Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 48

Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Séra Jón Árni Sig- urðsson- Minning Fæddur 30. de9ember 1917 Dáinn 22. nóvember 1988 Mágur minn, séra Jón Árni Sig- urðsson, fyrrverandi sóknarprestur í Grindavík, verður jarðsunginn í dag. Útförin fer fram frá Grindavík- urkirkju og jarðsett verður í kirkju- garði staðarins. Hann hafði verið prestur Grindvíkinga nærri fjóra áratugi er hann lét af störfum síðla árs 1985. Með honum er horfmn af sjónarsviðinu hógvær og vamm- laus embættismaður, dugandi prestur og drengur góður. Er mér ljúft að minnast hans með nokkrum orðum að lokinni samleið. Hann fæddist 30. desember 1917 á Auðshaugi á Barðaströnd. For- eldrar hans voru Sigurður bóndi Pálsson og kona hans, Valborg Þorvaldsdóttir. Hann naut ekki lengi umhyggju móður sinnar, því að hún andaðist þegar hann var á öðru ári. Honum var þá búinn sama- staður hjá móðurbróður sínum, séra Jóni Þorvaldssyni á Stað á Reykja- nesi, sem gerði hann fóstursyni sínum. Naut hann góðrar umhyggju hans og konu hans, frú Ólínu Snæ- bjamardóttur frá Hergilsey. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri í júní árið 1940 og guðfræðiprófí frá Háskóla ís- lands 25. maí 1944. Það varð hlutskipti séra Jóns Áma næstu árin að þjóna sama prestakalli og fósturfaðir hans hafði þjónað, fyrst við prédikunarstörf á námsárum og síðan vígðist hann til prestsstarfa þar 18. júní 1944. Var hann þar sóknarprestur uns hann var kjörinn prestur í Grindavík í desember 1947 og fluttist þangað vorið 1948. Mér er minnisstætt frá þessum ámm, að Jón Ámi var í hópi nokk- urra guðfræðinema, sem tengdust sérstaklega og tóku þátt í frjálsa kristilega starfinu á vegum KFUM og Kristniboðssambandsins og þ.á m. almennu kristilegu mótunum, sem haldin vom á Akranesi árin 1942-1944. Fannst mörgum þátt- taka þeirra boða nýja vortíð í starfi kirkjunnar hér á landi, og vissulega má telja að á þessum tíma hafi orðið nokkur straumhvörf, því að sjónarmið aldamótaguðfræðinnar vom á miklu undanhaldi næstu árin og ungir guðfræðingar með glóð í hjarta og lifandi áhuga fyrir út- breiðslu hins gamla og sígilda fagn- aðarerindis um náð Guðs í Jesú Kristi, gengu til liðs við kirkjuna. Ég get ekki stillt mig um að tengja þessum fáu minningarorðum hluta úr lítilli frásögu, sem ég á í fórum mínum, frá ferð séra Jóns Ama, þegar hann fór til heima- byggðar sinnar skömmu eftir prestsvígsluna, til þess að taka við embætti þar. Koma glögglega í ljós í frásögunni fmmstæðir ferðahættir þeirra ára og einnig hugrenningar hans gagnvart mikilleik þeirrar þjónustu, sem hann var að takast á hendur. Eftir viðburðaríka en tafsama ferð frá Reykjavík, sem hófst kl. 7 að morgni, var komið að Kinnastöð- um kl. 4 um nóttina. Komst hann þar í bát frá Hvallátmm, sem var að sækja annað fólk er komið hafði með sömu ferð. Var síðan haldið út Þorskafjörðinn í yndislegu veðri. Komið var að svonefndum Skútu- naustum, fomum lendingarstað. „Þar gekk ég á land," segir hann í frásögn sinni, „skildi eftir pjönkur mínar og lallaði heim, en það er tæpur hálftíma gangur. Og þama gekk ég einmana, langþreyttur og lotinn ferðamaður. Ég virti fyrir mér umhverfið. Margt kom mér í hug. Átti ég framvegis að slíta skó- sólunum og veikum kröftum á þess- um æskuslóðum? Héma, þar sem ég þekkti svo að segja hvem stein og hveija þúfu? En hvað þetta var allt undarlegt. Það var eins og allar endurminningar liðinnar ævi rifjuð- ust upp fyrir mér nú. Flestar þeirra voru góðar en aðrar ekki. Nú horfði ég á lífíð í öðru ljósi en ég gerði fyrir sumarið 1942. Ég var að koma heim. Nu sá ég aðeins ofan á hús- þökin. Enginn maður sá til mín. Það var aðeins Guð einn sem sá mig. Ég nam staðar næstum því ósjálfrátt og tók ofan hattinn. Mér var svo Ijúft og eðlilegt að kíjúpa niður og þakka Drottni mínum fyr-' ir alla handleiðslu hans og vemd yfir mér, allt frá móðurlífi til þessar- ar stundar og biðja hann fyrir framtíð minni. Hann hafði ekki gleymt mér. Hann hafði sigrað hjarta mitt, þótt ekki væri langt síðan. Ég hafði sannarlega ástæðu til að lofa hann. — Ég stóð glaður upp og gekk heim. Heilsaði fólkinu og heyrði það segja: „Ninni er kom- inn! Ninni er kominn! Klukkan var þá um 9 f.h.“ Á þessum heimaslóðum var starfsvettvangur hans næstu árin, eins og fyrr segir. 30. júní 1945 kvæntist hann heitmey sinni, Jónu Siguijónsdóttur og á Stað fæddist fyrsta barn þeirra, Valborg Ólína. Auk hennar eignuðust þau Guð- laugu Ragnhildi, sem búsett er í Reykjavík, og Ama Þorvald, sem er nýkominn frá námi í Frakklandi. Ég er ekki fær um að rekja starfsferil séra Jóns Áma að nokkru ráði, en hann var vel látinn kenni- maður, samviskusamur en hlédræg- ur, e.t.v. um of, því hann bjó yfir mörgum góðum hæfíleikum. Hann var vel hagmæltur, þótt hann flíkaði því lítt, hafði góða söngrödd. Einn- ig hafði hann næmt skopskyn, eins og títt er um ýmsa alvöru- og trú- menn. Ég minnist margra góðra stunda á heimiii þeirra hjóna í Grindavík á hátíðarstundum, eða þegar hópar komu úr Reykjavík til samkomuhalds í kirkjunni og er þakklátur fyrir þær stundir. Lýk ég svo þessum minningar- orðum með einlægum samúðar- kveðjum og blessunaróskum fjöl- skyldu hans til handa, börnum og barnabörnum._ Árni Siguijónsson j i....irLnír“ í dag verður til moldar borinn séra Jón Árni Sigurðsson, fyrrum sóknarprestur í Grindavík. Hann andaðist á Grensádeild Borgarspít- alans að morgni 22. nóvemþer. Útför hans verður gerð frá Grindavíkurkirkju. Séra Jón Ámi Sigurðsson fædd- ist 30. desember 1917 að Auðs- haugi á Hjarðamesi í Barðastrand- arsýslu. Faðir hans var Sigurður Pálsson cand. phil., bóndi á Auðs- haugi, sonur Páls Pálssonar al- þingismanns í Dæli í Víðidal og konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur. Móðir sr. Jóns Áma var Valborg Elísabet Þorvaldsdóttir, dóttir sr. Gunnlaugs Þorvaldar Stefánssonar, prests að Hvammi í Norðurárdal ogseinni konu hans, Kristínar Jóns- dóttur, en hún giftist síðar sr. Bjama Símonarsyni, presti á Brjánslæk. Þegar Jón Ámi var á öðm ári missti hann móður sína og var þá tekinn í fóstur af móðurbróður sínum, sr. Jóni Þorvaldssyni, presti að Stað á Reykjanesi í Áustur- Barðastrandarsýslu og konu hans, Ólínu Kr. Snæbjamardóttur, en hún var dóttir hins þjóðkunna sægarps, Snæbjarnar Kristjánssonar í Her- gilsey og konu hans, Guðrúnar Hafliðadóttur. Sr. Jón Árni ólst upp á Stað hjá fósturforeldrum og fóstursystkin- um, Snæbimi, Ragnheiði og Krist- jáni, síðar borgardómara í Reykjavík. Þegar í æsku kom í ljós að Jón Ámi var góðum gáfum og hæfíleikum gæddur, enda vel hlúð að þessum hlutum hjá hinum unga dreng á fyrirmyndarheimili, þar sem menntun og listir vom í háveg- um höfð. Haustið 1935 settist Jón Árni í annan bekk Menntaskólans á Akur- eyri, en var til húsa hjá fósturföður- bróður sínum, Árna Þorvaldssyni, menntaskólakennara, og konu hans, Jónasínu Hallgrímsdóttur. Hjá þessum heiðurshjónum bjó Jón Ámi á vetmm öll menntaskólaár sín; í Menntaskólanum á_ Akureyri lágfu leiðir okkar Jóns Áma fyrst saman. Þó var ekki um náinn kunn- ingsskap að ræða fyrr en við sett- umst í 4. bekk. Eftir það sátum við hlið við hlið og lásum gjaman sam- an nokkrar námsgreinanna uns menntaskólanámi lauk. Á þessum ámm tókst með okkur mikil og góð vinátta, sem haldist hefur æ síðan. Að stúdentsprófi loknu settumst við haustið 1940 í guðfræðideild Háskólans ásamt_ fjórum öðmm bekkjarbræðmm. Á háskólaámnum héldum við gjaman hópinn. Frá þeim tíma er vissulega margra eftir- minnilegra samvemstunda og at- vika að minnast, en ekki verða þau hér rakin. Að loknu guðfræðiprófí vorið 1944 vomm við svo vígðir til prests- þjónustu níu saman, 18. júní 1944, daginn eftir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum. Eftir vígslu dreifðist hópurinn víða um land. Sr. Jón Ámi var þá settur prestur að Stað á Reykjanesi, á sínar bemsku- og æskuslóðir. Þess má geta að sumar- ið áður dvöldumst við tveir saman á Stað við prédikunarstörf og undir- búning undir lokapróf, en á Stað var þá búandi Snæbjörn, fóstur- bróðir Jóns Áma, og kona hans, -ihí.b jgo jauiuy wnux naíin + Móðir okkar, SIGRÍÐUR BJARNEY EINARSDÓTTIR frá Hreggsstöðum, sem andaðist 27. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember kl. 15.00. Jarðsett verður sama dag að Lágafelli. — ~ Börnln. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, SIGURÐAR JÓHANNESSONAR, fyrrum fulltrúa hjá Tryggingastofnun ríkisins, Drápuhlíð 39, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. desember kl. 13.30. Ágústína Eiríksdóttir, Anna Steinunn Sigurðardóttir, Flosi Hrafn Sigurðsson, Hulda Sigfúsdóttir. + Útför sambýlismanns míns og föður okkar, BALDURS NORDAHL, Bólstaðarhlið 44, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. desember kl. 1 5.00. Þórunn Guömundsdóttir og börn hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ELSE A. SNORRASON. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14-G Landspitala. Rögnvaldur Gíslason, Hildur H.Tobin, JohnTobin, Kristin Hauksdóttir, Jón Óskar Valgeirsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför BRYNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Köldukinn II. Guð blessi ykkur öll. Kristófer Kristjánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, BJARGAR S. BJÖRNSDÓTTUR. Sigursveinn Þórðarson, Sæunn Sígursveinsdóttir, Vigfús Ármannsson, Matthildur Sigursveinsdóttir, Haraldur Jörgensen, Þórður Sigursveinsson, Guðmunda Hjörleifsdóttir, Bjarni Sigursveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Unnur Guðmundsdóttir. Er mér æ síðan minnisstætt hið svipmikla landslag á Stað og fögur útsýn yfír Breiðafjörðinn. Þann 30. júní 1945 kvæntist sr. Jón Ámi Jónu Siguijónsdóttur, mik- illi myndar- og mannkostakonu. Foreldrar hennar voru Siguijón Jónsson, bóksali á Þórsgötu 4 í Reykjavík, og kona hans, Guðlaug Ragnhildur Árnadóttir. Voru þau hjon, svo og böm þeirra öll, ein- stakt mannkosta- og hæfíleikafólk. Þau hjónin sr. Jón Ámi og Jóna eignuðust jjijú böm, en þau eru: Valborg Olína, læknaritari, gift Berki Amljótssyni, flugvirkja; Guð- laug Ragnhildur, húsfreyja, gift Margeiri Á. Jónssyni, bifreiðar- stjóra, og Ámi Þorvaldur, sem er að ljúka arkitektúmámi í París, kvæntur Guðrúnu Höllu Gunnars- dóttur, landfræðingi. Em bama- bömin 8 að tölu. Árið 1947 fékk sr. Jón Ámi veit- ingu fyrir Grindavík og settust þau hjónin þar að vorið 1948. Þar þjón- aði sr. Jón Ámi sem sóknarprestur óslitið uns hann lét af embætti haustið 1985. Eins og oft vill verða með presta úti á landi, hlóðust á sr. Jón Árna mörg trúnaðarstörf. Auk þess að stunda þar kennslu í áratugi sat hann ámm saman í ýmsum nefnd- um s.s. skattanefnd, skólanefnd, bamavemdamefnd, sáttanefnd og síðast en ekki síst í kirkjubygging- amefnd. En það var honum mikið og áleitið hugðarefni að ný kirkja mætti rísa í Grindavík, því að gamla kirkjan var orðin alltof lítil fyrir hinn ört vaxandi söfnuð. Það var því mikill gleði- og hátíðisdagur fyrir sr. Jón Áma, og raunar alla Grindvíkinga, er hin nýja og glæsi- lega kirkja var vígð haustið 1982. Eftir að þessu langþráða takmarki var náð, fannst sr. Jóni Árna að senn gæti hann farið að láta af störfum. Hann varð þó þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að þjóna við þessa nýju og glæsilegu kirkju í þijú ár. Séra Jón Árni var maður farsæll í störfum. Hann vandaði prédikanir sínar sem og önnur sín verk og öll prestsþjónusta fórst honum vel úr hendi, enda samviskusamur og trúr sinni köllun. Hann var einnig gædd- ur góðum gáfum og hæfileikum, en einkar hlédrægur maður og sótt- ist lítið eftir að vera í sviðsljósinu. Því má kannski segja að hæfileikar hans hafi ekki notið sín út á við sem skyldi. Sr. Jón Ámi var söng- maður góður, einkum á sínum yngri ámm, söng m.a. á háskólaárum sínum í kvartett og í Stúdentakórn- um undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar. Síðustu árin var þó söngrödd hans mjög tekin að bila. Hann var einnig einkar vel hag- mæltur, enda í móðurætt kominn af sr. Þorvaldi Böðvarssyni sálma- skáldi í Holti. Var skáldgáfa mjög rík í þessari ætt. Á skólaárum sínum kastaði sr. Jón Árni oft fram einkar smellinni og hnyttinni vísu, stund- um heilum brag, okkur skólafélög- um hans til óblandinnar ánægju og skemmtunar. Þetta endurtók sig einnig alloft á árlegum bekkjar- kvöldum stúdenta frá MA 1940. Kom þá ekki hvað síst í Ijós hversu ríkri kímnigáfu sr. Jón Ámi var gæddur. Ekki var síður aðdáunar- vert, hversu vel honum tókst, jafn- vel í tvíræðum hlutum, að sigla milli skers og báru og koma til skila hnyttinni gamansemi sinni, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli, þannig að ósvikin skemmtan var á að hlýða. í ljóðlist sinni sló þó sr. Jón Árni vissulega einnig alvarlegri strengi, enda í eðli sínu alvömmaður. Þannig birt- ist fyrir mörgum ámm sálmur eftir hann í Kristilegu stúdentablaði og sálm orti hann, sem sunginn var við vígslu hinnar nýju Grindavíkur- kirkju. Við sr. Jón Ámi vomm lengst af starfsævi nágrannaprestar, höfð- um því allnáin samskipti og heim- sóttum oft hvor annan, einkum fyrr á ámm. Er mér ljúft að minnast, hversu gott var að koma á heimili þeirra hjóna. Viljum við hjónin þakka af heilum hug allar þær mörgu ánægjustundir, sem við átt- um á prestsheimifinu í Grindavík, þar sem gestrisni var frábær, en 'UJJOUMÚ* -I.1JJ !0*Í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.