Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 26

Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Noregur: Alþj óðaráðstefiia um nándardauða Flest flugrán hafa runnið út í sandinn Petrovskíj sagði að ákveðið hefði verið að efna til viðræðnanna í samráði við leppstjómina í Afg- anistan og að Burhanuddin Rab- bani, leiðtogi samtaka sjö afgan- skra skæruliðahreyfinga, yrði á meðal þeirra sem Vorontsov ræddi við. Yfírlýsing Petrovskíjs var fyrsta staðfestingin á því að Sovét- menn tækju þátt í viðræðunum. Saudí-Arabía og Bahrain eru einu arabaríkin sem ekki hafa tek- ið upp stjómmálasamband við Sovétríkin og Saudí-Arabar hafa sagt að slíkt samband kæmi ekki til greina fyrr en allir sovéskir hermenn yrðu fluttir brott frá Afganistan. Stjómmálaskýrendur og stjómarerindrekar segja að við- ræður Sovétmanna og afganskra skæmliða í Saudí-Arabíu gætu leitt til þess að samskipti ríkjanna bötnuðu. Fréttastofan TASS skýrði frá því að 20.000 afganskir skærulið- ar og 1.200 Pakistanar væru I framrás í átt til borgarinnar Jalabad í norðaustur Afganistan. Þeir hefðu lokað veginum til borg- arinnar og hefðu í hyggju að ein- angra Kabúl, höfuðborg landsins, og stöðva matvælaflutninga til hennar. Moskvu. Reuter. FLUGRÁNIÐ í Sovétríkjunum í gær er hið síðasta af mörgum þar í landi. Oftast hafa þau mis- tekist og ræningjamir fljótt verið yfirbugaðir en í nokkmm tilvikum hefur það kostað mannslíf. í mars týndu níu manns lífi er öryggissveitir réðust til atlögu gegn þekktri fjölskyldu jass-tón- listarfólks, Ovekín að nafni, sem hafði krafíst þess að Aeroflot- farþegaþotu yrði flogið til London. v. Eftir þennan atburð kvörtuðu flugmálayfírvöld yfír tíðum flug- -ránum í landinu og heimtuðu að öryggisráðstafanir yrðu bættar. Míkaíl Tímofejev, aðstoðarflug- málaráðherra, sagði nýlega í við- taii við dagblað sovéska verkalýðs- sambandsins, Trud, að alls hefði 50 sinnum verið reynt að ræna flugvél í Sovétríkjunum undanfar- in 15 ár. í flestum tilvikum hefði áhöfnum vélanna eða starfsfólk á jörðu hindrað ránið áður en hættu- ástand skapaðist. Hann bætti því við að mörg þúsund skotvopn og mikið af sprengiefni væri gert upptækt hjá farþegum ár hvert. Ovekín-fjölskyldunni hefði tekist að smygla vopnum í hljóðfæra- kassa fram hjá eftirlitsmönnum í borginni Irkútsk. Fimm úr fjöl- skyldunni voru drepnir ásamt þrem farþegum og flugfreyju er ráðist var gegn ræningjunum. Tveir úr fjölskyldunni, sem voru komnir á sakhæfan aldur, hlutu átta og sextán ára fangelsi. í september 1986 drápu flu- græningjar tvo lögreglumenn og tvo farþega áður en öryggisvörð- um tókst að skjóta ræningjana til bana. Þrem árutn fyrr rændu sjö Grúsíumenn farþegavél og kröfð- ust þess að henni yrði flogið til Tyrklands. Þrír þeirra voru drepn- ir og þrír úr áhöfninni féllu þegar sérsveit lögreglunnar réðst á vél- ina. Tveir Litháar rændu vél árið 1970 og komust til Tyrklands þar sem þeir voru dæmdir í sex ára fangelsi. Síðar komust þeir ólög- lega til Bandaríkjanna og tilraunir Sovétmanna til að fá þá framselda hafa verið árangurslausar. Zwelakhe Sisulu yfirgefur Diepkloof-fangelsið í Jóhannesarborg í gær ásamt lögfræðingi sínum. Suður-Afríka: Pólitískum fknga sleppt Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-Afríkustjóm lét í gær lausan úr haldi blökkumanninn og ritstjórann Zwelakhe Sisulu en hann hefiir verið í fangelsi í tvö ár án þess, að mál hans hafi komið fyrir dómstóla. Lausninni fylgdu þó ýmsir afarkostir, sem í raun takmarka frelsi hans veru- lega. Sisulu er þriðji pólitíski fanginn, sem látinn er laus í þessari viku, og hefur það enn einu sinni orðið til að ýta undir orðróm um, að Nelson Mandela fái að fara ftjáls ferða sinna. Sisulu var bannað að taka aftur upp sitt fyrra starf og hann má ekki eiga viðtöl við §öl- miðla eða vera á fundi með fleiri en tíu mönnum. Þá verður hann að láta vita af sér á lögreglustöð tvisv- ar á dag og má ekki vera að heim- an nætursakir. Sisulu er sonur Walters Sisulu, sem verið hefur fangi ásamt Mandela síðan 1964. Florey. Reuter. BÆJ ARSTÓRN Floreyjar við vesturströnd Noregs (fyrir sunn- an Stað) áformar að halda al- þjóðlega ráðstefiiu um reynslu fólks, sem komist hefur í kynni Bangladésh: Ovíst um af- drif tugþús- unda manna Dhaka. Reuter. ENN er unnið að því að bjarga fólki, sem varð fyrir barðinu á mesta fellibyl, sem gengið hefúr yfir Bangladesh i 20 ár en tölur eru mjög á reiki um manníjón af hans völdum. Opinberlega eru 850 sagðir látnir en aðrir telja, að 15.000 manns kunni að hafa farist. Flóðbylgjan, sem fellibylnum fylgdi, var fímm metra há og er 2.000 manna saknað á Bublarchar- eyju einni en hún er 100 km undan ströndinni. Þá er ekkert vitað enn um afdrif 14.000 íbúa á öðrum fímm eyjum. Flóðbylgjan eyðilagði uppskeru á rúmlega 5.000 ferkflómetra svæði og allt að tvær milljónir manna eru heimilislausar. Mest varð manntjó- nið á þeim svæðum þar sem engu aðvörunarkerfi er til að dreifa én haft er eftir lögreglunni, að físki- menn við Bengalflóa hafí lítið skeytt um aðvaranir í útvarpi. við nándardauða. Skortur á hót- elrými í bæjarfélaginu mun þó valda erfiðleikum við að hýsa ráðstefiiugestina. Rune Amundsen sálfræðingur segir, að fólk, sem hefur verið lífgað við eftir hjartabilun eða slys, hafí oft orð á því, að það hafí yfírgefíð líkamann, séð skínandi ljós og fund- ið til sterkrar friðar- og kærleikstil- fínningar. „Við höfum reynt að komast að raun um, hvort þessi reynsla er ofskynjun deyjandi heila eða hvort þama er um eitthvað annað að ræða,“ segir Amundsen, sem gefíð hefur út tvær bækur um þetta efni. „Það er mikilvægt, bæði fyrir vísindin og allt mannkyn, að svar fáist við þessu." Amundsen hefur skipulagt ráð- stefnuna, sem fara mun fram í júní- mánuði á næsta ári. Meðal þátttak- enda verða nokkur hundruð vísinda- menn, sem rannsakað hafa nándar- dauða, svo og fólk, sem kynnst hefur þessu fyrirbæri af eigin raun. Á Florey búa fímm þúsund manns og þar er lítið um hótel- rými. Amundsen segir, að þátttak- endur á ráðstefnunni verði að gista um borð í hótelskipi í Floreyjar- höfn. „Þetta er indæll staður," sagði hann, „og við þurfum frið og næði til að fást við þetta rannsóknar- efni.“ ERLENT Reuter Benazir Bhutto sver embættiseid sem forsætisráðherra Pakistans. Ghulam Ishaq Khan, forseti Pakist- ans, les henni eiðstafinn. Pakistan: Stefiiir að betri sam- skiptum við stórveldin Benazir Bhutto sór embættiseiðinn í gær Islamabad. Reuter. BENAZIR Bhutto, forsætisráð- herra Pakistans, sór embættiseið í gær í forsetahöllinni i Isl- amabad að viðstöddum Ghulam Ishaq Khan, forseta Pakistans, háttsettum embættismönnum Sovétmenn ræða við afganska skæruliða Moskvu, Nikosíu. Reuter. VLADÍMÍR Petrovskíj, aðstoð- arutanríkisráðherra Sovétríkj- anna, sagði í gær að Júlí Vor- ontsov, sendiherra Sovétríkj- anna í Afganistan og þriðji valdamesti embættismaður sov- éska utanríkisráðuneytisins, færi til Saudí- Arabíu í dag til viðræðna við afganska skæru- liða til að reyna að binda endi á átökin i Afganistan. innan hersins, móður sinni Nusr- at og eiginmanninum Asif. Það skyggði þó á atburðinn að helsti keppinautur hennar i kosningun- um, Nawaz Sharif, vann fyrr um daginn sigur í Punjab, stærsta héraði Pakistans, þar sem meira en helmingur þjóðarinnar býr. Stjórnmálaskýrendur spá því að samskipti ríkisstjórnarinnar og Punjab-héraðs verði með stirð- ara móti í framtíðinni. Bhutto hét því í útvarpsávarpi í gær að koma á ritfrelsi, afnema lög sem mismuna konum og láta pólitíska fanga lausa. í ávarpinu hét Bhutto því að bæta samskiptin við Bandaríkin, Sovétríkin og Kína og sagðist styðja „réttmætar kröfur" Palestínu- manna. Hún sagði að Rajiv Gand- hi, forsætisráðherra Indlands, væri væntalegur til Islamabad seinna í þessum mánuði. „Ég vona að ný- kjörinni ríkisstjórn landsins takist að koma á samskiptum við Indland sem byggjast á lögum og jafnræði þjóðanna," sagði Bhutto: Bhutto hét því að uppræta at- vinnuleysi, hungur og ólæsi og auka völd fjögurra héraða landsins. Hún sagðist ætla að leyfa samtök stúd- enta, endurskoða vinnulöggjöfina og koma á umbótum í heilbrigðis- kerfinu. „Við fellum úr gildi lög sem mismuna konum,“ sagði hún og bætti því við að laun kvenna sem vinna hjá ríkinu yrðu þau sömu og hjá körlum. Jafnframt ætlar hún að koma á lögum um fæðingarorlof. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sendi Bhutto heillaóska- skeyti í gær og kvaðst hann vonast eftir góðu samstarfi við hinn nýja leiðtoga til varðveislu friðar í þess- um heimshluta. Sovétríkin:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.