Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Álitsgerð lagastofnunar í Vemdardeilunni Hér fer á eftir álitsgerð ráð- gjafarþjónustu Lagastofnunar Háskóla íslands varðandi deiluefhi er upp kom á síðasta aðalfundi Félagasamtakanna Verndar: I. Viðfang'sefnið A aðalfundi Félagasamtakanna Vemd, sem haldinn var 22. septem- ber 1988, kom upp ágreiningur um það hvetjir ættu atkvæðisrétt á aðalfundinum og um aðgerðir fund- arstjóra í framhaldi af því. Af þessu tilefni hefur stjóm Félagasamtak- anna Verndar óskað eftir því með bréfi dags. 8. nóvember 1988, sem undirritað er af Jónu Gróu Sigurð- ardóttur, að Lagastofnun Háskóla íslands láti í té álitsgerð um deilu- efni þetta og em spumingar þær, sem leitað er svara við, eftirfarandi: a) Var sú ákvörðun Jóns Bjarman fundarstjóra á umræddum fundi lögmæt er hann úrskurðaði, að atkvæðisrétt á fundinum ættu allir þeir, sem mættir voru án tillits til þess, hvort þeir væru félagsmenn eða ekki? b) Var sú ákvörðun stjómarfor- manns í umboði framkvæmda- stjómar samtakanna lögmæt, er hann vegna deilu um atkvæð- isrétt á aðalfundinum ákvað að leita álits löglærðra manna, slíta fundinum og boða til framhalds- aðalfundar þegar álitsgerð lægi fyrir? c) Getur stjóm samtakanna ákveð- ið með auglýsingu, að einungis þeir, sem gerst hafa félagsmenn viku fyrir aðalfund (framhalds- aðalfund), skuli hafa atkvæðis- rétt í félaginu? n. Um skipulag samtakanna Félagasamtökin Vemd teljast al- mennt félag, sem starfar á grund- velli samþykkta, sem félagið hefur sett sér. í 1. gr. samþykktanna segir m.a., að starfssvið samtak- anna sé landið allt og að einstakl- ingar, félög og félagasamtök geti 4 # m '-o " jfL' 2ja daga AFWÆLIS- VEISLA! X-Ac ó % tilefni af 3ja ára afmæli Pítunnar í Skipholti, bjóðum við gestum okkar 20% afslátt af öllum veitingum laugardaginn 3. des. og sunnudaginn 4. des. Börnin fá bland í poka. ~ Verið velkomin í afmæli Pítunnar. v orðið aðilar að samtökunum. Engin frekari skilyrði er í samþykktunum að finna, hvorki fyrir inngöngu fé- lagsmanna í félagið né brottvísun úr J)ví. I 5. gr. samþykktanna segir, að stjóm samtakanna skipi 40 menn og 5 til vara og kjörtími stjómar sé 3 ár, þó svo að úr þeirri stjóm, sem fyrst er kosin eftir að sam- þykktimar öðlast gildi skuli 13 menn ganga úr-stjórn eftir eitt ár og aðrir 13 menn eftir tvö ár og skuli hlutkesti ráða. Endurkosning stjómarmanna er heimil. Dóms- málaráðherra er heimilt að skipa mann í stjómina og annan til vara. \ Samkvæmt 6. gr. skal fram- kvæmdastjóm kosin úr hópi stjóm- armanna á fyrsta fundi stjómar að loknum aðalfundi. Framkvæmda- stjómin skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara. Skal formaður kosinn sérstaklega, en að öðm leyti skiptir framkvæmdastjórnin með sér verk- um. Formaður framkvæmdastjóm- ar er jafnframt formaður samtak- anna. I 4. gr. samþykktanna segir, að halda skuli aðalfund samtakanna fyrir 1. júní ár hvert; og skal hann boðaður með viku fyrirvará með auglýsingu í blöðum og útvarpi. Aðalfundur er lögmætur ef rétt er til hans boðað. Stjómarfundi skal skv. 7. gr. halda eftir þörfum, en þó ekki sjaldnar en tvisvar milli aðalfunda. Framkvæmdastjóm fer í umboði stjómar með vald hennar milli stjómarfunda. m. Málavextir Aðalfundur félagsins var haldinn fímmtudaginn 22. september 1988. Eru ekki komin fram gögn um ann- að en að til hans hafí verið boðað með dagskrá svo sem tilskilið er og með formlega löglegum hætti að öðru leyti. Fyrir liggur listi með nöfnum þeirra er fundinn sóttu. í upphafí fundarins gerði formað- ur, Jóna Gróa Sigurðardóttir, tillögu um, að Jón Bjarman yrði kosinn fundarstjóri á aðalfundinum og var það samþykkt samhljóða. Er fund- arstjóri hafði tekið við fundarstjóm kom fram fyrirspum úr sal um það, hveijir hefðu atkvæðisrétt á fundinum og segir um það í fundar- gerð aðalfundar: „Formaður taldi, að strangt til tekið hefðu þeir at- kvæðisrétt, sem greitt hefðu félags- gjald. Þetta tilkynnti fundarstjóri fundarmönnum, en mótmæli komu fram við því. Eftir nokkrar umræð- ur úrskurðaði fundarstjóri, að allir, sem mættir væru, skyldu hafa at- kvæðisrétt." Undir þriðja dagskrárlið á aðal- fundinum, sem fjallaði um laga- breytingar, er bókað: „Undir þess- um lið hófust aftur háværar um- ræður um það, hveijir hefðu at- kvæðisrétt á fundinum. Til máls tóku Pétur Jónsson, Jóhann Guð- mundsson, Björk Bjarkadóttir, Jón Ámason, Kristmundur Sigurðsson, Már Kjartansson, Guðfínnur Sig- urðsson og Franzisca Gunnarsdótt- Sýningnm á Hamlet að ljúka SYNINGUM Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet Dana- prinsi eftir William Shakespeare er nú að ljúka. Aðeins tvær sýn- ingar eru eftir, önnur verður annað kvöld og hin næstkomandi miðvikudagskvöld. Verkið var frumsýnt í apríl á þessu ári og eru sýningar nú orðnar 27 talsins. í frétt frá LR segir að aðsókn að leikritinu hafí verið góð, uppselt á flestar sýningar, en vegna nýrra verkefna verður sýningum nú hætt. Þýðing er eftir Helga Hálfdánar- son, Kjartan Ragnarsson er leik- stjóri og leikmynd og búningar eft- ir Grétar Reynisson. Með hlutverk Hamlets fer Þröstur Leó Gunnars- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.