Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 25

Morgunblaðið - 03.12.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 25 Morgunblaðið/Bjami Snorri Sveinn Friðriksson listmálari t.v., Petri Sakari hljómsveitarstjóri og Benedikt Arnason skoða myndaröð Sveins. Fj ölskyldutónleikar á aðventu: Sinfónían flytur Hnotubrjótinn 350 vatnslitamyndum varpað á tjald SNORRI Sveinn Friðriksson listmálari hefur undanfarnar vikur unnið að myndskreytingu við jólaævintýrið Hnotubijót- inn eftir sögu E.T.A. Hoff- manns, en Sinfóníuhljómsveit Islands leikur tónlist Tsjaj- kofskijs við ævintýrið á Qöl- syldutónleikum á aðventu, sem haldnir verða í Háskólabíói fímmtudaginn 8. desember kl. 20.30. Til þess að draga fram söguna í myndum hefur Snorri Sveinn málað og sett á litskyggnur hvorki fleiri né færri en 350 vatnslita- myndir, sem varpað verður á sýn- ingartjald meðan hljómsveitin flytur verkið. Milli þátta segir Benedikt Árnason leikari söguna. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Undanfarið hafa þeir Snorri Sveinn, Benedikt og Petri unnið að lokasamræmingu á myndum, texta og tónlist áður en æfingarn- ar heflast með hljómsveitinni. Bolungarvík: Hólskirkja 80 ára Bolunjjarvík. BOLVIKINGAR halda hátíðlegt 80 ára vígsluafínæli kirkjunnar á Hóli, sunnudaginn 4. desember nk., annan sunnudag í aðventu. Kirkjan var reist úr tilhöggnum, norskum viði sumarið 1908 af Jóni Snorra Ámasyni snikkara á Isafirði og var í eigu Hólsbænda, einsog fyrri kirkjur á þessum stað. Hún var vígð af prófasti á öðrum sunnu- degi kirkjuársins 1908. Afmælisins verður minnst með helgihaldi og vandaðri dagskrá á kirkjukvöldi. Klukkan ellefu um morgunin verður íjölskylduguðsþjónusta og síðan hátíðarguðsþjónusta klukkan Qórtán, þar predikar sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, en sóknar- prestur, sr. Jón Ragnarsson, þjónar fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu býður sóknarnefndin öllum kirkju- gestum til samsætis í Félagsheimil- inu og hefst það Jdukkan 15.30. Kirkjukvöld hefst klukkan 20.30 og heftir Kirkjukór Bolungarvíkur þar mestan veg og vanda, einsog undanfarin 22 ár. Tónlistardagskráin verður mjög vönduð. Auk kórsöngs verða tvísöngvar og verk fyrir sex manna flokk, einnig samleikur á orgel, ftðl- ur, klarinett og flautu. Hljóðfæra- leikur er í höndum Önnu Kjartans- dóttur, Tori Jorgensen, Michel Art- hur Jones auk organista kirkjunnar Gyðu Þ. Halldórsdóttur, sem jafn- Valgeir Guðjónsson í Óperunni: Önnurtijfínningað halda hljómleika undir eigin naftii Skáldsaga eftir Vitu Andersen Höfimdur áritar bókina í dag Bókaútgáfan Tákn gefur í dag út nýjustu skáldsögu dönsku skáld- konunnar Vitu Andersen, Hvora höndina viltu? í islenskri þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur. Bókin var i fyrra lögð fram af hálfu Dana til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Vita Andersen kom til landsins í gær í tileftii útgáfunnar og áritar bók sína i Pennanum í Kringlunni í kl. 12-14. fyrir svörum. Þá mun Lisa Schmal- ensee flytja stutt erindi um verk Vitu. Samkomunni stjómar Guðrún Helgadóttir rithöfundur og alþingis- maður. Dagskráin í Odda hefst klukkan 14 í stofu 101-. [ fréttatilkynningu um bókina seg- ir m.a: Sagan Hvora höndina viltu? Qallar um níu ára gamla stúlku, Önnu, og móður hennar Melissu, sem fer að heiman í leit að frelsi og hamingju. Hún þráir auðugt og dásamlegt líf en hefur alla tíð verið rótlaus, ofur- næm og lifað til hálfs í draumi. Bók- in kom út í Danmörku í fyrra og olli miklu fjaðrafoki. Hvora höndina viltu? var lesin sem síðdegissaga í útvarpinu í haust við góðar undirtektir, en áður hefur komið út hérlendis eftir Vitu Anders- en smásagnasafnið Haltu kjafti og vertu sæt. Þá sýndi Alþýðuleikhúsið fyrir nokkrum árum leikrit hennar Elskaðu mig. Á morgun, sunnudag, verður efnt til samkomu í Odda þar sem Vita Andersen les úr bók sinni og situr Vita Andersen Dómkirkjan: Aðalfiindur Hins ís- lenska bókmenntafélags Haldið verður upp á 80 ára vígsluafmæli Hólskirkju á sunnu- dag. framt er stjórnandi kirkjukórsins og tveggja barnakóra, sem syngja í fjölskylduguðsþjónustunni og samsæti sóknarnefndar. Gestur kirkjukvöldsins og ræðu- maður verður sr. Þorbergur Krist- jánsson, sem þjónaði prestakallinu um 19 ára skeið. Upplestur verður í umsjón fermingarbarna. Sóknarnefnd og sóknarprestur vænta góðrar þátttöku Bolvíkinga og nágranna í því sem fram fer á þessum hátíðardegi. — Gunnar AÐALFUNDUR Hins íslenska bókmenntafélags verður haldinn á lofti Dómkirkjunnar í dag, laugardag, kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Þá flytur Hörður Ágústsson erindi um Dómkirkjuna og verður hún síðan skoðuð. I frétt frá Bókmenntafélaginu segir, að engu húsi sé félagið tengd- ara en Dómkirkjunni, þar sem það átti athvarf í nálega eina og hálfa öld. Þegar ákveðið var að flytja biskupsstól frá Skálholti til Reykjavíkur varð nauðsynlegt að reisa nýja dómkirkju í stað þeirrar sem í Skálholti stóð. Verkið var hafið 1788, en kirkjan var ekki vígð fyrr en 1796. Hún var endurbyggð og stækkuð á árunum 1847-1848 og færð í það horf sem síðan hefur haldist nálega óbreytt. Hinu íslenska bókmenntafélagi var feng- ið rými á lofti hinnar eldri kirkju ári eftir stofnun, nánar tiltekið 1817, og síðan á lofti hinnar endur- byggðu kirkju 1848. Var þar aðset- ur félagsins til ársins 1962. Þar voru bókabirgðir geymdar og þar var afgreiðsla félagsins. Auk Bókmenntafélagsins voru Landsbókasafnið (Stiftsbókasaf- nið), Þjóðskjalasafnið (Landskjala- safnið) og Þjóðminjasafnið (Forn- gripasafnið) um skeið á kirkjuloft- inu. MR-áskorunin I áskoruninni, sem birtist hér í blaðinu 1. desember frá stúd- entum frá Menntaskólanum í Reykjavík, láðist að geta þess að þeir sem undir hana rita hafa annaðhvort verið inspector scholae eða forsetar Framtíð- „ÉG er ekki einu sinni orðinn miðaldra, þannig að ég hef það alls ekki á tilfinningunni að ég sé gamall," svaraði Valgeir Guð- Valgeir Guðjónsson jónsson hljómlistarmaður er hann var spurður að því hvort hann væri ekki orðinn „gamall í hettunni". Valgeir heldur sína fyrstu liljómleika annað kvöld og verða þeir í Islensku óper- unni. „Helminginn af hljómleikunum mun ég leika einn en síðan koma ijögur hraustmenni til liðs við mig. Þetta eru þeir Ásgeir Óskarsson og Björgyin Gíslason, en þeir aðstoð- uðu við gerð nýju plötunnar minnar, og svo eru það Bimirnir tveir, Björn Leifur Þórisson úr Mýrdal og Bjöm Friðbjörnsson. Við munum leika lögin af „Góðir íslendingar" og einnig lög úr handraðanum, bæði gömul og ný.“ Valgeir hefur oft haldið hljóm- leika í skólum landsins, „en þetta er fyrsti opinberi konsertinn þar sem ég læt vita af mér, og það er talsvert önnur tilfinning að halda hljómleika undir eigin nafni,“ sagði Valgeir. Morgunblaðið/Emilía Sjóferðabæn eftir Jóhannes S. Kjarval. Listmunauppboð á Sögu Á sunnudaginn verður í Súlna- sal Hótel Sögu listmunauppboð á vegum Klausturhóla og hefst það kl. 20.30. Boðin verða upp 65 málverk auk tveggja gamalla prentmynda, frá Reykjavík og Þingvöllum, sem hafa verið litaðar. Margir þekktir listamenn eiga verk á upboðinu og má þar t.d. nefna að fjórar myndanna em eftir Jóhannes S. Kjarval og aðrir sem eiga verk á uppboðinu em meðal annars Hringur Jóhannesson, Jón Engil- berts, Eiríkur Smith, Gunnlaugur Scheving, Júlíanna Sveinsdóttur og Bragfi Ásgeirsson. Myndirnar verða til sýnis að Hótel Sögu milli klukkan 14 og 18 uppboðsdaginn. Jiri Pelikan SVS og Varðberg: Pelikan talar um Prag 1968 til Moskvu 1988 SAMTOK um vestræna samvinnu og Varðberg halda sameiginleg- an hádegisverðarfund í Átta- hagasal Hótels Sögu í dag. Salur- inn verður opnaður kl. 12.00. Gestur félaganna og framsögu- maður á fundinum er Jiri Peiikan, rithöfundur og fulltrúi ítalska sósíal- istaflokksins á Evrópuþinginu, fyrr- um sjónvarpsstjóri í Tékkóslóvakíu og formaður utanríkismálanefndar tékkneska þjóðþingsins. Framsöguerindi hans nefnist „Frá Prag 1968 til Moskvu 1988". Erind- ið verður flutt á ensku og ræðumað- ur svarar fyrirspurnum á eftir. Fund- urinn er aðeins opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og gestum félagsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.