Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 21 Alþjóðlegnr menntaskóli rís í heimabyggð Ingólfs Arnarsonar ALLT bendir nú til þess að alþjóðlegur menntaskóli muni rísa í sveitarfélaginu Fjaler á vesturströnd Noregs, en heimabær Ingólfs Arnarsonar er einmitt staðsettur í Fjaler. Þetta mun verða áttundi skólinn í röð alþjóðlegra menntaskóla sem starfa í nafni alþjóðasam- takanna United World College, sem hefur það markmið að stuðla að friði og skilningi milli þjóða heims. Skólinn kemur til með að falla inn í samstarf Norðurlandanna, og hefur dr. Gylfi Þ. Gíslason verið kjörinn í stjórn hans. Dr. Gylfi sagði í samtali við Morgunblaðið að alþjóðlegu menntaskólarnir þjálfi nemendur sína til að starfa í þróunarlöndun- um, og þá ekki síst á sviði umhverf- ismála. Verndari skólastarfsins er prinsinn af Wales, auk þess sem margir heimskunnir menn styrkja rekstur stofnananna. Slíkir skólar starfa nú í Wales, í Swazilandi, á Ítalíu, í Singapore, í Kanada, í Venesúela og í Bandaríkjunum. Dr. Gylfi sagði að norska ríkis- stjórnin hafi tekið hugmyndina að norrænum alþjóðamenntaskóla upp á arma sína. Hún hefur í ár veitt einni milljón norskra króna til und- irbúningsvinnu, hugmyndin er að skólinn falli inn í samstarf Norður- landanna, og verði rekinn með styrkjum frá ríkisstjórnum þeirra. Norska stjómin hefur þegar boðist til að greiða helming stofnkostnað- ar, um 30 milljónir norskra króna, en ætlunin er að afla hins helmings- ins með fijálsum framlögum. Stofnað hefur verið tii undirbún- ingsnefnda á hinum Norðurlöndun- um vegna þessa máls, og skipa auk dr. Gylfa Þ. Gíslasonar þau Guð- laugur Þorvaldsson, Sighvatur Björgvinsson, Jakobína Þórðardótt- ir og Kari Kristjánsson íslensku nefndina. Staðurinn Fjaler hefur orðið fyr- ir valinu þar sem Rauði krossinn norski á þegar miklar skólabygg- ingar á svæðinu, sem hugmyndin er að samnýta fyrir menntaskól- ann. Nýlega var boðað til móttöku í Fjaler, þar sem mættir voru ýms- ir velunnarar samtakanna, auk full- trúa Norðurlandanna,_ og var dr. Gylfi viðstaddur fyrir Islands hönd. Hennar hátign Sonja prinsessa heiðraði móttökuna með nærveru sinni, en prinsinn af Wales neydd- ist til að afboða komu sína á síðustu stundu. Einnig var einn aðalhvata- maðurinn að stofnun skólans við- staddur, Thor Heyerdal, sem er meðal annars kunnur fyrir Kon- Dr. Gylfi Þ. Gíslason Tiki leiðangur sinn yfir Kyrrahafið á víkingaskipi. Ætlunin er að hefja fram- kvæmdir við skólann árið 1992. Upplýsinga- miðstöð um- ferðarmála um helgina UMFERÐARRÁÐ og lögregla um allt land starfrækja upplýs- ingamiðstöð um verslunamanna- helgina. Þar verður safnað upp- lýsingum um umferð, ástand vega og fleira og þeim komið á framfæri við almenning. Upplýsingamiðstöðin verður opin föstudaginn 3. ágúst klukkan 9-22, laugardaginn 4. ágúst klukkan 10-19 og mánudaginn 6. ágúst klukkan 12-19. Búast má við mik- illi umferð um verslunarmannahelg- ina um land allt. Þá eins og endra- nær eru ökumenn hvattir til að sýna varúð og tillitssemi. Mikilvægt er að stilla hraða í hóf og einnig má geta þess að fjöldi fólks er á hveiju ári tekinn fyrir meinta ölvun við akstur þessa helgi. Af því til- efni leggur Umferðarráð áherslu á að akstur og áfengi eiga aldrei sam- leið. Umferðarráð óskar öllu ferða- fólki slysalausrar og ánægjulegrar helgar. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins A ásíðum Moggans!_^ Kúlutjöld 4 manna tjöld með fleygahimni Svefnpokar frá kr. 3.211,- stgr. (Þola 0° C--25° C) Einnig mikið úrval af prímusum, gönguskóm og GORE-TEX úlpum. SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7, SÍMI 621780 Umferðarátak verður um verslunarmannahelgina NOKKRIR aðilar sem láta sig varða umferðaröryggismál munu taka höndum saman um átak til að vekja athygli á umferðarmálunum og reyna að koma í veg fyrir slys. Fyrir átakinu standa Áhugahóur um bætta umferðarmenningu, Bifhjólasamtök lýðveldisins (Sniglarn- ir), lögreglan, SEM-samtökin, Slysavarnafélag Islands og Umferðar- ráð. Til umhugsunar í baráttunni gegn umferðarlysum verður tjónabílum komið fyrir á tveimur stöðum á leið út úr höfuðborginni, við Suðurlandsveg og Vesturlands- veg. Á þaki þeirra verða skilti með áletruninni: Akstur er dauðans al- vara — komum heil heim. Einnig verða skilti með sama texta sett upp á nokkrum stöðum á Norður- landi. Þegar umferðin verður einna mest út úr borginni á föstudag og laugardag munu fulltrúar þessara aðila verða á staðnum og afhenda ýmis gögn til ferðafólks. Heppnar fjölskyldur sem nota öryggisbúnað eins og bílbelti og barnabílstóla geta átt von á sérstökum glaðn- ingi. Meðal annars fá nokkrir heppnir aðilar fjölskylduspilið Triv- ial Pursuit. Tjónabílarnir sem stillt verður upp eru fengnir að láni með sam- þykki þeirra aðila sem hlut eiga að máli. I þeim óhöppum sem um var að ræða urðu sem betur fer ekki alvarleg slys á fólki. Með þessu átaki vilja þessir aðil- ar vekja fólk til umhugsunar um þær hættur sem fýlgja akstri og umferð og vona að með því móti megi hugsanlega fá einhveija til að sýna meiri gætni en ella. Þannig á að vera hægt að koma í veg fyr- ir alvarleg slys og óhöpp sem fylgja því miður ferðalögum um verslunar- mannahelgi. Með slagorðunum Akstur er dauðans alvara — komum heil heim er athyglinni annars vegar beint að ábyrgð ökumanna og hins vegar að því að sé hún fyrir hendi má vænta ánægjulegrar heimkomu. (Fréttatilkynning) TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KDDAK... FERÐALAGIÐ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.