Morgunblaðið - 14.11.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.11.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 1989 Að hyg’la „einkalækn- um“ á kosíuað kvenna eftirElínu G. Ólafsdóttur Læknarnir Árni Ingólfsson, Eiríkur Benjamínsson og Sighvatur Snæbjörnsson, fyrir hönd alls 11 lækna, hafa falast eftir því við borg- aryfirvöld að fá á leigu 1. og 2. hæð Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu. Þar ætla þeir að vinna læknisverk sem framkvæma má utan sjúkra- húsa. Á fyrstu hæðinni hefur til skamms tíma verið rekin skurðdeild sem útibu frá Borgarspítalanum og á 2. hæðinni eru- 18 sjúkrarúm. Þessi aðstaða hefur verið lokuð frá því í apríl sl. vegna sérstakra sparn- aðaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Ef byrjað væri á byijuninni er sagan of löng tíl að segja í stuttri grein. Eg ætla því einungis að fjalla um helstu atriðin. Óskir kvenna um fæðingarheimili . Fæðingarheimilið var sett á lagg- ir m.a. vegna sérstaks áhuga kvenna á að komið yrði upp vistlegu fæðingarheimili sem sniðið væri að þörfum þeirra sem vænta mættu eðlilegra fæðinga. Það hefur enda verið rekið í samræmi við starfsað- ferðir og umhverfi sem gerir að verkum að verðandi mæður og feð- ur hafa átt kost á annars konar þjónustu en á Landspítala. Þetta hefur fjöldi kvenna nýtt sér. Heimil- ið var stofnað 1960 og stækkað 1974. Um 1980 var það aftur minnkað m.a. vegna fækkandi fæð- inga í borginni og nágrenni. Árið 1983 var skurðstofan sett á laggir. Hún var í fyrstu nær eingöngu nýtt vegna kvensjúkdómalækninga. Nú síðustu árin hefur hún hins veg- ar verið nýtt á svipaðan hátt og „einkalæknarnir" hugsa sér, þ.e. fyrir ýmsar minniháttar aðgerðir sem hægt er að gera utan sjúkra- húsa. Afar brýnt er að hægt sé að sinna þeim áfram og auk þess má minna á að fyrirhugað er að færa fijósemisaðgerðir (glasafijóvgun) hingað heim. Allt þetta vita téðir læknar augsýnilega. Árið 1986 var 2. hæðin tekin af Fæðingarheimil- inu sem sat þá eftir með einungis 10 rúm á 3. hæðinni. Þetta er afar þröngur kostur og auk þess hefur borgin látið ýmislegt drabbast niður innanstokks. Á 1. og 2. hæðinni hefur hins vegar allt verið endurnýj- að, málað og snurfusað, en lokað vegna sparnaðar eins og áður segir frá því í vor. Ekki er öll sagan sögð enn því við þetta allt bætist svo að Fæðingarheimilið hefur um árabil verið lokað á háanna tímanum, þ.e. yfir sumarið, eins og fleiri deildir Borgarspítalans vegna sparnaðar. I sumar var lokað í 6 vikur. Skilur þetta einhver? Jafnvel þótt hægt væri að skilja er þá hægt að sætta sig við slíka vanvirðu við konur og börn? Fæðingum flölgar — rýmið eykst ekki Nú er það svo að á sama tíma og kostur fæðandi kvenna hefur verið svo mjög þrengdur hefur fæð- ingum farið fjölgandi, Ijölgað um 32% frá árinu 1986. Á síðasta ári vom 316 fæðingar á Fæðingar- heimilinu og 2.800 á Landspítalan- um. Að áliti þeirra sem best þekkja til er þessi fjöldi í raun ofviða þess- um tveimur stofnunum ef fyllsta öryggis á að vera gætt. Fæðingar- deildin getur t.d. ekki með góðu „Ætlum við sem sagt að skera niður enn frek- ar en orðið er fyllstu kröfur um öryggi fæð- andi kvenna og ný- fæddra barna?“ móti annað nema um 2.200 fæðing- um. Mæðraverndinni/barnavernd- inni megum við heldur ekki gleyma. Skoðanir og hjartalínurit á með- göngu hafa aukist svo gífurlega að á milli áranna 1986-87 var aukn- ingin um 76%. Er það auðvitað til hagsbóta fyrir konur og ófædd börn. Mæðravernd/barnavernd hef- ur því í raun bæst við án sérstakra aðgerða, s.s. ijölgunar starfsfólks, bara bæst si svona ofan á annað. Hvað eru svo yfirvöld að gera í málinu á sama tíma? Er verið að bæta aðstöðuna, íjölga starfsfólki og rúmum fyrir sængurkonur? Nei, þvert á móti. Legutími hefur verið styttur og konum hefur nánast þurft að moka út af fæðingarstofn- tPl Engimglar Minni tjara, minna slit Gífurlegum fjármunum er árlega varið I endurbætur og viðgerðir, því skulum við nýta okkur ónegldu hjólbarðana og haga akstri eftir aðstæðum. GATNAMÁIASTJÚRINN í REYKJAVÍK EINSTOK HLUNNINDIFARKLUBBSINS Farkort VISA og FIF er fullkomió greiðslukort og meira til er veitir öll sömu réttindi og almenn greióslukort um allan heim. Handhöfum Gullkorta VISA veitast sjálfkrofa öll hin sömu réttindi og Forkortiö býður. rsta ferð farklúbbsins: I 1 W.FIVJ11 J §} 9$ $ ^i f8 ■ffj í f 11* J . ’ -i - FAHKoar ESS FULLKOMrO GH’ctOSLUK C.-RT OC MEIHA FRA KmNClViHW m *Tveir fullorðnir og tvö börn yngri en 12 ára pr/mann. • Tveir fullorðnir í íbúð kr. 36.930,- pr/mann. Farklúbbur Félags ísl. feróaskrifstofa, FÍF, býður meðlimum farklúbbsins í sína fyrstu ferð til Orlando Flórída í 8 daga. # #• 8 DAGAI L FLU6 & GISTING Brottför verður 25. nóvember og komið til baka 3. desember. Gist verður ó glæsilegu hóteli „The Floridan of Orlando". Neðangreindar ferðaskrifstofur taka við pöntunum. ATH: Helmingur verðsins greiðist með FARKORTI eða GULLKORTI VISA. ‘t hvortferðíriamu anka eða sparisjóð eftir ORTI sé ekkiferð borgarsig. Fullkomið greiðslukort og meira til FERÐASKRIFSTOFUR: ★ Farandi hf. ★ Ferðamiðstöð Austurlands hf. ★ Ferðamiðstöðin Veröld. ★Ferðaskrifstofan Pólaris. ★ Ferðaskrifstofa Akureyrarhf. ★ Ferðaskrifstofa FÍB ★ Ferðaskrifst ofan Alís hf. ★ Ferðaskrifstofan Atlantik hf. ★ Ferðaskrifstofan Saga hf. ★ Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hf. ★ Ferðaskrifstofan Úrvalhf., Útsýn hf. og ÚlfarJacobsen hf. ★ Ferðaskrifstofa Reykjavíkurhf. ★ Ferðaskrifstofa stúdenta ★ Ferðaval ★ GuðmundurJónasson hf. ★ Land og Saga hf. ★ Ratvíshf. ★ Ferðaþjónusta Flugleiða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.