Morgunblaðið - 03.12.1988, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 03.12.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 59 KNATTSPYRNA / ENGLAND Guðni leikur á White Hart Lane „VIÐ Terry Venables ræddum málin og skiptumst á skoðun- um í dag (innsk. í gær, föstu- dag), en samningamálin verða síðan tekin föstum tök- um eftir helgi. Útlitið er bjart, en á þessu stigi er ómögulegt að segja fyrir um hvernig málið þróast," sagði Guðni Bergsson við Morgunblaðið í gær. Guðni sagði að þróunin hjá Tottenham hefði verið að gera fjögurra til fimm ára samn- inga við leikmenn, en sagðist ekki vilja gera svo langan samning. „A þessari stundu finnst mér það of langur tími enda eru ýmsir aðrir möguleikar fyrir hendi. Skemmri leigusamningur kemur vel til greina en auðvitað fer þetta allt eftir því hvaða kjör þeir bjóða. Ég hef ekki trú á öðru en að við komumst að samkomulagi og varðandi atvinnuleyfið, þá telur Venables að það verði ekkert vandamál," sagði miðvörður íslenska landsliðsins. Guðni leikur með varaliðinu í dag gegn Portsmouth og fer leik- urinn fram á heimavelli Totten- ham, White Hart Lane. Þetta er þriðji leikur Guðna með liðinu og gerir hann ráð fyrir að leika á hægri vængnum eins og síðast. Guðnl Bergsson ÍÞRÚmR FOLK H SVO gæti farið, að pólskur landsliðsmaður í knattspymu leiki með Lundúnaliðinu Wimbledon er liðið mætir Southampton í dag. Er um að ræða Detze Kruszynski sem félagið keypti frá Homburg í V-Þýskalandi fyrir ijórum vikum. Er talið að Pólveijinn taki stöðu Lawrie Sanchez, sem á við meiðsli að stríða og verður sennilega frá í 5-6 vikur. — ® EKKI gekk það eftir hjá forráðamönnum Tottenham, að ganga frá kaupunum á Erik Thorsvedt, markverðinum norska hjá Gautaborg, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Var ætlunin að tefla Norðmanninum fram í dag gegn Everton, sem trúlega endur heimt- ir þá félaga Peter Reid og Stuart McCall, en þeir hafa verið meiddir urn hríð. ® KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, er nú vandi á höndum, en margir leik- manna hans hafa átt við meiðsli að stríða það sem af er hausti og vetri, þannig að Liverpool hefur ekki sýnt sínar besta hliðar nema stöku sinnum. Það eru einkum varnarmennirnir sem hafa hrunið hver um annan þveran í vetur og er Liverpool fékk skellinn stóra gegn West Ham, 4-1, í vikunni, meiddist skoski varnarmaðurinn Steve Nicol, og verður hann frá um sinn. Skotinn rauðhærði er bakvörður en vegna ástandsins hjá Liverpool hefur hann leikið stöðu miðvarðar í síðustu leikjum. Nú er talið sennilegt að Dalglish neyðist til að tefla fram alls óreyndum ungl- ingi á Highbury í dag er lið hans mætir Arsenal. Sá heitir Alex Watson, sem er bróðir Dave Wat- s°n, enska landsliðsmannsins hjá Everton. Snillingurinn Brian Mar- wood leikur trúlega með Lundúna- Hðinu, en hann hefur verið meiddur síðustu daga. ■ GRÍSKA félagið PAOK Sal- onika var dæmt f 815 þús. króna sekt fyrir ólæti stuðningsmanna félagsins í báðum Evrópuleikjun- um gegn Napolí. I BORIS Becker, tenniskappi frá V-Þýskalandi, sló Svíann Mats Wilander út úr keppni í fyrstu umferð Masters-tenniskeppninn- ar í New York, en sigurvegarinn í keppninni fær litlar 34.5 millj. ísl. kr. Boris vann 7:6, 6:7, 6:1. NBA-úrslit Úrslit urðu þessi í NBA-deildinni á fimmtudagskvöldið: Atlanta - Washington Bullets.. .127:115 Charlotte - Philadélphia.109:107 Cleveland - Milwaukee Bucks.99:96 Denver - Sacramento Kings.133:126 SUND / EVROPUBIKARKEPPNIN RagnhelAur Runólfsdóttir, sunddrottning frá Akranesi. GETRAUNIR Tvöfaldur pottur Enginn var með 12 rétta leiki í síðustu viku og er potturinn því tvöfaldur í dag. „Salan hefur tekið mikinn kipp síðustu daga og stefnir í að tvær og hálf til þrjár milljónir verði í fyrsta vinning," sagði Hákon Gunnarssön, framkvæmdastjóri Getrauna, í gær. Þetta er fimmta vika Getrauna á þessu starfsári og sagði Hákon að salan hefði aukist jafnt og þétt. „Tölvukassamir gera það að verk- um að fólk getur skilað seðlum fram á síðustu stundu og notfæra margir sér það, einkum úti á landsbyggðinni," sagði Hákon. Ragnar og Ragn- heiður keppa í Edinborg RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir og Ragnar Guðmundsson taka þátt í Evrópubikarkeppninni í sundi sem ferfram í Edinborg í Skotlandi um næstu helgi. Með þeim fer landsliðsþjálfar- inn Conrad J. Cawley. Evrópubikarkeppnin hefst á föstudag. Þá keppir Ragnheið- ur í 200 m bringusundi og Ragnar í 400 m skriðsundi. Á laugardag keppir Ragnheiður í 100 m bringu- sundi og 200 m fjórsundi. Ragnar keppirn þá í 1500 m skriðsundi. V-ÞYSKALAND Köln mætir Werder Bremen Mamburger er eina félagið sem hefur tryggt sér rétt til að leika í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar. Félagið vann Essen, 3:1, á dögunum. Aðrir leikir í 16- liða úrslitunum, sem eiga eftir að fara fram, eru: Aachen - Bayer Uerdingen SH Wehen - Kaiserslautern Werder Bremen - 1. FC Köln Schalke 04 - Borussia Dortmund Bayer Leverkusen - Mannheim Bayem Miinchen - Karlsruhe Stuttgart - Saarbruggen FráJóni Halldórí Garðarssynii V-Þýskalandi Jan Mölby ínémR FOLK ■ JAN Mölby, danski landsliðs- maðurinn hjá Liverpool, varð laus úr fangelsi í gær eftir þriggja vikna dvöl þar. Mölby sat inni fyrir að aka ölvaður. Hann FráBob léttist um nokkur Hennessy kfló í fangelsinu. íEnglandi Hann mun hitta forráðamenn Liverpool í dag og ræða framtíð sfna hjá félaginu. Talið er að hann fái sitt síðasta tækifæri hjá Liverpool. I MIKE Duxbury, varnarmað- urinn sterki hjá Manchester Un- ited, mun gangast undir uppskurð og verður frá keppni í nokkrar vik-^ ur. Duxbury hefur verið hjá Manc- hester United í tíu ár. | ■ COLIN Clark, leikmaður So- uthampton, hefur verið lánaður til síns gamla félags, Bournemouth, sem leikur í 2. deild. Clark hefur ekki staðið sig vel með Southamp- ton og ekki skorað eitt einasta mark í vetur. ; ■ MANCHETER United hefur fundið nýjan George Best. Ungur ítali, Gijlaeno Mariano, hefur vak- ið athygli í Englandi og í gær gerði Manchester United samning við hann. Mariano, sem er 19 ára, lék með smáliði í Cambridge sem heit- ir Heston. Hann vann í bókabúð í Cambridge, en er nú kominn til eins frægasta liðs á Bretlandseyj- um. Ferguson, framkvæmdastjóri Man. United, hreifst mjög af leikni ítalans er hann sá hann í leik með varaliði United á mánudaginn og bauð honum samning. Kaupverðið var 180 þúsund pund. Mariano er líkt við George Best eða Mara- donna og er spáð miklum frama í knattspyrnunni. ■ ÞRÁTT fyrir að Jan Mölby, sé laus úr fangelsi í Englandi, eru vandræði kappans ekki á enda. Stúlka í Kaupmannahöfh hefur nú ákveðið að kæra hann, til að fá bamameðlag frá honum. Stúlkan segir að hann sé faðir þriggja ára sonar síns. Mölby neitar og segist aðeins hafa séð stúlkuna þrisvar í diskóteki. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Danir koma fyrir jól og Svíar fyrir áramól BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari íslands í handknatt- leik, kemurtil landsins í næstu viku. Upp úr miðjum desember hefst fyrsti þáttur undirbún- ings landsliðsins fyrir B-keppn- ina í Frakklandi Danir koma hingað fyrir jól og leika hér tvo landsleiki - 21. og 22. desember, en Svíar koma síðan á milli jóla og nýárs. Eins og hefur komið fram í Morgunblaðinu þá vom Danir og Svíar tilbúnir að koma til íslands ef íslenska landslið- ið kæmi til Danmerkur og tæki þátt í Eyrasundskeppninni, sem verður 11. til 13. janúar. Hand- knattleikssambandið hefur ákveðið að taka þátt í keppninni - eftir að gerðar vom breytingar á leikdögum í 1. deildarkeppninni. Tíunda um- ferðin í 1. deild, sem átti að fara fram 8. janúar, fer fram 4. janúar og ellefta umferðin 8. janúar. Þá hefur 13. umferðin verið færð aftur í mars. Þessar breytingar gerðar til að landsliðið geti undir búið sig sem best fyrir B-keppnina. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.