Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 173. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 2. AGUST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enginn hugar aðlíkunum Lík tuga manna liggja enn eins og hráviði í bænum Paynesville í úthverfi Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, þar sem þessi mynd var tekin í gær. Þar voru um 600 manns myrt á grimmdarlegan hátt inni í kirkju síðastliðinn sunnu- dag. Að sögn fréttamanns Aeuíers-fréttastofunnar sem gekk um götur Paynes- ville í gær er aðkoman hroðaleg. Þegar líkin eru skoðuð er ljóst að aðfarirnar voru hrottalegar, mörg bera áverka og reipi er bundið um hendur eins fórnarlamb- anna. Sum líkanna hafa leg- ið á götum Paynesviile svo dögum eða vikum skiptir og er fnykurinn af þeim ægi- legur. Blaðamenn fundu nýlátinn mann á þriðjudag og virtist sem byssustingur hefði verið rekinn í gegnum höfuð hans. íbúar bæjarins segjast vera of hræddir til þess að huga að hinum látnu. Þess vegna liggja líkin og rotna í hitasvækj- unni og mátti í gær sjá hunda rífa þau í sig. „Eg hef ekki farið út úr húsi í mánuð,“ sagði einn íbúanna, „ég hef bara heyrt hávaða.“ Reuter Trinidad og Tobago: Leiðtogi múslima- hópsins gefst upp Öllum gíslunum sleppt heilum á húfí Port of Spain. Reuter. LEIÐTOGI múslimskra skæruliða, sem haldið höfðu tugum manna, þ. á. m. nokkrum ráðherrum, í gíslingu í höfuðborg Trinidads og Tobago frá því á föstudag, gafst upp síðdegis í gær. Ennfremur var 43 gíslum í þinghúsinu og sjónvarpsstöð landsins sleppt. Að sögn karabísku fréttastofunnar CANA gáfust múslimarnir upp skil- yrðislaust. Leiðtogi þeirra, blökkumaðurinn Abu Bakr, gekk út úr sjónvarpshús- inu með hendur á lofti en hélt þó enn á riffli, að sögn sjónarvotta. Múslimarnir höfðu krafist þess að forsætisráðherra landsins, er þeir héldu um hríð í gíslingu en létu lausan á þriðjudag, segði af sér, boðaðar yrðu kosningar innan sex mánaða og jafnframt að þeir yrðu ekki sóttir til saka fyrir tiltæki sitt. Stjórnleysi ríkti dögum saman í höfuðborginni, Poit of Spain, kveikt var í fjölmörgum byggingum og rænt og ruplað í verslanahverfum. Ekki er vitað til þess að neinn gíslanna hafi týnt lífi en í átökum lögreglu og óaldarlýðs á götum úti er talið að um 30 manns hafi fallið. CANA hafði eftir talsmanni stjórn- valda að skæruliðar yrðu fangelsað- ir. Verði þeir sóttir til saka eiga þeir á hættu dauðadóm fyrir land- ráð. Viðræður Iraka og Kúvæta fara út um þúfur: Olíuverð hækkar vegna stríðshættu við Persaflóa Jedda. Reuter. VIÐRÆÐUR milli íraka og Kúvæta í Jedda í Saudí-Arabíu fóru út um þúfur í gær. írakar sögðu að Kúvætum hefði ekki verið alvara með viðræðunum og þeir ætluðu ekki að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Bagdad. Olíuverð hækkaði í gær vegna ótta við innrás íraka í Kúvæt. írakar hafa sent 100.000 hermenn til landamæra Kúv- æt en þeim var hins vegar haldið opnum í gær og engin merki voru um hernaðarleg átök. Viðræðurnar í Jedda sigldu í I um í Persaflóastríðinu, eru við öllu strand innan_ sólarhrings eftir að I búin og Bandaríkjamenn halda nú þær hófust. írakar gera tilkall til landsvæða í Kúvæt og viija að skuldir sem þeir söfnuðu í stríðinu við íran verði felldar niður. Þeir fara einnig fram á milljarða banda- ríkjadala í skaðabætur fyrir olíu, sem þeir segja Kúvæta hafa stolið úr olíulindum á landamærum ríkjanna. Sérfræðingar fullyrða að stríðshætta á svæðinu sé meiri en hún hefur verið síðan í Persa- flóastríðinu. Saudí-arabískir milli- göngumenn sögðu að samningaað- ilar hefðu aðeins hist einu sinni — setið einn tveggja klukkustunda fund á þriðjudag. Báðir samninga- aðilar töluðu um frekari viðræður en írakar, sem voru tregir til að hitta Kúvæta í Saudí-Arabíu, krefj- ast þess að þær fari fram í Bagdad. Bandarísk herskip á Persaflóa, sem gegndu mikilvægu hlutverki í að halda olíuflutningaleiðum opn- heræfingar með Sameinuðu arabísku furstadæmunum, öðru Persaflóaríki sem vakið hefur reiði Iraka. Olíuverð snarhækkaði í gær þeg- ar fréttir um að viðræðurnar hefðu farið út um þúfur bárust til oliu- markaða og vegna orðróms, sem hvergi fékkst staðfestur, um að íraskar hersveitir hefðu ráðist inn í Kúvæt. Norðursjávarolía seldist í London í gær á 20,40 dali fatið og hefur ekki verið hærri í verði síðan um miðjan febrúar. Sjá „Að bjóða Saddam ..“ á bls. 22-23. Stjórnvöld í eyríkinu, sem er við strönd Venezuela, hvöttu aðrar þjóðir til að senda hjálpargögn, einkum matvæli og lyf, til landsins. Sendifulltrúi þeirra í New York sagði að nær öllum birgðum af slíkum vörum hefði verið stolið meðan ringulreiðin ríkti í höfuð- borginni. Verðfall á olíu, helstu út- flutningsvöru Trinidad og Tobago, hefur valdið miklum efnahagsörð- ugleikum þar síðustu árin. Þýskaland: Samkomulag um kosninga- fyrirkomulag Bonn. dpa. SAMKOMULAG hefur nú náðst um fyrirkomulag sameiginlegra þingkosninga í Þýskalandi 2. des- ember næstkomandi. Samkvæmt því verður 5%-reglan svokallaða í gildi um landið allt. í því felst að hver flokkur sem býður fram þarf að minnsta kosti 5% heildaratkvæða til þess að fá þing- sæti. Að óbreyttu myndi það aug- ljóslega útiloka möguleika nær allra austur-þýsku flokkanna. Því verður þeim gert kleift að bindast kosn- ingabandalagi við samsvarandi flokka í Vestur-Þýskalandi og reiknast atkvæði þeirra saman þeg- ar 5%-reglunni verður beitt. Gamli kommúnistaflokkurinn sem nú nefnist Flokkur hins lýðræðislega sósíalisma er því svo að segja dauðadæmdur í kosningunum í des- ember vegna þess að útilokað er að hann finni samstarfsaðila í vestri. Dodda-bækumar umskrifaðar London. The Daily Telegraph. BÆKURNAR um Dodda, Eyrnastóran, Lása löggu og félaga í Leikfangalandi þykja nú ekki lengur hæfa sem lesefni fyrir börn, að minnsta kosti ekki óbreyttar. Fyrsta Doddabókin kom út fyrir fjörutíu árum og alls urðu þær 24 talsins. Eins og aðrar bækur ensku skáldkonunnar Enid Blyton urðu þær fljótt geysivinsælar. Undanfarin ár hefur hins vegar borið á þeirri gagnrýni að bækurnar ýti undir kynþáttafordóma og ali á rang- hugmyndum um hlutverk kynj- anna. í sumum bæjum á Eng- landi þar sem Verkamannaflokk- urinn fer með völd hafa bækurn- ar verið bannaðar á bókasöfnum. „Breytingar verða gerðar á bókunum að hluta til vegna gagnrýni á kynþáttafordóma og kvenhatur sem sagt er að birtist í þeim og einnig vegna þess að okkur fannst sem Doddi byggðist á gildum sem ekki væru lengur mikils metin,“ segir Caroline Bishop, forstjóri MacDonalds- bókaútgáfunnar. Svartálfarnir svokölluðu sem eru „vondu kall- arnir“ og minna á skopmyndir DÍISD! i fojájubeit Bækurnar um Dodda verða nú færðar til nútímalegra horfs. af svertingjum hverfa nú úr Dodda-bókunum og í staðinn koma apar og ljósálfar. Einnig fá kvenkynsverur bókanna nýrra og nútímalegra yfirþragð. Stúlka sem áður sagði: „Ég er hrædd, viltu gæta mín?“ segir í nýju út- gáfunni: „Ég er ekkert hrædd en ég veit að þú munt hvort sem er gæta mín.“ Brúðurnar í Leik- fangalandi verða ekki lengur all- ar hvítar heldur bætast kínverjar og eskimóar í hópinn. „Ég er viss um að Enid Blyton hefði umskrifað bækurnar sjálf væri hún á lífi,“ segir dóttir henn- ar sem er fullkomlega sátt við breytingarnar. „Hún var raunsæ og hún hefði gert sér grein fyrir því að talsmáti fólks breytist ein- faldlega á fjörutíu árum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.