn- arbrögðum sem engan veginn samræmast hugsunarhætti ofan- verðrar tuttugustu aldar. Tökum sem dæmi myndina Glæpakonungar. Hún er byggð á sögunum Barþjónninn Adgur og Carmen frá Chegem, og svo sannariega er titilpersóna sög- unnar náskyld í útliti og- innræti nöfnu sinni eftir Bizet. En fyrst og fremst falla hér fornar bann- helgar, því Glæpakonungar fjall- ,ar fyrst og fremst um spillingu í Sovét, þá einkum skipulagða glæpastarfsemi sem nær allt upp til æðstu manna. Þessi umræða hefur svo sannarlega ekki átt uppá pallborðið hjá fyrrverandi stjómarherrum stórveldisins en hér er ekki tekið neinum vettl- ingatökum á rotnuninni sem átti sér stað á tímum Brésnefs. Aðal- sögupersónan er kvendjöfullinn Rita, hin eilífa femme fatale, sem dregur heiðvirðann og saklausan eiginman sinn, skáldið Gaft, á tálar og er handbendi glæpafor- ingjanna sem stjóma mafíustarf- seminni niður við Svartahafið. Þeir beita engu óvægari meðul- um en starfsbræður þeirra á Vesturlöndum og í rauninni er Regnboginn — Sovésk kvik- myndavika: Vera litla Leikstjóri Vasily Pichul. Handrít Maria Khmelik. Tón- list Vladimir Matetsky. Aðal- leikendur Natalia Negoda, Andrei Sokolov, Yuri Naz- arov, Ludmilla Zaitseva, Andrei Fomin. Rússnesk. M. Gorky Film Studios 1988. Vera litla flokkast á vissan hátt undir unglinga(vandamála- )myndir hliðstæðar þeim banda- rísku, og tröllriðið hafa kvik- myndahúsunum um margra ára skeið, en eru til allrar hamingju engan ljósan punkt að sjá í bar- áttunni gegn óaldarlýðnum ann- an en að risastórt veggmálverk af Brésnef er fjarlægt í myndar- Iok. Myndir sem þessar era þarfar í umbótaumræðu, hvar sfem er í veröldinni. Hún er áleitin og ófeimin við að draga fram rotn- unina í þjóðfélaginu. Að auki prýðisvel gerð, þó ofbeldið sé nokkuð gróft á einum stað, og dável leikin. Hin stórglæsilega ímynd tæfunnar, Anna Samokh- ina, er með lostalegustu konum sem sést hafa á tjaldinu og leik- stjóm og handrit Karas gefur í rauninni lítið eftir því sem starfs- bræður hans á Vesturlöndum eru í rénun. (Á dögunum fengum við eina slíka frá Japan .) Þó snertir hún alla fjölskylduna og er eink- ar forvitnileg skoðun á heimilis- háttum fjölskyldu sem er ekki af því sauðahúsi sem flaggað hefiir verið í sovéskum myndum til þessa. Vera er táningur í borg við Eystrasaltið og hefur nýlokið skyldunámi. Hún er opin og hress og þegar hún hittir hinn fijálslega Sergei, gefur hún hinn ósköp hversdagslega kærasta sinn uppá bátinn. En málin taka nýja stefnu þegar Sergei tilkynn- ir að hann ætli að giftast Veru. Er það í óþökk fjölskyldu henn- ar, hins drykkfellda föður og að gera í dag. Það eina sem vantar er tími og aðlögun. Glæpakonungar ásamt nokkrum afskiptalitlu móður. Victor bróðir hennar, læknir í Moskvu, er einn- ig mótfallinn ráðahagnum. En Sergei flytur inn og líst ekki á tengdafólkið. Vera reynir að halda öllum endum saman, þó svo að framtíðin virðist ekki glæst. Hér kveður við nýjan tón, vandamál og væntingar sovéskra ungmenna era af sömu rótum og stallsystkina þeirra vestan- tjalds. Áhugamálin eru gagn- stæða kynið, rokk, fá það, láta sér líða vel. Tíska, fatnaður. Adidas-skór og Puma-bolir. Vandamálin foreldrarnir, kyn- öðram myndum vikunnar hlýtur að teljast sögulega gagnmerkt tímamótaverk. slóðabilið, afskipti yfirvalda (lög- reglu) af skemmtunum þeirra, brennivínsdrykkjan á heimilun- um, draumar sem geta kannski aldrei ræst. Óhætt að gera góð- látlegt grín að kommúnisman- um. Vera litla er nokkuð langdreg- in en drifin áfram af fima góðum leik hinnar sjarmerandi Nataliu Negoda í erfíðu hlutverki Veru. Og vissulega er slegið á marga strengi í frásögninni, Vera þarf að ganga í gegnum erfíða og ólíka lífsreynslu áður en mynd* inni lýkur. Við fáum að kíkja inní hversdagslíf venjulegra borgara, hverra líf er enginn dans á rósum og eiga við meiri erfiðleika að etja en gerist og gengur. Þessi innsýn er vand- virknislega gerð og virðist trú- verðug og sönn. VERA í VANDRÆÐUM « s í I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.