Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 25 JEtrgmmMfiMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Úrslitastund fyrir ríkisstjórnina Samstarf stjórnarflokk- anna fjögurra hangir á bláþræði. Þingflokkur Al- þýðubandalagsins stendur frammi fyrir úrslitakostum frá forsætisráðherra. Alþýðu- bandalagið getur valið á milli tveggja kosta og er hvorugur góður frá sjónarmiði þing- manna flokksins. Hafni þeir báðum má búast við stjórnar- slitum, þingrofi og kosning- um. Kjósi þeir að kyngja ann- arri leið forsætisráðherra hef- ur ríkisstjórnin möguleika á að sitja fram til reglulegra alþingiskosninga í apríl á næsta ári. Hins vegar má búast við löngum og hörðum pólitískum vetri. Hvernig, sem hinn pólitíski þáttur þessara mála skipast, er nauðsynlegt, að ríkisstjórn- in skilji þannig við launamál BHMR, að kjarasamningar þeir, sem gerðir voru í maí í fyrra við samtökin verði ekki til þess að eyðileggja þann árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum almennt og verðbólgubaráttunni sérstak- lega. Ríkisstjórnin getur engum um kennt nema sjálfri sér um þá stöðu, sem hún er komin í. Verkalýðshreyfing og vinnuveitendur mörkuðu þá stefnu, sem leitt hefur til þess árangurs, sem náðst hefur í efnahagsmálum. Þessir aðilar sömdu sín í milli. Þá þegar hafði ríkisstjórnin tækifæri til að höggva á hnútinn vegna samninganna við BHMR. Það var ekki gert. Hún hafði tæki- færi til þess í júní. Það var ekki gert. Hún hefur grafið sína eigin gröf. Sá kostur, sem beztur er fyrir þjóðina og þjóðarhags- muni er, að ríkisstjórnin geri nauðsynlegar ráðstafanir í BHMR-málum, ijúfi siðan þing og efni til kosninga. Þar með yrði komið í veg fyrir, að BHMR-deilan leiði til stöð- ugs skæruhernaðar á vinnu- markaðnum í vetur, ófriðar, sem smátt og smátt mundi leiða til þess, að fólk missti trú á, að baráttan gegn verð- bólgunni skilaði árangri, þeg- ar til lengdar léti. Nýtt Al- þingi og ný ríkisstjórn á haustmánuðum með nýtt um- boð þjóðarinnar væru í allt annarri og betri stöðu til þess að. takast á við vandamálin en núverandi ríkisstjórn er, úr því, sem komið er. Jafnvel þótt Alþýðubanda- lagið kyngi öðrum kosti for- sætisráðherra er hætta á, að verðbólgubaráttan fari úr böndum. Löng reynsla sýnir, að þegar slík átök hafa komið upp á milli stjórnarflokka eins og nú hefur gerzt á milli Al- þýðubandalagsins og sam- starfsflokka þess, grær aldrei um heilt. Geri stjórnarflokk- arnir tilraun til að sitja fram á næsta vor má ganga út frá því sem vísu, að stöðugur ófriður verði í stjórnarherbúð- um, sem stofnar árangri verð- bólgubaráttunar í hættu. Gangi Alþýðubandalagið ekki að öðrum hvorum kosta forsætisráðherra, hljóta ráð- herrar þess að segja af sér. Þá er ekki um annað að ræða fyrir forsætisráðherra en leita stuðnings Sjálfstæðisflokks eða Kvennalista við setningu bráðabirgðalaga því að útilok- að er fyrir Steingrím Her- mannsson að setja bráða- birgðalög án þess, að ljóst sé, að þau njóti stuðnings meiri- hluta Alþingis. Náist slíkir samningar við Sjálfstæðis- flokkinn hljóta kosningar að fylgja í kjölfarið nú í haust. Hvernig, sem á þetta mál er litið er komið að úrslita- stundu hjá núverandi ríkis- stjórn. Innan hennar ríkir djúpstæður ágreiningur. Hann verður ekki leystur til nokkurrar frambúðar. í þess- ari stöðu eiga stjórnarflokk- arnir að velja þá leið, sem er þjóðinni fyrir beztu — kosn- ingar. * Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra: Bráðabirgðalög eru óþörf á þá sem eru með lausa samninga ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði að loknum ríki- stjórnarfundinum að það hefði ekki staðið á Alþýðubandalaginu að setja bráðabirgðalög. Spurningin hefði verið hvað ætti að vera í bráða- birgðalögunum og síðasta sólarhring hefðu menn verið að ræða hvort þessi bráðabirgðalög ættu að ná eingöngu til þeirra vandamála sem hefði sprottið út af BHMR-samningnum eða hvort þau ættu að vera víðtækari og ná til fleiri sem ekki hefðu gert kjarasamning „og við höfum haft vissar efasemdir um að það ætti að tengja inn í þau bráða- birgðalög aðila sem hafa ekki ennþá gert kjarasamninga og eiga að geta gert þá af fúsum og frjálsum vilja.“ Hann sagði aðspurður að þing- flokkur Alþýðubandalagsins myndi veita svör við þessum spurningum og öðrum. Þingflokkurinn hefði ekki hafnað einu eða neinu. Hann hefði sett fram tillögur um að tryggja þjóðarsáttina og þann verðbólguár- angur sem hefði náðst og ætlunin væri að ná. í þriðja lagi vildu þeir að jafnrétti ríkti meðal launafólks í landinu, þannig að launaþróun þess yrði í stórum dráttum sú sama á þessu tímabili. Aðspurður hvort hann teldi að þingflokkur Alþýðubandalagsins yrði kominn að niðurstöðu fyrir ríkis- stjórnarfundinn í dag sagði hann að spurningin væri ekki bara um það Alþýðubandalagið í Reykjavík um BHMR deiluna: Ráðherrar hvattir til af- sagnar selji stjóniin lög ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík hvetur allt alþýðubandalagsfólk til að leggjast gegn lagasetningaráformum og telur að ráðherrar flokksins eigi að segja af sér embætti, verði það niðurstaða ríkisstjórn- arinnar að fara að launafólki með valdbeitingu. Ályktun þessa efnis, var sam- þykkt á stjórnarfundi ABR á þriðju- dagskvöld. Þar er varað við hug- myndum, sem fram hafa komið um að beita lagasetningu til að ógilda kjarasamninga launafólks og at- vinnurekenda. „Alþýðubandalagið hefur undir öllum kringumstæðum talið það skyldu sína, að standa vörð um réttindi launafólks, og því skýtur það skökku við, að áhrifa- menn í Alþýðubandalaginu skuli yfirleitt ljá máls á slíkri aðför,“ segir í ályktuninni. Það er einnig lýst fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni, og þá sér- staklega forsætisráðherra og fjár- málaráðherra, sem hafi látið undir höfuð leggjast, að ræða við starfs- menn sína svo mánuðum skipti í vetur og vor. hvort þingflokkur Alþýðubandalags- ins kæmist að niðurstöðu heldur hvernig sameiginleg niðurstaða næðist. Það væri enginn ágreiningur í ríkisstjórninni um markmið að tO'ggja þjóðarsáttina og hinn efna- hagslega stöðugleika. „Eins og ég sagði áðan þá tel ég vissa möguleika á því að þingflokkar ríkisstjórnarinnar nái saman í þessu máli en til þess þurfa menn að tala saman og okkur að vera gefinn tími til þess,“ sagði Ólafur Ragnar að- spurður um um valkosti forsætisráð- herra. Hann sagði að vandamálið væri launahækkun BHMR sem hefði verið að breytast í almenna launa- hækkun eftir samþykkt vinnuveit- enda. Til þessa hefði ekki verið vandamál í þessu sambandi kjör sjó- manna, farmanna, félagsmanna í Kennarasambandinu og annarra, sem ættu að geta gert kjarasamn- inga af fúsum og fijálsum vilja. Það væri auðvitað óþarfí að beita bráða- birgðavaldi gagnvart þessum aðilum þar sem við byggjum nú einu sinni í lýðræðisþjóðfélagi. Alþýðubandiag- ið teldi nauðsynlegt að haft yrði samráð við fjölmenna forystusveit í samtökum launþega og það hefði verið ákveðið á ríkisfundinum að frumkvæði ráðherra Alþýðubanda- lagsins að í dag yrði rætt við foystu- menn þeirra samtaka sem væru með lausa samninga. Aðspurður hvort Alþýðubandalag- ið væri reiðubúið til að taka aftur launahækkun BHMR um næstu mánaðarmót, sagði hann að hækk- unin til BHMR hefði breytt fullkom- lega um eðli þegar það lægi fyrir að félagar í ASÍ, sem væru stærstu samtök launþega í landinu, fengu 4,5% launahækkun. „Þá er hún hætt að vera sérstök leiðrétting sam- kvæmt Félagsdómi til BHMR heldur er hún orðin almenn launahækkun allra í landinu," sagði Ólafur. Hann sagðist myndu leggja til við þingflokkinn að hugmyndir forsætis- ráðherra yrðu ræddar í fullri alvöru. Aðspurður hvort forsætisráðherra hefði lagt fram úrslitakosti á ríkis- stjórnarfundi svaraði hann því neit- andi. „Það hefur aldrei tíðkast í þess- ari ríkisstjórn að setja fram úrslita- kosti. Þessi ríkisstjórn hefur náð árangri vegna þess að þar hafa menn rætt saman, gert grein fyrir sínum skoðunum og náð sameigin- legri niðurstöðu og ég vænti þess að okkur takist það einnig nú.“ Blaðamenn þyrptust að ráðherrum að loknum ríkissljórnarfundinum síðdegis í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Lagði fram tvo kosti og vona að Alþýðubandalagið velji aunan STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, sagði að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði orðið við óskum Alþýðubanda- lagsins um að fresta endanlegri ákvörðun vegna 4,5% launahækkunar BHMR til ríkisljórnarfundar, sem ákveðinn hefur verið i dag klukkan 15. Ákvörðun yrði tekin á þeim fundi, það væri ekki hægt að bíða lengur. „Það komu fram mjög eindregnar óskir um að fá að kynna sér og kynna öðrum nánar viss ákvæði í þeirri tillögu sem ég lagði fram og ég vil ekki standa gegn því,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort að þessar hækk- anir yrðu afnumdar 1. september, sagði hann, að markmið þess sem rætt hefði verið um væri að koma í veg fyrir að 4,5% hækkun BHMR yrði að almennri launahækkun í þjóðfélaginu með öllum þeim afleið- ingum sem það myndi hafa í för með sér, sem að hans mati væru nánast ófyrirsjáanlegar, búvöruverð myndi hækka og fleira og fleira. „Ég hef lagt fram tvo kosti og ég geri mér miklar vonir um að þeir samþykki annan þeirra," sagði Steingrímur þegar hann var spurður hvort honum sýndist ráðherrar Al- þýðubandlagasins ekki hafa umboð frá þingflokki til að samþykkja þær tillögur sem hann hefði lagt fram. Hann sagðist ekki geta skýrt frá um hvaða tvo kosti væri að ræða. Aðspurður hvort hugsanlegt væri að þetta mál leiddi til stjórnarslita, ef Álþýðubandalagið sætti sig ekki við tillögur hans, sagði Steingrímur. „Það er áreiðanlega mjög erfitt fyrir þessa ríkisstjórn að sitja ef efna- hagsmálin fara úr böndum, en við samþykktum 25. júlí mjög ákveðna yfirlýsingu um það að ríkisstjórnin muni gera ráðstafanir til að tryggja að efnahagsþróunin verði eins og lagt var til grundvallar í hinum al- mennu kjarasamningum. Ég vil ekki trúa því að svo fari.“ Aðspurður hvort hann væri ekki í raun og veru að setja Alþýðubanda- laginu úrslitakosti um að samþykkja tillögurnar eða stjórnarsamstarfinu væri lokið, sagði Steingrímur. „Ég er ekki að reka þá úr ríkisstjórn- inni. Ég var að ræða við þá inni núna og ég geri mér ríkar vonir urn að það takist samkomulag.“ Borgarráð: Umsókn um lán vegna íbúða fyr- ir aldraða endurnýjuð BORGARRÁÐ Reykjavíkur staðfesti á fundi á þriðjudag- inn samþykkt byggingar- nefndar aldraðra um að kyggja 54 leiguíbúðir, 24 söluíbúðir og 16 hlutdeildar- íbúðir fyrir aldraða á Lindar- götu. Umsókn borgarinnar um framkvæmdalán úr Byggingarsjóði ríkisins vegna þessara framkvæmda verður endurnýjuð í kjölfar þessa. í byggingarnefnd aldraðra lagði Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, fram tillögu um að byggðar yrðu 63 leigu- íbúðir og 31 hlutdeildaríbúð á Lindargötu. Tiliagan var felld í nefndinni, en í borgarráði var hún endurflutt. Þar greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokks at- kvæði gegn henni og var sam- þykkt meirihluta byggingar- nefndar staðfest. Reykjavíkurborg sótti um framkvæmdalán vegna bygg- ingar þessara íbúða fyrir nokkru, en Húsnæðismála- stjórn hafnaði umsókninni á þeirri forsendu að ekki væri lánað til byggingar söluíbúða. ■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að í ljósi skipt- ingar íbúðanna verði aftur sótt um framkvæmdalán, enda sé skilningur allra borgarráðs- manna sá, að lánað sé úr Bygg- ingarsjóði til byggingar leigu- og hlutdeildaríbúða. Þjóðarsáttin: Hvað brást? eftirÞorvald Gylfason i Ríkisstjómin virðist nú vera í þann veginn að setja bráðabirgða- lög til að rifta samningi sínum við háskólamenn í þjónustu ríkisins. Þjóðarsáttin svo nefnda hefur mis- tekizt. Það kemur mér ekki á óvart. Ég hef sagt það oftar en einu sinni á undanförnum árum og segi það enn, að það er ekki vinnandi vegur að ná verðbólgunni niður og koma efnahagsmálum þessarar þjóðar í eðlilegt horf nema með hvoru tveggja í senn: öflugu aðhaldi á öllum sviðum efnahagslífsins og róttækum um- bótum í ríkisfjármálum, banka- málum og skipulagsmálum at- vinnuveganna. Sáttin var byggð á sandi. Hvemig ætti samningsbundin 4,5% kauphækkun handa einu tiltölulega fámennu stéttarfélagi annars að geta kollvarpað öllu efnahagslífinu, eins og fjármálaráðherra og aðrir málsvarar ríkisstjómarinnar hafa gefið í skyn? Allir hljóta að sjá, að ríkisstjómin getur varla hafa búið mjög rammlega um hnútana, fyrst svo lítil þúfa getur velt svo þungu hlassi. Mikil og þrálát verð- bólga verður að sjálfsögðu ekki kveðin niður með gagnkvæmum heitstrengingum verklýðsforingja og vinnuveitenda einum saman, heldur verða stjórnvöld líka að hafa vilja, þrek og þor til að gæta ýtrasta aðhalds á öllum sviðum og hrinda nauðsynlegum skipulags- umbótum í framkvæmd. Ef það bregst, hljóta launþegar að missa þolinmæðina fyrr eða síðar. Það gerðist 1986, og það hefur gerzt oft áður. II Mikill hluti íslenzkra launþega býr við lægra kaup og lakari kjör en tíðkast í nálægum löndum. Hví skyldu þeir sætta sig við það? Kenn- arar vita það til dæmis mætavel, hversu mikið starfsbræður þeirra bera úr býtum á öðmm Norðurlönd- um. Sama máli gegnir um aðra starfsmenn í þjónustu ríkisins, t.d. hjúkrunarfólk, og líka um launþega í einkafyrirtækjum: skrifstofufólk, verkafólk og fleiri. Allt þetta fólk vill auðvitað njóta svipaðra kjara og tíðkast í grannlöndunum, enda veit það vef, að þjóðartekjur á mann eru jafnmiklar hér og þar. En vinnu- veitendur segjast ekki geta greitt svo hátt kaup, nema' öllu efna- hagslífinu sé hleypt í bál og brand. Hvers vegna ekki? Hér er komið að kjarna málsins. Fyrirtækin og ríkið geta ekki greitt hærra kaup en raun ber vitni vegna þeirrar gegndarlausu sóunar, sem á sér stað á ýmsum sviðum efna- hagslífsins, einkum í ríkisbúskapn- um, bankakerfinu, landbúnaði og sjávarútvegi. Launþegar geta þess vegna ekki vænzt varanlegra kjara- bóta, fyrr en þessi sóun hefur verið stöðvuð, nema stjórnvöld ætli sér að láta þjóðina halda.áfram að safna skuldum í útlöndum og ganga á fiskstofnana umhverfís landið á kostnað komandi kynslóða. Vandi íslenzkra launþega er að þessu leyti nauðalíkur þeim vanda, sem almenningur í Austur-Evrópu stendur frammi fyrir um þessar mundir. Munurinn er þó sá, að þar eystra hafa nýkjörnar ríkisstjórnir skorið upp herör gegn úreltum bú- skaparháttum í hveiju landinu á eftir öðru. Austur-Evrópuþjóðirnar stefna nú hraðbyri að bættum lífskjörum í skjóli frjáls markaðsbú- skapar á flestum sviðum, meðan við Islendingar hjökkum í sama fari. III Brýna nauðsyn ber til þess, að við hefjumst nú þegar handa um nauðsynlegar umbætur — og þótt fyrr hefði verið. Tökum landbúnað- inn fyrst. Margir hagfræðingar hafa bent á það undanfarin ár, að það væri hægt að bæta lífskjörin í íandinu mjög verulega með því að gefa markaðsöflunum lausari taum í landbúnaði, að minnsta kosti að því marki, sem tíðkast í nálægum löndum, þótt landbúnaðarstefna margra þessara landa sé að vísu ekki til fyrirmyndar. Um þetta sagði ég í grein hér í Morgunblaðinu 27. janúar s.l.: „Og þannig væri hægt að bæta kjör launþega verulega án þess að auka tilkostnað vinnuveitenda og án þess að hleypa nýrri verðbólgu- skriðu af stað. Þess vegna hlýtur aukið innflutningsfrelsi að vera of- arlega á dagskrá í kjaraviðræðum þeim, sem nú standa yfir, enda hafa foringjar verklýðsfélaga og vinnuveitenda lýst sérstökum áhuga á því að semja þannig um kaup og kjör að þessu sinni, að tryggt sé, að verðbólgan ijúki ekki upp að nýju.“ En samningamenn og stjórnvöld ákváðu að fara aðra leið. Afleiðing- arnar blasa við. Það er merkilegt, að forustumenn launþega skuli hafa haldið áfram að beijast gegn hags- munum umbjóðenda sinna með því að semja hvað eftir annað um kaup- hækkanir, sem verða að engu í verðbólgunni, í stað þess að hefja baráttu fyrir raunverulegum kjara- bótum með því að knýja á um mynd- arlega lækkun á matarkostnaði heimilanna í skjóli aukinnar sam- keppni og eðlilegra viðskiptahátta. Og hvað skyldu stjórnmálamenn- irnir vera að hugsa? Hvers vegna hefur enginn þeirra tekið undir góðfúslegar ábendingar hagfræð- inga um aukið innflutningsfrelsi nema þá í hálfum hljóðum? Við hvað eru þeir hræddir? Varla við kjósendur. Vandaðar skoðanakann- anir Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands benda til þess, að meiri hluti þjóðarinnar sé hlynntur auknu viðskiptafrelsi á flestum sviðum, svo sem fram kemur í nýrri bók dr. Gunnars Helga Kristinsson- ar Iektors. Hlutfall þeirra, sem að- hyllast aukið viðskiptafrelsi, er 60 til 80 af hundraði þeirra, sem taka afstöðu; hlutföllin eru breytileg eft- ir því, hvort spurningin varðar vör- ur, þjónustu, fjármagn eða vinnu- afl. Hví þá ekki líka í landbúnaði? Hví skyldu kjósendur ekki vilja njóta ávaxtanna af auknu við- skiptafrelsi á búvörumarkaði eins og annars staðar? Nei, vandinn er sá, að stjórn- málamennirnir taka þrönga sér- hagsmuni bænda fram yfir al- mannahag enn sem fyrr og skaða bæði neytendur og bændur sjálfa með því móti. Ofvernd gegn heil- brigðri samkeppni bitnar iðulega ekki aðeins á öllum þorra almenn- ings, heldur einnig á þeim, sem ætlunin var að vernda. Þetta þekkja austur-evrópskir verkamenn af bit- urri reynslu. Nú virðist þó loksins vera að rofa til, því að nú hillir undir alþjóðlegt samkomulag um aukið frelsi í búvöruviðskiptum, eins og hefur komið fram í fréttum. Þetta er einmitt það, sem íslenzkir hagfræðingar hafa lagt til við yfir- völd hér heima um árabil. íslenzk stjórnvöld geta ekki skorizt úr leik með góðu móti, því að þá verða þau að viðundri á alþjóðavettvangi. IV Nú víkur sögunni að sjávarút- vegi. Þar er miklum verðmætum kastað á glæ ár eftir ár í skjóli óhagkvæmrar fiskveiðistefnu. Kostnaðurinn, sem stofnað er til í útgerð og fiskvinnslu í landinu, er miklu meiri en hann þyrfti að vera. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að aflakvótum er úthlutað ókeypis til útvegsmanna óháð því, hvort fyrir- tæki þeirra eru vel eða illa rekin. Þess vegna eru útvegsfyrirtækin of mörg og smá og óhagkvæm í rekstri, þótt nú sé að vísu loksins farið að bóla á sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækja í hagræðingarskyni hér í Reykjavík. Það er að vísu rétt, að Norðmenn fylgja enn óhagkvæmari fiskveiði- stefnu en við Islendingar, eins og dr. Ágúst Einarsson prófessor hefur bent á hér í Morgunblaðinu. Ýmsir sérfræðingar Háskóla íslands í sjávarútvegsmálum hafa engu að síður bent á það með óyggjandi rökum, að það væri hægt að draga leyfilegan hámarksafla á land hér heima með allt að 40% minni flota en nú er sendur á sjó. Þetta má meðal annars ráða af því, að flotinn hefur vaxið helmingi örar en aflinn undanfarin 20 ár, og afli hvers skips hefur minnkað að sama skapi. Sjó- mennirnir veiða hver frá öðrum. En stjórnmálamennirnir láta sér ekki segjast. Þeir halda óhagkvæm- um útvegsfyrirtækjum á floti með almannafé. Þeirtaka ekki einu sinni Þorvaldur Gylfason „Hér er komið að kjarna málsins. Fyrir- tækin og ríkið geta ekki greitt hærra kaup en raun ber vitni vegna þeirrar gegndarlausu sóunar, sem á sér stað á ýmsum sviðum efna- hagslífsins, einkum í ríkisbúskapnum, bankakerfínu, landbún- aði og sjávarútvegi.“ þátt í umræðum háskólamanna og útvegsmanna um rökin með og móti sölu veiðileyfa. Þeir þegja þunnu hljóði, þegar þeim er bent á það, að sala veiðileyfa ásamt fijáls- um veiðileyfaviðskiptum myndi (a) spara þjóðinni fjárhæð, sem nemur allt að 200.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu á hveiju ári til frambúðar; (b) tryggja almenningi í landinu rétt- láta hlutdeild í arðinum af fiskimið- unum, sem eru sameign þjóðarinnar samkvæmt lögum; og (c) gera stjórnvöldum kleift að koma fjár- málum ríkisins á réttan kjöl og draga þannig úr verðbólgunni, svo sem brýna nauðsyn ber til. Þessi rök eru reifuð í nýlegri bók Sjávar- útvegsstofnunar Háskóla íslands, Hagsæld í húfí. Hvers vegna halda stjórnmála- mennirnir áfram að þegja um rökin fyrir sölu veiðileyfa? Er það vegna þess, að þeir óttist það, að kjósend- ur vilji ekki gefa markaðsöflunum lausari taum í sjávarútvegi eins og annars staðar í atvinnulífinu? Nei, varla. Stjórnmálaflokkarnir virðast hafa komið sér saman um að selja hagsmunasamtökum sjávarútvegs- ins sjálfdæmi í málinu án tillits til almannahags, alveg eins og hags- munasamtökum bænda hefur verið leyft að ráða ferðinni í landbúnaðar- málum til mikils skaða fyrir al- menning og fyrir bændur sjálfa. Þessu verður að linna. Það er engin von til þess, að vinnuveitendur í landinu geti orðið borgunarmenn fyrir betri launum, nema fyrirtæki þeirra verði knúin til verulegrar hagræðingar í skjóli fijálsrar og heilbrigðrar samkeppni. V Það væri hægt að halda sams konar ræðu um ríkisfjármál og bankamál. Þó hafa stjórnvöld að ýmsu leyti brugðizt nokkuð vel við gagnrýni hagfræðinga á stjórnar- stefnuna í þeim málum undanfarin ár. Þetta má til dæmis ráða af því, að viðskiptabönkunum hefur verið fækkað úr sjö í þijá og hlutdeild ríkisins í bankarekstri hefur minnk- að úr þrem fjórðu í tvo þriðju. Það er góð byijun. Og nú grillir loksins í frjálslegri reglur um gjaldeyrisvið- skipti. Sömuleiðis hefur ýmislegt tekizt betur en áður á vettvangi ríkisfjármála. Til dæmis er meiri áherzla lögð á það nú en áður að jafna ríkishallann með innlendu lánsfé í stað þess að halda áfram að safna eyðsluskuldum í útlöndum, og aukafjárveitingum utan fjárlaga hefur verið hætt. En áframhaldandi hallarekstur ríkisins er samt sem áður afar óheppilegur við núverandi aðstæður. Dæmin um sóunina í landbúnaði og sjávarútvegi, sem voru rakin hér að framan, eru kapítuli út af fyrir sig. Þau eru umhugsunarverð vegna þess, að það er enginn verulegur munur á stefnu stjórnmálaflokk- anna í þeim málum. Það gengur varla hnífur á milli þeirra. Fiokk- arnir eru ennþá allir sem einn á móti auknu innflutningsfrelsi á bú- vörumarkaði. Og þeir eru ennþá allir sem einn á móti sölu veiði- leyfa. Og þannig standa þeir ennþá allir sem einn í vegi fyrir því, að hægt sé að bæta lífskjörin í landinu ánþess að kalla nýjar verðbólguhol- skeflur yfir þjóðina með reglulegu millibili og rýra kjörin aftur með því móti. Þess vegna bera forustumenn allra stjórnmálaflokkanna og bandamenn þeirra í forustu hags- munasamtaka bænda, útvegs- manna, verkalýðs og vinnuveitenda mikla ábyrgð á verðbólgunni og meðfylgjandi ófremdarástandi í landinu, enda skella þeir skuldinni hver á annan eins og endranær. En það er samt ekki við þá eina að sakast. Við lifum í lýðræðisríki. Við getum kennt sjálfum okkur um, þegar öllu er á botninn hvolft. Höfundur erjirófessor í hagfræði við Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.