Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 29

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 29 Norður-kóresk kona játar á sig dauða 115 S-Kóreumanna Kom fyrir sprengju í s-kóresku far- þegavélinni, sem hvarf fyrir ári Seoul. Reuter. UNG, norður-kóresk kona hefiir viðurkennt að hafa komið fyrir sprengju í suður-kóresku far- þegaþotunni, sem fórst í nóvem- ber fyrir ári undan ströndum Burma með 115 manns innan- borðs. Sagði hún, að með hryðju- verkinu hefði átt að reyna að spilla fyrir Ólympíuleikunum í Seoul. Suður-kóreskir saksóknarar sögðu, að Kim Hyon-hui, sem er 26 ára gömul, hefði játað þetta við yfir- heyrslur í gær og kvaðst hún hafa farið eftir skriflegum fyrirskipunum Kims Jong-il, sonar og væntanlegs arftaka Kims Il-sung, forseta Norð- ur-Kóreu. „Hún sagði, að ætlunin hefði ver- ið að valda óvissu og áhyggjum af öryggismálunum og koma þannig í veg fyrir, að Seoul gæti haldið leik- ana,“ sagði einn saksóknaranna. Kim Hyon-hui var handtekin í Bahrain í desember sl. en ákveðið var að bíða með málssókn gegn henni fram yfir Ólympíuleikana. Kom hún raunar fram í sjónvarpi í janúar þar sem hún játaði á sig hryðjuverkið en opinberar yfirheyrsl- ur hafa ekki hafist fyrr en nú. Rétt- arhöldin yfir Kim eða Mayumi eins og hún hét í fölsuðu, japönsku vega- bréfi heijast eftir nokkrar vikur. Kim á yfir höfði sér dauðadóm verði hún sek fundin en ekki er ta- lið ólíklegt, að stjórnvöld náði hana og notfæri sér málið til að sýna enn einu sinni fram á grimmdarverk Norður-Kóreustjórnar. Er það ekki Kim Hyon-hui fordæmalaust því að einum þeirra Norður-Kóreumanna, sem réðust á bústað forseta Suður-Kóreu í Seoul árið 1968, var sleppt eftir að hafa afneitað kommúnismanum. Kim fór um borð í flugvélina, Boeing 707, í Bagdað í írak ásamt karlmanni og aftur frá borði í Abu Dhabi. Nokkrum klukkustundum síðar hvarf vélin skammt undan Burmaströnd. Þau Kim og maðurinn fóru síðan til Bahrain þar sem þau voru handtekin og gleyptu þá bæði blásýruhylki. Karlmaðurinn lést en Kim lifði. Kim segist hafa verið í þjálfun í sjö ár og lært meðal annars erlend tungumál, hermennsku og til skemmdarverka. Frakkland: Verkföllin breiðast út París. Reuter. FIMM verkalýðsfélög hófu verk- fall í gær og gengu til liðs við flutningaverkamenn sem hafa verið i verkfalli alla síðustu viku. Samgöngur hafa lamast í höfuð- borginni og herinn hefúr aðstoð- að fólk til að komast til og frá vinnu. Samgönguyfirvöld í París sögðu að áhrifa verkfallsins gæti á öllum strætisvagnastöðvum borgarinnar og aðeins 45% strætisvagna haldi uppi ferðum. I úthverfum borgarinnar hafa 360 hervagnar flutt fólk til borgar- innar en verkamenn sem sjá um viðgerðir hjá RER-lestafyrirtækinu eru nú í verkfalli. Miklar truflanir hafa verið á ferðum neðanjarðalesta í borginni. Verkalýðsfélagið CGT, sem hvatti til verkfallsins, krefst 1,000 franka kauphækkunar á mánuði, um 3,330 ísl. kr., fyrir félaga sína en ríkisstjórn landsins hefur af- dráttarlaust hafnað þeim kröfum. Fimm önnur verkalýðsfélög tóku þátt í verkfallinu í gær, þar á með- al Verkalýðsaflið og CFDT, og kröfðust þau 500 franka hækkun- ar, um 4,000 ísl. kr., á mánuði. Fjármálasérfræðingar segja að verkföllin geti haft áhrif á fjárfest- ingar erlendra aðila í Frakklandi. „Utlendingar óttast að stjórnin gefi eftir í kaupkröfunum og verðbólga aukist í kjölfarið," sagði kaupsýslu- maður í París í gær. Verkfall hefur skollið á í öðrum borgum í Frakklandi, þar á meðal í Marseille, Bordeaux og Lyon. Ólæs Sami í Noregi: Ríkið er ekki skaðabótaskylt Óaló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgfunblaósins. JOHAN Mathis Mikkelsen, fær ekki skaðabætur frá norska ríkinu þótt hann hafí verið ólæs allt sitt líf. Hann krafði ríkið um 450 þúsund norskar krónur (rúmar þrjár milljónir ísl.kr.) vegna þess að hann lærði ekki að lesa eða skrifa á árunum 1953 -1961 er hann gekk i skóla í Eiby í Finnmörku. Mikkelsen var eini Saminn í bekknum og öll kennsla fór fram á norsku þótt hann talaði ein- göngu samísku er hann hóf skóla- göngu. Hann segir það vera hlut- verk yfirvalda að sjá til þess að allir hljóti þá menntun sem þeir eiga kröfu á - einnig á samísku. Nú er samískum börnum kennt bæði á norsku og samísku. Borgardómur í Osló hefur nú sýknað ríkisvaldið. I forsendum dómsúrskurðarins segir að ríkið hafi sinnt skyldum sínum á þann hátt sem vænta mátti á þeim tíma er Mikkelsen gekk í skóla. Ekki sé hægt að sakfella það fyrir að gegna ekki skyldum sem hefðu átt að vera lögfestar - enda þótt nú sé búið að koma þeim á. frá General Motors kl. 13 -17 CORSICA 4ra dyra, 2,8 1. V6, bensínvél.Glæsilegur fjölskyldubíll. búinn öllum þægindum og helstu aukahlutum sem hugurinn girnist. Verð kr. 1.396.000,00 stgr. CHEVR0LET JIMMY S-15 4,31. V6, bensínvél.Fjölmargar og skemmtilegar nýjungar, m.a. ný og kraftmikil vél. Verð kr. 1.935.000,00 stgr Verið velkomin og kynnið ykkur það nýjasta frá General Motors í Bandaríkjunum í dag. ■ BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO pi? |CHEVR0EET BERETTA 2jadyra, 2,8 1. V6, bensxnvél. Stórskemmtilegur og fallegur sportbíll, búinn öllum fáanlegum aukahlutum, m.a. kælingu,hraðastillingu,tölvumælaborði o.fl. ■p* 1 jfl Verðkr. 1.377.000,00 stgr. K ■ ■H hhbbbhrhhhh * 8 s t* t i S i S t • 8 t # & í ö 6 t 4 8: £ tl S £ k & k * Æ ■ i tt.ii k 4 i js á i i k £ £ G* t £ » * & S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.