Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 BHMR-samningurinn, almenni markaðurinn og ríkisstjórnin eftirRúnar Vilhjálmsson Eins og alkunna er fer nú fram mikil umfjöllun í fjölmiðlum lands- ins um samning BHMR og nkis- valdsins frá því í maí í fyrra. Ýms- ar af þeim fullyrðingum og yfirlýs- ingum, sem fram hafa komið vegna BHMR-samningsins, eru því miður villandi eða beinlínis rangar, enda ekki laust við að áróðursstríð sé hafið milli ASÍ, VSÍ og ríkisstjómar annars vegar og BHMR hins vegar. Raunar verður að segjast eins og er að hin mikla fjölmiðlaum^'öllun um BHMR-málið hefur lítið upplýst um raunverulegt eðli þess. Með þessari grein verður reynt að rekja nokkur mikilvægustu atriði þessa máls. Markmið BHMR-samningsins í þessu sambandi er ekki úr vegi að huga fyrst lítillega að markmið- um BHMR-samningsins sjálfs. Hér er um að ræða langtímasamning, sem fyrst og fremst var ætlað að Tjöld og svefnpoka þarf að hreinsa reglulega - ekki síst fyrir haustið þegar útilegu- búnaðurinn fer f geymslu. Auk þess sem við hreinsum svefnpokann og tjaldið gerum við tjaldið vatnshelt. Þú rúllar upp svefnpokanum, tekur stögin úr tjaldinu og við sjáum um restina. Við skilum öllu hreinu, ilmandi og tilbúnu f næstu útilegu. Skeifunni 11, sími 82220 endurreisa kaupmátt háskóla- manna hjá ríkinu og jafna um leið launamuninn milli ríkisins og hins almenna markaðar. í þessu skyni skyldi á samningstímanum gera allsherjar uppstokkun á launakerfi háskólamanna hjá ríkinu og fram- kvæma „launaleiðréttingar" með sérstökum áfangahækkunum. Fyrsta áfangahækkunin af þessu tagi skyldi koma til framkvæmda 1. júlí sl. En hverjar eru forsendur þessara launaleiðréttinga? Hér er vert að nefna tvö megin atriði: 1) Kaupmáttur dagvinnulauna háskólamanna hefur lækkað veru- lega undanfarinn áratug. Raunar er kaupmáttarlækkunin slík að tala mætti um hrun í því sambandi. Til fróðleiks má geta þess að nú eru meðal dagvinnulaun háskólmanns 86.000 krónur, og heildarlaunin (þegar öll vinna er meðtalin) milli 110 og 120 þúsund. Heildarlaun háskólamanna á almennum mark- aði eru yfirleitt þetta frá 40% til 70% hærri en hjá ríkinu og eru þá allar greiðslur og hlunnindi reiknuð með. Þegar til lengri tíma er litið sést að þessi munur á háskólamönn- um í einkageiranum og hjá ríkinu hefur aukist jafnt og þétt. Af nýleg- um ummælum forseta ASÍ í fjöl- miðlum mætti þó ætla að laun BHMR-manna væru rífleg í saman- burði við launþegana í alþýðusam- bandinu. Svo er þó alls ekki. Stað- reyndin er sú að bæði dagvinnulaun og heildarlaun BHMR-manna eru nú lægri en skrifstofufólks í ASÍ, sem aftur hefur enn lægri laun en iðnaðarmennirnir í alþýðusamband- inu! Þegar síðan er tekið tillit til lengdar skólagöngu þessara hópa (háskólanám BHMR-manna nemur þetta frá 4-10 skólaárum), svo og námskostnaðar (afborganir af námslánum háskólamanns með 110 þús. kr. í heildarlaun á mánuði nema nú um 50.000 krónum á ári) er ljóst að munur á ævi- og ráðstöf- unartekjum þessara hópa er mun meiri en samanburður mánaðar- launa gefur til kynna. Það virðist því augljóst að þessi launakjör há- skólamanna hjá ríkinu hljóta að teljast með öllu óviðunandi. 2) Önnur megin forsenda launa- Ieiðréttinga samkvæmt BHMR- samningnum er „atgervisflótti" sá sem átt hefur sér stað frá ríkinu. Atgervisflóttinn er tvenns konar. Annars vegar hafa háskólamenn hjá ríkinu horfið til starfa hjá al- menna markaðnum, hins vegar hafa þeir hafíð störf og ílenst erlendis. Um síðarnefnda flóttann er það að segja að sífellt fleiri háskólamenn starfa á erlendri grund. 3) Með vaxandi samstarfi íslands við Efnahagsbandalagslöndin má búast við að tilflutningur vinnuafls milli íslands og annarra Evrópu- ríkja verði auðveldari, sem að óbreyttu mun auka enn á atgervis- flóttann úr landinu, sérstaklega meðal háskólamanna hjá ríkinu. Að því er fyrri atgervisflóttann varðar (þ.e. frá ríki til einkageira), er það rétt sem fjármálaráðherra hefur nýlega upplýst, að undanfarna mánuði hefur reynst auðveldara en oft áður að manna stöður hjá ríkinu vegna samdráttar sums staðar í einkageiranum. Hér er þó ekki nema hálf sagan sögð. Algengt er að það fólk sem kemur frá almenna markaðnum til starfa hjá ríkinu ætli sér ekki að helga ríkinu starfs- krafta sína til frambúðar. Þegar aftur fer að ára betur í einstökum atvinnugreinum á almenna mark- aðnum hefur margt þetta fólk sagt skilið við rílcið á ný. Slíkt starfs- mannahald er óviðunandi fyrir ríkið (og raunar hvaða vinnustað sem er). Það hlýtur að vera megin mark- mið með starfsmannahaldi ríkisins að þangað ráðist fólk sem hefur áhuga á starfi sínu og er reiðubúið að helga ríkinu starfskrafta sína til lengri tíma. Afskipti ASÍ og VSÍ af BHMR-málinu Nokkrum mánuðum eftir að BHMR-samningurinn var undirrit- aður hófust afskipti Vinnuveitenda- sambandsins af samningnum. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, lýsti því yfir að samningurinn væri „tímasprengja“ sem spryngi 1. júlí (þ.e., við fyrstu launaleiðréttingu), nema ríkisstjórnin aftengdi hana! Með þessum orðum lýsti Einar Odd- ur sig andsnúinn launaleiðrétting- um BHMR-samningsins, og jafn- framt því víxlhækkunarákvæði sem fínna má í 15. grein samningsins er heimilar háskólamönnum hjá ríki sömu launahækkanir og aðrir kunna að fá á samningstímanum. Framkvæmdastjóri VSI, Þórarinn V. Þórarinsson, og Asmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, lýstu sig síðar einnig andvíga BHMR-samningn- um, einkum víxlhækkunarákvæði hans. Við þennan málflutning for; manns og framkvæmdastjóra VSÍ og forseta ASÍ er tvennt að athuga: 1) í fyrsta lagi er eitt megin til- efni launaleiðréttinga skv. BHMR- samningnum hið mikla launaskrið sem átt hefur sér stað í einkageiran- um á undanfömum árum. Þetta launaskrið er með þeim hætti að mikill meirihluti háskólamanna á almennum markaði er á launum sem eru hátt fyrir ofan samnings- bundið taxtakaup. Svipaða sögu er að segja um þá hátekjuhópa og ýmsa millitekjuhópa á almennum markaði sem ekki hafa háskóla- menntun. Höfuðábyrgð á þessu launaskriði bera vitanlega samtök hins almenna vinnumarkaðar, sem þeir Einar Oddur, Þórarinn V. og Ásmundur eru, auk annarra, í for- svari fyrir. Gagnrýni Einars Odds á launaleiðréttingar BHMR-samn- ingsins verður því að teljast ódrengileg. í þessu sambandi er rétt að geta þess að 4,5% launaleið- réttingin til BHMR frá 1. júlí er sem slík ekki verðbólguhvetjandi. Eins og hagfræðingar hafa bent á eru verðlagsáhrif þessarar hækkunar einnar mjög óveruieg, enda BHMR fólk aðeins 2% af heildarvinnuafli þjóðarinnar. Það væri hins vegar verðbólguhvetjandi ef ASI fengi samsvarandi 4,5% launahækkun umfram sínar umsömdu hækkunar- prósentur. 2) í öðru lagi verður að gera athugasemd við gagnrýni Einars Odds, Þórarins V. og Ásmundar á víxlhækkunarákvæði 15. greinar BHMR-samningsins. Sannleikurinn er sá að Einar Oddur, Þórarinn V. og Ásmundur skrifuðu allir undir kjarasamning hinn 1. febrúar sl. (hina svokölluðu „þjóðarsátt") þar sem m.a. má finna nákvæmlega sams konar víxlhækkunarákvæði og BHMR-samningurinn inniheld- ur. Hér er um að ræða 10. grein samnings VSÍ og ASÍ þar sem seg- ir (9. málsgrein): „Forsendur þessa samnings eru sem hér segir: Launa- þróun annarra verði sú sama og gert er ráð fyrir í samningi þess- um.“ Sú mikla vandlæting sem ein- kennt hefur umfjöllun þessara for- ystumanna atvinnulífsins um BHMR-samningin, einkum 15. greinina, hlýtur því á endanum að hitta þá sjálfa harðast fyrir. V íxlhækkunarákvæði í kjarasamningum En hvað svo sem segja má um einstök efnisastriði í málflutningi forystumanna VSÍ og ASÍ hljóta afskipti þeirra af samningum há- skólamanna hjá ríkinu að vera mik- illar gagnrými verð. Almennt má segja að samningar launþegahóps við vinnuveitanda sinn komi ekki öðrum við en vinnuveitandanum og launþegahópnum. BHMR-samning- urinn er því fyrst og fremst málefni ríkisstjómar og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. (Ríkisstjórnarflokkarnir bera Rúnar Vilhjálmsson „En hvað svo sem segja má um einstök efnis- atriði í málflutningi forystumanna VSI og ASI hljóta afskipti þeirra af samningum háskólamanna hjá ríkinu að vera mikillar gagnrýni verð. Al- mennt má segja að samningar launþega- hóps við vinnuveitanda sinn komi ekki öðrum við en vinnuveitandan- um og launþegahópn- um. BHMR-samningur- inn er því fyrst og fremst málefni ríkis- stjórnar og háskóla- menntaðra starfs- manna ríkisins.“ síðan ábyrgð á samningnum gagn- vart sínum kjósendum, en það er önnur saga.) Áðurnefndar yfirlýs- ingar forystumanna VSÍ og ÁSÍ um BHMR-samninginn, og þá ekki síður nýlegar áskoranir þessara for- ystumanna til ríkisstjórnarinnar um að setja bráðabirgðalög á BHMR- samninginn láti háskólamenn hjá ríkinu sér ekki segjast, eru öfga- kennd dæmi um yfirgang í sam- skiptum stéttafélaga sem eiga sér fáar hliðstæður. Þessi afskipti verða vafalaust til þess að þjappa háskóla- mönnum hjá ríkinu enn frekar sam- an í baráttu sinni fyrir betri kjörum, en skapa um leið slæmt andrúms- loft milli launþegasamtakanna sem erfitt getur reynst að losna við. Til viðbótar verður að telja áskorun ASÍ um bráðabirgðalög aðför að fijálsum samningsrétti, en samn- ingsrétturinn er sjálfur hornsteinn- inn undir allri kjarabaráttu laun- þega í landinu. Hitt er svo aftur annað mál að víxlhækkunarákvæði í kjarasamn- ingum, í líkingu við þau sem fínna má í BHMR-samningnum og samn- ingi ASÍ og VSÍ, eru óréttlætanleg, ef ekki hreint og beint siðlaus. Að ein launþegasamtök skuli krefjast þess t.d. að raka til sín 4,5% kaup- hækkun vegna þess að öðrum sam- tökum (í öðrum atvinnugeira og á öðrum starfssviðum) tókst með margra vikna verkfalli að knýja slíka hækkun fram er gjörsamlega út í hött hvemig sem á málið er Iitið. Það var því rétt ákvörðun hjá BHMR að óska eftir viðræðum við ríkisstjórnina um breytingu á 15. grein (víxlhækkunargrein) samn- ings síns við ríkið. Eina réttlæting launþegahóps fyrir hækkun um- fram samningsbundnar prósentu- hækkanir eru verðlagsbreytingar á samningstímabilinu sem hækka framfærslukostnað launþegahóps- ins. Á sínum tíma lagði samninga- nefnd BHMR mikla áherslu á að fá slík verðtryggingarákvæði inn í sinn samning, einkum og sér í lagi vegna hins langa gildistíma hans. Ríkisvaldið hafnaði alfarið slíkum hugmyndum en bauð í staðinn hið umdeilda víxlhækkunarákvæði 15. greinarinnar! Það er mikilvægt að það komi fram hér að ákvæði um umframhækkun með hliðsjón af verðlagsbreytingum er einmitt að finna í ASÍ-VSI-samningnum, sbr. 10. grein þess samnings. í þessu ljósi verður víxlhækkunarákvæðið sem einnig er að fínna í 10. grein ASÍ-VSÍ-samningsins afar grun- samlegt. Svo virðist sem tilgangur þessa síðarnefnda ákvæðis hafi ver- ið sá einn að sporna gegn launa- hækkunum háskólamanna hjá ríkinu, og hóta stjórnvöldum um leið óðaverðbólgu yrði BHMR- samningurinn ekki tekinn úr sam- bandi. Nýlegar yfirlýsingar forseta ASÍ styðja þessar grunsemdir, en hann hefur hvað eftir annað látið að því liggja að óðaverðbólga sé á næsta leiti verði BHMR-samningur- inn áfram í gildi. Staða ríkisstjórnarinnar Síðastliðin ár hefur gætt tor- tryggni í samskiptum stjórnvalda og háskólamanna hjá ríkinu. Þessi tortryggni á sér margar og flóknar ástæður sem of langt mál yrði að rekja hér. Þó nægir að nefna að kaupmáttarhrun háskólamanna hjá ríkinu samfara skorti á flokkspóli- tískri samstöðu um að marka ríkinu nýja starfsmannastefnu eru tvær mikilvægar ástæður þessarar tor- tryggni. Kjarasamningur fjármála- ráðherra og BHMR frá því í maí í fyrra var um margt athyglisverð tilraun til að koma á sáttum til lengri tíma milli ríkisvaldsins og háskólamanna. Nokkrum mánuðum eftir undirritun samningsins fóru þó að vakna efasemdir háskóla- manna um heilindi ríkisvaldsins. Þessar efasemdir fengu byr undir báða vængi með þátttöku ríkisins í kjarasamningi ÁSÍ og VSÍ. Að margra mati hafði ríkisstjómin þá þegar ákveðið að ganga gegn BHMR-samningnum í meginatrið- um, þ.e. að því er varðar launaleið- réttingarnar. Nýlegar yfirlýsingar Einars Odds Kristjánssonar styðja þessar grun- semdir, en hann hefur haldið því fram að VSÍ hefði í samningagerð sinni fengið skilaboð frá ríkisstjórn- inni um að ekki ætti að efna BHMR-saminginn. Ríkisstjórnin óskaði heldur aldrei eftir viðræðum við BHMR um kjarasamning sam- takanna við ríkið allar þær vikur og mánuði sem liðu eftir að ASÍ og VSÍ gerðu sinn samning. Það sérkennilegasta við framferði ríkis- stjórnarinnar í BHMR-málinu er að hún ætlaði sér að sniðganga BHMR-samninginn á grundvelli samningsins sjálfs, þ.e. á grund- velli ákvæðis um að launahækkanir til BHMR mættu ekki valda röskun á hinu almenna launakerfí. Síðan tilkynnir ríkisstjórnin BHMR það í júní sl. að fresta eigi launaleiðrétt- ingu samningsins 1. júlí! Þessi fyrir- ætlan ríkisstjómarinnar var auðvit- að ólögleg eins og Félagsdómur komst að niðurstöðu um skömmu síðar. Þessi vinnubrögð eru með miklum endemum. Síðustu útspil stjórnarinnar eru því miður í sama stíl. Hún segir samningu BHMR og ríkisins upp og gerir síðan BHMR „ti!boð“, eftir að forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir hótað setningu bráðabirgða- laga! Mjög erfitt var fyrir BHMR að taka samkomulagstilraunir ríkis- ins alvarlega, enda fól „tilboð“ ríkis- ins í sér að kaupmáttur BHMR- fólks færi minnkandi frá júlí 1990 til júní 1991. Slíkt er með öllu ósam- rýmanlegt megin markmiðum BHMR-samningsins. Raunar verð- ur að líta á samkomulagstilraunir ríkisins á elleftu stundu sem leið til að fínna afsökun eða tilefni til setningar bráðabirgðalaga. Þegar þetta er skrifað hefur ríkisstjórnin enn ekki ákveðið hvort eða með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.