Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 23 bOGART Sérverslun fyrir herra I hjarta borgarinnar f Austurstræti 22, sími 22925 Mozambique: Friðarhorfur vænkast vegna fyrirheita um fjölfiokkakerfi Maputo. Reuter. JOAQUIM Chissano, forseti Afríkuríkisins Mozambique, hef- ur gefíð fyrirheit um fjölflokka- kerfi í landinu en eins flokks kerfi hefur ríkt þar frá því landið hiaut sjálfstæði frá Portúgölum árið 1975. Forsetinn segir að Renamo- hreyfingin, sem hefur háð grimmilegt stríð gegn stjórn landsins í fimmtán ár, geti starfað sem stjórnmálaflokkur og vonast er til að þessar breytingar verði til þess að friður komist loks á í landinu. Chissano kom í fyrra af stað umræðu í landinu um hvort taka bæri upp fjölflokkakerfi og lýsti því svo yfir á þriðjudag að tímabært væri að hefja lýðræðisumbæturnar. Hann sagði að þetta hefði ekki verið gert til að friða Renamo-hreyfinguna þótt hann viðurkenndi að lýðræðis- umbæturnar ykju líkurnar á að hægt yrði að binda enda á borgarastyijöld- ina. Flokkur forsetans, Frelsisfylking Mozambique, hefur haft alræðisvald í landinu frá því það hlaut sjálfstæði og tók formlega upp kommúnisma 1977. Flokkurinn kom þó á umbót- um í fyrra og hóf þá einnig óformleg- ar viðræður við Renamo. Fyrstu formlegu viðræðurnar hófust í júlí og önnur lota þeirra hefst í Róm eftir nokkra daga. Renamo-hreyfingin var stofnuð fyrir tilstilli stjórnar hvíta minnihlut- ans í Ródesíu (nú Zimbabwe) undir forsæti Ians Smiths, sem vildi beita henni gegn skæruliðasveitum blökkumanna er börðust gegn stjórninni frá bækistöðvum í Mosambique. Eftir að Zimbabwe hlaut sjálfstæði árið 1980 var hreyf- ingunni stjórnað frá Suður-Afríku. F.W. de Klerk, sem varð forseti Suður-Afríku í fyrra, segir að Suður-Afríkustjóm styðji hreyfing- una ekki lengur. Erlendir stjómarerindrekar hafa líkt Renamo við Rauðu khmerana í Kambódíu, sem myrtu meira en milljón manna á íjögurra ára valda- tíma sínum, og margir þeirra hafa látið í ljós efasemdir um að hreyfing: in kæri sig um fijálsar kosningar. I skýrslu bandaríska utanríkisráðu- neytisins frá 1988 er hreyfingin sök- uð um skipulögð grimmdai’verk gegn óbreyttum borgurum. Talið er að hartnær milljón manna hafi beðið bana í borgarastyijöldinni, sem hófst skömmu eftir að landið öðlaðist sjálf- stæði. Renamo-menn réðust á rútur og lestir og kveiktu í heilu þorpun- um. Bandarísk þingnefnd: Hætt verði við frek- ari framleiðslu B-2 Washin^ton. Reuter. HERMALANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær að mæla með tillögum er gera ráð fyrir 24 milljörðum dollara lægri íjárveitingum til landvarna en stjórn George Bush forseta hefur lagt til. Fé til geimvarnaáætlunarinnar minnkar, fækkað verður í liðsafl- anum úr 2,1 milljón í tæpar tvær milljónir og hætt verður við frek- ari framleiðslu torséðu sprengjuflugvélarinnar, B-2 Stealth. Tillögurnar verða lagðar fyrir full- trúadeildina í september en í öld- ungadeildinni verða greidd atkvæði um fjárveitingar til landvarna innan fárra daga. Stjórn Bush hefur lagt til að alls verði veitt 306,9 milljörð- um dollara til landvama á næsta fjárlagaári en tillögurnar sem nefnd- in samþykkti gera ráð fyrir aðeins 283 milljörðum. „Þetta gæti verið fyrsta raunhæfa dæmið um að kalda stríðinu sé lokið,“ sagði John Kasich, þingmaður repúblikana frá Ohio. Ike Skelton, demókrataþingmaður frá Missouri, var ekki jafn ánægður og sagði að með þessu áframhaldi yrði flugherinn að lokum ófær um að gera sprengjuárásir með flugvélum. Talsmenn flughersins segja að B-2 sé eina vélin sem geti laumast inn yfir ratsjárvarnir Sovétmanna til árása með kjarnavopnum á næstu áratugum. Hermálanefndin hafði áður vísað á bug tilraunum stuðningsmanna sprengjuflugvélarinnar til að halda áfram framleiðslunni en alls var ætlunin að smíða 75 vélar er myndu kosta samanlagt 62 milljarða dollara að því er áætlað er. í niðurskurðartil- lögunum er gert ráð fyrir að lokið verði við þær 15 vélar sem eru í smíðum. Reuter Drottningarmóðirin níræð Elísabet, fyrrum Bretadrottning og móðir Elísabetar annarrar er nú ræður ríkjum, varð 90 ára í gær. Maðurinn hennar var Georg sjötti Bretakonungur er tók við af bróður sínum, Játvarði, sem sagði af sér konungdómi skömmu fyrir seinni heimsstyijöld. Drottningarmóð- irin er afar vinsæl af alþýðu og sést hér veifa til mannfjölda í austur- hverfum Lundúna á afmælisdeginum. Spiegel Veggmynd af Saddam Hussein, íraksforseta, sem sýnir hann sem stríðshetju. Bagdad í maí sl. til að ljá fylgi kröfu hans um öflugustu nútímavopn þ.á m. drápsvélar til fjöldamorða. Þegar menn hjálpast að við að skapa Rambó þá ruglar það þá í ríminu er hann snýst gegn þeim. Ríkisstjórnir arabaríkja, sem stendur stuggur af írökum, telja sjálfum sér trú um að markmið Husseins séu takmörkuð; eftir að hafa knúið kvótasvikara á meðal OPEC-ríkja til hlýðni og hækkað olíuverð muni hann láta nágranna sína í friði. Hann hefur lofað Egypt- um að ráðast ekki á Kúvæt — í bili. Við nánari athugun á kvörtunum Husseins er hins vegar nokkuð ljóst að hann mun, þegar fram í sækir, vilja hafa mun meira af Kúvætum en nýtt olíuverð. Breytingar á landa- mærum, fótfesta á Bubiyan-eyju við Kúvæt, afskriftir stríðslánanna — og ef til vill bætur fyrir ímynduð smávægileg afbrot — myndu henta ágætlega, takk fyrir. Vel getur verið að Hussein hafi í upphafi aðeins ætlað þessum kröfum að auka líkurnar á að sér tækist að þvinga Kúvæta til hlýðni innan OPEC. Hættan er sú að hann telji sig vera að ljúka upp dyrum, sem þegar standa upp á gátt, þegar hann upp- götvar hversu lítil fyrirstaðan er í næsta nágrenni hans. Hussein batt enda á Persaflóa- stríðið með stríðsvél einnar milljón manna sem var undir stjórn hans eins. Hann er ungur maður, aðeins 53 ára gamall, og e.t.v. ennþá á miðri framabraut. Kannski er hann ennþá að kanna hve langt hann kemst. Bandarísku herskipin sem voru við æfingar á Persaflóanum með Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum í síðustu viku fluttu ágæt skilaboð; gera verður glögga grein fyrir hagsmunum Vesturlanda. Gæta verður að því að hjálpa ekki Hussein við að svala persónulegri valdafíkn sinni með því að honum takist að stilla upp arabaríkjum gegn Vesturlöndum. Það eru nágrannar hans í arabaheiminum sem verða að grípa til aðgerða — meðan þeir geta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.