Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. AGUST 1990 37 i i í i í saman ættir okkar í sjötta lið, frá Guðmundi ökónómusi. Jafnvel nú í banalegu, nokkuð langri og strangri, hélt hún enn furðulegum skýrleik. Frú Hildur var vel máli farin. Hún ólst upp við^ húslestra, sálmasöng og lestur íslendinga- sagna. Lestrarnám og barnafræðsla var í heimahúsum, ásamt vinnu og handíð. Fermingarundirbúningur hjá foreldrum og presti. Fegurðin á Búðum ól hana líka upp. Hildur átti þau skáld í lestri og söng, sem voru aldamótaskáldin. Einkenni þeirra var að auðga hvers manns hug að fegurð, og uppbyggingu hugans og hjartans. Þau kenndu hið „eilífa sanna um Guð og mann, um lífsins og dauð- ans djúpin“. Og næstu skáld héldu uppbyggingarstarfinu áfram. Síðan eftir seinni heimsstyijöld, fór stefn- an að breytast. Öld ljótleikans rann upp, eins og ungur listmálari komst að orði, fyrir allmörgum árum. List- in varð afskræming og er orðin að skopleik í sumum tilfellum. Nú fóru skáldin að skilja tómleikann eftir í staðinn fyrir líf og uppbyggingu. Löngu á undan síðustu heimsstyij- öld skrifaði Guðmundur Kamban leikritið Sendiherrann frá Júpiter. Þar segir að hið hvíta mannkyn sé að tortíma sjálfu sér. Við vísinda- manninn segir sendiherrann: „Und- ir vísindalega þjálfun lögðum við tvennt annað, sem þér hér hafið virt að vettugi, „hugarfarið" og „hjartað“. Öðru, hugarfarinu, gefið þér svo lítinn gaum, að þér látið það gjörsamlega afskiptalaust. Hinu, hjartanu, sýnið þér svo mikla óvirðingu, að þér hafið háskóla- deildir sem leggja beint á móti því.“ Spá skáldsins um styijöld og tortímingu rættist fyrr en búist var við. Þótt hvítt mannkyn sé enn til. En eftir hina miklu styijöld, sem lagði heilar borgir í Evrópu í rúst kom afskræmingarstefna í listum meir og meir. Og skáldin sögðu ekki lengur: „Vér deyjum ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá.“ Heldur: Þeir dóu, vér deyjum. Það versta sem gerst hefur í seinni tíð á íslandi er sú stefna, sem skáldin fá helst verðlaun fyrir, þau hafa, andlega talað, tekið að leiða skólpræsi í „uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu“ (TG). Það gerði Tómas Guðmunds- son ekki. En skáld Rómveija aftur á móti fóru þannig að á síðustu tímum fyrir fall hins auðuga, vold- uga Rómarríkis. Hvert er Islandi stefnt? Það var gamla íslenska uppeldið, sem lagði áherslu á „hugafarið" og „hjartað", þótt fyrr og síðar væri hægt að benda á misjafnan árang- ur. Það afsakar ekki hirðuleysið um „hugarfar og hjarta". Oftast varð árangurinn einhver, stundum tífald- ur mnstaka tilfelli hundraðfaldur. Ég rifja upp fyrir mér mynd Hild- ar Vigfúsdóttur, hinnar vinföstu. Hún kom mér svo fyrir sjónir. Hún hafði yfir sér tiginmannlegan og göfugan svip, var í meðallagi há, vel vaxin, fríð og hafði mjúka and- litsdrætti. Hún hafði djúp og blá augu í ætt við dekkri bláma himins- ins. Hún hafði fallegt enni, hárið dökkjarpt, þétt _og þykkt, bylgjað af eðli, fór ævinlega vel. Það hvítnaði seint. Hildur virtist vera Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SlMI 76677 af sterkari persónugerð með ívaf af þunglyndi. Ég hef aldrei kynnst gjörhugulli dýravini, heldur en Hildi. Hún sagði einu sinni við mig, næstum grátandi: „Hugsaðu þér góða mín, að sjómaðurinn dró stóra og þunga lúðu á önglinum og fær- inu, lifandi upp alla bryggju, þetta dýr, sem aldrei hafði komist í snert- ingu við neitt, sem er hart við- komu, alla tíð verið umlokið mjúkri haföldu. Hvílíkt hugsunarleysi." Svona athugasemd þykir mörgum brosleg. En hér mun það vera, sem M.J. kallar „þunglyndisins, skýru og skörpu sjón“. Hildur var mikill alvörumaður. En sá sem tekur svona meðferð á fiskum og öðrum dýrum nærri sér á líklegast svipuð- um skilningi að mæta í þessum heimi, eins og sendiherrann frá Júpiter. Hildur fór um allt mjúkum höndum. Hún hefði ævinlega hlust- að á, hvað sjúkur maður segði um líðan sína. Hún hafði samúð með sjúku fólki og sorgbitnu. Sorgina þekkti hún af eigin raun. Hún gift- ist 5. maí 1917 og missti manninn sinn í janúar 1918. Hún syrgði hann heitt. Hún var ekkja í þrettán ár. A þeim tíma tók hún kostgang- ara. Svo ánægðir voru þeir með allan viðurgjörning og þá alúð sem hún sýndi þeim, að þau tóku sig saman og gáfu henni veglega gjöf. A þeim tíma voru slíkar gjafir, þótt nokkrir legðu saman, mjög sjald- gæfar. Flestir höfðu lítið kaup og langan vinnudag. Hildur giftist aftur 1931. Seinni maður hennar var sænskur járn- smiður, ísak Fakrison. Hann vann um sumur á Drangsnesi í Stranda- sýslu. Vorið 1935 fluttu þau alfarið þangað. Það var Hildi, held ég, nokkuð erfitt að flytja úr Reykjavík norður á Drangsnes,_ sem var fá- tæklegur staður þá. ísak var dug- legur maður og byggði þeim snot- urt hús undir klettahlíð á sléttri grund. Þau kölluðu húsið Klettakot. Þár var þó ekki í kot vísað. Húsið var á einni hæð, þurfti ekki langan stiga til að þvo rúður að utan, enda ljómuðu þær fagurlega. Mikil fágun og snyrtimennska auðkenndi húsið inni og úti. Þar svaf heimilishundur- inn í körfu á þykkum fiðurkodda, hvítt ver á koddanum. Sérþvottur. Það var ógieymanleg ánægja að koma í boð að Klettakoti, þar sem eirinn var skínandi fægður, veiting- ar eftir því og allar móttökur yndis- legar. Hildur átti margt handtak á heimili sínu, sem nú væri kallað umfram nauðsyn. Handtakið sem byggir upp menningu þjóðai'. Hildur drýgði tekjur heimilisins með því að hafa hænsni og eina kú. Afburða þrifnaður var bæði í hænsnakofa og ijósi. Kýrin var dálítið keipótt og fjarskalega matvönd og vissi ekki að hún var sælust kúa á ís- landi „og aldrei valið nema besta fóður“. Eg hef aldrei séð jafn mjúk- hærða og glansandi kú. Mikið hefui' hún saknað sinnar húsmóður alla daga, eftir að hjónin fluttu suður til Hafnarfjarðar. Ég vona að þær séu nú búnar að hittast glaðar. Fædd 14. nóvember 1901 Dáin 15. júlí 1990 Komið er að kveðjustund þótt löng hafi biðin virst. Elskuleg mág- kona mín, sem ávallt reyndist mér sem besta systir, hefur nú kvatt sitt jarðneska líf og líkamsþrautir, og gengið á vit verðskuldaðri og betri vega. Alla ævi helgaði hún umhyggju fyrir systkinum sínum og tók að sér uppeldi þeirra er móðirin féll frá. Þá var yngsti bróð- ir hennar í reifum. Þá var Elín forkunnar fögur nítján ára stúlka, en alla tíð hélt hún þessu einstæða útliti. Síðasta sinn er við hittumst þótti mér hún engilfögur, svo hvít og felld var ásjóna hennar. Sjálf er ég öldruð kona en vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu mínu góða mágfólki fyrir þeirra elskulegu framkomu við mig og börnin mín. Allt er þetta einstætt atgervisfólk sem mér þykir innilega vænt um. Ég óska þeim öllum guðs Handbragð Hildar var af miklu listfengi. Dúkur sem hún heklaði fyrir efnaða konu fékk fyrstu verð- laun á handavinnusýningu í Reykjavík. Hann var þar á nafni konunnar sem fékk hann. Hildur var þá ung stúlka í Reykjavík og fór á sýninguna. Aldrei hefði hún farið þannig að. En hún setti víst ekkert sjálf á sýningu af sinni fögru handavinnu. Frú Hildur eignaðist eina dóttur með seinni manni sínum, sem var þeim hjónum mikill gleðigjafi. Fal- leg stúlka og vel gefin með heiðblá augu og ljóst hár. Hún hlaut nafn móðurömmu sinnar, Ragnhildar. Hún bar með sér það öryggi og þá fágun sem ekkert barn getur haft, sem verður að eyða heilum dögum á barnaheimili. Hildur ól upp stjúp- son sinn frá sjö ára aldri, Hauk ísaksson. Hann átti líku atlæti að fagna og natinni umhyggju, eins og dóttir þeirra. Enda kom hann oft til stjúpu sinnar, eftir að hún varð ekkja árið 1955. Haukur og kona hans létu fyrsta barn heita Ingunni Hildi, móðurnafn Hauks og stjúpunafn. Hildur vann frá 1956 við að slétta lín hjá nunnunum í St. Jóseps- sjúkrahúsi Hafnarijarðar fram yfir níutíu ára aldur og sá sjálf um heim- ili sitt. En jafnframt heklaði hún mikið af fallegum nærri mittissíðum hringlaga sjölum. Afköst hennar og vinnuþol var með afbrigðum, sást þó aldrei hraði í fasi hennar. Og enn hélt hún áfram sinni fögru handavinnu eftir að hún kom á Sólvang. Hun var orðin 93 ára, þegar ein vinkona mín ók mér þang- að að finna hana. Þá sat hún þar klædd og var að ganga frá síðustu lykkjunni á einu af þessum fallegu, hekluðu sjölum . Hún fagnaði okkur mikið og sagði: „Þetta sjal er handa þér, ég var með áhyggjur út af að koma því til þín.“ Hún var af mik- illi höfðingja- og rausnargerð. Ragnhildur, dóttir þeirra Isaks og Hildar, giftist Lárusi Jörunds- syni rafvirkja frá Hellu í Stranda- sýslu. Elín, móðii' hans, var nú önn- ur ágætis konan frá. í Hólmavíkur- kirkju er fagurlega útskorinn skírnarfontur eftir Jörund Gestsson á Hellu. Orðlist og mikið um list- fengi er í þeirri ætt. Það standa því sterkir stofnar að ísak, einka- syni þeirra hjóna, frú Ragnhildar og Lárusar. ísak Lárusson kvæntist efnisstúlku, Ingunni Einarsdóttir frá Broddanesi í Strandasýslu. Þau eiga tvö börn, Ragnhildi, 11 ára, og Einar, átta ára. Hildur Vigfúsdóttir verður í dag lögð í þá gröf, sem lengi hefur beð- ið hennar, við hlið síns heitt syrgða, unga eiginmanns í Reykjavíkur gamla kirkjugarði. Hér er kvaddur einn af sérstæðum einstaklingum aldamótakysnlóðar, hin fórnfúsa kona, sem undi því að vanda verk og vinna tímum bót. Trú þú, upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. (M.J.) Rósa B. Blöndals blessunar og kveð Elínu með trega. Lilja Jónsdóttir Útför Elínar var gerð mánudag- inh 23. júlí sl. Minning: Elín Tómasdóttir + VILHELMÍIMA KAREN JÓNSDÓTTIR, Hesthömrum 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum 19. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Fyrir hönd aðstandenda. Olafur B. Jónsson. t Útför sonar míns, sambýlismanns, föður okkar, tengdaföður, bróð- ur og afa, JÓNSH. HRAUNDAL múrara, Álakvísl 122, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. ágúst kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á MS-félagið. Oddfríður Magnúsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Fríða B. Jónsdóttir, Jón Karl Helgason, Samúel Jónsson, Þórir Jónsson, systkini og barnabarn. + Móðir okkar, ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Túni, Hvolsvelli, lést í Landspítalanum 28. júlí. Útförin verður gerð frá Breiðabólstað í Fljótshlíð föstudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Krabbameins- fé lagið njóta þess. Fyrir hönd annarrra ættingja, Þórdis Björnsdóttir, Hörður Björnsson, Sigrfður Ingibjörg Björnsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNÍNU JÓNSDÓTTUR, Borgarnesi. Rafn Sigurðsson, Sigrún Rafnsdóttir, Einar Guðleifsson, Signý Birna Rafnsdóttir, Völundur Sigurbjörnsson, Ævar Andri Rafnsson, Laufey Björnsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, SVANFRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, sem lést 22. júlí. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 11-B á Landspítalanum fyrir frábæra hjúkrun. Petra Hákansson, Pála Sveinsdóttir, Camilla Sveinsdóttir, Sigurður B. Finnbogason, Björg Sveinsdóttir, Halldór Guðmundsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður míns og fósturföður okkar, HALLDÓRS VIGFÚSSONAR rafvirkjameistara, Smiðjuvegi 19, Kópavogi. Guðrún Sigurðardóttir, Margrét Halldórsdóttir, Sigrún Alda Michaelsdóttir, Bragi Michaelsson, Snorri G. Tómasson. Lokað vegna útfarar ÓSKARS GÍSLASONAR, Ijósmynd- ara, í dag, fimmtudaginn 2. ágúst, frá kl. 13.00. Ljósmyndarinn í Mjóddinni, JóhannesLong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.