Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 ÍÞRÚm FOLX ■ KEPPENDUR á Landsmót- inu eru 311, frá 20 klúbbum, og hafa aldrei verið_ fleiri. Þess má geta að innan GSI eru 36 klúbbar, margir þeirra þó LogiB. mjög litlir. Þegar Eiösson keppni í 2. og 3. skrifarfrá flokki er lokið eru þó aðeins eftir kylf- ingar frá 15 klúbbum. Flestir __»koma frá Golfklúbbi Reykjavíkur eða 78 en heimamenn í Golfklúbbi Akureyrar eiga 60 keppendur. Af þessum 311 kependum eru aðeins 34 konur, jafnmargar og í fyrra. ■ SIGURÐUR Sigvrðsson , ís- landsmeistari 1988, hélt uppá 27 ára afmæli sitt í gær. Hann gaf sjálfum sér 77 högg í afmælisgjöf og sagðist vera hundóánægur með gjöfina. ■ EF marka má hefð síðustu Landsmóta á Akureyri ætti Kar- en Sævarsdóttir að sigra í kvennaflokki. Hún setti vallarmet og það hefur reyndar gerst á þrem- '®ur síðustu Landsmótum á Jaðar- svelli. Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki 1985 og Ulfar Jónsson bætti vallarmet Gunnars Sigurðssonar er hann sigraði 1988. ■ HAFI einhver veríð illa vaknað- ur er keppni hófst í gærmorgun hefur sá hinn sami líklega rumsk- að illá. Brauðrist í eldhúsinu stóð á sér með þeim afleiðingum að brunavarnarkerfi golfskálans fór gang með tilheyrandi látum. Það hélt svo áfram annað slagið nær allan daginn og í hvert sinn þurfti að hringja í slökkviliðið þar sem kerfið er tengt beint á slökkvistöð- KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Þeir fara til Færeyia Bo Johannsson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, valdi í gærkvöldi landsliðshópinn sem leikur gegn Færeyingum í Þórs- höfn á miðvikudaginn kemur. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Bjarni Sigurðsson, Val, Birkir Kristinsson, Fram, Sævar Jónsson, Val, Þorgrímur Þráins- son, Val, Atli Eðvaldsson, KR, Steingrímur Birgisson, KA, Kristján Jónsson, Fram, Ormarr Örlygsson, KA, Pétur Ormslev, Fram, Rúnar Kristinsson, KR, Andri Marteinsson, FH, Pétur Pétursson, KR, Arnór Guð- johnsen, Anderlecht, Anthony Karl Gregory, Val, Tómas Ingi Tómasson, IBV og Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi. GOLF / LANDSMOTIÐ Meistaraflokkur kvenna: Karen setti vallarmet Hefur þriggja högga forskot á Ragn- hildi Sigurðardóttureftirfyrsta daginn KAREN Sævarsdóttir, GS, ís- landsmeistari í kvennaflokki, byrjaði mjög vel á fyrsta degi í meistaraflokki kvenna og lék á 77 höggum, sem er vallarmet í kvennaflokki á Jaðarsvelli. Hún er efst en Ragnhildur Sig- urðardóttir, GR, er í 2. sæti á 70 höggum. Næstar koma Árný Lilja Arnadóttir, GA, og Þórdís Geirsdóttir, GK, með 86 högg, níu höggum á eftir Karen. Eg er mjög ánægð með daginn þrátt fyrir örlítið klúður á flöt- unum. Ég reyndi að einbeita mér að því að keppa við forgjöfína og völlinn og hugsaði minna um and- stæðingana," sagði Karen. „Völlur- inn er góður, þótt flatirnar gætu verið aðeins betri og morgundagur- inn leggst vel í mig.“ Ragnhildur, átti góða möguleika á að deila fyrsta sætinu með Karen en fór illa að ráði sínu á tveimur síðustu holunum, fór þær á þremur höggum yfir pari. „Ég er ánægð með seinni níu holumar en sú síðasta var slæm,“ sagði Ragnhild- ur. „Ég var ánægð með teighöggin en verð að laga púttin og vona að þau nýtist betur á morgun,“ sagði hún enn fremur. Hún átti vallarmet- ið, 78 högg, sem hún lék á Lands- mótinu 1985 er hún varð meistari. Þrátt fyrir nokkurn mun er langt frá því að hægt sé að afskrifa aðr- ar í kvennaflokknum. Þar eru oft miklar sviptingar og margt getur breyst á þremur dögum. gmmH w Morgunblaðiö/Rúnar Þór Karen Sævarsdóttir. KNATTSPYRNA Tap gegn Svíum Islenska unglingalandsliðið tap- aði, 1:3, fyrir Svíum á Norður- landamótinu í Finnlandi í gær. ís- lenska liðið réði gangi leiksins í fyrri hálfleik og skoraði Pálmi Har- aldsson, 1:0, úr aukaspyrnu á 29. mín., en Svíar náðu að jafna á sömu mín. eftir vamarmistök. Þeir tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik og tryggðu sér sigur. „Góð byrjun eykur sjálfstraustid“ — segir Úlfar Jónsson sem lék undir pari Mikið úrval af veiðivörum ú afar hagstæðu verði Hinn landskunni veiðimaður, Lárus Bjarnason, leiðbeinir viðskiptavinum. ATH.! Tökum notaðan skíðabúnað upp í nýjan. „ÉG er mjög feginn að hafa náð að leika undir pari og góð byrj- un eykur sjálfstraustið," sagði Úlfar Jónsson, íslandsmeistari í golfi, eftir fyrsta hringinn á Landsmótinu. Hann lék á 70 höggum, einu undir pari, og hef ur þriggja högga forskot á Arnar Már Olafsson og Sigur- jón Arnarsson. Ulfar byijaði vel og var einn undir pari eftir fyrstu sjö holurnar en þær voru líklega erfiðasti hluti vallar- ins. „Ég var mjög ánægður með BHOmOi fyrstu holurnar og LogiB. eftir það reyndi ég Eiðsson að leika fyrst og skrifarfrá fremst af öryggi," Akureyri sagði Úlfar. „Þetta var kannski spurning um hvort ég yrði nógu ákveðinn og heppinn og ég held að svo hafi verið,“ sagði hann ennfremur. Sex voru á pari eftir fyrri níu hol- urnar en aðeins Úlfar náði að halda því. Karl 'Ó. Jónsson og Björgvin Sigurbergsson fóru sex högg yfir í síðari hlutanum, Ragnar Ólafsson og Sveinn Sigurbergsson fjögur og Sigur- jón Arnarsson tvö högg. Kristjáni H. Gylfasyni, sem margir höfðu spáð að næði að blanda sér í slaginn, gekk mjög illa og lék á 87 höggum. Margir áttu í vandræðum á flötun- um, flestar holurnar voru í halla og ónákvæm pútt urðu mörgum dýr- keypt. „Ég held að púttin og sérstak- lega hallinn á flötunum eigi eftir að ráða úrslitum," sagði Siguijón Arn- arsson. „Ég er ánægður með fyrsta hringinn og stefni að því að gera betur á morgun," sagði Siguijón. Gunnar Snær Sigurðsson og Magn- ús Birgisson eru í 4.-5. sæti en at- hygli vekur slæm byijun margra af bestu kylfingum landsins. Sigurður Pétursson náði sér ekki á strik og Sigurður Sigurðsson er einnig aftar en búist var við. URSLTT 1. flokkur: Heimamenn á toppnum ^ I SPORTl ^ MARKflÐUKINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 Akureyringar geta verið án- ægðir með hlut sinna manna í 1. flokki karla. Fimm af sex efstu eru úr Golfklúbbi Akureyrar. Sigurður H. Ringsted lék mjög vel á fyrsta degi, fór hringinn á einu yfir pari, 73 höggum. Jón Þór Gunnarsson er skammt undan á 75 höggum og Haraldur Ringsted á 76 höggum. Rósant Birgisson, GL, sem er eini „útlendingurinn" í hópi sex efstu lék einnig á 76 höggum ásamt Olafi Á. Gylfasyni og Gunnari Þórðarsyni. í fyrsta flokki kvenna er Guð- björg Sigurðardóttir, GK, efst með 85 högg. Einu höggi á eftir er Jónína Pálsdóttir, GA, og í þriðja sæti Rakel Þorsteinsdóttir, GS. Valur- Víkingur 2:0 Mörk Vals: Þórður Birgir Bogason (38.), Ágúst Gylfason (77.) Gult spjald: Ámundi Sigmundsson, Val, Helgi Björgvinsson og Janni Zilnic, Víkingi. Dómari: Guðmundur Haraldsson og dæmdi vel þegar á heildina er litið. Áhorfendur: 654 greiddu aðgangseyri. Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Snævar Hreinsson, Magni Blöndal Pétursson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Ámundi Sigmundsson (Ágúst Gylfason 73.), Steinar Adolfsson (Gunnar Már Másson 85.), Antony Karl Gregory, Þórður Birgir Bogason. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Björgvinsson, Aðalsteinn Aðalsteins- son, Janni Zilnic, Einar Einarsson (Björn Bjartmarz 71.), Hörður Theódórsson, Trausti Ómarsson, Atli Helgason, Helgi Bjarnason, Goran Micic, Atli Einarsson. ÍBK-KR 2:4 Mörk ÍBK: Marko Tanasic (38.), Óli Þór Magnússon (54.). Mörk KR: Pétur Pétursson 2 (13., 27.), Gunnar Skúlason (25.), Atli Eðvaldsson (67.) Dómari: Ólafur Sveinsson. Áhorfendur: Um 1200. ÍBK: Ólafur Pétursson, Ingvar Guðmunís- son, Steinbjörn Logason (Freyr Sverrisson), Ævar M. Finnsson, Jóhann Magnússon, Árni Vilhjálmsson (Rúnar Georgsson), Marko Tanasic, Gestur Gylfason, Oli Þór Magnússon, Sigurður V. Árnason, Jóhann Júlíusson. KR: Ólafur Gottskálsson, Sigurður Björg- vinsson, Jóhann Lapas, Þormóður Egils- son, Gunnar Oddsson, Rúnar Kristinsson, Hilmar Bjömsson, Gunnar Skúlason, Ragn- ar Margeirsson, Atli Eðvaldsson, Pétur Pétursson. 3. DEILD: Þróttur R. - Þróttur Nes............5:2 Theódór Jóhannsson, Stefán Steinsen, Sigfús Kárason, Sigurður Hallvarðsson, Haukur Magnússon - Eysteinn Kristjáns- son, Þráinn Haraldsson. Haukar - Dalvík.....................2:1 Gauti Marínósson, Brynjar Jóhannesson - Ágúst Sigurðsson. BI-ÍK...............................1:3 Jóhann Ævarsson - Davíð Garðarsson 3. Reynir Á. - TBA.....................7:2 Garðar Níelsson 3, Friðrik Magnússon, Kristján Sigurðsson, Þórarinn Árnason, Júlíus Guðmundsson — Halldór Jóhannes- son, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson. Völsungur - Einherji................2:1 Helgi Helgason, Erling Aðalsteinsson - Gísli Davíðsson, vítasp. 4. deild: Grótta—Fjölnir......................4:1 Kristján Pálsson 2, Kjartan Steinssonm Bernharð Petersen — Finnur Leifsson Reynir S.—Snæfell...................3:2 Antony Stissy, Sigurþór Þórarinsson, Jón- as Jónasson — Rafn Rafnsson, Högni Högnason Ernir—Njarðvík......................2:2 Víkverji—Augnablik..................12:1 Finnur Thorlacius 6, Niels Guðmundsson 4, Sigurður Björnsson, Magnús Magnús- son — Jón Ólason Afturelding—VíkingurÓ...............4:2 Hörður Guðjónsson 2, Örn Guðmundsson, Ketill Magnússon — Geislinn—Kormákur...............frestað Neisti—Hvöt.........................1:0 Magnús Jóhannesson Höttur—KSH..........................4:1 Hilmar Gunnlaugsson, Haraldur Klausen, Kjartan Guðmundsson — Helgi Arnarsson Valur F.—Leiknir Rf.................2:5 Lúðvik Vignisson, Agnar Arnþórsson — Albert Hansson 2, Jakop Atlason 2, Ágúst Sigurðsson Stjarnan—Neisti D...................2:2 Björgvin Þórðarson, Jóhann Pétur Jónat- ansson — Ómar Bogason Landsmótið í golfi Haldið á Jaðarsvelli á Akureyri. Fyrsti dagur í síðari hluta mótsins. Meistaraflokkur karla Úlfar Jónsson, GK....................70 Arnar Már Ólafsson, GK...............73 Sigurjón Arnarsson, GR...............73 GunnarS. Sigurðsson, GR..............74 Magnús Birgisson, GK.................74 Ragnar Ólafsson, GR..................75 Sveinn Sigurbergsson, GK.............75 Guðmundur Sveinbjömsson, GK..........76 Kristinn G. Bjarnason, GL............76 Meistaraflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir, GS...............77 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR........80 Árný Lilja Árnadóttir, GA............86 Þórdís Geirsdóttir, GK...............86 Kristín Pétursdóttir, GK.............87 Alda Sigurðardóttir, GK..............90 Kristín Pálsdóttir, GK...............90 1. flokkur karla: Sigurður H. Ringsted, GA.............73 Jón Þór Gunnarsson, GA...............75 HaraldurRingsted, GA.................76 Rósant Birgisson, GL.................76 ÓlafurÁ. Gylfason, GA................76 Gunnar Þórðarson, G A................76 Amar Baldursson, GÍ..................77 Gestur Már Sigurðsson, GMS...........77 i. flokkur kvenna: Guðbjörg Sigurðardóttir, GK..........85 JónínaPálsdóttir, GA.................86 Rakel Þorsteinsdóttir, GS............88 Áslaug Ólöf Stefánsdóttir, GA........91 Erla Adolfsdóttir, GG................91 Anna J. Sigurbergsdóttir, GK.........92 Jóhanna Waagfjörð, GR................92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.