Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 V erslunarmannahelgin: Skin og skúrir skipt- ast á um helgina VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir að létti til á Suður- og Suðaustur- landi í dag og að lítilsháttar kólni í veðri, en annars lítur út fyrir að skin og skúrir skiptist á um allt land um verslunarmannahelgina. Vestan- og norðvestanátt mun ríkja á morgun. Á Vestfjörðum og við norðurströndina verður skýjað Reykjavík: Hlýjasti júlí síð- an 1968 NÝLIÐINN júlimánuður var hinn hlýjasti í höfuðborginni í 22 ár eða frá árinu 1968. Meðaihitinn var 11,6 stig, en 1968 var hann 11,7 stig. Hit- inn var 0,8 gráðum yfír með- allagi. Sól skein á höfuðborgarbúa f samtals 171 klukkustund í júlí, eða þremur stundum skem- ur en í meðalári. Fyrstu daga mánaðarins var óvenju mikil sól að sögn Trausta Jónssonar veð- urfræðings. Hins vegar var óvenju skýjað síðar í mánuðin- um. Úrkoma var mjög nálægt meðallagi, eða 49 millimetrar. og lftilsháttar súld, en þurrt í öðr- um landshlutum. Líklega verður léttskýjað um sunnan- og austan- vert landið. Á laugardag verður vindur suð- vestlægari og þá léttir heldur til á Norðurlandi en á Suðvestur- og Vesturlandi má búast við ein- hverri rigningu og síðar þann dag á Suðausturlandi. Hiti verður 9-14 stig um vestanvert landið og 12-19 stig á austanverðu landinu. A sunnudag snýst vindur smám saman til norðausturs og þá kóln- ar lítið eitt í veðri. Aftur þykknar upp á norðanverðu landinu og búast má við vætu, einkum við ströndina. Er líða tekur á daginn léttir til á sunnanverðu landinu. Vesturland: Fimm milljarðar bornir út Morgunblaðið/Sverrir Bréfberar landsins eru um þessar mundir að bera út ávísanir vegna endurgreiðslna ríkissjóðs. Alls eru um fimm milljarðar króna að koma inn um bréflúgur landsmanna þessa dagana og því nóg að gera hjá póstþjónustunni. Mestu munar þar um endurgreiðslu vegna ofgreidds tekjuskatts og útsvars sem nemur 1.900 milljónum króna. Þá eru greiddar út 1.420 milljónir í vaxtabætur, 624 milljónir í húsnæðisbætur, 838 milljónir í barnabætur og 238 milljónir í barnabótaauka. Útgerðarmenn kvarta undan rýmun afla á fískmörkuðum Sjávarútvegsráðuneytið kannar málið Hvammstangi: Vertshúsið selt Hvammstanga. Fulltrúi sýslumanns Húnavatns- sýslu sló Sparisjóði V-Húnvetninga eignir Vertshússins hf. á Hvamms- tanga á uppboði fyrir krónur 7,5 milljónir. Var þar selt bæði fasteign og lausafé. Núverandi leigjandi rek- ur hótelið til ágústloka. - Karl Sjávarútvegsráðuneytið vinn- ur nú að athugun á allmörgum kvörtunum, sem undanfarið hafa borist frá ýmsum útgerð- armönnum á Vesturlandi sem selt hafa afla báta sinna á fisk- mörkuðunum á höfuðborgar- svæðinu vegna þess hve mikil rýrnun verði á þyngd aflans á þeim tíma sem líður frá því hann er veginn í heimahöfn, eins og skylt er, og þar til á Samband íslenskra sveitarfélaga: Fyrrum bæjarstjórar sækja um stöðu framkvæmdastjóra STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur afstöðu til þess á fundi sínum 10. ágúst hver verður ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins. Meðal umsækjenda eru Sigfús Jónsson, Kristján Guð- mundsson, Jón Gauti Jónsson, Úlfar B. Thoroddsen, Lárus Jónsson og Guðrún Ágústsdóttir. Umsækjendur um stöðu fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga eru 20. Ekki hefur verið kynnt opinberlega hverjir þeir eru, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru í þeim hópi Sigfús Jónsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri, Kristján Guð- mundsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Jón Gauti Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, .Ulfar B. Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri á Patreksfirði, Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda og fyrrverandi alþingismaður, og Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðar- maður menntamálaráðherra og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. markaðina er komið. Á mörkuð- unum er beitt úrtaksvigtun sem felur í sér að minnst 10% af afla hvers seljanda er vigtaður og heildarþungi aflans reiknað- ur út frá því. Að sögn Rakelar Olsen hjá Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi, sem er eitt þeirra fyrirtækja á Snæfellsnesi, sem látið hefúr aka afla báta sinna á markaðina í sumar, er rýrnun- in á bilinu 4-20%. Hún segist telja óréttlátt að þeim sem aka þurfi aflanum á markaðina sé gert að vigta í heimahöfn og þurfi að taka þess- ari rýrnun, umfram heimilaða 2% frádrátt vegna íss, á kvóta sínum meðan þeir bátar sem leggi upp hjá mörkuðunum geti byggt í kvótaskýrslum á því magni sem selst af afla þeirra á markaðinum. Þá segir Rakel að fiskmarkaðimir hafi ekki staðið við það sem þeim hafi verið gert að gera, að senda til hafnarvigtanna til frádráttar upplýsingar um ísmagnið. Engin lausn á málinu geti talist sann- gjörn nema sú að mörkuðunum verði gert skylt að vigta inn allan þann afla sem þeir taki til sölu. Grétar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar, sagði að 10% úrtak væri lágmark hjá markaðinum, oftast væri stærri hluti afla veginn og iðulega 20-30%. Hann kvaðst telja að sú rýrnun sem kvartað hefði verð undan skýrðist að lang- mestu leyti af því að í raun fari mun meiri ís í körin en 2% og mikið bráðni á leið á markaðina. Hann sagðist ekki sjá nauðsyn þess að fiskmarkaðimir verðu auknum mannafla og vinnustund- um í að vigta inn allan afla en slíkt yrði að sjálfsögðu gert ef opinberir aðilar mæltu svo fyrir. Hann kvaðst telja skekkjur vegna þess að úrtakið væri of lítið, óveru- legar, en ekki mætti heldur gleyma því að þær gætu allt eins haft þau áhrif að ofmeta innveginn' afla, þannig að það yrði ekki seljandinn heldur kaupandinn sem bæri skarðann hlut frá borði. Að sögn Þórðar Árelíussonar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að því að finna lausn á þessu máli sem allir aðilar, seljend- ur, kaupendur og markaðirnir, geti unað við. Meðal annars hafi verið óskað eftir því við forsvars- menn Faxamarkaðar að þeir geri tillögur til úrbóta. Þórður sagði að samkvæmt reglum væri' það skylda að vigta allan afla á löndun- arstað en vigta síðan ísinn frá af löggiltum vigtunarmanni á við- tökustað, vinnslustöð eða fisk- markaði, og gefa þyngd hans upp til viðkomandi hafnarvigtar innan tveggja daga. Þórður taldi ótimabært að tjá sig um hvaða leiðir yrðu helst skoðaðar til lausnar málinu og hvort á dagskrá væri að skylda markaðina til að vega inn allan afla. Enginn viðmælenda Morgun- blaðsins treysti sér til að nefna tölu um hve mörgum tonnum sú rýrnun sem orðið hefði á afla bá'- tanna með þessum hætti næmi eða að hve miklu leyti væri hugsanlegt að ís hefði verið talinn með afla á skýrslum. Rauðmunnaveiki greinist í laxaseiðum hjá Strönd Hundaræktarfélagið fær Sólheimakot til afnota Hundaræktarfélag íslands hefur ákveðið að þiggja afnot af Sól- heimakoti skammt austan við Reykjavík, en borgaryfirvöld buðu félaginu aðstöðu þar fyrir starfsemi sína. Þar hyggst félagið reka Hundaskólann, en hingað til hefur hann verið starfræktur við erfíð- ar aðstæður á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði félagsins við Súðar- vog. Guðrún Guðjohnsen formaður Hundaræktarfélags íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta boð væri þegið með þökkum. Hún sagði að í Sólheimakoti væri hús og refaskemmur. „Námskeiðin okkar byggjast upp á æfingum og bóklegu námi. Við höfum í hyggju að hafa bók- lega hlutann í húsinu, en æfingarn- ar inni í skemmu, sérstaklega í vondu veðri,“ sagði Guðrún. Hún sagði að Hundaskólinn hefði tekið til starfa þegar hunda- hald var leyft í borginni. Allir leið- beinendur gefa vinnu sína til upp- byggingar starfsemi skólans. „Þetta er mikið áhuga- og hug- sjónastarf sem allt miðar að bættu hundahaldi. Með því að bjóða upp á þessi námskeið er reynt að koma til móts við hundaeigendur, yfir- völd og einnig þá borgarbúa sem ekki eiga hunda.“ Guðrún sagðist búast við að fé- lagið fái aðstöðuna afhenta á næstu dögum og að starfsemin hefjist þar ’um leið og búið er að taka skemmurnar í gagnið. Mikil aðsókn-er í Hundaskólann og eru nú 70 hundar á biðlista. BAKTERÍA sú er veldur Rauð- munnaveiki greindist í laxaseið- um Fiskeldisstöðvarinnar Strandar í Hvalfirði þann 26. júlí sl. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi baktería greinist á Islandi en hún hefur breiðst mjög hratt út í Evrópu á und- anförnum árum. Það er bakterían Yersinia ruc- kerii sem veldur Rauðmunnaveiki og getur sjúkdómur þessi valdið dauða eldisfiska bæði í fersku og söltu vatni. Hann er þó skæðastur í seiðum sem alinn hafa verið upp við hitastig á bilinu 10-18 gráður. Til eru bóluefni gegn Rauðmunna- veiki sem gefið hafa nokkuð góða raun. í bréfi frá Árna M. Mathiesen, settum yfirdýralækni, til fjölmiðla segir að orsakir þess að sjúkdóm- urinn greinist nú hjá Strönd séu ekki ljósar en. að unnið. sé að rann-. sókn málsins af Rannsóknadeild fisksjúkdóma að Keldum og við- komandi dýralæknum. Bifhjólamað- ur slasaðist alvarlega UNGUR maður slasaðist alvar- lega og Var sóttur inn í Kerlingar- Qöll af þyrlu Landhelgisgæslunn- ar í fyrrinótt. Maðurinn var á torfærubifhjóli og gerði sér leik að því að stökkva á hjólinu af sandbing upp á veginn. Óhappið varð þegar hann stökk of langt og hafnaði ofan í bröttu gili hinum megin vegarins. Fólk í Kerlingarfjöllum hlúði að manninum og kallaði eftir aðstoð Landhelgis- gæslunnar, sem sendi þyrlu sína af stað um miðnætti. Hún lenti með manninn við Borgarspítalann laust eftir klukkan tvö. Þar var maðurinn .færður til .aðgerðar og lagður inn. á gjörgæsludeild þungt haldinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.