Morgunblaðið - 14.11.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.11.1989, Qupperneq 44
44 hí: .í3PMí'5,o.v . ni(:; ■; ;!3/,[T>r'r»m MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnjaugur Guðmundsson Timamót Það hefur vist ekki farið fram- hjá neinum að merkir atburðir eru að gerast í heiminum. Frá því að Reagan og Gorbatsjov hittust hér í Reykjavík hafa hjólin snúist með ógnarhraða. Samskipti stórveldanna hafa batnað til muna, en jafnframt hefur hver atburðurinn rekið annan í Austur-Evrópu, alltþar til í síðustu viku, er hinn ill- ræmdi Berlínarmúr féll. Hér á Islandi hefur mikið verið að gerast, ekki síst á þann veg að allt virðist á afturfótunum. Það er því ekki úr vegi að spyija hvort stjörnuspeki geti varpað einhverju ljósi á þessa •atburði. Kerji heimsins Þegar heimsmál eru annars vegar, lítum við tii hæggengu plánetanna fimm, Júpíters, Satúmusar, Úranusar, Nept- únusar og Plútó. í dag eru þtjár þeirra, Uranus, Neptúnus og Satúmus, saman í Steingeit- inni, sem er merki kerfa og stjómunar, og sú fjórða, Júpít- er, er beint á móti í Krabba- merkinu. Kerfi heimsins Satúmus er táknrænn fyrir kerfi og samdrátt, Neptúnus fyrir upplausn kerfa, Júpíter fýrir þenslu og opnun og Úran- us fyrir nýjungar. Það er því ekki skrítið að þegar þessar plánetur lenda saman í Stein- geit, eigi sér stað róttækar breytingar á kerfum heimsins. Þegar Berlínarmúrinn féll í síðustu viku, voru Satúrnus og Neptúnus saman á 10. gráðu í Steingeit og Júpíter myndaði mótstöðu frá 10. gráðu í Krabba. Satúrnus og Neptúnus eru á sama stað á 36 ára fresti, en sjaldgæft er að Júpíter bæt- ist í hópinn. Hringrás Neptún- usar og Úranusar sem lýkur árið 1993, er boðberi endalöka 172 ára tímabils sem hófst í lok Napóleonsstríðanna i Evr- ópu eftir 1815/1821. Þetta þýðir að hugmyndafræði og kerfi heimsins, eins og við höf- um þekkt þau, eru að hrynja og ný hugmyndafræði og ný kerfi að fæðast. Það má því búast við áframhaldandi hrær- ingum, a.m.k. fram til 1993. Kerji mannsins Þar sem maðurinn er hluti af heiminum, koma breytingar á kerfum heimsins einnig til með að hafa áhrif á kcrfi mannsins. Það þýðir að við stöndum öll á tímamótum. Við erum öll að brotna niður innra með okkur og í lífi okkar allra ríkir ákveðin upplausn og órói. 011 þurfum við að taka þátt í baráttu milli þess nýja og þess gamla, þurfum að takast á við ný verkefni, en jafnframt að komast frá því gamla með eins góðu móti og hægt er. Millibilsástand Nú ríkir ákveðið millibils- ástand, eða þar til að þær breytingar sem nú eiga sér stað eru komnar vel á veg. Við stöndum alltaf mitt á milli for- tíðar og framtíðar, en aldrei eins og nú er við stöndum við lok eins timaskeiðs og upphaf annars. Þetta er því mikilvæg- ur tími í lífi okkar. Við þurfum að gera fortíðina upp en þurf- um jafnframt að sá til framtíð- arinnar. Það sem við gerum núna kemur til með að móta framtíðina. Jafnframt því þurf- um við að hreinsa til og losa okkur við óæskilega þætti úr fortíðinni. Hraði Þegar tímaskeiði lýkur mynd- ast sérlega sterk orka og allir atburðir ganga hratt fyrir sig. „Málin eru farin að þróast það hratt í Austur-Evrópu að ekk- ert kemur mér lengur á óvart. Ég fagna því þó vissulega að Berlínarmúrinn skuli hafa fall- ið,“ sagði utanríkisráðhcrra i viðtali. Það er mikill hraði og kraftur í loftinu og þann kraft þurfum við að nýta okkur til góðs. GARPUR GRETTIR BREIMDA STARR F/fssr SEGie&u /tÐ Þú SÉ.RT OEVEIKU/e TIL AO SKJSJFA - Sl/O SEGIÍZOU AÐ TÖUftN HAFI IGLEJPT GRFIN/KIA. HUAÐ L Ker/VtUF NrEST ^ þÚ VE/ST AÐ þAO E/S BARA T/L e/N IÆKN/NG 77L V/£> pV/, /HENCJC- EN. TAKTU TVER ASP/RÍN OG OO GLEVA1DU ÖLLUAi GPE/ÐSLVM í T/EF V/KUR. IF I FAIL THAT TE5T T0M0RR0U), IT’LL BE VOUR FAULT, CHUCK, BECAU5E WE TALKEP ON TME FHONE T00 MUCH.. Ef ég næ ekki prófinu á morgun, Kalli, verður það þér að kenna vegna þess að við höfum talað sam- an svo lengi í símanum ... YOU'RE THE ONE OUHO KEEP5 CALLIN6 ME! Það ert þú sem ert alltaf að hringja í mig ... SMÁFÓLK YOU SHOULPN’t AN5WEK THE PHONE, CHUCK.. Þú ættir ekki að svara símanum, Kalli.. . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ira corn, leiðtogi bandarísku Asanna til margra ára, sat í sæti sagnhafa í eftirfarandi spili. Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ Á1072 ♦ 1054 ♦ DG976 Norður ♦ 6 ¥Á542 ♦ ÁDG3 + Á542 Austur ♦ DG984 V 103 ♦ K8762 *10 Suður *K53 r KG9876 ♦ 9 *K83 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass Pass 6 hjörtu Pass Pass Ira drap á laufkónginn heima og tók vel eftir því að tían kom frá austri. Hann spilaði hjarta á ás. Það var of hættulegt að spila spaða úr blindum á þessu stigi (og raunar tilgangslaust), svo Ira tók hjartakónginn næst. Nú valt samningurinn á því að giska rétt á staðsetningu tígulkóngs- ins. Til að afla upplýsinga spilaði Ira nú spaðakóng heimanfrá! Þegar vestur sýndi ásinn ákvað Ira að tompsvína fyrir tígul- kónginn. Vestur hafði passað í upphafi, en sýnt spaðaás, hjarta- drottningu og DG í laufi. Með tígulkónginn til viðbótar hefði hann sennilega opnað á einu laufi. Ira ætlaði að svína tígul- drottningunni ef austur hefði átt spaðaásinn. Austur á greinilega lengd í spaða og hefði sennilega strögiað þar strax með spaðaás og tígulkóng. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á OHRA-mótinu í Amsterdam í sumar kom þessi staða upp í B-flokki i viðureign sovézka stór- meistarans Lev Psakhis (2.565), Svartur drap síðast riddara á e4, lék 26. — Bd5xe4? Svar Psakhis kom Judit í opna skjöldu: 27. Hxd6! — Rd3 (Svartur tap- ar a.m.k. skiptamun eftir 27. — Hxd6 28. Bxe5) 28. Bxd3 - Bxd3, 29. Hdl! (Nú vinnur hvítur biskup) 29. - Hxd6, 30. Bxd6 - Hd8, 31. Hxd3 - Dc6, 32. Dd2 og svartur gafst skömmu síðar upp. Þrátt fyrir þetta tap náði Judit Polgar sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli og á því góða möguleika á að verða yngsti stór- meistari sögunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.