Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 14
14 ____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990_ Hvar eru aðalstöðvar Hörmangarafélagsins? I Garðastræti, í Arnarhváli, við Grensásveg? eftir Kristínu * Astgeirsdóttur Hinn eini og sanni Megas setti fram nýstárlega kenningu í útvarps- viðtali fyrir skömmu. Kenning hans var á þá leið að öldum saman hefði líf íslendinga snúist um baráttu við hríðina. Þeir brutust milli bæja og Iandshluta í stórhríðum og urðu úti. Nú er öldin önnur sagði Megas, fjár- málaráðuneytið hefur tekið við hlut- verki stórhríðarinnar, við það berj- ast menn nú vonlausri baráttu. Það er nokkuð til í kenningunni en hún segir ekki alla söguna. Það var nefnilega fleira en verðráttan sem íslendingar stríddu við í dag- legu lífi fyrr á öldum. Þar bar hæst vonda kaupmenn og skemmdan varning. Verslunarfélögin sem Ieigðu landið af kóngi voru illræmd, sérstaklega Hörmangarafélagið sem hrelldi landann á tímabilinu 1743-1758. íslendingar brugðust við með því að senda endalausar bænarskrár og klögumál til konungs í von um náð, miskunn og úrbætur. Á 17., 18. og fram um miðja 19. öld ríkti einveldi í ríki Danankon- ungs, eins og viðar, og var efna- hagslífíð markað af svokölluðum merkantílisma eða kaupskapar- stefnu eins og hún er kölluð á íslensku. Einkenni merkantílismans voru m.a.: 1. Veldi kaupmanna var mikið, þeir voru helstu bandamenn konungs í baráttu við kröfuharðan sérréttindaaðal (í hagsögu er þetta kallað tímabil kaupmannanna). 2. Konungsvaldið (ríkisvaldið) var sterkt og með puttana í öllum sköp- uðum' hlutum. 3. Atvinnulífið ein- kenndist af einokun og einkaleyfum. 4. Stefnt var að hagstæðum við- skiptajöfnuði og markmiðið að flytja meira út en inn, þ.e.a.s. utanríkis- verslunin var alls ráðandi. 5. Laun- um var haldið í lágmarki bæði heima og í nýlendunum. 6. Samkeppni var illa séð og til að verjast henni mynd- uðu kaupmenn verslunarfélög sem stundum stjórnuðu heilu löndunum, t.d. Indlandi um skeið. (heimild: John Kenneth Galbraith 1987, A History of Economics). íslendingar tóku smátt og smátt við stjómkerfí landsins úr höndum Dana, en eitt helsta einkenni þess var enn sem fyrr sterkt ríkisvald með öflug ráðuneyti sem skiptu sér af öllum sviðum þjóðfélagsins. Stjómkerfið einkenndist mun meira af gömlum stjórnarháttum (merk- antíliskri hugsun) en hugmyndum liberalisma eða kapitalisma 19. ald- arinnar, enda Danmörk ekki langt komin í þróuninni. Nú vantar mig íslenska hagsögu, en mér sýnist að merkantílisminn hafi aðeins látið undan síga hér á landi um skeið, eða í upphafí 20. aldar. Eftir að heimskreppan mikla hófst reis upp ígildi nýs Hörmang- arafélags, eða flutti það kannski aðalstöðvar sínar tii iandsins eins og Jón Helgason prófessor hélt ein- hvers staðar fram? Svo mikið er víst að merkantíliskir stjómarhættir hófust aftur í æðra veldi með boðum og bönnum, hömlum, leyfum og vernd, svo ekki hefur linnt síðan. Spurningin er hvar eru aðalstöðvar Hörmangarafélagsins, hverjir stjórna því og hverjir eru þjónar þess? Hvers konar kerfi er þetta? Hagur Hörmangara og hugsuða í anda merkantílismans hefur sjald- an verið betri en nú: 1. Atvinnurek- endur stjóma efnahagslífínu og segja ríkisstjórninni fyrir verkum i þeim efnum, núorðið í samvinnu við ASÍ. 2. Ríkisvaldið er sterkt og skiptir sér af öllum þáttum þjóðlífs- ins. Stöðugt streyma bænarskrár og klögumál til stjórnvalda. Ríkið á að bjarga atvinnulífi landsbyggðar- innar, halda uppi „faliítt" fyrirtækj- um, koma í veg fyrir „byggðarösk- un“ bjarga Amarflugi, setja lög á óánægða ríkisstarfsmenn, hunsa dómstóla o.s.frv. Jafnframt enda- lausum kröfum á ríkisvaldið er allt sem úrskeiðis fer ríkinu að kenna, ekki glæfralegum fjárfestingum eða slæmum rekstri. 3. Atvinnulífið ein- kennist að miklu leyti af einokun. Innlendur landbúnaður ræður mark- aðnum og tregða er við að flytja landbúnaðarvörur milli svæða. Ríkið tryggir laun bænda með því að semja um búvöruverð sem hækkar jafnt og þétt hvað sem sölu líður og er óháð framboði og eftirspurn. Þegar dregur úr sölu vörunnar greiðir ríkið hana niður. Útflutn- ingsgreinarnar einkennast af sterk- um sölusamtökum, sem koma að mestu í veg fyrir innbyrðis sam- keppni. 4. Efnahagsstefnan miðast fyrst og fremst við hagsmuni út- flutningsgreinanna og stefnt er að sem hagstæðustum viðskiptajöfn- uði. Áhersla á aðra innlenda fram- leiðslu og nýsköpun í atvinnulífi er lítil sem engin. 5. Launum er haldið í lágmarki þar sem þvi verður við komið og nú eru það ekki lengur atvinnurekendur sem greiða fólki kauphækkanir, heldur er samið um óbreyttan kaupmátt sem auðvitað kostar hundruð milljóna. Reikning- urinn er sendur ríkinu, sem greiðir hann með því að deila út niður- greiðslum, lækka bensíngjald o.s.frv. 6. Samkeppni á erfitt upp- dráttatr þar sem hún á rétt á sér og sterk tilhneiging er til samtrygg- ingar jafnt í bankakerfinu, trygg- ingum sem annars staðar. Hins veg- ar reyna menn vonlausa samkeppni á allt of litlum markaði i útvarps- og sjónvarpsrekstri, flugi og sigling- um með alkunnum gjaldþrotum og árangursleysi (sem ríkið og jafnvel borgin á að taka á sig). Nú er ég ekki að halda því fram að allt í þessu kerfi okkar eða allar aðgerðir sem gripið hefur verið til séu af hinu illa, eða að markaðs- frelsi og samkeppni sé allra meina bót, en þegar á heildina er litið er þetta efnahagskerfí algjört skrípi. Svo mikið er víst að hér ríkir hvorki frjálst markaðskerfí né sósíaldemo- kratisk velferð. Hið frjálsa markaðskerfí sem komst á legg í Evrópu í kjölfar iðn- byltingarinnar hafði í för með sér ömurlegar skuggahliðar sem köll- uðu á sterk viðbrögð. Verkalýðs- hreyfíngin og mannréttindahreyf- ingar urðu til m.a. sem andsvar við miskunnarleysi markaðarins. Smátt og smátt komst á ákveðið jafnvægi milli vinnumarkaðar og launafólks, þótt oft hafí soðið upp úr. í flestum Evrópulöndum ríkir sæmilegur frið- ur á vinnumarkaði (hvað sem gerist svo í kjölfar hins evrópska markaðs- svæðis). ítalir skáru sig löngum úr vegna átaka, þar til þeir tóku sig til fyrir nokkrum árum, gjörbyltu ítölskum iðnaði og gerðu hann að einhverjum öflugasta gæðaiðnaði Evrópu. ísland er orðið eitt eftir í hópi ríkja óróans í V-Evrópu. Það stafar annars vegar af sveiflukenndu efna- hagslífí sem er illa stjómað af hálfu banka og svokallaðra athafna- manna, hins vegar af ofstjórn, af- skiptum og afstöðu ríkisvaldsins. Hér hafa menn áratugum saman komist upp með að senda reikninga óráðsíunnar í Arnarhvál, eða að hlustað hefur verið á sendinefndir bænarskránna, í stað þess að láta atvinnulífíð bera ábyrgð á sjálfu sér. Allt rennur þetta saman í einni orsök: undirstaðan er of veik, fram- leiðslan er of einhæf. íslenskur sjáv- arútvegur skilar gífurlegum tekjum í þjóðarbúið og þar eru miklir mögu- leikar, ekki síst í fískirækt. Sjávar- útvegurinn er og mun verða undir- staða og máttarstólpi þessa þjóðfé- lags. En það er bara ekki nóg. ís- lendingar eru á kafi í erlendum skuldum, sem segir okkur að annað- hvort eyðum við fjármunum okkar í vitleysu eða að þjóðarbúið aflar ekki nóg. Við sjáum fram á skort á vinnu, atvinnulíf, einkum á lands- byggðinni, er of einhæft og er þáð ein megin orsök þess að fóik leitar frá dreifbýli til þéttbýlis. Hver er lausnin? Hvernig má treysta undirstöðuna? Að mínum dómi verður það ekki gert með einu álveri, heldur með markvissum rannsóknum og tilraunum. Til þess að þær skili árangri og skapi vinnu þarf fjármagn, tíma og þolinmæði, en fyrst og fremst gott menntakerfi og aðstöðu til að nýta þá menntun og þekkingu sem til er. Það er verk- efni ríkisvaldsins að tryggja góða menntun og stuðla að nýsköpun og þróun (skapa aðstöðu), aðrir hafa varla bolmagn til þess í okkar litla þjóðféiagi. / Samningafrelsið er ekkert! En hvað gerist? Á meðan þær þjóðir sem geta leggja ofuráherslu á að efla menntakerfí sitt, rannsókn- ir og vísindi, hafa ríkisstjómir und- anfarinna ára á íslandi skorið niður fé til rannsókna og ákveðið að segja menntafólki landsins stríð á hendur. Undanfarin 5 ár hafa félagar inn- an BHMR staðið í löngum vinnudeil- um við ríkið, samið hvað eftir ann- að, en aldrei uppskorið annað en svik. Ofsaka þessara vinnudeilna er að minnsta kosti að leita aftur til þess tíma er launavísitölunni var kippt úr sambandi (1983) og ríkið fór að sauma fyrir alvöru að sínum starfsmönnum, meðan almenni markaðurinn greiddi sínu fólki í samræmi við þenslu og eftirspurn. Háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn bera kjör sín saman við kol- lega sína á almennum markaði, ekki Sóknarkonur eða Dagsbrúnarmenn. Úti í atvinnulífinu sjáum við lög- fræðinga, verkfræðinga, arkitekta o.s.frv. með talsvert betri tekjur en unnt er að afla hjá ríkinu, nema þá með endalausri yfirvinnu. Inn í dæmið kemur að háskólafólk kemur mun seinna út á vinnumarkaðinn en aðrir, oft með miklar námsskuld- ir á bakinu og engan skyldusparnað sem ætlað er að, nýtast til íbúðar- kaupa. Því þarf háskólafólk einfald- lega að afla meiri tekna á skemmri tíma en ýmsir aðrir hópar þjóðfé- lagsins. BHMR hefur að undanförnu lagt áhersiu á tvennt í sinni kjarabar- áttu: 1. Endurskoðun á launakerfi ríkisins þannig að tekið verði tillit til menntunar og ábyrgðar. 2. Leið- réttingu launa til samræmis við laun háskólamanna á almennum mark- aði. Þetta hefur ríkið skrifað undir hvað eftir annað, en þegar kemur að efndum fer allt í hnút. í síðustu samningum var samið eftir sex vikna verkfall um ieiðrétt- ingu launa að loknum samanburði við háskólamenn á almennum mark- aði. Aðrir sömdu ekki um neins konar leiðréttingu. En hvað gerist? Þegar kemur að fyrsta skrefinu ætlar allt vitlaust að verða, af því að ríkisstjórnin hafði lofað ASÍ, VSÍ og guð má vita hverjum að ekki yrði staðið við samninginn. Það sést best á því að ekki var gert ráð fyr- ir neins konar leiðréttingu til BHMR í fjárlögum, þótt ljóst væri að hún yrði að minnsta kosti 4,5%, vegna refsiákvæðis í samningunum. Sem sagt: Samningar eru hundsaðir, samningsrétturinn að engu virtur. Samningsfrelsið er ekkert! BHMR neyddist til að leita til Félagsdóms, sem auðvitað dæmdi BHMR í hag. Það var afar lær- dómsríkt að heyra viðhorf fjármála- Kristín Ástgeirsdóttir „A meðan þær þjóðir sem geta leggja ofur- áherslu á að efla menntakerfi sitt, rann- sóknir og vísindi, hafa ríkisstjórnir undanfar- inna ára á íslandi skor- ið niður fé til rann- sókna og ákveðið að segja menntafólki landsins stríð á hend- ur.“ ráðherra til dómstólsins, þvílíkur valdhroki hefur ekki heyrst lengi og vekur upp spurningar um það á hvaða leið íslenskir ráðamenn eru? Þeir skirrast ekki við að setja lög á launafólk, banna samninga og skerða lífskjör. Aldrei er spurt um réttlæti, aldrei um breytingu á tekjuskiptingu, sjaldan um réttmæti slíkra stjórnarhátta. Hvert verður næsta skrefíð á leiðinni til vaxandi óvirðingar við gerða samninga, lög og dómstóla? Hvað gerist þegar dagar þjóðarsáttarinnar verða liðn- ir? Skaði fyrir íslenskt samfélag Hvaða skoðun sem menn annars hafa á launajafnrétti og „eðlilegum“ launamun er það staðreynd að BHMR-fólk er óánægt með kjör sín, svo óánægt að lagt hefur verið út í tvö löng verkföll á undanförnum þremur árum. Tökum dæmi um stöðu kennara. Einstæð móðir sem er í námi hér heima, með tvö börn á framfæri, fær um 106.000 kr. á mánuði í fram- færslu frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Skattar eru ekki dregnir frá þeirri upphæð. Ef við gefum okkur að hún gerist kennari að loknu námi hríðlækkar hún í launum. Sem framhaldsskólakenn- ari og félagi í HÍK fengi hún í byrj- unarlaun kr. 65.947, áður en marg- umrædd 4,5% hækkun bætist við. Sem grunnskólakennari fengi hún kr. 62.162. Þá er eftir að draga skatta frá. Hún fengi í hendur tæp- ar 60.000 kr. fyrir vinnu sína. Þetta eru iaunakjörin sem kennarar búa við. Nú skal tekið fram að ég tel námsmenn ekki of sæla af sínu, þeim hefur bara tekist mun betur en samtökum launafólks að veija kjör síns fólks, enda kostað til bar- áttu sem staðið hefur í 20 ár! Það er alvarlegt mái í litlu þjóðfé- lagi þegar hópar eru óánægðir með stöðu sína og finnst þeir beittir órétti og fyrirlitningu, ekki síst vegna þess að það skaðar vinnusið- ferði þeirra sjálfra og andrúmsloftið á vinnustað. Það skiptir miklu máli í lífi hvers og eins að henni/honum fínnist eitthvað af mörkum lagt, að vinnan skipti máli og sé einhvers virði, ekki síst ef fólk hefur eytt mörgum árum í að sérmennta sig. í umræðum um breytingarnar í Austur-Evrópu lét einn tékknesku umbótamannanna þá skoðun í ljós að ein versta afleiðing kommún- ismans í Austur-Evrópu væri að hann hefði eyðilagt vinnusiðferði manna. Fólk ynni eins lítið og hægt væri, nýtti sér alla möguleika til veikinda, stæli öllu steini léttara, bæri enga virðingu fyrir eigin fram- lagi hvað þá vinnuveitandanum. Ekki vil ég halda því fram að ástand- ið sé jafn slæmt hér og í austur- vegi, en ef svo heldur fram sem horfir í samskiptum ríkisvalds og háskólamanna verður ekki mikið orðið eftir af vinnugleði, hvað þá framlagi til vísinda og nýsköpunar í atvinnulífi. Fjandsamlegt viðhorf til menntunar og menntamanna sem skín út úr stefnu ríkisins og ummæl- um ýmissa verkalýðsleiðtoga á eftir að skaða íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna ummæli Guðmund- ar J. Guðmundssonar í Alþýðublað- inu 24. júlí um kvennalistakonur sem hann kallar „mestpart há- skóladömur og baráttukonur úr intellígensíunni". Á þeim miklu breytingatímum sem í hönd fara mun reyna á möguleika okkar til að standast sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnulíf. Nútíma iðnaður hveiju nafni sem hann nefnist bygg- ist á menntun og þekkingu, ekki á hugdettum og vanhugsuðum fram- kvæmdum. Hver eru svörin til BHMR. Jú, menntafólk verður að axla ábyrgð á þjóðarsáttinni (sem við erum reyndar ekki aðilar að) annars fer allt til ijandans! Auðvitað eru allir sammála um að minni verðbólga, stöðugir vextir og verðlag séu af hinu góða, spurningin er bara hvem- ig næst það ástand. Það er spurning um hagstjórn og leiðirnar eru fieiri en ein. VSÍ, ASÍ, BSRB og ríkis- stjórnin í eftirdragi hafa (ekki í fyrsta sinn) sameinast um þá skoð- un að besta leiðin til að ná jafnvægi í efnahagslífinu sé að halda launa- hækkunum í algjöru lágmarki og draga sem mest úr verðhækkunum. Það er greinilega þeirra skilningur að launin séu einn helsti verðbólgu- valdurinn. Nú væri þessi stefna kannski í lagi ef laun hér væru al- mennt há og stefnan næði til alls launafólks, en sú er ekki raunin. Laun verkafólks og mikils hluta opinberra starfsmanna eru hneyksli og ekki bjóðandi sjálfsvirðingu fólks. Hluti vinnumarkaðarins er algjörlega utan þessa kerfis og þar stendur ekki á launahækkunum til starfsmanna sem fyrirtæki vilja halda í. Málið er bara að það er miklu auðveldari aðgerð að halda launum niðri en að taka á öðrum þáttum efnahagslífsins og hún kem- ur atvinnurekendum vel. Ráðamenn bera því við að ekki megi raska hinu almenna launa- kerfi, en því verður að raska! Það er óréttlátt! Það metur vinnu kvenna (umönnunarstörfin) til mun lægri launa en ýmis önnur störf. Það ýtir undir yfirvinnu ög vanmetur mennt- un! Það er eitt brýnasta verkefni þesa samfélags að bylta launakerf- inu! Launaumræðan á að snúast um réttláta tekjuskiptingu og að fólk geti lifað af launum sínum, en ekki urrLÓbreytt ástand. Þegar allt kemur til alls er bara eitt að gera. Senda beiðni til Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins um aðstoð við að koma á fijálsu markaðskerfi á íslandi og síðan aðra til Svía um að sníða af því vankantana! Ein- hvers staðar verður að byija. Rétt- læti vex ekki af engu! Við þurfum að losna við danska arfinn (sem löngu er fyrir bí í Danmörku), loka skrifstofum Hörmangarafélagsins í Garðastrætinu, Arnarhváli og við Grensásveg og senda faktorana í langt frí (hvað um Jótlandsheiðar?). Þá fyrst verður hægt að hefjast handa við að koma á réttlátu jafn- réttisþjóðfélagi hér á landi, að „und- irstaðan sé réttlig fundin" eins og Eysteinn munkur orðaði það svo fagurlega fyrr á öldum og þá verður baráttan við fjármálaráðuneytið sig- ursæl bæði fyrir Stuðmenn og BHMR! Höfundur er sagnfrædingur og félagiíHÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.