Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 34

Morgunblaðið - 03.12.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Hátíðartónleikar í Akureyrarkirlgu * Aldarminnmg um Askel Snorrason HUNDRAÐ ár verða liðin frá fæðingn Askels Snorrasonar tonskálds og kennara nk. mánu- dag, 5. desember. I tilefni aldar- afinælis hans verður efnt til hátiðartónleika í Akureyrar- kirkju mánudagskvöldið 5. des- ember og heQast tónleikarnir kl. 20.30. A tónleikunum verða eingöngu flutt tónverk eftir Askel Snorra- son. Flytjendur verða fyrrverandi og núverandi félagar Karlakórs Akureyrar, en Áskell var stjórn- andi þess kórs frá stofnun hans árið 1929 til ársins 1942. Snorrason fjölmargar greinar um tónlist og önnur efni. Lengst af starfaði hann á Akureyri, en síðustu ár ævinnar var Áskell bú- settur í Reykjavík og kenndi m.a. við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. Morgunblaðið/,Rúnar Þór Fyrrverandi og núverandi félag- ar í Karlakór Akureyrar og Kirkjukór Lögmannshlíðar- kirkju ásamt Áskeli Jónssyni stjórnanda. Sjí .• i.a* •Einnig koma fram: Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju, Þuríður Baldursdóttir söngkona, Bjöm Steinar Sólbergsson orgelleikari, Guðrún A. Kristinsdóttir píanó- leikari og Lilja Hjaltadóttir fiðlu- leikari. Á tónleikunum verður flutt upp- taka af segulbandi með leik Áskels Snorrasonar á eigin verkum. Stjómandi kóranna er Áskell Jóns- son. Áskell Snorrason var mikil- hæfur tónlistarmaður og kennari sem hafði aflað sér ítarlegrar tón-r listarþekkingar að miklu leyti með sjálfsnámi, auk skamms námstíma hjá Sigfúsi Einarssyni 1909 til 1911 í Reykjavík og Kurt Haser á Akureyri 1923-1924. Auk al- mennrar kennslu og tónlistar- kennslu á Akureyri og í Þingeyjar- sýslu framan af áram, þá stjóm- aði hann kórum, samdi fjölda laga fyrir söngraddir og hljóðfæri. Einnig hafa birst eftir Áskel INNLENT Aurskriður í Ólafsfirði: Tíu milljóna króna tjón fellur ekki undir viðlagatryggingu Beðið effcir ákvörðun stjórnar viðlagatrygginga um frekári aðstoð Heildartjón Ólafsfjarðarbæjar vegna náttúruhamfaranna þar i haust er áætlað um sextán milljónir króna. Viðlagasjóður hefur greitt bænum fímm milljónir króna nú þegar. Þvi til viðbótar eiga tryggingamar eftir að greiða hálfa aðra milljón vegna Ijóns á lögn- um og veitustokkum, sem fellur beint undir viðlagatryggingu. Hins- vegar hefúr ákvörðun ekki verið tekin um hvemig tíu milljóna króni bæjarins verður mætt, svokölluðum „gráum svæðum" í viðlagatrygg- ingakerfínu. Forstjóri og matsmaður viðlaga- trygginga og forsvarsmenn Ólafs- fjarðarbæjar hittust í vikunni á Ólafsfirði og er nú beðið eftir ákvörðun stjómarinnar um hvemig þessum kostnaði verður mætt. Bjarni Grímssón, bæjarstjóri í Ólafsfirði, sagði að inni í þessum tíu milljónum væri tjón vegna hreinsunar á lóðum og götum bæj- arins og hreinsun tjamarinnar svo og kostnaður samfara björgun á meðan á náttúruhamförunum stóð og fleira í þeim dúr. Þetta félli ekki innan viðlagatrygginga. Hinsvegar væri þetta beint tjón bæjarins vegna aurskriðanna sem viðlagatrygging- ar ætluðu að taka tillit til með frek- ari tryggingabótum. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við- lagatrygging mun aldrei bæta okk- ur þetta að fullu. Við fengum fímm milljóna króna lán frá Byggðastofn- un til eins árs í flóðunum og þá lögðum við inn beiðni hjá Alþingi um að fjárveitingavaldið veitti okk- ur styrk á fjárlögum sem gæti jafn- vel staðið undir láninu. Síðan kæmi viðlagatrygging inn og tæki við hluta af þessum „gráa“ kostnaði. Hjá einstaklingunum á Ólafsfírði nemur tjón vegna aurskriðanna rúmum tuttugu milljónum króna og hafa tryggingarnar greitt þeim það fé, sem einstaklingunum ber að fá hjá viðlagasjóði. Sú upphæð nemur hátt í 17 milljónum króna. Bjarni sagði að einstaklingamir væru í sjálfu sér mun betur tryggð- ir heldur en sveitarfélagið því í al- mennri brunabótatryggingu og heimilistryggingu er svokallað við- lagasjóðsgjald, sem rennur beint til viðlagatrygginga. „Hinsvegar stendur sveitarfélagið uppi með eignir, sem hvorki er hægt að brunatryggja né heimilistryggja svo sem göturnar, lóðirnar, túnin og fyöllin í kringum okkur. Samkvæmt lögum um viðlagatryggingu eru aðeins veitukerfín okkar tryggð og ef t.d. skolprör springur og grefur í sundur heila götu, þá bætir við- lagatrygging aðeins viðgerð á rör- inu. Sveitarfélagið þarf að sjá um að koma götunni í samt lag,“ sagði Bjami. Loðnan dýpkaði á sér og dreifðist Mynd nr. 86 á uppboðinu. Þor- valdur Skúlason: Abstraktion 1972, olía á striga 90x70 cm. LOÐNAN dýpkaði á sér í austan- fallinu aðfaranótt fim.ntudags- ins og dreifði sér. Síðdegis í gær, föstudag, höfðu þessi skip tilkynnt um afla: Sjávarborg 810 tonn til SeyðisQarðar, Háberg 640 til Grindavíkur, Þórshamar 580 til Þórshafhar, Hilmir II 560 til Seyðisfjarðar og Fífill 620 til Siglufjarðar. Á fímmtudaginn tilkynntu þessi skip um afla: Víkurberg GK 590 tonn og Huginn VE 590 til Siglu- Qarðar, Helga II RE 1.000 til Seyð- isfjarðar, Björg Jónsdóttir ÞH 550 til Þórshafnar, Guðrún Þorkels- dóttir SU 720 til Eskifjarðar, Höfr- ungur AK 760 til Raufarhafnar, Þórður Jónasson 640 til Krossaness og Víkingur 1.350 til Akraness. SUOMI-félagið: Fagnaður á þriðjudag SUOMI—félagið heldur sinn ár- lega fúllveldisfagnað í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag, 6. desember. Meðal atriða á dag- skrá er einsöngur finnsku sópran- söngkonunnar Pia Raanoja. Undirleikari er Lára Rafnsdóttir. Hátíðarræðu flytur Njörður P. Njarðvík. Að lokinni dagskrá verður sameiginlegt borðhald. Fagnaðurinn hefst klukkan 20.30. 87 myndir á málverka- uppboði Gallerís Borgar Jólamerki Thorvald- sensfélagsins komið út Á 17. málverkauppboði Gallerís Borgar, sem haldið er í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf., og haldið verður á sunnudaginn á Hótel Borg verða meðal annars boðnar upp þijár Kjarvalsmyndir, mynd efitir Nínu Tryggvadóttur, Þor- vald Skúlason og Jón Stefánsson. Á þessu 17. uppboði Gallerí Borg- ar verða 87 myndir boðnar upp. Meðal þeirra eru ijórar myndir eft- ir Vestur-íslendinga, böm og bamabörn Sveinbjarnar Svein- bjömssonar tónskálds og krítar- mynd gerð í París 1901 eftir Önnu Woodward. Eins og að framan segir verður uppboðið á sunnudagin, 4. desem- ber, og hefst það kl. 15.30. Myndirnar eru sýndar í sýningar- sal Gallerís Borgar í Pósthússtræti 9 á laugardag milli kl. 14.00 og 18.00. Bornauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins Jól ísland 1988 Hið nýja jólamerki Thorvalds- ensfélagsins 1988. JÓLAMERKI Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins 1988 er komið í sölu. A merkinu er mynd af málverki Kristínar Jónsdóttur listmálara, Manni og konu. Allur ágóði af sölu merkisins rennur til líknar- mála eins og undanfarin ár. Thorvaldsenskonur vilja þakka af alhug öllum þeim, sem undan- fama áratugi hafa keypt merkið og styrkt starfsemi félagsins á margan hátt. Merkið er sem fyrr til sölu hjá félagskonum og á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4 og á póst- húsum. Verð á merkinu er 10 krónur og ein örk með 12 merkjum kost- ar 120 krónur. Frétt þessi birtist í gær með rangri mynd og er því birt aftur nú. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.