Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 HATIÐ Rótarar heiðraðir Rótaradagurinn 1990 var hald- inn hátíðlegur á Hótel Sögu ekki alls fyrir löngu. í tilefni dags- ins stóðu Stuðmenn fyrir dagskrá róturum til heiðurs og í setningar- ræðu sinni gat Jakob Magnússon þess sérstaklega, að rótarar hefðu löngum verið helstu máttarstólpar íslenskrar popptónlistar, þótt starf þeirra hefði yfirleitt farið fram á bak við tjöldin og eftir að slökkt hefði verið á sviðsljósunum. í tilefni dagsins voru heiðraðir nokkrir elstu og reyndustu rótarar þjóðarinnar. Hátíðarræðu kvöldsins flutti Baldvin Jónsson, en hér á árum áður vann hann skipulagsstörf í þágu íslensks skemmtiiðnaðar og ætti því að vera vel kunnugur starfsháttum rótara. Þórður Árnason stuðmaður flutti einnig ræðu til heiðurs róturum og enn- fremur flutti Jón Ólafsson hljóm- borðsleikari minni „grúppía". Kynnir kvöldsins var Helgi Steingrímsson, sem á árum áður lék á gítar með hljómsveitinni Haukum. Hátíðin var haldin í tilefni þess Utanríkisráðherrahjónin Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannib- alsson heiðruðu rótara með nærveru sinni þetta kvöld. Keppnin i blöndun drykkja á 70 km hraða var geysihörð og lauk með því að bæði liðin, lið eldri og yngri rótara, voru úrskurðuð jöfn að stigum. að rótatarastéttin er 30 ára um þessar mundir, en talið er að fyrsti rótarinn hafi hafíð störf á íslandi kringum 1960, er raf- mögnunar tók að gæta í tónlistar- bransanum. Mikilvægi rótararns hefur hins vegar aukist til muna eftir því sem tækninni hefur fleygt fram og meiri kröfur eru gerðar til hljómgæða og framsetningar hljómsveita. Á hátíðinni í Súlnasal var flutt sérstök rótaradagskrá og keppt í ýmsum rótaraþrautum svo sem botnahlaupi, súluburði, blöndun Morgunblaðið/Kristín Bogadóttir. Kristinn T. Haraldsson vann nauman sigur yfir Randver Jónssyni í keppninni um að leggja til og veita lífvana poppurum nábjarg- ir. Hér er Kristinn að blása upp vindsængina en í valnum liggur söngvarinn góðkunni Pétur Kristjánsson. drykkja á 70 km hraða og því að leggja til og veita nábjargir lífvana poppurum. Dagskránni lauk síðan með orðuveitingu þar sem þekktir tónlistarmenn sæmdu sína rótara heiðursorðum fyrir vel og dyggilega unnin störf í þágu íslenskrar tónlistar. VESTUR-ÞÝSK HÚSTJÖLD 2-3 manna kr. 29.900,- stgr 4-5 manna kr. 39.900,- stgr. Tjöld m/fortjöldum 4manna kr. 23.500 sf 5manna kr. 29.900 Vatnsþéttari - Auðveld f uppsetningu Frostþolnir svefnpokar, kr. 4.990,- Bakpokar kr. 4.880,- Borð + 4sólar kr. 4.990,- O.fl. o.fl. Kúlutjöld m/álhúðuðum nælon himni 3-4 manna kr 7.990,- Fortjöld á hjólhýsi frá kr. 49.900,- FERÐAVORUR - TJALDAVIÐGERÐIR V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA SÍMAR19800 -13072 LEIGJUM TJALDVAGNA OG ALLAN VIÐLEGUBÚNAÐ Morgunblaðið/Ingveldur Ámadóttir Hafsteinn Orri og Yngvi Orn Yngvasynir fyrir framan eitt af húsun- um á Ástjörn. SUMARDVÖL * Sól og sumar á Astjörn Sumardvalarheimilið á Ástjörn í Norður-Þingeyjarsýslu er nú starfandi, en þetta er 44. sumarið sem það starfar. Forstöðumaður er Bogi Pétursson, sem hefur starfað við heimilið frá upphafi og verið forstöðumaður síðustu 30 árin. Á Ástjörn dvelja rúmlega 80 börn í senn, en þegar fréttaritari kom í heimsókn voru börnin í dagsferð í Hólmatungum með forstöðumann- inum og því aðeins tveir af drengj- unum á staðnum. Bræðurnir Haf- steinn Orri sem er þama í 5. sinn og Yngi Örn, en þetta er annað sumarið hans. Létu þeir vel af vist- inni. Þeir fá að sigla um Ástjörnina í allskonar bátum og eru þá að sjálfsögðu í björgunarvestumm. Þeir taka líka þátt í allskonar leikj- um og öðru sem gert er til að dvelja fyrir börnunum í þessari sumarparadís sem Ástjörn er í góðu veðri. - Inga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.