Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 14

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 á hátíðarhöldin medan þú bíður eftir jólunum Nýja jólaþrennan kemur þér strax í hátíöarskap. Hún er skemmtileg í SKÓINN, kjörin meó JÓLAKQRTINU og gerir JÓLARAKKANN ennþá HAppAÞRENN* HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS Kvistur af íslenzkum einL EINIR Juniperus communis Einir er sígrænn, lágvaxinn runni, ávextir eru ljósblá ber sem oft eru þéttsett á greinum hans. Hann er eini barrviðurinn sem til- heyrir upphaflegri íslenskri flóru. Þessi runni er sjaldgæfur á Suð- urlandi, en á Norðurlandi er hann algengur og nýtur mikilla vin- sælda og virðingar. Einigreinar voru notaðar til að gera jólatré eftir að sá siður var innleiddur á íslandi að hafa græn tré sem miðdepil jólahaldsins. Trén voru þannig gerð að smíðuð var grind að tré, þ.e.a.s. hæfilega langar og breiðar fjalir voru lagðar í kross og borað gat í þær miðjar og þeim síðan rennt upp á skaft, sem sagað var eftir æskilegri hæð trésins, krossamir voru látnir minnka upp eins og krossar greni- trésins. Einir var síðan sóttur og valdar greinar festar á krossana. Á enda armanna voru svo fest kerti og tréð skreytt eftir efnum og ástæðum. Þessi tré voru ekki síður fögur en grenitrén og í mörgum tilfellum listaverk. Þó að einir sé nú óvíða notaður í jólatré finnst samt öllum þar sem ég þekki til að hann sé ómissandi við jólahald. Hann var notaður til ýmiskonar skreytinga, brenndur sem reykelsi á aðventu, þegar meira er haft við og þegar gert er laufabrauð. Áður en klukkum- ar hringja jólin inn á aðfanga- dagskvöld er gengið um öll her- bergi með logandi eini og þegar allt húsið angar af einiilmi segja börnin að komin sé jólalykt. Móð- ir mín og amma krýndu myndir látinna ættingja með einigreinum á aðfangadag, og enn er það víða gert. Eini má líka telja til nytjajurta: Gamlir menn notuðu einiber til að bragðbæta brennivín. Þeir létu fullþroskuð berin í vínflöskurnar og létu þau liggja nokkra daga í víninu og fljótlega mettaðist það af sérkennilegu bragði beij- anna.Þingeyskur bóndi, Alexand- er Bjamason, gaf út bók um ísl- enskar drykkjaijurtir árið 1860, vildi hann vinna gegn kaffineyslu og benda löndum sínum á að „holl- ur væri heimafenginn baggi“. Alexander segir um eininn: „Barr og ber örva svita og þvag, em vindeyðandi og vama rotnun. Gott við bjúgi, hósta, hálsbólgu, liðaverkjum, nýrnasteinum, þvag- stemmu, tíðateppu, vindgangi, óhægð í innyflum, andateppu og máttleysi. Nota má seyði bæði af blöðum og beijum. Ber og lauf má einnig nota sem reykelsi." Samkvæmt þessari upptalningu mætti halda að einir væri nær því allra meina bót. Ekki veit ég hvort te af eini er ljúffengt en hitt veit ég að mulin ber hans og barr er einstaklega gott krydd á lamba- kjöt. Seyði af eini var stundum notað til að skola innan tréílát eftir þvott á meðan mjólk var geymd og unnin í slíkum ílátum í heimahúsum, heitt einiseyðið töldu menn sótthreinsandi og víst er að það náði súrlykt úr trénu. Ekkki hefur mér gengið vel að rækta eini í garðinum mínum. Það er eins og hann finni sig ekki heima nema úti í villtu umhverfí. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir Frá félaginu: í þessum síðasta pistli á þessu ári skal á það bent að skrifstofa G.í. hefur nú verið flutt frá Amt- mannsstíg 6 í rýmra og betra húsnæði á Frakkastig 9. Síma- númer verður óbreytt 27721. Pósthólf 1461. Sömuleiðis verður opnunartími sá sami og verið hef- ur þ.e. mánudaga og fimmtudaga kl. 2—6 og auk þess opið hús á fimmtudagskvöldum kl. 8—10. Gerið svO vel að ganga í bæinn þegar ykkur hentar. Að öllu óbreyttu mun Blóm vikunnar he§a göngu á ný með hækkandi sól. Lifíð heil! ENG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.