Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 Dreifíng kjarnavopna hefur verið auðvelduð Washingfton. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐILAR að COCOM-samkomulaginu sem hefur bannað útflutning á hátæknivörum til kommúnistaríkja afléttu þessu banni að nokkru leyti hinn 1. júh síðastliðinn. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO), fyrir utan ísland, auk Japans og Ástralíu eru aðilar að COCOM. Telja ýmsir, að með auknu frelsi á þessu sviði sé ríkjum þriðja heimsins gert auðveldara en áður að eignast kjarnorkuvopn. Gary Milholtin, prófessor við laga- deild Wisconsin-háskóla og formað- ur kjarnorkunefndar Wisconsin- ríkis, segir í grein í blaðinu The Washington Post, að með því að hætta eftirliti með útflutningi á krypton, sem nauðsynlegt er til að kvéikja á kjamorkusprengjum, hafi verið stigið hættulegt skref. Til- gangurinn með því að aflétta bann- inu er sagður sá að efla útflutning frá Austur-Evrópuríkjunum. Það var einmitt krypton sem írak- ar reyndu að smygla frá Banda- ríkjunum í marsmánuði en það var gert upptækt. Nú geta írakar eða aðrir keypt þetta efni í smásölu í löndum Austur-Evrópu. Einnig var aflétt banni við útflutn- ingi á ýmsum nauðsynlegum tækjum til framleiðslu kjamorkuvopna, sem Írakar reyndu að kaupa í New Jers- ey í vor. Þar á meðal em ofnar, sem geta brætt plúton og títan til að framleiða kjamorkusprengjur. Yfir- stjóm Bandaríkjahers hefur látið leggja hald á slíka ofna, sem biðu útflutnings í höfn við Delaware-fljó- tið. Telur greinarhöfundur að aðilar COCOM hafi gert þau óskiljanlegu mistök að samþykkja að aflétta út- flutningsbanni á samtals um þtjátíu tegundum hemaðarlegra efna og ■ MOSKVU - Sovésk flugvél með 30 manns innanborðs fórst í ijalllendi í Kákasus í gær, að sögn fréttastofunnar Armenpress. Vélin var á leið frá Jerevan, höfuðborg Armeníu, til héraðsins Nagomo- Karabaks sem er umlukið Azerbajd- zhan. Armenar og Azerar hafa deilt um héraðið ámm saman en það er að mestu byggt Armenum. Moskvu- útvarpið sagði að búið væri að finna flakið sem væri í grennd við borg- ina Agdam í Azerbajdzhan. Flug- málayfirvöld sögðu að þoka á svæð- inu hamlaði leit og enn er óljóst hvort einhverjir komust h'fs af. ■ SOFIU - Búlgarska þinginu tókst loks í gær að kjósa nýjan for- seta landsins eftir að fímm kosning- ar höfðu endað með þrátefli. Nýi forsetinn, sem tekur við af sósíalist- anum Petar Mladenov, er Zheljú Zhelev og hlaut hann 284 atkvæði af 389 mögulegum. Kommúnistar hafa meirihluta á þinginu en ákváðu að stjómarandstæðingur tæki við embættinu. Mladenov hrökklaðist frá er það kom á daginn að hann hafði lagt til að skriðdrekum yrði beitt gegn andófsmönnum á valda- tíma harðlínumannsins Todors Zhívkovs. Mladenov var utanríkis- ráðherra Zhívovs en skipulagði síðar aðgerðir sem leiddu til falls harðstjórans. tækja, sem hafa verið á óskalista þriðja heims ríkja og annarra, er vilja framleiða kjarnorkuvopn. írakar geti nú til dæmis keypt þéttiloftsdælur og fleira, sem nauð- synlegt sé við framleiðslu kjarnorku- vopna. Með þessum dælum gætu þeir framleitt nóg af úraníum til að smíða eina kjarnorkusprengju á ári, á borð við sprengjuna sem Banda- ríkjamenn vörpuðu á Hirosíma. Greinarhöfundur segir að þetta sé aðeins byrjunin, ríkjum þriðja heimsins muni opnast miklu fleiri möguleikar á að framleiða kjam- orkuvopn. BakerogShe- vardnadze ræðast viðíSíberíu Edúard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna (t.v.), og starfs- bróðir hans í Bandaríkjunum, James Baker, sýna hér aflann eftir veiði- ferð þeirra á Bajkal-vatni áður en fundur þeirra hófst í borginni írk- útsk í Síberíu í gær. Þetta er ellefti fundur ráðherranna á árinu en þeir hafa komið saman í á,tta ríkjum og fjórum heimsálfum. í gær ræddu þeir einkum tímaáætlanir varðandi væntanlega leiðtogafundi ríkjanna og undirritun samninga. Þeir fjölluðu einnig um afvopnunarmál og tækn- iaðstoð Bandaríkjanna við Sovét- menn. Talið var að málefni Afganist- ans yrðu helsta umræðuefni ráðherr- anna en því máli var frestað þar til í dag, fimmtudag, er fundinum lýk- ur. Reuter Georgía: Hópar andófsmaima hætta að tru fla j árnbrautasamgöngnr Samkomulag um að tryggðar verði Qölflokkakosningar Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. ANDÓFSHÓPAR í sovétlýðveldinu Georgíu, sem stöðvað höfðu járn- brautasamgöngur um landið í sex daga, hættu aðgerðum í gær. Samkomulag náðist milli þeirra og sljórnvalda um að kannaðir yrðu þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni og er markmiðið að komið verði á fjölflokkalýðræði. Skortur var orðinn á ýmsum lífsnauðsynjum vegna aðgerðanna og tugþúsundir ferðamanna, sem ætluðu til baðstranda við Svartahafið, urðu strandaglópar. „Við fengum það sem við vildum. Aðrir flokkar [en kommúnista] fá að taka þátt í næstu kosningum og við teljum að á næsta þingi muni þjóðræknir ráða ríkjum. Aðgerðim- ar reyndust duga til að þrýsta á stjórnvöld,“ sagði Zviad Gamsak- hurdia, einn helsti leiðtogi andófs- manna í símaviðtali við fréttamenn. Givi Gumbaridze, forseti Georgíu, sagði á mánudag að mótmælaað- gerðirnar gætu haft í för með sér stjórnleysi og vopnuð átök. TASS-fréttastofan sovéska skýrði frá því að 200 járnbrautar- lestir með um 500.000 tonn af vör- um hefðu stöðvast. Að lokum var ákveðið í Moskvu pð beina ekki fleiri lestum til lýðveldisins enda lágu matvæli í lestarvögnunum undir skemrrrdum. Gumbaridze for- seti ákvað að koma til móts við andófshópana með því m.a. að framfylgja ekki forsetatilskipun Mlkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga þar sem segir að sjálfstæðir, vopn- aðir hópar í Sovétríkjunum skuli afhenda vopn sín fyrir 15 þ.m. Eitt af þeim málum sem þarf að útkljá er hvort eingöngu skuli leyfa fólki af þjóðerni Georgíumanna að kjósa þingmenn. Fjöldi fólks af öðr- um þjóðernum býr í landinu. And- ófsmenn, sem auk íjölflokkalýðræð- is hafa lagt áherslu á aukið sjálf- ræði og sumir hveijir boða fullt sjálfstæði Georgíu, eru alls um 100. í apríl á síðasta ári réðust sovéskir hermenn á friðsamlega mótmæla- göngu í höfuðborginni Tíflis og drápu a.m.k. 20 manns. Síðan hafa sjálfstæðisöfl fengið byr í seglin. Sovétmenn innlimuðu landið árið 1921. Ríkisstjórn sovétlýðveldisins Armeníu hefur neitað að viður- kenna forsetatilskipun Gorbatsjovs um vopnuðu sveitimar, segir að um óréttmæt afskipti af málefnum lýð- veldisins sé að ræða. Armenar og íbúar í nágrannalýðveldinu Az- erbajdzhan hafa átt í blóðugum deilum um yfirráð í héraðinu Nag- orno-Karabak og hafa hundruð manna fallið á undanförnum árum. Sjálfstæðir hópar í löndunum hafa stolið vopnum af ýmsu tagi, þ. á m. Kalashníkov-hríðskotarifflum, vélbyssum og ' fallbyssum auk gnægða skotfæra. TASS segir að þjóðemisátökum hafi linnt í sovét- lýðveldinu Kírgízíu þar sem meira en tvö hundruð manns hafa fallið á fáum mánuðum. Reuter Blóðsúthellingar í Líbanon Borgararastyijöldin í Líbanon hefur kostað mörg mannslíf undanfar- ið. Síðastliðnar tvær vikur er talið að tvö hundmð manns hafí fallið í suðurhluta landsins og fjögur hundruð særst. Á myndinni sjást annars konar blóðsúthellingar. Hér eru á ferðinni shíta-múslímar í Líbanon sem rista sár á enni sér til þess að minnast dauða andlegs leiðtoga síns fyrir 1.300 áram. Að bjóða Saddam Hussein birginn Arabar verða að stöðva framgang „Rambós“ í írak SADDAM Hussein, forseti íraks, er nú af mörgum talinn ógna friði í Miðausturlöndum. Breska vikuritið The Economist fjallar í síðasta hefti sínu um aðferðir Husseins í leiðara sem hér fer á eftir. Hosni Mubarak, Egyptalandsfor- seti, hefur kallað spennuna milli ír- aks og Kúvæts undanfarinn hálfan mánuð „ský sem líður hjá“. Honum skjátlast. Hræðsluskýið, sem Sadd- am Hussein, forseti íraks, hefur dreift yfir Miðausturlönd, líður ekki hjá. Það dökknar og það mun dimma enn frekar uns þeir, sem eiga mest í hættu vegna einræðisherrans I ír- ak, bjóða honum birginn. Þetta eru ekki ísrealar eða Bandaríkjamenn, sem Hussein ófrægir reglulega við góðar undirtektir arabískra ná- granna sinna. ísraelar og Banda- ríkjamenn geta séð um sig sjálfír í bili (jafnvel þótt kjamorkuvopn I írak geti valdið miklum vandræðum í framtíðinni). Þeir sem eru i mestri hættu eru arabískir nágrannar Hus- seins. Kúvætar eru ein þeirra þjóða sem hafa komist að þessu. Meðan á Pers- aflóastríðinu stóð var Kúvæt ómiss- andi dreifíngarmiðstöð og í gegnum landið fóru vopn og birgðir til Iraks. Kúvætar lánuðu írökum um 10 millj- arða bandaríkjadala vaxtalaust til að hjálpa Hussein í stríði sem hann hóf sjálfur. Fyrir þessa aðstoð fá Kúvætar nú engar þakkir heldur ásakar Hussein þá um að græða meðan írakar úthelli blóði sínu til að tryggja öryggi allra araba. Hann segir að síðan í stríðinu hafí Kúvæt- ar (og íbúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna sunnar við Persaf- lóa) setið á svikráðum með Banda- ríkjamönnum við að yfirfylla olíu- markaðinn til að lækka olíuverð. Rétt fyrir fund OPEC-ríkja í Genf í síðustu viku fóru tvær írakskar her- deildir að landamærum Kúvæts með miklum oflátungshætti. Olíuverð hækkaði. Búast hefði mátt við því að önnur arabaríki hefðu fordæmt aðgerðir Husseins þegar írakskir skriðdrekar skröltu í átt að landamærunum. Þau hafa ekki gert það, þykjast a.m.k. ekki hafa gert það. Ósannsögli og aðdróttanir Husseins (m.a. um það að utanríksráðherra Kúvæts sé njósnari fyrir Bandaríkin) hafa sann- fært íbúa Kúvæts og Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að Hussein sé yfírgangsseggur sem verði að stöðva. Yiðbrögðin frá öðr- um arabaríkjum í Samstarfsráði ríkja við Persaflóa eru þróttlaus samt sem áður. í Saudí-Arabíu, eina ríki Samstarfsráðsins sem hefur yfír einhveijum verulegum herafla að ráða, hefur ríkisstjórnin þaggað nið- ur í dagblöðum og lítið hefur verið greint frá hótunum og kröfum ír- aka. Utan Persaflóa fínnst mörgum aröbum að Kúvætar eigi ekki skilið að vera jafn ríkir og þeir eru og að þeir séu nú loksins að fá það sem þeir eiga skilið. Sæla og ógnir Hvers vegna er þessi þögn? Huss- ein var mjög klókur þegar hann valdi síðustu fómarlömb sín. Það vill svo til að Saudí-Arabía (líkt og íran) stendur meira eða minna með írak í OPEC-deilunni. Ástæðan er þó ógnvænlegri. Ríkisstjórnir araba- ríkja, sem nú hafa miklar áhyggjur af því hvort írakar ráðist inn í Kú- væt, lokuðu fyrir skemmstu augun- um fyrir því að Hussein væri að gera sjálfan sig að valdahetju í arabaheiminum. Þeir þóttust ekki vita af ofsóknum Husseins á hendur minnihluta Kúrda í Irak. Þeir sam- fögnuðu sigrihrósandi þegar hann lét hengja blaðamann, sem hafði aðsetur í Bretlandi, fyrir að vera njósnari ísraela án þess að sekt hans hefði verið sönnuð. Þá heillaði loforð Husseins um að brenna hálft ísra- elsríki með efnavopnum araba alls staðar; arabaleiðtogar þyrptust til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.