Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 13 Komum heil heim „Rússnesk rúlletta“ eftir Örlyg Hálfdanarson Margir kannast við þann glæfra- leik sem nefndur er rússnesk rúll- etta. Hann mun fólginn í því að setja eitt eða tvö skot í skamm- byssu sem í raun gæti tekið við mun fleirum. Síðan er hjólinu með skotunum snúið þar til enginn veit hvort skort mun hlaupa úr byssunni næst þegar tekið verður í gikkinn. Þá er komið að „ofurhugunum" sem taka þátt í „leiknum“. Þeir miða byssunni að höfði sér og hleypa af. Hvort þeir sleppa lifandi eða ekki veit enginn. Um það er veðjað — og það er lífið sjálft sem sett er að veði. Veðmál lifs og dauða á vegum og vegleysum Því miður er málum svo farið að þeir sem aka bifreiðum, hvort sem það er á vegum eða vegleysum, haga sér oft sem væru þeir þátttak- endur í rússneskri rúllettu. Þeir tefla á tæpasta vaðið og hugsa ekki til enda hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Framúr- akstur á blindhæð; akstur framúr margra kílómetra bílalest; akstur yfir gatnamót á rauðu ljósi, hvað er það annað en rússnesk rúlletta? Ekki verður það heldur talin mikil fyrirhyggja að aka viðstöðulaust yfir á án þess að kanna fyrst vaðið. Hið sama má segja um það að leyfa barni að leika sér eftirlits- lausu á vatnsbakka, eða að skilja það eftir eitt þar sem búið er að kveikja eld, hvort sem það er innan- tjalds eða utan. Bátsferðir, án nauð- synlegs öryggisbúnaðar, flokkast undir sama fyrirhyggjuleysi og þess skyldu menn minnast, að áfengi á ekki meiri rétt á sér við stjórn á báti heldur en bíl. Hér eru aðeins talin upp nokkur dæmi, sem Slysavarnafélag íslands hefur verið að benda fólki á að undanförnu. Þau gætu verið mun fleiri og ég bið hvern og einn að horfa í eigin barm, hvort hann minnist ekki fleiri atriða sem vert væri að íhuga og draga lærdóm af. á vegum og vegleysum hérlendis, að hinir „djörfu" veðja einnig lífí og limum annarra. Liggur í rauninni lífið á? Þessari tímabæru spurningu hef- ur eitt tryggingafélaganna beint til allra ökumanna. Annað trygginga- fyrirtæki bendir fólki á, að maður tryggir ekki eftir á. Samtök áhuga- fólks um öryggi í umferðinni minna fólk á að akstur er dauðans alvara. Framangreinda spurningu og ábendingar ættum við öll að hafa í huga og vera minnug þess að öll viljum við koma heil heim. HStundur er forseti SVFÍ. SUMARLEIKUR KODAK EXPRESS KDDAKA3B4KRÍUN BREGÐA Á LEIK •> _______• _______<3 • Spennandi sumarleikur KODAK LITAKRÍLANNA er hafinn. Næst þegar þú átt erindi á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS getur þú fengið afhent þátttökublað SUMARLEIKSINS. Það er eftir miklu að slægjast þegar dregið verður. 1. júlí, 10. ágúst og 3. september verður dregið um 500 KODAK LITAKRÍLI í hvert skipti og að lokum verður dregið um 1. og 2. verðlaun þann 10. september, úr öllum réttum, áður innsendum lausnum. Annarra líf og limir eru líka sett að veði Þess er vert að minnast, að þeir sem sýna gáleysi, hvort sem það er í bíl eða báti, í tjaldi eða sumarbú- stað, eru ekki „bara“ að veðja eigin lífi og limum heldur einnig annarra; samferðafólksins og þeirra, sem fyrir tilviljun eru staddir þar sem „dirfskubragðið“ er framið. Sá er sem sé munurinn á veðmáli rússnesku rúllettunnar og því veðmáli, sem fer endalaust fram Norskt skip fékk loðmi norður af Sléttu NORSKT skip veiddi 60 tonn af loðnu um 150 sjómílur norður af Sléttu á föstudag, að sögn Landhelgisgæslunnar. Þetta er fyrsta loðnan, sem veiðist á þess- ari vertíð, en engin íslensk skip eru farin á loðnuveiðar. Heildarloðnukvótinn á þessari vertíð er 600 þúsund tonn og þar af mega íslendingar veiða 468 þús- und tonn. íslensk skip veiddu hins vegar um 660 þúsund tonn af loðnu á síðustu vertíð. Útflutningsverðmæti loðnuaf- urða var um 4,6 milljarðar króna á síðustu vertíð, eða 1,4 milljörðum minna en næstu vertíð á undan. 1 verðlaun eru HELGARFERÐ TIL LONDON fyrir tvo með ferðaskrlfstof- unni SÖGU að verðmæti kr. 80.000. 2 verðlaun eru vönduð CHINON HANDIZÓOM myndavél að verðmæti kr. 18.900. 3.-1500. verðlaun eru dúnmjúk KODAK UTAKRÍU. Líttu inn á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS og taktu þátt í leiknum. •Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi •Ljósmyndaþjónustan Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi *Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði • Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Hljómval, Keflavík *Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, (safirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi. AUK/SlA 1(91-222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.