Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 38

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Undraheimur dýranna __Bækur Steindór Steindórsson frá Hlöðum Aðventu- kvöld í Sauðár- krókskirkju Sauðárkróki. EINS og á undanfbrnum árum verður aðventukvöld í Sauðár- krókskirku sunnudaginn 4. des- ember og hefst það kl. 20.00. Væntanlega munu Sauðár- króksbúar eins og endranær fjöl- menna til kirkju sinnar og eiga þar ánægjulega stund í upphafi jó- laundirbúnings. Ræðumaður kvöldsins . verður Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og einsöng syngur Helga Baldurs- dóttir. Þá mun kirkjukórinn ásamt bamakór kirkjunnar, sem stofnað- ur var á síðastliðnu hausti, syngja aðventu- og jólalög, nemendur Tónlistarskólans leika og ferming- arböm annast upplestur. - BB SPENDÝR Rvík 1988. Fjölvi-Veröld. Fyrir skemmstu barst mér í hend- ur þessi bók, sem er þriðja bindið af sex, sem fyrirhuguð eru um spen- dýrin í 18 binda bókaflokki, sem ber heildarheitið Undraheimur dýranna. Verður þar fjallað um allt dýraríkið frá hinu lægsta til hins hæsta. Þeg- ar eru út komin tvö bindi um fugla, en eitt eftir, og fimm bindi af sex, sem ætluð eru spendýrunum. Ef til vill er það rétt að farið hjá útgáfu- stjóm að byija á hinum æðstu dýra- flokkum, sem menn þekkja best til. En ekki má þó gleyma því, að í hópi hryggleysingjanna, eru mörg undrin og furðuverkin og má þar t.d. minna á litaskrúð skordýranna og hina furðulegu aðlögun þeirra og plantnanna. Útgáfa verks sem þessa er svo mikill viðburður að furðu gegnir, hve hljótt hefir verið um það í fjölmiðlum, jafnmiklu rúmi og þó er varið til að kynna hverskonar skáldverk, oft lítilsháttar, svo að ekki sé minnst á hina miklu um- fjöllun um listir og íþróttir. Engu er líkara en náttúruvísindi séu hálf- gerð olnbogaböm í menningarum- ijöllun fjölmiðlanna. En vissulega er það ekki lítill menningarviðburður, að slíkt ritsafn komi út á íslenskri tungu. Eins og nærri má geta er slíkt ritverk ekki unnið af einum manni. Það er unnið af hinum fær- ustu mönnum víðsvegar að og prýtt hinum ágætustu litmyndum, bæði ljósmyndum og teikningum. Em höfundar og myndagerðarmenn alls fullir þrír tugir auk ritstjóra, sem samræmt hafa verkið og lagt á það lokahönd. Er í þessum hópi að finna menn allt austan frá Japan og út til Islands. Að lokinni þessarí greinargerð um heildarverkið, skal vikið að bindi því, sem getið var í upphafí. Það flallar um hluta af rándýrunum eða nánar til tekið hundaætt, bjamaætt, marðaætt og skyld dýr. Hefst það á almennu yfirliti um rándýrin, sam- eiginleg einkenni og þróunarsögu. Þótt vitanlegu séu flestar þær dýra- tegundir, sem hér um ræðir oss ókunnar, eru þama góðkunningjar eins og hundar, refir, og bimir að ógleymdum minknum. En þó að les- andinn meti ef til vill meira að fræð- ast um góðkunningja sína í dýra- hópnum, er ekki síður áhugavert að kynnast nýjum tegundum, eða jafn- vel nýjum heimi. En það er einmitt einn höfuðkostur þessarar bókar, að hún opnar lesandanum nýjan heim og gefur honum víðari sýn yfir dýr- aríki jarðar vorrar. Mörgum tegund- um er lýst, þótt þeim séu gerð mis- jafnlega mikil skil. Rakinn er skyld- leiki þeirra og staða í kerfinu, lýst útliti og lifnaðarháttum svo sem fæðuvali, mökun o.fl. Þá er rætt um dreifíngu þeirra og heimkynni og samskipti við manninn, svo að hins helsta sé getið. Greinamar um sam- skiptin við manninn eru ekki síst athyglisverðar. Eru þær mikilvægt tillag í umræðunni um umhverfis- vemd og friðun, sem svo mjög er nú á dagskrá. En þekking á lífínu og líftegundunum er nauðsynlegur grundvöllur skynsamlegrar og öfga- lausrar umræðu um þau mikilsverðu mál. Án þeirrar gmndvallarþekking- ar verður öll umræðan í lausu lofti. Enda þótt rúmið takmarki lengd frá- sagnarinnar hveiju sinni, er svo margt tekið fram, að lesandinn finn- ur að hann verður þama mikils vísari, en fýsir þó að vita meira. En það sem meira máli skiptir er að fróðleikurinn er ekki upptalning á þurrnrn staðreyndum, heldur kunna höfundar þá list að framreiða efnið svo, að lýsingamar verða oft hreinn skemmtilestur. Mjöggott fyrirkomu- lag er að í upphafi hverrar lýsingar eru nokkur meginatriði sett fram í töfluformi, svo að hægt er að sjá þau við eitt tiilit. Þar eru einnig nokkur erlend heiti tegundanna. En raunvemlega einkennist öll efnis- meðferðin af skýrleika. Síst má gleyma myndefninu. Á þeim má sjá dýrin í mismunandi stöðu og um- hverfi. Þá em og myndir af dýmm þeim og plöntum, sem em meginefni fæðu hverrar tegundar. Myndimar em í senn fræðandi og fallegar og fylla upp í lesmálið. Hinn islenska búning bókarinnar þýðingu og aðlögun, hafa þeir ann- ast Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorarensen. Verður ekki annað séð en það hafi vel tekist, og fer því þó fjarri að þar sé um vandalaust verk að ræða, svo margt sem bar á góma um efni, sem ekki er tíðrætt um á íslensku. Og er þar ekki sístur hinn lifandi stfll, sem er á öllu efni bókar- innar. Stundum bregður þó fyrir orðum sem bera of mikinn keim þýðingar, t.d. hrökk ég við að sjá orðið gegnumsneitt, og að á einum stað hafði hali skotist inn í staðinn fyrir skott á hundategund, og ekki kann ég við að tala um snoppu á rándýri. Þau hafa öll trýni í minni málvitund. Höfundar hafa íslenskað nöfn allra tegundanna, og hefir þar margt tekist vel en annað miður, enda ekkert áhlaupaverk. En mikil- svert er að hafa fengið þar fram- bærileg íslensk heiti tegundanna. Óþarfí þykir mér þó, að fylgt er þeirri nýtísku að nota nafnið ísbjöm í staðinn fyrir hvítabjöm eða bjam- dýr, sem em hin fomu heiti og sýnu svipmeiri. Skyldi okkur ekki þykja Félag íslendinga í Karlsrahe hélt glæsilega upp á 70 ára afmæli full- veldisins laugardaginn 26.11. Um 100 manns vora viðstaddir, komnir úr mörgum borgum til Karlsrahe: Freiburg, Stuttgart, Heidelberg, Mainz og víðar að. Eftir ágætt borð- hald á veitingahúsinu Burghof var formaðurinn Óm Orrason kynnir á skemmtun, sem stóð í fullar tvær stundir. Karlakórinn Geirmundur undir stjóm Gunnsteins Ólafssonar frá Freiburg söng við ágætar undir- tektir fullorðinna og bama, sem vora ung og mörg. Þau tóku líka undir fjöldasönginn. Minni karla og kvenna fluttu Gunnar Guðjónsson og ungfrú Heidelberg. Vínbóndi frá Auðunnar þáttur vestfirska verða bragðminni, ef hann hefði farið með ísbjöm en ekki bjamdýr á fund kon- unga? Við lestur og skoðun þessarar bókar verður mér til þess hugsað, hvflíkt hnossgæti hún hefði verið mér og minni kynslóð í æsku. Og svo ætti hún að vera einnig á þessum tímum, enda þótt bókakostur sé §öl- breytilegri en fyrram, og fleira laði áhuga unglinganna nú en þá. En þó mér verði hugsað til æskunnar í þessu sambandi finn ég þó enn meira til þess hvílík stoð þessi bók eða önnur áþekk hefði verið mér í ára- tuga kennslu, og hversu ágætt hjálp- artæki hún er hveijum kennara, sem kenna þarf dýrafræði til þess að gæða kennsluna lífi um leið og fróð- leiknum er miðlað, og vekja með því nemenduma til hrifningar og að- dáunar á lífinu umhverfis þá. En það er einn höfuðkostur bókar- innar hve vekjandi hún er. Þótt hér sé einungis rætt um eitt bindi, mun hinn sami dómur eiga við þau öll. Ritröðin Undraheimur dýranna ætti að vera í hveijum skóla og enginn náttúrafræðikennari ætti að láta það undir höfuð leggjast að hagnýta sér það. En sennilega er ritsafnið mest- ur fengur þeim, sem af eigin ramm- leik vilja skyggnast inn í undraheima náttúrannar, að svo miklu leyti sem það er unnt af bóklestri. Mosel sagði gamansamar frásögur af skiptum sínum við Islendinga, bæði í Móseldalnum og á íslandi. Herdís Jónsdóttir lék fjörag lög á fiðlu og stjómaði kammerhljóm- sveit, sem tókst vel að framkalla stemmninguna fullveldisárið 1918. Um miðnætti var farið í félags- heimili stúdenta og dansað og sung- ið til morguns. A þessu ári minntist íslendinga- félagið í Stuttgart 30 ára afmælis með hátíðarfundi. Félagið er nú að undirbúa jólatrésskemmtun hjá Pétri presti í Birkmannsweiler 10. desember og svo þorrablót fyrir íslendinga í Suðvestur-Þýzkalandi í febrúar. Fullveldisfagnað- ur í V-Þýskalandi „Ég var búin að hlakka svo ægilega til! Það rignir og bflastæðið er eitt forarsvað. Við hringkólum fram og aftur en fáuin hvergi stæði. Loks ákveðum við að leggja undir stóram krana í þeirri von, að hann taki ekki upp á því að hrynja ofan i Skódann og eyðileggja bflinn. Svo tiplum við út í forina, fjórar konur á næstbesta aldri og einn ungling- ur. Við reynum að þræða fram hjá stærstu pollunum en flýtum okkur þó sem mest við megum til að ná borði. Átrúnaðargoðið gamla á að troða upp klukkan tíu og vísast að verða mikil ös. í anddyrinu föram við úr kápum og úlpum og svo er skeiðað í sal- inn. Og hið ótrúlega gerist, við fáum borð! Sælar setjumst við niður og horfum í kringum okkur. Þama er fólk á öllum aldri, prúðbúið með glampa eftirvæntingarinnar í aug- unum. Þá byrjar tískusýning sem gæti verið forvitnileg ef maður sæi eitt- hvað fyrir reyknum sem umlykur sýningarfólkið. — Þau era að auglýsa reykköfun- argalla, gellur við í einhveijum. Við hlæjum og erum í svo dæmalaust góðu skapi. Ærandi hávaðinn megnar ekki einu sinni að slá á lífsgleðina. Þjónn kemur og býður upp á veitingar, rauður drykkurinn sindr- ar í glösunum. Við sitjum eins og festar upp á þráð og klukkan geng- ur-. Á slaginu tíu stormar átrúnaðar- goðið í salinn. Og þvflíkur fögnuð- ur! Allt ætlar um koll að keyra. Hann valhoppar um sviðið sem er afgirt með kaðli. Af hveiju þessi kaðall? Jú, auðvitað svo þú og ég komum ekki of nærri skemmtikröft- unum. Hann er í gömlum gallabuxunum sínum, Bítlaskónum og Dannebrogsjakkanum og ekki laus við að vera dálítið rasssíður. Stemmningin er rafmögnuð, svo byijar hann að syngja ... Eftir nokkur lög fer fólk að tínast upp á pallinn fyrir framan hann. Þar standa menn og dilla sér eftir hljómfallinu, dansa, syngja með, brosa. Það ^ölgar alltaf á pallinum og fyrr en varir era þeir sem fengu sæti næst honum hættir að sjá nokkuð og verða að drífa sig upp á pall líka. Því framar sem maður kemst í þvögunni því stórkostlegra er út- sýnið. Átrúnaðargoðið syngur hvert lagið á fætur öðru af hjartans lýst og skýtur inn brönduram á milli laga. Hann er heitur, og sveittur, munnstór og geysilega mikið tennt- ur. Mér dettur í hug hestur eða krókódfll þegar hann opnar munn- ii inn upp á gátt. Hljómsveitin dregur ekki af sér. Þeir skaka tól sín og tæki af snilld og framleiða ævin- týralegan hávaða. Það gefast allir upp á því að reyna að tala saman, láta sér nægja að brosa og syngja með. Ég er orðin þreytt á að standa í þvögunni og fæ mér gönguferð um húsið. Það er sama hvert litið er, alls staðar er syngjandi fólk. Það stendur í stigunum, hangir út yfir handriðin eða styður sig við barinn. Og þama er fólk á öllum aldri, allt frá mjög ungum skrautlegum hóp- um upp í gráhærða karlmenn í köfl- óttum jökkum og konur sem tekst ekki lengur að fela hrukkurnar. í einum stiganna geng ég fram á mann sem tekur undir af öllum kröftum. Hann er jakkalaus og bindið er komið út á öxl. í þessu lagi heyrist ekki múkk í átrúnaðar- goðinu fyrir hávaðanum í hljóm- sveitinni en það kemur ekki að sök. Stigamaðurinn kann bæði lagið og textann og á þessu stigi málsins er hann svo fullkomlega á valdi eig- in söngs að hann tekur ekki eftir neinu öðru. — Frábært, kallar hann til mín rámri röddu þegar laginu lýkur og brot úr sekúndu er hægt að tala saman. — Stórkostlegt, svara ég. Svo dynur hávaðinn yfir á nýjan leik. Og það sem gerir þetta kvöld fremur öllu öðra stórkostlegt er hrifningin og sönggleðin sem ríkir. Gestimir era upp til hópa að minn- ast liðinna daga, rifja upp gamlar stemmningar sem án efa eru mis- munandi góðar en. hljóta þó að vera yfirgnæfandi ánægjulegar eftir sælusvipnum á andlitunum að dæma. í hléi hittumst við aftur við borð- ið brosandi út að eyram, hástemmd- ar af hrifningu ... Ég veit ekki hvenær það gerðist en skömmu eftir hlé varð ég allt í einu vör við stympingar upp við sviðið. Kona á í útistöðum við borða- lagðan karlmann. Við hnippum hver í aðra: — Löggan! En svo sjáum við að allt er fallið í ljúfa löð þyí maðurinn og konan eru farin að kyssast. Við brosum yfir borðið og hugsum eitthvað á þá leið að tilfinningamar hafi borið skötuhjúin ofurliði og það er í raun- inni vel skiljanlegt á svona tónleik- um... Eftir skamma stund sjáum við konuna hverfa inn í þvöguna á pall- inum en er að vörmu spori kippt niður aftur og í þetta sinn ekki með neinu kossaflensi. Hún er þrifín á loft og sópað inn í hliðarherbergi með pilsin upp yfir haus. Hurðar- skellur! Við sitjum eins og lamaðar. Hvað var nú þetta? Voru ekki allir að skemmta sér? Þessi kona hlýtur að hafa brotið meira en lítið af sér að uppskera slíka meðferð! Og í anda ofbeldismyndanna dettur okkur helst í hug að að hún hafí ætlað að myrða átrúnaðargoðið. Það hlýt- ur að hafa verið þannig! Annars hefði hún ekki fengið þessa útreið! — Jesús minn, ef hún hefði nú skotið hann! En mitt í þessum vangaveltum okkar fer konan enn af stað og nú er henni dustað yfír á kvennaklós- ettið. Þessari stórhættulegu konu! — Eigum við að þora að fara og kíkja? Forvitnin verður óttanum yfir- sterkari. Við þrömmum af stað allar §órar og leiðumst. Inni á klósettóifi liggur konan og grætur. Meðaumkunin verður óttanum yfírsterkari og við förum að hlúa að henni. Þá snýr hún sér við grátbólgin. — Hann kyssti mig þetta ógeð! — Já, við sáum það! — Svo henti hann mér inn i kompu! — Hvað gerðirðu? spyijum við allar fjórar í kór. — Eg gat ekkert gert. Hann var; miklu sterkari en ég, grætur kon-' an. Sjáðu pilsið mitt? Og hún bend- ir á pilsið sem hefur rifnað í átökun- um. 3« — En af hverju byijaði þetta? spyijum við. — Ég mátti ekki vera svona ná- lægt kaðlinum. Ég var búin að hlakka svo ægilega til, bjó í níu ár úti, snöktir hún. Hún grætur lágt og sárt. Svo stendur hún á fætur, skrúfar frá krananum og hallar sér að speglin- um. I sterku spegilljósinu verður útgrátið andlit hennar enn brjóst-' umkennanlegra, augnmálningin er komin út um allt. — Hann sagði mér að fara og þvo mér, segir hún eins og við speg-í ilmyndina. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.