Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 Hildur Vigfús- dóttir - Minning Fædd 28. desember 1892 Dáin 23. júlí 1990 Eitt kærleiksorð það sólbros sætt um svartan skýjadag. Ó, hvað það getur blíðkað, bætt og betrað andans hag. Þetta erindi kom strax upp í huga minn er ég vissi að Hildur Þórkatla Vigfúsdóttir hafði sofnað hinsta svefni eftir langa ævi. þetta erindi kenndi hún mér fyrir löngu. Mér finnst það hafa verið henni visst inntak í lífínu. Hún átti faliegt bros, blítt og einlægt, kærleika bar hún til alls er lifir, manna, dýra og umhverfisins. Við erum öll einstakl- ingar með okkar áhugamál, vinnu, siði, kosti og galla. Mér fínnst best að horfa á jákvæðu hliðamar, minn- ast þeirra og geyma í minningabók- inni. Nú á kveðjustund langar mig að setja á blað minningar mínar um frænku mína sem ég mat af góðu einu mér og mínum til handa. Hún var um margt sérstæð. Ég lærði margt af henni sem hefur heillað mig og gefíð mér innsýn í margbreytileika lífsins. Hildur fæddist í Lukku í Staða- sveit en fluttist síðan að Búðum. Foreldrar hennar voru hjónin Ragn- hildur Gestsdóttir og Vigfús Jóns- son. Dæturnar urðu þrjár, var Hild- ur elst, síðan Katrín sem er látin og yngst Rannveig er dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfírði. Einnig átti hún hálfbróður sem er látinn fyrir mörgum ámm, hét hann Gunnar Vigfússon. Hann var skósmiður í Reykjavík, vel þekktur af eldri borgarbúum. Föður sinn missti hún ung og fór eins og títt var í þá daga snemma að vinna fyrir sér. Hún var lagleg kona með falleg blá augu, hreinan og heiðarlegan svip. Hún var ákaf- lega þrekmikil og dugleg til allra verka strax í æsku og hafði létta lund. Eftir lát föður hennar fluttist móðir hennar suður til Reykjavíkur með yngstu dótturina og síðar komu hinar tvær á eftir. Hildur mun hafa verið um 17 ára þá. Helsta vinnan fyrir ungar stúlkur var að ráða sig í vist. Hildur fór til Péturs Halldórs- sonar borgarstjóra og var þar í mörg ár. Henni var alla tíð mjög hlýtt til þess fólks og leit á dvöl sína á þessu myndarlega heimili sem sinn besta skóla. Hugur hennar stóð til náms og hefði hún með sína greind getað náð góðum árangri. Hún hafði látið skrá sig til hjúkr- unarnáms erlendis en örlögin hög- uðu því þannig til að af því varð ekki. Bemskuminningar mínar af Hildi frænku eru þegar ég fékk sem 9 ára telpa að gista hjá henni í Reykjavík. Hún bjó á Vesturgötunni ásamt mágkonu sinni, Margréti Helgasen. Þar seldi hún fæði, hafði kostgangara sem kallað var. Hjá þessum konum ríkti mikil dönsk áhrif bæði í siðum og heimilishátt- um, sem höfðu mjög sterk áhrif á mig, telpuna. Hildur var afar barn- góð og sóttist ég eftir Reykjavíkur- ferðum. Hildur giftist Erlendi Hafliðasyni í maí 1917, fallegum ungum manni en því miður varð hjónaband þeirra alltof stutt því hann dó 30. jan. 1918 aðeins 8 mánuðum seinna. Þetta varð henni mikil raun og mætti rita sanna rómantíska sögu þar um sem nú lýkur með því að hún mun hvíla við hlið hans að ævi lokinni. En þar kom að hún hitti annan mann sem var einn af kostgöngun- um hennar, sænskur maður, Isak Zakarísson. Hann var kátur og glettinn og spilaði á harmonikku. Honum tókst að hrífa hana úr þeim heimi er hún hafði hjúpað um sig. Þau giftu sig 6. ágúst 1931. Þau fluttu norður í Steingrímsfjörð, skammt frá Drangsnesi, og bjuggu í húsi er þau nefndu Klettakot. Atvinna Isaks var lýsisbræðsla, en Hildur stóð sem klettur við hlið hans, vann með honum nótt sem dag. Þetta var erfið vinna en þá kom skýrast fram hinn mikli dugn- aður, þrek og kjarkur Hildar. Hún var hraust kona og hélt hreysti sinni til dauðadags. Ég hef alla tíð dáðst að úthaldi hennar í þessari þrælavinnu. Hún var alltaf hin laglega snyrtilega kona sannkölluð „dama“. Þau eignuðust eina dóttur, Ragn- hildi, sem varð augasteinn þeirra og reyndist hún móður sinni með afbrigðum vel alla tíð. Hún er gift Lárusi Jörundssyni og eiga þau einn son, Isak, sem er kvæntur Ingunni Einarsdóttur þeirra börn eru tvö: Ragnhildur og Einar. Isak átti einn son, Hauk að nafni, og þegar hann 7 ára gamall missti móður sína tóku þau Hildur og Isak hann til sín og var Hildur honum sem besta móður og hefur hann alla tíð metið það mikils. Hans kona er Sigríður Elint- inusdóttir. Eina dóttur á hann sem heitir Ingunn Hildur og lét Hildur sér annt um hana eins og sitt barna- barn „eitt skyldi yfír alla hennar fjölskyldu ganga." Þegar ég var 17 ára fór ég til Hildar til að gæta Ragnhildar. Þá kynntist ég henni enn nánar og skildi enn betur og dáðist ég að svo mörgu í hennar fari. Heimilið henn- ar bar vott um snyrtimennsku utan dyra sem innan. Hún vann ekki hratt en ótrúleg voru afköstin henn- ar. Hún var snillingur í matargerð og tók á móti gestum sínum með glæsibrag. Þá kynntist ég best hversu mikill barna- og dýravinur hún var. Það má segja að lítill munur hafí verið á aðbúnaði dýr- anna og mannfólksins, allt þvegið og pússað, jafnvel fengu hænsnin ásamt öðrum húsdýrum að ganga um í eldhúsinu hennar fannst mér sem unglingi þetta skrýtið og kát- broslegt, jafnvel undarlegt. Dýrin voru hennar bestu vinir. Eftir að ég giftist og eignaðist mín börn fóru tveir synir okkar til sumardvalar til Hildar og Isaks. Þar leið þeim vel og eiga góðar minning- ar sem nú ylja þeim og þeir þakka henni fyrir alla þolinmæðina og umhyggju. Hildur og Isak fluttu til Hafna- fjarðar 1955 og nú bjuggu systurn- ar þijár saman aftur í sama bæjar- félaginu. Það hlýtur að hafa verið Hildi erfítt að flytja burtu úr sveit- inni frá vinum sínum dýrunum og öllu því sem hún hafði annast um og þótt vænt um. Hildur missti mann sinn, Isak, 2. ágúst 1968 og hélt heimili ein upp frá því. Þá kom í ljós hversu lánsöm hún var að kjhafa eignast góða nágranna sem reyndust henni góðir og tryggir vin- ir í gegnum árin. Hildur fór að vinna í þvottahúsinu á St. Jósepsspítala og vann þar í 30 ár. Þar vann hún af alúð, vandvirkni og húsbónda- hollustu. Oft kom hún heim þreytt eftir dagsins önn en aldrei var slak- að á. Hún vann þar til hún gat ekki staðið lengur. Vinkona hennar, Ester Magnúsdóttir, var henni sér- staklega mikil stoð og stytta og án hennar hefði hún ekki getað þrauk- að svo lengi sem raun var á enda kunni hún vel að meta Ester og var henni mjög þakklát. Hildur var vel greind kona, las mikið af góðum bókum og hafði með afbrigðum. gott minni fram á síðustu daga. Hún hafði sérstaklega gaman af ættfræði og var hafsjór til hennar að leita. Á náttborði hennar var stafli af bókum um ýmis málefni því fróðleiksfús var hún og fylgdist hún með því sem var að gerast í þjóðfélaginu þrátt fyrir mjög skerta heym. Hún var handavinnukona, pijónaði og heklaði. Það eru ófáir barnakjólarnir, sjölin og húfur sem ættingjar og vinir hafa fengið bæði hérlendis og erlendis með snilldar- handbragði hennar. Síðastliðin 4 ár dvaldi hún á Sól- vangi í Hafnarfirði. Það voru mikil viðbrigði fyrir hana að þurfa að gefast upp og fara úr húsinu sínu en hún sætti sig við það og var þakklát starfsfókinu. Hún var trú- kona mikil og treysti á almættið. t ÁSTVALDUR KRISTJÁNSSON, Hólavegi 11, ' Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Sigrún Stefánsdóttir Kristrún Ástvaldsdóttir, Heiðar Ástvaldsson. t Maðurinn minn, SIGURÐUR PÁLL GUÐMUNDSSON frá Stóra-Nýjabæ, Krísuvík, til heimilis á Tjarnargötu 10, Innri-Njarðvík, andaðist á heimili okkar 30. júlf. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Esther Finnbogadóttir t Útför móðursystur okkar, ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, sem lést í Sólvangi 29. júlí, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 3. ágúst kl. 15. Sigurdór Hermundarson, Bjarni Hermundarson, Sigurður Hermundarson. Til greinahöfiinda Minningarorð — ræður Aldrei hefur meira aðsent efiii borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafiiaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hvetja línu. Af sömu ástæðum em það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanúm. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höf- undar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta dag eða næstu daga. t Ástkær sonur okkar, bróðir, fósturbróðir og sonarsonur, STEFÁN HERBERT SVAVARSSON rafvirki, Heiðmörk 51, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Árný Ingibjörg Filippusdóttir, Svavar Rúnar Ólafsson, Guðríður Svavarsdóttir, Ólafur Svavarsson, Berglind H. Sigurðardóttir, Guðrfður Svafarsdóttir, Ólafur H. Þórðarson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Hvassaleiti 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Samtök gegn astma og ofnæmi eða SÍBS. Svava Júlíusdóttir, Gunnar Einarsson, Páll Ólafsson, Hjördís Þórðardóttir, Stefán Ólafsson, Bára Björk Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hún fól sig Guði og kveið ekki vista- skiptunum. Það síðasta sem ég heyrði hana segja var: „ég er að fara.“ í dag kveður móðir mín systur sína með söknuði, þakkar langa samveru og biður þess að þær syst- urnar þijár hittist að nýju handan við móðuna miklu. Ég kvð frænku mína. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún hefír gert fýrir mig og mitt fólk. Ragnhildur mín, við hjónin send- um ykkur Hauk og fjölskyldum samúðarkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Fari Hildur í friði. Hulda Sigurjónsdóttir Meðal fyrstu bernskuminninga minna eru margar á ýmsan hátt tengdar Hildi Vigfúsdóttur sem andaðist á Sólvangi í Hafnafirði þann 23. júlí sl. Hún bar ævinlega með sér birtu og yl þegar hún kom í heimsókn á bernskuheimili mitt. Enjiað var hennar ljúfa framkoma og einiægni sem laðaði fyrst og fremst fram þær góðu minningar sem ég geymi um hana. Seinna átti ég eftir að dvelja að sumarlagi á heimili hennar á Drangsnesi, þar sem hún átti heima um margra ára skeið með seinni manni sínum. All- an tímann meðan ég var þarna var hún að gleðja mig með hvers konar góðgæti og góðu atlæti. Þessa daga virðist alltaf hafa verið sólskin og gott veður, því þannig geymast þessir góðu dagar í minningunni. Það var allt til að auka ánægjuna. Ranghildur dóttir hennar og mín góða vinkona og ég fundum upp á öllu mögulegu til að skemmta okkur við og vorum uppteknar frá morgni til kvölds. Blessuð húsdýrin áttu sinn þátt í þessu ánægjulega sumri. Um þau var hugsað af einstakri natni enda Hildur einlægur dýravin- ur. Það var unun að sjá hve var- færnislega hún umgekkst bæði menn og málleysingja. Það var ekki síður notalegt að heyra hana segja frá æskuárum sínum og hinum ýsmu störfum sem hún hafði unnið við um dagana. Nefna má að hún vann í fjölda mörg ár á St. Jóseps- spítala í Hafnarfirði og hætti ekki fyrr en hún var komin yfir nírætt. Störf hennar voru ávallt unnin af einstakri vandvirkni og trúmennsku svo eftir var tekið. Hún var enn- fremur stálminnug og bjó yfír hafsjó af fróðleik, sem hún sagði frá á skemmtilegan og hrífandi hátt. Hildur var einnig mjög dugleg við allan pijónaskap og hannyrðir yfirleitt. Kjólar sem hún gerði handa dóttur minni lítilli voru meist- araverk. Síðustu ár pijónaði hún einkum húfur og ein þeirra fór til vinafólks míns í Frakklandi og vakti mikla aðdáun. Trygglyndi hennar í öll þessi ár eru mér dýrmæt minn- ing um hana og ekki síður eftir að hún fluttist til Hafnarijarðar þegar fundum okkar bar oftar saman og við áttum ánægjustundir með sam- tölum um liðin ár. Um leið og ég kveð Hildi vil ég þakka henni sérstaklega fyrir hönd móður minnar. Trygglyndi og um- hyggjusemi í hennar garð var ein- stakt, eins hvað mig varðar og fjöl- skyldu mína. Minningin um góða konu er björt og mun ætíð geymast í hugum okkar. Veri hún kvödd í guðs friði. Ragna Hildur fæddist milli jóla og nýárs í lok 19. aldar, dáin í sumarmánuði undir morgun í lok 20. aldar. Hana vantaði tvö ár til þess að lifa heila öld. Hún var Snæfelling- ur, fædd í Lukku í Staðarsveit, ólst upp á Búðum. Systkinin voru fjög- ur, þijár systur og einn bróðir. Ein systir enn á lífi, Rannveig Vigfús- dóttir. Maður hennar var skipstjóri. Ef til vill var Hildur komin af Þuríði Snorradóttur, langt í ættir fram, hinni minnugu og óljúgfróðu, sem Ari fróði hafði vísdóm frá um liðna tíð. Hildur var gædd afburða minni, sem hún fékk að halda fram yfír 95 ár, svo skýru, að hún gat rakið ættir beint langar leiðir og einnig hliðargreinar. Hún rakti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.