Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 10

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Mikill skortur á graskögglum Ekkert framleitt í ríkisverksmiðjunum 1 sumar STEFÁN H. Sigfusson fram- kvæmdastjóri Fóður- og fræ- framleiðslunnar í Gunnarsholti segir að mikill skortur sé nú á graskögglum. Landbúnaðar- ráðuneytið ákvað í vor að ekkert skyldi framleitt af graskögglum í verksmiðjum ríkisins í sumar vegna mikilla birgða. Þessar birgðir eru nú uppurnar. Stefán segir að þrátt fyrir ákvörðun stjómvalda um að fram- leiða ekki grasköggla sé mikil eftir- spum eftir þeim og séu þeir vin- sæit fóður hjá bændum. í fyrra áttu graskögglaverksmiðjur í harðri samkeppni við innflutt fóður og þar sem framleiöslan var dýrari en inn- flutta fóðrið söfnuðust birgðir upp. Þær birgðir hefur síðan gengið von- um framar að selja. Stefán segir að miðað við ástand- ið í dag hafi greinilega verið misráð- ið að láta graskögglaverksmiðjur ríkisins standa auðar síðasta sumar. Timburhús í Haf narfirði Nýkomið í einkasölu timburhús við Reykjavíkurveg í fyrsta flokks ástandi, nýlega endurbætt og endurnýjað að innan og utan. A aðalhæð eru tvær samliggjandi stofur, eldhús og borðstofa, rishæð 2-3 herb. og í kjall- ara 2 herb., gott bað og geymslupláss. Gólfflötur alls 115 fm. Bak við húsið er stór sólpallur í fallegu um- hverfi. Ekkert áhvílandi. Opiðídag Árni Gunnlaugsson, hrl, frá 13-17 Austurgötu 10, sími 50764. I 1150-21370» S Þ. VALDIMARSSON sölustjóri BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Rétt við Háskólann Aðalhæð við Aragötu 160 fm nettó i tvibhúsi auk um 70 fm húsnæðis í kj. Góður bílsk. Ræktuð hornlóð. Greiðslukj. óvenjuhagst. Ágæt íbúð í Laugarneshverfi 2ja herb. á 2. hæð 62,3 fm nettó í litlu fjölbhúsi. Úrvalsgóð innr. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Sanngjarnt verð. Sérhæðir - hagkvæm skipti Við Bugðulæk 6 herb. efri hæð um 150 fm í þríb. Allt sér. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. Við Rauðalæk 5 herb. efri hæö um 110 fm nettó fjórbhúsi. Sérhiti. Góður bílsk. Skipti æskil. á góðri 3ja herb. íb. á 1. eöa 2. hæð. Teikningar. og nánari upplýsingar á skrifst. Austast í Fossvogi Kópavogsmegin gott steinhús meö 4ra herb. íb. á hæð um 110 fm. Góð rishæð fylgir næstum frág. Ræktuð lóð með trágróðri 1150 fm. Ýmiss konar eignaskipti mögul. Hagst. áhv. langtímalán. Teikn. og uppl. aðeins á skrifst. Einbýlishús í Garðabæ Á einni hæð í Lundunum 151,3 fm nettó auk bilsk. 36,2 fm nettó. Allt eins og nýtt. Ræktuð lóö. Útsýni. í Árbœjarhverfi - nágrenni Óskast til kaups: einbhús á einni hœö 140-200 fm. Ennfremur góð 3ja-4ra herb. ib. Opið ídag laugardag. fk | £ Bkl |k| fk kl. 11.00-16.00. Al IVI C VM ilM Fa3toigna8alanvar8tofnuð f^STEIGHASHlTH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 464. þáttur Halldór Halldórsson prófessor kom að máli við mig vegna þess sem ég sagði í næstsíðasta þætti um Tryggva Helgason flugmann og orðið þura. Halldór benti mér á að í íslenzkum nýyrðum, fjórða hluta, flugorðasafni, stæði: „þura, sjá þrýstiloftsvél. Orðið þura er gamalt örvarheiti, sem merkir í rauninni „sú, sem þýt- ur“, sbr. þyija, „þjóta“.“ Halldór bætti því við, að uppá- stungan um þuruna í þessari merkingu væri komin frá pró- fessor Alexander Jóhannessyni, og þakka ég honum kærlega þessar upplýsingar. Ekki kvaðst Halldór vilja mæla með orðinu þura um „hljóðfráar þotur“, hélt að við myndum ekki komast hjá samsettu orði. Hann minnti á að orð þessarar beygingar fara illa í eignarfalli fleirtölu, þegar stofninn endar á r-i. N-ið, sem einkennir eignarfall flt. veikra kvenkynsorða af þessari gerð, kemst illa til skila, sbr. vera, kyrra og sperra. Við hikum þó ekki við að tala um fráfærna- lömb. ★ Baldur Pálmason í Reykjavík skrifar mér svo: „Á baksíðu Mbl. í dag [8. nóv.] er ágæt litmynd frá Akur- eyri, heimabæ þínum. Þar fer fríður hópur æskufólks á skaut- um. Undirskriftin fínnst mér hinsvegar ekki samsvarandi: Skautað á Akureyri. Veit ég víst að ekki er þetta í fyrsta sinn, sem sögnin að skauta sést á prenti í þessari merkingu, en lengstum höfum við ekki vílað fyrir okkur að velja dálítið lengri leið og segja: að fara (eða hlaupa) á skautum, — og því vil ég eindregið mæla með áfram. Leyfum konunum einum að skauta, þegar þær klæðast íslenzkum faldbúningi, jafnvel þótt það sé orðið fátítt nú. Að íára (eðá ganga) á skíðum er líka á undanhaldi fyrir að skiða, sem nú er oft sagt og jafnvel skrifað, — og er meira en lítið lágkúrulegt, fínnst mér. Þótt stundum hafí farið vel á því að mynda sagnorð með bein- asta og auðveldasta hætti með því að taka orðstofn nafnorðsins og bæta við sagnendingunni a, er engán veginn rétt að gera það að gildandi reglu. Þannig er myndað hið ágæta sagnorð að þinga, en það virðist nú hafa horfíð að miklu leyti í skuggann fyrir hinni flatneskjulegu sögn: að funda. Áður var talað um að halda (eða sitja) fundi, þeg- ar fólk kom saman til orðræðna, og þá einnig að þinga, einkum ef margir komu saman. Ekki munu mörg ár síðan einhver málletingi setti fyrstur á blað sögnina að funda. Svo mikið er víst, að hún finnst ekki í orða- bókum, sem ég hef tiltækar, og eru þó sumar þeirra nýlegar, og ég ætla raunar að vona að hún verði aftur úr sögunni áður en hún nær slíkri skráningu. Nú langar mig til að heyra álit þitt á sjónarmiðum mínum um þessi efni. Eigum við kannski að láta ofangreind nýleg máls- atriði yfír okkur ganga, án þess að mögla. eða múðra? Með góðri kveðju." Ég þakka Baldri Pálmasyni þetta skelegga bréf. Svarið við lokaspumingu hans er nei og aftur nei. Og sjónarmiðum hans er ég fylgjandi. Má ég aðeins bæta við: Hvemig myndi mönn- um líka, ef lengra væri gengið á brautinni, sem Baldur lýsir, og farið yrði að segja: Hann bflaði eftir veginum, en hinir hestuðu eftir götunum utanvið. Sumir flugvéluðu, en aðrir skip- uðu til útlanda? Já, hvernig líst ykkur á? Hlymrekur handan kvað: Já, víst eru limrumar liðugar, en löngum þær bestu ósiðugar (þau orð sem þar henta má alls ekki prenta) en aðrar bara ekki neitt sniðugar. Sæmundur fróði og kölski höfðu veðjað um það, að kölski skyldi aldrei koma að Sæmundi óklæddum, þegar hann væri vaknaður á annað borð. Morgun einn kemur kölski á gluggann yfir rúmi Sæmundar, og er hann þá að fara í sokkana uppi í rúminu. Sæmundur sér skolla, yrðir á hann að fyrra bragði og segir: „Hvað fréttist?" Kölski svarar: „Illt eitt.“ „Erhríð?" - - „Jástríð." „Hveminn?" — - „Hvefsin." „Hvaðan?" — - „Norðan." „Erfrost?" — — „Allgeyst." „Ersnær?“ — — „Frábær." „Ermyrkt?" - — „Sótsvart." „Séstei?" — — „Ónei.“ Þegar þeir höfðu lokið vísunni, var Sæmundur búinn að klæða sig og hafði kölski ekkert gott af honum í það skipti. (Ur þjóðsögum) ★ Salómon Einarsson í Kópavogi sendir svör við sumum spuming- anna sem birtust í 258. þætti. Hann telur að þágufall af orðinu rafall sé rafli, sbr. vaðli af vað- all og bagli af bagall. Hann telur að orðtakið að vera í dorgum við einhvem merki að vera á veiðum eftir einhveiju, koma sér í mjúkinn, gera hosur sínar græn- ar. Hann mælir með orðinu list- hús í staðinn fyrir gallerí, og loks telur hann að lýsingarorðið klúk- inn merki álútur, niðurdreginn, uppburðarlaus, ómannborlegur, eymdin uppmáluð. Umsjónarmaður samsinmr þessu öllu nema hinu síðasta. Hann þekkir ekki klúkinn í þess- um merkingum, en er reyndar alls óviss hvað það þýðir. Yfirlitssýning á verk- um Hönnu Davíðsson í HAFNARBORG, menningar- og listasafíii HafnarQarðar, verður laugardaginn 3. desember kl. 14.00 opnuð yfirlitssýning á verkum Hönnu Davíðsson í til- efiii þess að þá eru liðin 100 ár frá fæðingu myndlistarkonunn- ar. Sýningin verður opin 3. til 12. desember daglega frá kl. 14.00 til kl. 19.00. Sýningin er einstæð að því leyti að verk Hönnu hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir fyrr, utan örfárra mynda sem voru sýndar í glugga Morgunblaðshússins á síðari hluta sjötta áratugarins. Verkin á sýningunni eru öll í einkaeign. Hanna Davíðsson stundaði myndlistamám í Kaupmannahöfn á fyrsta tug aldarinnar, en þar dvaldi hún um fímm ára skeið. Hún er meðal fyrstu kvenna af íslenskum uppruna sem lögðu slíkt nám fyrir sig þar. Eftir hana liggja aðallega andlitsmyndir og blómamyndir unn- ar með blandaðri tækni, auk blý- antsteikninga og nokkurra olíumál- verka. Einnig vann hún fáeinar vatnslitamyndir á silki, sem er í senn fágætt og vandasamt verk. Þekktust er Hanna þó líklega fyrir að hafa myndskreytt skímarfont og predikunarstól Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, en til Hafnarfjarðar fluttist hún árið 1912 og bjó þar nær óslitið uns hún lést árið 1966. Sýningin er öllum opin. Fréttatilkynning) Árni Scheving í Heita pottinum Víbrafónleikarinn Ámi Sche- ving kemur fram ásamt fjórum meðleikurum í Heita pottinum í Duus-húsi á sunnudagskvöld 4. desember klukkan 21.30. gramm Laugavegi 1-7 ■ 101 Reykjavík Klapparstigur 25-27 • 101 Reykjavik Simar 1-12040/16222. Bubbi og Megas i verslanir ef tir helgina Með Árna munu leika þeir Krist- inn Svavarsson á saxófóna, Ást- valdur Traustason á píanó, Birgir Bragason á bassa og Birgir Bald- ursson á trommur. Ami Scheving hefur í mörg ár verið meðal fjöl- hæfustu tónlistamönnum þessa lands og mun einkum fást við tón- list af nýjum toga á tónleikunum í kvöld, meðal annars eftir þá Chick Corea og Steve Swallow.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.