Morgunblaðið - 14.11.1989, Síða 48

Morgunblaðið - 14.11.1989, Síða 48
Sfc ÉÖWgÚJÍÍBLAÐÍÐ ÞtóÐllÖÖACí/RíkÍ. NÖVEMBER 1989 fclk í fréttum NÁMSKEIÐ Trillukarlar taka pungapróf E llefu trillukartar í Vogum og af Vatnsleysu- strönd sækja námskeiði í Vogum sem veitir rétt- indi til skipstjórnar á 30 tonna bátum, svo kallað pungapróf. Eiríkur Sigurgeirsson kennari á námskeiðinu segir að á námskeiðinu sé farið yfir námsefni sem veiti réttindi til skipstjórnar á 30 tonna bátum, og eftir að hafa stundað siglingar í 18 mánuði geti menn orðið skipstjórar. Meðal þess sem farið er í á námskeiðinu eru siglingareglur stöðugleiki skipa og undirstöðu atriði í tækjum og öryggis- mál þar sem meðal annars eru námskeið í eldvörn- um og skyndihjálp. Eiríkur sagði að námskeiðið væri haldið að frumkvæði Félags smábátaeigenda í Vogum og kvaðst hann ekki vita til að námskeið af þessu tagi hafði áður verið haldið að frumkvæði slíks félagsskapar. Hins vegar vissi hann til að aðilar annars staðar væru að fara af stað með svona námskeið. Bjarni Ólafsson einn af þátttakendum á nám- skeiðinu sagði að markmiðið með því væri að fá lágmarkskunnáttu til að stjórna litlum bátum, en það væri allt of algengt að menn væru á litlum bátum og hefðu allt of litla þekkingu á því-sem þeir væru með í höndunum. - EG ROKK Toppar tveggja kynslóða hylltir af tugþúsundum H inir síungu kappar í hljómsveitinni Rolling Stones eru að fylgja eftir nýrri breiðskífu um þessar mundir og þykja þeir nú sýna og sanna að jafn vel fimmtugir karlar geta spilað hörkurokk Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hluti þátttakenda á námskeiðinu, ásamt Eirík Sigur- geirssyni kennara. af bestu gerð. Alls staðar er húsfyllir og skipta hjarðir áheyrenda oft tugþúsundum í einu þar sem kempurnar spila. Þeir hafa engu gleymt, Jagger spriklar á sviðinu eins og áll, Watts sýnir engin tilþrif eða svipbrigði að vanda og gítarleikararnir þrír Wood, Richards og Wyman eru traustir sem fyrr. Þetta eru ekki snillingar á hljóðfæri, en tón- listin hnitmiðuð og pottþétt. Einna síðast voru þeir í Los Angeles og eigi færri en 75.000 manns komu á alls ferna hljóm- leika. Meðal þeirra voru heimsfrægar stjörnur úr heimi kvikmyndanna og má nefna nána vini sumra sveitarmeðlima eins og Meryl Streep, Barbra Streisand, Bruce Springsteen, Madonnu, Warren Beatty, Michel Pfeiffer, Anjelica Huston, David Bowie, Priscilla Presley og fleiri. Þá hefur það ekki dregið úr aðsókninni, að upphitunarhljóm- sveit Stones hefur verið ung en kynngimögnuð þungarokksveit, Guns n’ Roses, en hún nýturnú einnar mestrar hylli hinna yngri rokksveita. Segir það mikið um sess Rollinganna að sú besta úr yngri geiranum skuli hita upp fyrir gömlu menn- ina. Enda var haft eftir einum nærstöddum, að í þessu tilviki væri fræga fólkið ekki að mæta til þess að sýna sig og sjá aðra, það væri komið til að hlýða á þá bestu ... Að hljómleikum loknum var efht til hófs. Hér er Mick Jagger og eru þarna auk hans m.a. Barbra Streisand, Meryl Streep og Jerry Hall. Á innfelldu myndinni eru Rollingarnir Watts, Richards og Jagg- er ásamt fjórum kempum úr Guns n’ Roses. FLYGLAR Vorum að fá sendingu af hinum rómuðu YOUNG CHANG flyglum. Hverjum flygli fylgir 10 ára ábyrgð, og við bjóðum mjög hagstæða afborgunarskilmála, til allt að 2 ára. Verð frá krónum 356.000.- HLJÓDFÆRAVERSLUN ^ PÁLMARS ÁRNA HF ÁRMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SÍMI91 -32845 JAPIS AKUREYRI SKIPAGATA1 - SÍMI 96-25611

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.