Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Álitsgerð lagastofnunar í Vemdardeilunni Hér fer á eftir álitsgerð ráð- gjafarþjónustu Lagastofnunar Háskóla íslands varðandi deiluefhi er upp kom á síðasta aðalfundi Félagasamtakanna Verndar: I. Viðfang'sefnið A aðalfundi Félagasamtakanna Vemd, sem haldinn var 22. septem- ber 1988, kom upp ágreiningur um það hvetjir ættu atkvæðisrétt á aðalfundinum og um aðgerðir fund- arstjóra í framhaldi af því. Af þessu tilefni hefur stjóm Félagasamtak- anna Verndar óskað eftir því með bréfi dags. 8. nóvember 1988, sem undirritað er af Jónu Gróu Sigurð- ardóttur, að Lagastofnun Háskóla íslands láti í té álitsgerð um deilu- efni þetta og em spumingar þær, sem leitað er svara við, eftirfarandi: a) Var sú ákvörðun Jóns Bjarman fundarstjóra á umræddum fundi lögmæt er hann úrskurðaði, að atkvæðisrétt á fundinum ættu allir þeir, sem mættir voru án tillits til þess, hvort þeir væru félagsmenn eða ekki? b) Var sú ákvörðun stjómarfor- manns í umboði framkvæmda- stjómar samtakanna lögmæt, er hann vegna deilu um atkvæð- isrétt á aðalfundinum ákvað að leita álits löglærðra manna, slíta fundinum og boða til framhalds- aðalfundar þegar álitsgerð lægi fyrir? c) Getur stjóm samtakanna ákveð- ið með auglýsingu, að einungis þeir, sem gerst hafa félagsmenn viku fyrir aðalfund (framhalds- aðalfund), skuli hafa atkvæðis- rétt í félaginu? n. Um skipulag samtakanna Félagasamtökin Vemd teljast al- mennt félag, sem starfar á grund- velli samþykkta, sem félagið hefur sett sér. í 1. gr. samþykktanna segir m.a., að starfssvið samtak- anna sé landið allt og að einstakl- ingar, félög og félagasamtök geti 4 # m '-o " jfL' 2ja daga AFWÆLIS- VEISLA! X-Ac ó % tilefni af 3ja ára afmæli Pítunnar í Skipholti, bjóðum við gestum okkar 20% afslátt af öllum veitingum laugardaginn 3. des. og sunnudaginn 4. des. Börnin fá bland í poka. ~ Verið velkomin í afmæli Pítunnar. v orðið aðilar að samtökunum. Engin frekari skilyrði er í samþykktunum að finna, hvorki fyrir inngöngu fé- lagsmanna í félagið né brottvísun úr J)ví. I 5. gr. samþykktanna segir, að stjóm samtakanna skipi 40 menn og 5 til vara og kjörtími stjómar sé 3 ár, þó svo að úr þeirri stjóm, sem fyrst er kosin eftir að sam- þykktimar öðlast gildi skuli 13 menn ganga úr-stjórn eftir eitt ár og aðrir 13 menn eftir tvö ár og skuli hlutkesti ráða. Endurkosning stjómarmanna er heimil. Dóms- málaráðherra er heimilt að skipa mann í stjómina og annan til vara. \ Samkvæmt 6. gr. skal fram- kvæmdastjóm kosin úr hópi stjóm- armanna á fyrsta fundi stjómar að loknum aðalfundi. Framkvæmda- stjómin skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara. Skal formaður kosinn sérstaklega, en að öðm leyti skiptir framkvæmdastjórnin með sér verk- um. Formaður framkvæmdastjóm- ar er jafnframt formaður samtak- anna. I 4. gr. samþykktanna segir, að halda skuli aðalfund samtakanna fyrir 1. júní ár hvert; og skal hann boðaður með viku fyrirvará með auglýsingu í blöðum og útvarpi. Aðalfundur er lögmætur ef rétt er til hans boðað. Stjómarfundi skal skv. 7. gr. halda eftir þörfum, en þó ekki sjaldnar en tvisvar milli aðalfunda. Framkvæmdastjóm fer í umboði stjómar með vald hennar milli stjómarfunda. m. Málavextir Aðalfundur félagsins var haldinn fímmtudaginn 22. september 1988. Eru ekki komin fram gögn um ann- að en að til hans hafí verið boðað með dagskrá svo sem tilskilið er og með formlega löglegum hætti að öðru leyti. Fyrir liggur listi með nöfnum þeirra er fundinn sóttu. í upphafí fundarins gerði formað- ur, Jóna Gróa Sigurðardóttir, tillögu um, að Jón Bjarman yrði kosinn fundarstjóri á aðalfundinum og var það samþykkt samhljóða. Er fund- arstjóri hafði tekið við fundarstjóm kom fram fyrirspum úr sal um það, hveijir hefðu atkvæðisrétt á fundinum og segir um það í fundar- gerð aðalfundar: „Formaður taldi, að strangt til tekið hefðu þeir at- kvæðisrétt, sem greitt hefðu félags- gjald. Þetta tilkynnti fundarstjóri fundarmönnum, en mótmæli komu fram við því. Eftir nokkrar umræð- ur úrskurðaði fundarstjóri, að allir, sem mættir væru, skyldu hafa at- kvæðisrétt." Undir þriðja dagskrárlið á aðal- fundinum, sem fjallaði um laga- breytingar, er bókað: „Undir þess- um lið hófust aftur háværar um- ræður um það, hveijir hefðu at- kvæðisrétt á fundinum. Til máls tóku Pétur Jónsson, Jóhann Guð- mundsson, Björk Bjarkadóttir, Jón Ámason, Kristmundur Sigurðsson, Már Kjartansson, Guðfínnur Sig- urðsson og Franzisca Gunnarsdótt- Sýningnm á Hamlet að ljúka SYNINGUM Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet Dana- prinsi eftir William Shakespeare er nú að ljúka. Aðeins tvær sýn- ingar eru eftir, önnur verður annað kvöld og hin næstkomandi miðvikudagskvöld. Verkið var frumsýnt í apríl á þessu ári og eru sýningar nú orðnar 27 talsins. í frétt frá LR segir að aðsókn að leikritinu hafí verið góð, uppselt á flestar sýningar, en vegna nýrra verkefna verður sýningum nú hætt. Þýðing er eftir Helga Hálfdánar- son, Kjartan Ragnarsson er leik- stjóri og leikmynd og búningar eft- ir Grétar Reynisson. Með hlutverk Hamlets fer Þröstur Leó Gunnars- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.