Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. AGUST 1990 Meyunnb, d.s.tin er-ekki si/o blir\cf,ah hún leyfimérab leiSa þetta. binc/imér." Ást er... lorll . . . að hjálpa honum að velja háskóla til náms. TM Refl. U.S. Pat Off.—all riflhts reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndicate 722 Hann er stórgóður þegar hann hefur tekið einhvern í sátt, þessi hundur ... Með morgunkaffinu Ég hafði roktekjur hér fyrr á árum, en dugði bara ekki, það var hreinlega ekki nóg... Gæti lögreglan ekki þjálfað borgara í umferðarsljórn? Til Velvakanda. Það var frétt í Morgunblaðinu um að ráðist hefði verið á stúlku þegar hún bað um persónuskilríki þegar borgað var með ávísun. í því sam- bandi var svo talað við Stefán Páls- son og sagði hann að ekki stæði til að setja mynd í bankakortin. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar Stefán sagði að ekkert stæði til að gera í málinu. Mér finnst að bankarnir eigi allir að hafa bankakort og hafa mynd á þeim. Sumir bankar eru með bankakort og aðrir ekki. Fólk á afgreiðslustöðum er illa upplýst um það hvaða bankar eru með bankakortin og hveijir ekki, svo oft skapast vandræði. Ég er hissa á því að bankarnir hafi ekki áhuga á að bæta úr þessu. Hefur bankaeftirlitið ekkert að segja um þetta mál? Þá er það annað mál sem mig lang- ar til að vekja athygli á og er það í sambandi við umferðarmenninguna. Það eru fleiri hundruð manns sem slasast í umferðarslysum árlega og kostar slíkt háar fjárhæðir. Það er ekki nóg gert til að bæta úr og vant- ar að taka á því máli í heild. Ég vil sérstaklega byija á því að vekja at- hygli á umferðarlögum nr. 50 sem tóku gildi 1. mars 1988. Það eru al- varlegar veilur í þessum lögum og vil ég þá sérstaklega benda á að þegar ökuskírteini eru endurnýjuð er það til 70 ára. Þetta er alger vit- leysa. Það getur svo margt gerst á þessum 70 árum hvað varðar andlegt og líkamlegt ástand aðila. Veiku punktamir eru svo þeir að veita 17 ára unglingum ökuskírteini. Komið hefur í ljós að þeir sem eru nýkomnir með ökupróf hafa valdið mörgum umferðarslysum. Það stóð til að endurmeta aldurinn á sínum tíma en ekkert verið gert. Víða er- lendis er það þannig að þeir sem eru búnir að fá skírteini mega bara keyra vissa vélarstærð af bílum. I Englandi eru bílar sérstaklega merktir einu eða tveimur árum eftir að viðkomandi tekur bílpróf og gefíð til kynna að ökumaður hafi nýlega tekið ökupróf. Það ætti að hækka ökuprófsaldurinn að minnsta kosti upp í 18 ára. 17 ára krakkar hafa ekkert við ökupróf að gera. Eftir að þau hafa fengið skírteinið í hendurnar mega þau fara upp í hvaða bíl sem er og geta keyrt eins og bijálæðingar. Við lærum ekk- ert af reynslunni og lærum ekkert af öðrum þjóðum á þessu sviði. Áður var það skilda að kalla til lögregluna ef umferðarslys varð en nú er búið að afnema það og fólk á sjálft að fylla út skýrslur. Allir þeir sem lenda í umferðarslysi af ein- hveiju tagi verða meira og minna fyrir andlegu áfalli og eru ekki í neinu ástandi til að gera sjálfir skýrsl- ur. Auk þess missir lögreglan öll tök á skráningu á umferðarslysum því fólk er að gera þetta upp sín á milli. Það ætti að auka umferðargæslu lög- reglunnar. Og langar mig í því sam- bandi að koma með fyrirspurn til yfirvalda hvort lögreglan gæti ekki séð um koma upp sjálfboðasveitum og þjálfa borgara upp í umferðar- stjórn? Fá þannig aðstoð borgaranna ef þeir ráða ekki við ástandið. Svo að lokum vil ég benda öllum á að lesa grein sem birtist í Morgun- blaðinu sl. sunnudag þar sem rætt var við spámanninn Marcelus Toe Guor. Þar birtist slæm spá um ís- land. Það er margt að fara úrskeiðis hjá okkur og er sérstaklega eitt sem ég ekki skil. Við erum alltaf að auka erlendu lánin en nú á að rýmka heim- ildir til gjaldeyriskaupa, og í framt- íðinni á að afnema öll gjaldeyrishöft. Ég skil ekki hvernig hægt er að auka þetta fijálsræði og opna landið fyrir útlendingum. Staðan hefur verið þannig að þeir sem hafa haft kredit- kort hafa fengið 240.000 kr. til að eyða erlendis. Þeir geta fengið 2000 dollara eða 120.000 krónur út á kor- tið og geta svo tekið samsvarandi upphæð út í bönkum áður en þeir fara. Það er eitthvert rugl á þessum málum. Guðmundur Snorrason Hjálpsam- asta fólkið á Islandi Velvakanda hefur borist eftirfar- andi bréf frá Jeanne K. Hanson frá Minneapolis í Minnesota: I júní kom ég ásamt þrem öðrum til Islands. Við höfum ferðast til þó nokkuð margra landa og erum öll sammála um það, að af öllum löndum í heiminum þá er hjálpsam- asta fólkið á íslandi. Kærar þakkir. HÖGNI HREKKVÍSI „Þetta eko vbbðiaum hahs til„ hunoa- FANGAZA AiAm/IÐ/4K|NS" Víkveiji skrifar Isumum héruðum heyrir það til undantekninga ef þrifalega er gengið um á sveitabæjum. Oft má sjá alls kyns drasl á víð og dreif um tún og hlöð. Útihús eru þar gjarnan að hruni komin og ekki virðist ábúendunum detta í hug að grípa til málningarrúllu. Samt skýt- ur skökku við að á þessum sömu bæjum er kannski hinn ágætasti vélakostur. Kemur þar fyrst upp í hugann það kraftaverk að á örfáum árum eru dýr tæki til þess að binda hey í rúllubagga orðin mjög út- breidd. Gaman væri að gerð yrði grein fyrir því hvernig bændur höfðu almennt efni á slíkri fjárfest- ingu og hvort fyrir lægi að hún hefði borgað sig. Það er því ekki ijármagn sem skortir til þess að bændur taki til hendinni og afmái umhverfisspjöllin. Nær er að halda að aukin vitund um umhverfisvernd hafi ekki náð til bænda. Þó má geta þess að Ferðaþjónusta bænda gerir það að skilyrði fyrir aðild að umgengni sé góð. Brýnt er að fleiri aðilar, sem tök hafa á, leggi að bændum að taka til hjá sér. xxx Ifyrrasumar átti Víkverji leíð til Borgarfjarðar eystri. Nátt- úrufegurð er mikil á leiðinni um Hjaltastaðaþinghá frá Egilstöðum til Bakkagerðis. Þó spillti mjög sú sjón er blasti við á veginum áður en ekið er yfir Vatnsskarð. Þar hafði einhver slóðinn losað sig við bátsflak. Þarna stóð það og sást úr órafjarlægð og var ljótur blettur á umhverfínu. XXX ýskur kunningi Víkveija ferð- aðist um landið í sumar. Hann er kúabóndi í Norður-Þýskalandi og blöskraði honum óráðsían sem víða stakk í augu. Á sumum bæjum stóðu margar dráttarvélar og önnur dýr tæki sem lítið virtist hirt um. Hann tók líka eftir því að einatt lak mykjan úr fjósunum og út á tún. Þetta fannst Þjóðveijanum með ólíkindum. Bæði færi þar góður áburður til spillis og svo væri að þessu mikil mengun. Hvernig væri nú að hreppsnefndir og framfarafé- lög fjölluðu um þessi mál og bænd- ur tækju til hendinni við hreingern- ingu og endurreisn sveita landsins? xxx Yfir í aðra sálma. Víkveiji dags- ins var nýlega staddur í borg- inni Brugge í Belgíu og hefur vart komið til fegurri borgar. Þar var ferðamönnum boðið upp á skemmti- lega afþreyingu sem væri jafnvel til þess fallin að stytta gestum Reykvíkinga stundir að sumarlagi. Ferðamönnum bauðst sem sagt að fara í hestvagni milli ölstofa borgar- innar eina kvöldstund — eða svo lengi sem fé og þrek entust!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.