Morgunblaðið - 03.12.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 03.12.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 47 Alltaf lagt allt undir Jóhann G. Jóhannsson og Myndræn áhrif Tólf ár eru liðin síðan Jóhann G. Jóhannson sendi frá sér siðustu plötu sína, plötuna Mannlíf. Jóhann hætti þó ekki afskiptum af tónlist, m.a. hefur hann samið lög og texta fyrir ýmsa flytjendur, og flestir hljóta að muna eftir laginu Hjálpum þeim, sem Jóhann samdi textann við. Fyrir stuttu sendi Jóhann frá búa til góða tónlist þá muni það sér plötuna Myndræn áhrif, sem hann gefur sjálfur út, tuttugu og fimm árum eftir að hann lék á gítar í sinni fyrstu hljómsveit. Á sama tíma kom út fimm plötu kassi sem í er heildarútgáfa á því sem hann hafði áður sent frá sér m.a. einn, og með Óðmönn- um. Á þeim tuttugu og fimm árum sem liðin eru frá því fyrsta sveit- in fór af stað hefur Jóhann komið víða við. Hann var einn stofnandi hljómsveitarinnar Óðmenn, sem verður að teljast merkasta hljóm- sveit bítla- og síðar hippatíma- bilsins á íslandi. Síðar sneri hann sér að myndlist samhliða tónlist- inni og hefur stundað hvort tveggja, en síðustu ár hefur myndlistin og starf að félagsmál- um tónlistarmanna haft vinning- inn. Rokksíðan tók hús á Jóhanni til að spyrjast fyrir um Myndræn áhrif. Þú ferð af stað eftir tólf ára hlé; í hvaða samhengi er þessi plata við þær sem þú sendir frá þér fyrir það hlé? Það er erfitt að sjá þessa plötu í samhengi við þær sem á undan hafa komiö, enda er ég nýbúinn með hana. Ég tel hana þc vera rökrétta þróun fram til dagsins í dag á því sem ég var að var að gera á sínum tíma. Þó það sé langt síðan ég sendi frá mér plötu þá hef ég verið í tengslum við tónlistina. Ég hef samið lög og texta sem ýmsir hafa flutt og tekið þátt í vinnu að félagslegum umbótum tónlistarmanna og þannig fylgst nokkuð með því sem hefur verið að gerast í tón- listarlífinu. Ég var ákveðinn í því að gera ekki plötu fyrr en ég gæti gefið mér góðan tíma til að vinna tónlistina á plötunni í góðu tómi og það tók sinn tíma að skapa þær aöstæður. Tónlist í dag er orðin svo mikil framleiðsla og þegar þú hlustar á margt af því sem er verið að gefa út í dag þá hljómar það allt nánast eins. Það er mér ekkert kappsmál að vera að gefa út plötu til þess að gefa út plötu, heldur lít ég á tón- listina sem mjög merkilegan mið- il. Þú ert þó alltaf bundinn af því að þurfa að semja lög sem selt gætu plötuna. Ég trúi þvi að ef mér tekst að skila sér. Eftir að þú sendir frá þér þessa plötu hafa menn tekið upp á þvf að spila aftur gömul lög eftir þig eins og Don’t Try to Fool Me, en minna heyrist af nýju plötunni. Ég hef ekkert á móti því að menn séu að rifja upp gömlu lög- in mín, en ég vil helst ekki lenda í því að þegar ég ætla að fara að gera plötu þá segi útgefandi við mig: Jóhann, þú endurútgefur Don’t Try to Fool Me og tekur Kærleikur og Eina ósk. Þessu viðhorfi hef ég mætt hjá útgef- anda, en sumir þeirra virðast vera fastir í einhverri fortíðar- dýrkun. Ég tel að ég sem tónlist- armaður sé ég miklu þroskaðri í dag og hæfari til að gera góða tónlist en ég var og það er því vont að lenda í því að það sé eins og Don’t Try to Fool Me sé eina lagið sem ég hafi gert. Telur þú eitthvað lag á nýju plötunni eiga möguleika á að ná viðlíka vinsældum og Don’t Try to Fool Me? Það er ómögulegt að segja til um það. Á plötunni er allt önnur tónlist en ég var að semja 1973 og ef ég myndi gera Don’t Try to Fool Me aftur i dag, yröi út- Morgunblaðiö/Árni Sæberg koman allt önnur. Ég sem alls- konar tónlist og ég á mikið af lögum í sama flokki og Don’t Try to Fool me, en svo á ég þyngri tónlist sem ég hef meira gaman af að spila. Hvernig flokkarðu Myndræn áhrif? Sem mína bestu plötu til þessa. Hvernig fór plötuvinnan af stað? í upphafi var ég ekkert of viss um það að ég ætlaði að senda frá mér plötu. Það má segja að ég hafi byrjað að vinna plötuna i-DíTunglinu Eitt þekktasta tískutímarit Breta er blaðið i-D. Þeir sem stýra því blaði leggja hart að sér við að vera í fararbroddi í breska blaðaheiminum og beita til þess ýmsum brögðum. Ritsjórn hefur sett saman skemmti- og kynningardagskrá og farið með þá dagskrá víða. í kvöld verður sú dagskrá flutt í Tunglinu. Aðstandendur sýningarinn- ar segja að henni sé ætlað að spegla næturlíf Lundúna og í farteskinu er plötusnúður og hip-hop tónlistarmenn meðal annars. íslenskir leggja líka hönd á plóginn og tískuversl- unin Punkturinn sýnir líkams- skreytingar, samhliða því sem ýmsar stuttmyndir verða sýnd- ar og myndlistarsýning verður í Tunglinu. í kjallaranum leika jassarar undir stjórn Richards Korn, sem leikur með Sinfóní- unni. Gestaplötusnúðurinn er Dave Dorell, sem var á sínum tíma í bresku klippisveitinni M/A/R/R/S, sem sendi frá ser eitt vinsælasta danslag síðasta árs, Pump up the Vol- ume. Dave Dorell er einn fremsti og vinsælasti plötu- snúður Lundúna í dag og hefur sérhæft sig í Acid House- tónlist sem er óhemju vinsæl í breskum öldur- og dans- húsum í dag. Kannki er þó mestur fengur að Overlord X með það í huga að sjá til hvernig útkoman yrði til að byrja með og taka þá ákvörðun hvort það sem ég tæki upp ætti yfirleitt erindi á plötu. Þegar óg var orðinn nokk- uð viss um að þetta væri allt nokkurn veginn í retta átt hafði ég samband við útgefendur og í framhaldi af því hófust samn- ingaviðræður. Platan tafðist í vinnslu og útgefendur voru búnir að ákveða sína útgáfu að mestu þegar að því kom að platan var fullbúin. Svo var það hitt að ég var þá búinn að kynna mér þá skilmála sem útgefendurnir bjóða og ég var ekki sáttur við þá. Þannig fór að ég ákvað að gefa plötuna sjálfur út en gerði samning við Grammið um dreif- ingu. Þú tekur mikla fjárhagslega áhættu. Ég hef alltaf lagt allt undir. Ég hef þá trú að ef maður er ánægð- ur með það sem maður er að gera þá ætti það að geta gengið upp. Það er annars ýmislegt sem ég er að uppgötva í sambandi við útgáfuna í dag sem gerir mig ekki eins bjartsýnan. Þar helst þá þessi sterka markaðshyggja sem virðist orðin aðalatriðið. Menn verða að vera allstaðar við að pota sór á framfæri og það virðist skipta minna máli hvað það er sem menn eru með. Annað sem mér finnst var- hugavert er að útgefendur eru farnir að skerða sköpunarfrelsi tónlistarmanna og farnir að skipta sér af útsetningum, lagav- ali og niðurröðun á plötur, sem skapar þá hættu að að plöturnar verði ópersónuleg markaðsvara. Þannig eru plöturnar síðan með- höndlaðar í útvarpi og sjónvarpi og þar sem sumir líta þannig á málið að það að spila lag með þér sé auglýsing fyrir þig sem þú átt að vera þakklátur fyrir. Annað sem er áberandi er að þú ert ekki metinn eftir því sem þú ert að gera heldur eftir því hvað þú hefur sterkan bakhjarl og hvað hann auglýsir mikið. Ég get nefnt þér sem dæmi að ég var byrjaður að undirbúa myndband en komst þá að því að til þess að tryggja að það yrði sýnt í sjón- varpi þyrfti ég helst að hafa sér- stök sambönd. Er það ekki þá sem reynir á sannfæringu tónlistarmanns- ins, hvort hann trúir á það sem hann er að gera? Jú, vissulega, en menn eru að taka mikla áhættu þar sem þetta er dýr miðill og lágmarks kynning er nauðsynleg svo efnið komist yfir til almennings. Því miður virð- ast fæstir hafa efni á að hafa sannfæringu þegar þeirfá i hend- ur nauðungarsamning þar sem er meira að segja verið að reyna að ná af þér hluta af Stefgjöldun- um sem er klár lögleysa, allavega hvað varðar þá sem hafa gefið STEF umboð sitt varðandi höf- undarrétt. Ertu kvíðinn með það hvernig plötunni reiðir af á jólamarkað- inum? Nei, óg held að þetta gangi upp og ég er bjartsýnn. Ég hef trú á þessari plötu, því ég er ánægður með árangurinn. Overlord X og aðstoðarmaður. og DJ Brainstorm. Overlord X er í hópi vinsælustu hip-hop flytjenda í Bretlandi þó ekki eigi hann langan aldur að baki í tónlistinni. DJ Brainstorm, sem kemur með honum hing- að til lands sér um að blanda tónagrunninn fyrir Overlord. Eins og áður sagði er það í Tunglinu sem þetta kynningar- og skemmtikvöld verður haldið og hefst skemmtanin um kl. 22.00. borás PARADISO Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, Vesturgötu 28 sími: 29877

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.