Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 60

Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 60
0f$tntfybifrtfe MIiIIIMN MNGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Krisúnsson, sölustjóri - Þorieifur Guðmundsson, sölum. Þórótfur Halktórsson, lögfr - Unnsteinn Beck hrl., simi 12320 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Bílastæðamálin við Kirkjustræti: Þingforseti vill riftun samnings GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, hyggst segja upp samningi Alþingis og Reykjavíkurborgar um að borgin hafi afhot af bílastæðum á lóðum Alþingis við Kirkjustræti. Um er að ræða gjaldstæði við lóðirnar vestan við þinghúsið, allt vestur að Herkastala. Borgarráð neitaði á þriðjudaginn að veita ráðherr- um og forsetum Alþingis undan- þágu frá stöðubanni fraraan við Alþingishúsið og er því til þess- ara aðgerða gripið af hálfu þing- forseta. „Við höfum á vinsamlegan hátt leyft borginni að hafa afnot af land- areign Alþingis vegna bílastæða- vanda hennar. Við munum að sjálf- sögðu segja þessum samningi upp strax á mánudaginn til þess að fá okkar eigin bílastæði,“ sagði Guð- rún Helgadóttir í samtali við Morg- unblaðið. „Borgarstjórnin hefur séð einhveija ástæðu til að vera í stríði -^við Alþingi og þingið mun auðvitað ekki þola að ráðherrar geti ekki komið á fund án þess að þurfa að eigra um bæinn í einhveiju ráða- leysi. Þeir hafa lagt þama um ára- bil án þess að nokkur amaðist við því.“ Guðrún sagðist ekki skilja ákvörðun borgaryfirvalda, hún teldi að sambúð Alþingis og borgar ætti að fara fram í góðvild og sátt. „En ef borgarstjórinn kýs að segja Al- þingi stríð á hendur skal sá góði herra fá stríð," sagði Guðrún. Samningurinn milli Alþingis og borgarinnar gengur ekki úr gildi fyrr en í árslok á næsta ári. Fram ' að því verða ráðherrar og þingfor- seti því væntanlega að hlíta stöðu- banninu. „Ég nenni náttúrulega ekki að láta einhveija lögreglu teyma bílinn minn í burtu. Ég verð að beygja mig fyrir því að við höfum gert þennan samning," sagði þing- forseti. DAGARNIR TALDIR Morgunblaðið/Þorkell Krakkarnir eru farnir að telja dagana til jóla og und- I borg í gær og sýna listamennirnir stoltir árangur erfið- irbúa litlu jólin af kappi. Þessi mynd var tekin á Drafiiar- ! is síns. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Launakostnaður of mikill, g-eng-isfelling ekki á döfinni Tap fiskviimslunnar 2 milljarðar á árinu, segir Arnar Sigurmundsson ARNAR Sigurmundsson, for- maður Sambands fiskvinnslu- stöðvanna, segir að skýrsla um afkomu 30 fyrirtækja í sjávarút- vegi sýni að tap fiskvinnslunnar í ár verði 2 milljarðar króna, en ekki 800-900 milljónir eins og Þjóðhagsstofnun hefði talið. A fúndi með Halldóri Asgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, í gær sögðu talsmenn fiskvinnslunnar að nýjar efnahagsráðstafanir þyldu enga bið, þar sem mörg fyrirtæki hefðu ekki bolmagn til að hefja aftur vinnslu eftir ára- mót. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að geng- isfelling sé ekki á döfinni. Hann segir að þjóðarbúið geti ekki borið uppi þann launakostnað sem atvinnuvegirnir búi við og að uppsagnir margra fyrirtækja séu til þess að geta endurráðið starfsfólk án yfirborgana. For- sætisráðherra hefúr boðað fúll- trúa atvinnuveganna og laun- þega á sinn fúnd eftir rúma viku. Amar Sigurmundsson sagði að aðgerðir til að snúa yfír 10% tap- rekstri frystingarinnar í hagnað þyrftu að koma strax, ekki mætti bíða með þær í fimm mánuði eins og á síðasta ári. Fiskvinnslumenn væm tilbúnir til að fara niður- færsluleið, en þar sem núverandi ríkisstjóm virtist ekki geta fram- kvæmt hana lægi fyrir að hækka þyrfti tekjur fiskvinnslunnar með gengisfellingu án þess að launa- kostnaður og fiskverð hækkuðu jafn mikið. Lækkun raunvaxta væri jákvæð, en afkoman batnaði aðeins um 0,2% fyrir hveija 1% lækkun. Lán atvinnutryggingarsjóðs gætu hjálpað einstaka fyrirtækjum tíma- Fundur varnarmálaráðherra NATO: Islendingar ániinntir um ábyrgð á eigin vömum bundið, en óvissa væri um kjör á bréfum sjóðsins. Steingrímur Hermannsson sagði að staða fjölda fyrirtækja í sjávarút- vegi væri svo slæm að nauðarsamn- ingar og gjaldþrot væm einu sjáan- legu lausnimar fyrir þau. í samtali við Morgunblaðið sagði Steingrímur að þjóðarbúið geti ekki borið launa- kostnaðinn. „Eflaust er þessi mikla hækkun launakostnaðar frá 1986 að vemlegu leyti yfirborgun, sem atvinnurekendur hafa haldið fram að sé um 20%. Menn verða að horf- ast í augu við það, að minnsta kosti á næstunni, að úr þessum yfirborg- únum dragi og það vemlega. Mér skilst á ýmsum atvinnurekendum sem hafa staðið í því að segja upp starfsfólki að þeir hugsi sér að end- urráða án þessara yfirborgana.“ Steingrímur sagði að ríkisstjómin muni ekki grípa til aðgerða varð- andi launin og að gengisfelling væri ekki á dagskrá. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur fram að hlutfall launa af þjóðartekjum er áætlað 72,3% á Islandi í ár, en á Norðurlöndum og í Bretlandi er þetta hlutfall 61-67%. Sjá fréttir á miðopnu. Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENDINGAR eru hvattir til að gefa neyðarvörnum eða hagvörnum sínum meiri gaum en til þessa í skýrslu, sem dreift var í höfúðstöðv- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) í tilefiii af vetrarfundi varnar- málaráðherra bandalagsríkjanna, sem lauk í gær. Lögð er áhersla á að samin verði íslensk áætlun um neyðarvarnir, sem gripið yrði til ef til ófriðar kæmi. Með sama hætti er vikið að því sem helst þykir vanta í vörnum og áætlanagerð annarra bandalagsríkja. í þeim kafla þessarar yfirlits- skýrslu sem fjallar um ísland segir að íslendingar mættu skipuleggja neyðarvarnir sínar betur. Með því er meðal annars átt við að fyrir hendi ætti að vera áætlun um, hvemig tekið yrði á móti liðsauka, sem sendur yrði til landsins á ófrið- ar- og hættutímum, hvemig sjúkra- þjónustu yrði háttað, flutningum o.s.frv. Þá er á það bent, að nokkuð skorti á, að íslendingar hafi gert haldbærar áaitlanir um birgðahald og annan viðbúnað á stríðstímum. Nauðsynlegt sé að huga að liðs- og birgðaflutningum til landsins í al- mannavamaáætlunum. Þess vegna er mælt með því, að íslendingar verði aðilar að neyðar- varnaráætlun NATO, sem miðar að því að veita almenningi hámarks- vernd ef til hættuástands kæmi. I þessum tilmælum felst meðal ann- ars að íslendingar tryggi að flugvél- ar og skip yrðu til taks ef nauðsyn krefði og yrði þá greitt fyrir afnot af eignum og tækjum. Áætlanir af þessu tagi ná einnig til olíu og matvælabirgða. Viðurkennt er af þeim sem með þessi mál fara á vegum NATO, að reynslan sýni að íslendingar hafi mjög fullkomið almannavamakerfi og er þá helst vísað til viðbragða í Vestmannaeyjagosinu. Hins vegar þurfi að laga slíkar áætlanir að þeim kröfum sem gerðar eru ef hættuástand skapast vegna ófriðar. Það kom blaðamönnum á óvart að skýrsla um þessi efni skyldi birt í heild. Venjulega hefur verið farið með slíkar úttektir sem trúnaðar- mál og blaðamenn aðeins fengið að sjá útdrætti. Þykir þetta boða breytt vinnubrögð varnarmálaráð- herra NATO-ríkjanna i samskiptum við fjölmiðla. Fulltrúar úr sendi- nefnd íslands hjá NATO ásamt skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu sátu fund ráðherranna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.