Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 18
18 _________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990_ I hvaða hverfí fæðist næsti einhverfi þegn þessa lands? eftír Erlu Elíasdóttur Sem einn af frumbyggjum hverfisins í Melshúsatúni — nú betur þekkt sem nágrenni með- ferðarheimilis einhverfra að Sæ- braut 2 — finn ég mig knúða til að láta heyrast rödd úr hópi þeirra íbúa hverfisins sem ekki líða á nokkum hátt fyrir það nábýli. Ég hef fylgst með hverfinu vaxa og blómgast í eiginlegum skiln- ingi. Hér settust að menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þó held ég að rétt sé með farið þegar ég segi að ein stétt manna sé fjölmennust við Sæbraut, en það eru læknar. Ég var áður stolt af hverfinu mínu og þótti þar mannval. í dag er stolt mitt því miður ekki hið sama. Yfír sextíu manns sáu sig knúða til að mótmæla kröftuglega veru einhverfu unglinganna á Sæ- braut 2. Ég velti því fyrir mér hvort ég þekki alls ekki nágranna mína eftir nær 20 ára kynni. Hvorki hungraðir né veglausir Það gerist ekki einungis úti í hinum firrta heimi, heldur einnig í fallega hverfinu mínu að van- máttugir eru „grýttir". Þar er ekki neinn „skríll“ að verki, ekki hungr- aðir, ómenntaðir, veglausir menn sem eru að verja tilverurétt sinn, heldur menntað, auðugt fólk í ábyrgðarstöðum. Velferð einhverfra ekki áhyggjuefnið A síðasta ári var tekin ákvörðun um að hefja rekstur meðferðar- heimilis fyrir einhverfa unglinga í húseign ríkisins á Sæbraut 2 á Seltjamarnesi, með vitund og vilja bæjaryfírvalda. Hvort þetta hús eða staðsetning þess er hin ákjós- anlegasta fyrir meðferðarheimili skal ósagt látið og kannski hefði mátt finna því betri stað. Það er hins vegar ekki ástæðan fyrir ramakveini nágrannanna að þeim þyki ekki fara nægilega vel um íbúa Sæbrautar 2. Velferð og frelsi einhverfu unglinganna er ekki áhyggjuefni þeirra er settu skilyrð- in fyrir áframhaldandi starfsemi heimilisins. Hví ekki að taka höndum saman? Eins og áður segir hafa yfir sextíu íbúar í Melshúsatúni ritað nöfn sín undir áskorun til bæjar- yfírvalda og félagsmálaráðherra um að svipta meðferðarheimilið rekstrarleyfi. Ég fullyrði að aðeins fáir þessara aðila hafa orðið fyrir óþægindum af hálfu íbúa Sæbraut- ar 2. Mig grunar að flestir þeir sem þar rituðu nöfn sín hafi gert það sem greiða við vin eða vinkonu í næsta húsi. Það er svo auðvelt að pára nafnið sitt á blað, sérstaklega ef sá pappír fer ekki á milli margra. Ég beini því til ykkar sem skrif- uðuð undir að birta listann svo að við hin, sem hvorki vildum skrifa nöfnin okkar þar né vorum beðin um það, liggjum ekki undir grun um aðild. Hvers vegna var ekki boðað til fundar með íbúum hverfisins til að þeir gætu rætt málið eins og siðuðum, kristnum borgurum sæmir? Kannski hefðu þeir tekið höndum saman til að auðvelda hin- um nýju íbúum vistaskiptin. Nei, í staðinn er læðst með undirskrif- talista milli vina og kunningja. Það er erfítt að aðlagast Ég get ekki til hlítar dæmt um það ónæði sem allra næstu ná- grannar meðferðarheimilisins hafa orðið fyrir. En mikið veltur á hug- arfarinu þegar tekið er á málum sem þessum. Jákvætt hugarfar leysir flest mál. Áreiðanlega eru allir sammála um að æskilegast sé að svona meðferðarheimili sé ekki of fjöl- mennt, en þörfin er knýjandi. Það er augljóst að álagið hlýtur að vera meira á unglingana sjálfa því fleiri sem þeir eru og þar með erfiðara að koma til móts við þarf- ir þeirra. Spyija má hvort starfsfólkinu sé ekki gert afar erfitt að fram- fylgja eðlilegu meðferðarpró- grammi þegar varla er hægt að fara út úr húsi með börnin án þess að eiga á hættu að upp komi atvik sem hugsanlega verði gerð að stór- máli. Augu og eyru heilbrigðu íbú- anna við Sæbraut eru vel opin. Aðlögun að nýju umhverfi er öllum erfið, ekki síst einhverfum. Höfum það í huga. Ekkert að óttast Hafa foreldrar í nágrenni með- ferðarheimilisins undirbúið börnin sín svo þau geti mætt smáskrítnum uppátækjum barnanna að Sæbraut 2 án þess að skelfast? Foreldrar heilbrigðra barna við Sæbraut ættu að uppfræða þau um fötlun hinna einhverfu, víkka sjóndeildar- hring barna sinna og gefa þeim tækifæri til að kynnast þessum einstaklingum. Þau kynni mundu auðga líf heilbrigðu barnanna ef rétt væri á haldið. Þannig mætti yfirvinna þann ótta sem virðist ríkja í hugum heilbrigðu barnanna við Sæbraut. Slík nálgun er heilla- drýgri en að leggja ofurkapp á að láta loka þá sem eru minni máttar á bak við lás og slá líkt og tíðkað- eftirHelgu Harðardóttur Af hálfu aðstandenda og um- sjónarmanna sambýlis einhverfra að Sæbraut 2 hefur að undanförnu orðið mikil fjölmiðlaumfjöllun. Það kemur svolítið einkennilega fyrir sjónir, að það skuli vera þessi hóp- ur, sem blæs málið upp í fjölmiðlum en lætur síðan í ljós þá skoðun, að umfjöllunin muni valda því að erfítt gæti reynst að finna sambýlum ein- hverfra samastað í framtíðinni. Nágrannar sambýlisins hafa aldrei viljað gera málið að fjölmiðlamáli. Einn nágranni taldi sig þó ekki geta setið undir skrifum í Press- unni og umfjöllun á Stöð tvö og ritaði því grein í Morgunblaðið til að útskýra afstöðu sína og annarra íbúa nágrennisins. Viðkomandi virðist síðan hafa orðið aðalbitbein fjölmiðlaumQöllunar þeirra, sem um málið hafa ijallað. Rangfærslur um áreitni og óþægindi koma sér vissulega vel, þegar vitað er að enginn nágranni muni leiðrétta skrifin. Mig, sem ekki er nágranni, en tíður gestur á Sæbraut, langar til að leiðrétta ýmislegt, sem fram hefur komið í þessum skrifum. Þessi margumtalaða pottferð einstaklings af Sæbraut 2 í heitan pott nágranna er gerð lítilfjörleg og hlægileg, sem ágreiningsatriði. Sannleikurinn er, að atvikið skeði um páska og í pottinum var ískalt vatn. Enginn gat vitað hversu lengi viðkomandi hafði setið þar. Gæslu- maður var tafarlaust sóttur og viti menn, það var enginn á sambýlinu farinn að sakna íbúans, sem síðan var kominn inn í húsið allsnakinn, fötin á víð og dreif um garðinn. I ist í fáfróðustu samfélögum mið- alda. Nútíma samfélag Út frá þessum hugleiðingum um ónæði af völdum nágranna má spyija: Erum við ekki alltaf að takast á við óvænta hluti í um- hverfi okkar? Sums staðar glymja hljómflutningstæki fram á nætur. Sums staðar æða snjósleðar fram og aftur með dunum og dynkjum. Sums staðar gelta hundar í tíma og ótíma og kettir syngja ástaróð í þann mund sem menn eru að festa svefn. Svo ekki sé talað um vélknúna „snigla“ sem æða um borg og bý. Við reiknum með slíku ónæði í nútíma samfélagi. Hver er munurinn? Getur það verið að við gerum strangari kröfur til vanheilla ein- staklinga um hegðun en við gerum til heilbrigðra? Ei-um við tilbúnari að fyrirgefa óviðurkvæmilega hegðun svokall- aðra heilbrigðra einstaklinga en vanheilla? Gerum samanburð á hegðun svokallaðra heilbrigðra íbúa hverf- isins og hegðun íbúa Sæbrautar 2. Unglingarnir á Sæbraut 2 hafa að sögn haft í frammi ósæmilega hegðun á almannafæri. Einn drengjanna fór ber í heitan pott nágranna síns og síðan í hús hans fólki til mikillar skelfingar. Þetta hefði ekki átt að eiga sér stað en heitu pottarnir okkar hafa aðdráttarafl fyrir fleiri. I garðinum mínum er einn af þessum heitu pottum. Eina sumar- nótt fyrir fáum árum komu nokkr- ir óboðnir drengir og skelltu sér húsinu voru tvær telpur undir 12 ára aldri. Komið hefur fyrir að einstakling- ar Sæbrautar 2 hafi komist naktir út úr húsi. Sumir hafa einnig lagst á glugga nágranna. Þetta ber ná- grönnum víst að líta á sem eðlilega hegðun, þar sem þeir vita hvers eðlis fötlun íbúa Sæbrautar 2 er. Hvað ef um annarskonar einstakl- inga væri að ræða á glugganum þínum? Kynferðisleg sjónaráreitni, sem gert hefur verið mjög lítið úr í blaðaskrifum, er þó sá þáttur, sem flestir finna mest að. Forstöðumað- ur sambýlisins sagði í fréttaskýr- ingarþætti, að vistmenn stæðu gjarnan við glugga, sem snýr að hafi, og „læddu“ þá kannski hönd- um í buxur. Þetta er ekki rétt. Þeir gluggar, sem um ræðir, snúa í austur og vestur og sér þaðan varla til hafs. Nú er búið að mála yfír þann glugga, þar sem mest varð vart við þetta athæfi. Það hlýt- ur að teljast viðurkenning á, að athæfið sé ekki vð hæfi þeirra, sem á horfa. Hvernig yrði ykkur við, leggj- andi af stað á bíl ykkar, líta af til- viljun undir hann og finna þar ung- menni í hnipri? Það var enginn að leita að þessum dreng. Það sem sagt hefur verið um magaveiki, sem losað hafi verið um í næsta runna, skeði reyndar á miðri gangstétt, þar sem böm voru að leik. Það síðasta virðist snúast um að íbúi Sæbrautar 2 hafi gerst sekur um að fá sér konfektmola í eldhúsi nágranna og hafi verið sóttur þang- að innan örfárra mínútna. Þetta er heldur ekki rétt. Drengurinn stóð á öndinni í konfekti með um- búðum, sem stóðu út um munnvik. Þegar honum var komið út úr hús- Erla Elíasdóttir „Ég beini því til ykkar sem skrifuðuð undir að birta listann svo að við hin, sem hvorki vildum skrifa nöfnin okkar þar né vorum beðin um það, ii&83um ekki undir grun um aðild.“ til sunds. Þeir voru naktir þar sem um skyndiákvörðun var að ræða og sundfötin víðsíjarri. Þeim nægði ekki að baða sig heldur slitu þeir Helga Harðardóttir „Framganga umsjónar- félagsins í Sæbrautar- málinu hefur valdið því að ég sá mig tilneydda að hætta stuðningi við félagið. Það er leitt til þess að vita, að samtök, sem kenna sig við mannúð, skuli taka stefnuna á óvild og hat- ur í garð heilbrigðra.“ inu var reyndar farið að svipast um eftir honum, en það var nú lið- inn öllu lengri tími en örfáar mínút- ur. Það væri heiðarlegra að skýra upp fallegu stjúpumar mínar. Þær flutu sem þakklætisvottur í pottin- um þegar ég hafði vísað drengjun- um á braut. Sér einhver stóran mun á þess- ari hegðun og hegðun barnanna á Sæbraut 2? Einn drengjanna á Sæbraut 2 hafði í frammi kynferðislega til- burði úti í glugga á herberginu sínu. Vordag einn hér við sjóinn sáu tvö ungmenni ekkert athugavert við að svala kynþörf sinni undir lágum vegg nágranna síns. Þau eru ekki einhverf en kannski ást- fangin. Sér einhver stóran mun á þessari hegðun og hegðun ein- hverfu barnanna á Sæbraut 2? Ungir drengir veiða gjarnan ufsa við bryggjusporða sem ganga hér í sjó fram. I síðustu viku fannst tveim þeirra tilvalið að henda af- lanum í heita pottinn minn. Það var nú svo sem ekki skaði skeður nema hvað ég var nýbúin að þrífa pottinn. Sér einhver stóran mun á þess- ari hegðun og hegðun íbúanna á Sæbraut 2? Eða eru brotin stærri þegar íbú- amir þar eiga hlut að máli? Að flytja úr hverfínu? Hvar væru hjón búsett við Sæ- braut stödd ef þau eignuðust ein- hverft barn? Hvernig gætu afi og amma bú- sett við Sæbraut, kannski fólk sem hefur lýst sig andsnúið veru ein- hverfra barna í venjulegu íbúða- hverfi, brugðist við einhverfu bamabarni sínu? Yrði eina úrræðið að flytja úr hverfinu? Ég undrast þann fjölda sem hefur fundið sig knúinn til harka- legra aðgerða gegn meðferðar- heimilinu á Sæbraut 2 því ég veit að í þeirra hópi eru margir sem ekki hafa orðið fyrir minnsta ónæði af völdum íbúanna þar. Einhverfír eru þegnar þessa lands með öllum réttindum sem því fylgja. Gleymum því ekki. Höfundur er ritari hjá Alþingi. rétt frá málum, því staðreyndin er, að ósannsöglin lendir alltaf að síðustu á þeim, sem hana flytja. Með blaðaskrifum er leitast við að úthrópa íbúa þessa hverfis, sem ómannúðlega, fulla af fordómum og einstaklingshyggju. Þetta er harður dómur um samborgara, sem ekkert hafa til saka unnið annað en reynt að veija heimili sín fyrir ágengni annarra. Við eyðum hálfri ævinni í að koma okkur fyrir og höldum að nú getum við lifað í ró og spekt, það sem eftir er. En því fer fjarri. Það sannast í þessu máli, ásamt nýupp- komnu Hafnarijarðarmáli, að fag- urgalinn um friðhelgi heimilanna nær ekki til okkar ef friðarspillirinn er fatlaður. Haltu börnum þínum innan dyra, læstu húsinu, birgðu glugga og slepptu því að nota garðinn þinn. Þetta eru ráðin sem yfirvöld sjá til úrlausnar. Ég hélt að ég væri að veita stuðning einhverfu ungmenni, tengdu mér, með því að vera í stuðningshópi umsjónarfélags ein- hverfra. Framganga umsjónarfé- lagsins í Sæbrautarmálinu hefur valdið því að ég sá mig tilneydda að hætta stuðningi við félagið. Það er leitt til þess að vita að samtök, sem kenna sig við mannúð, skuli taka stefnuna á óvild og hatur í garð heilbrigðra. Eftir allt fjaðra- fokið sýnist mér nánast að ég hafi verið stuðningsmaður sértrúar- safnaðar, sem sér ekki fram fyrir fíngurgóma sína, sér ekkert af öll- um hinum, sem Ifka þurfa að búa í þessu þjóðfélagi. Höfundur er skrifstofumaður og starfar í bæjarskrifstofum Seltjamamess. Rangfærslur - fordómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.