Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 47 KNATTSPYRNA / UNDANURSLIT MJOLKURBIKARKEPPNINNAR Björn Blöndal skrifar frá Keflavík KR-sigur í flörleg- um leik „Betra liðið sigraði", sagði Þor- steinn Ólafsson þjálfari IBK eftirtap gegn vesturbæjarliði KR í 4-liða úrslitum íbikar- keppninni i'Keflavík í gær- kvöldi. KR-ingar sigruðu 4:2 í fjörlegum leik og var sigur þeirra verðskuldaður. I hálfleik var staðan 3:1. Keflvíkingar sem nú eru meðal neðstu liða í 2. deild börðust þó vel á köfl- um, sérstaklega í síðari hálf- leik. Pétur Pétursson reyndist Keflvíkingum erfiður í leikn- um í gærkvöldi og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Pétur fékk send- ingu einn og óvald- aður í vítateig og afgreiddi boltann laglega í markið án þess að Ólafur Pétursson ágætur markvörður Keflvíkinga kæmi vörnum við. Eftir markið var nær látlaus sókn að marki ÍBK og um miðjan hálfleikinn bætti Gunnar Skúlason við öðru marki. Pétur Pétursson tók aukaspyrnu fyrir utan vítateig, skot hans fór í þverslánna og áður en heima- mönnum tókst að hreinsa frá hafði Gunnar afgreitt boltann í netið. Tveim mínútum síðar var Pétur aftur á ferðinni og nú afgreiddi hann sendingu frá Rúnari Krist- inssyni viðstöðulaust í mark ÍBK á glæsilegan hátt. Þegar hér var komið var eins og nýtt líf færðist yfir iið Keflvíkinga sem fóru að sækja meira og skömmu fyrir leik- hlé náðu þeir að að setja mark. Markið kom eftir aukaspyrnu Júgóslavans Marko Tanasic, bolt- inn hrökk af varnarmanni KR og í netið. Keflvíkingar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og náðu fljótlega að setja annað mark og var þar á ferðinni Óli Þór Magn: usson. Ekki tókst heimamönnum þó að fylgja markinu eftir þrátt fyrir góð tilþrif og um miðjan hálf- leikinn gulltryggði landsliðsfyrirlið- inn Atli Eðvaldsson KR-ingum sig- urinn með sínu fyrsta marki fyrir lið sitt. „Keflvíkingar eru alltaf erfiðir heim að sækja og við urðum svo sannarlega að hafi fyrir sigrin- um,“ sagði Pétúr Pétursson. „Loksins tókst mér að skora mark fyrir KR og það kom á góðu augnabliki,“ sagði Atli Eðvaldsson, sem lék sinn níunda leik með KR. „Ég er aldrei ánægður að tapa og betra liðið sigraði. Við vorum óheppnir í byijun og menn báru fullmikla virðingu fyrir KR-ingun- um framan af. En við náðum að- eins að rétta okkar hlut og ég var nokkuð ánægður með mína menn í síðari hálfleik," sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Keflvíkinga. Valsmenn og KR-ingar leika til úrslita: Mætlust síðast 1966 Valur og KR leika til úrslita í Bikarkeppninni 26. ágúst, en þá verða liðin 24 ár síðan að fé- lögin mættust í úrslitaieik á gamla Melavellinum. KR-ingar fóru þá með sigur af hólmi, 1:0, með marki frá Ársæli Kjartanssyni, sem skor- aði sigurmarkið af 35 m færi. KR-ingar, sem unnu bikarkeppn- ina fimm fyrstu árin sem keppnin fór fram — frá 1960 til 1964, leika sinn tíunda úrslitaleik og nú ann- að árið í röð. Þeir hafa aðeins tap- að tveimur úrslitaleikjum af niu. B-lið KR tapaði fyrir Eyjamönnum, 1:2, 1968 og í fyrra máttu KR- ingar þola tap, 1:3, fyrir Pram. Valsmenn, sem urðu bikarmeist- arar 1988 með því að leggja Keflvíkinga, 1:0, leika sinn níunda bikarúrslitaleik þegar þeir mæta KR. Þeir urðu fyrst bikarmeistarar 1965 með því að vinna Skaga- menn, 5:3, en hafa síðan fjórum sinnum hampað bikai-num. Þess má til gamans geta að Atli Eðvaldsson, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR gegn Keflavík í gærkvöldi, varð bikarmeistari með Val 1988 og einnig þegar þeir unnu bikarinn 1974,1976 og 1977. Ragnar Margeirsson hefur leikið til úrslita með þremur félögum á síðustu sex árum. Keflavík, Fram og nú KR. Morgunblaðið/Einar Falur Afmælisbarninu fagnað eftir síðara mark leiksins. Frá vinstri: Antony Karl, Snævar Hreinsson, Magni Blöndal Pétursson, Ágúst (númer 15) og Þorgrímur fyrirliði Þráinsson. ff Hann á afmæli í dag... U Ágúst Gylfason gulltryggði Val úrslitasætið þremur mín. eftir að hann kom inná Bragason tók glæsilega rispu upp vinstri kantinn, Antony Karl missti „HAIMN á afmæli í dag...“ sungu Valsmenn í búningsklefa sínum eftir sigurinn á Víkingum (2:0) í undanúrslitum bikar- keppninnar í gærkvöldi. Ágúst Gylfason, sem kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik og hafði gert síðara mark liðsins aðeins þremur mín. síðar, hélt nefnilega upp á 19. af mælisdaginn í gær. Agúst var í sjöunda himni: „Færið var þröngt. Tony missti af knettinum, ég fékk hann á markteig og skoraði framhjá Skapti Hallgrimsson skrifar Guðmundi," sagði afmælisbarnið við Morgunblaðið að leikslokum, og bætti við: „Þetta hefur skemmtilegur af- verið óvenju mælisdagur." Sigur Valsmanna var sanngjarn. Víkingar voru að vísu ákveðnari í fyrri hálfleik, voru meira með knöttinn en fengu engin hættuleg tækifæri. Heimamenn nýttu hins vegar eina af fáum sóknum sínum í fyrri hálfleik. Þorgrímur tók aukaspyrnu og sendi knöttinn inn á teig, Víkingar náðu að spyrna út fyrir teig þar sem Magni Blönd- al spyrnti rakleiðis til baka. „Eg sá Magna skjóta; og þar sem skot hans eru oft furðuleg bjóst ég ekkert frekar við að hann myndi hitta boltann vel. Boltinn kom beint til mín og ég stýrði honum í fjær- hornið," sagði Þórður Birgir Boga- son við Morgunblaðið eftir leikinn — en hann fékk knöttinn frá Magna; var óvaldaður á mark- teignum. Víkingar sóttu linnulítið eftir markið, en eftir hlé tóku Valsmenn hins vegar völdin. Mestur vindur var úr gestunum en heimamenn hins vegar sannfærandi. Síðara markið kom svo á 77. mín. Baldur KN^TTSPYRNA / ENGLAND naumlega af fyrirgjöf hans en Ágúst var réttur maður á réttum stað og skoraði eins og hann lýsti sjálfur í upphafi. Ingi Björn Albertsson, Valsþjálf- ari, var ánægður með sína menn: „Við vorum meðvitaðir um síðasta íeik gegn Víkingum [2:2 í deild- inni]. Hugarfarið var ekki í iagi þá, en það breyttist nú.“ Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var ekki eins hress en tók tapinu karlmannlega: „Við fundum aldrei rétta taktinn. Þeir eru með feykilega gott lið, sterka vörn.“ AGANEFND Englendingar viljaekki Svarta dauða Hér má sjá Svarta dauða auglýsingaspjald, sem er á stúkunni á velli Scarborough, The Athletic Ground. Forráðamenn 4. deildarliðsins Scarborough beijast nú fyrir að fá að halda auglýsingu á bún- ingum félagsins; “Black Death Vodka - drink in peace,“ en for- ráðamenn ensku deildarkeppninnar settu bann á augiýsinguna á mánudaginn. Hér er um að ræða þriggja ára auglýsingasamning við fyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar í Luxemborg, sem framleiðir Svarta dauða, brennivín og vodka. Samn- ingurinn gefur félaginu 31,8 millj. ísl. kr. „Ég trúi ekki að enska deildin standi á þessu. Þessi samn- ingur gefur okkur svo mikla pen- inga,“ segir Geoffrey Richmond, stjómarformaður 4. deildarfélags- ins. Mál þetta hefur vakið gífurlega athygli í Englandi og hefur verið geysileg auglýsing fyrir Svarta dauðann frá Luxemborg, en fyrir- tæki Valgeirs hefur ekki haft við að svara fyrirspurnum um mjöðinn eftir að málið komst í fréttir í Engl&ndi og víðar. Tveir Eyjamenn íbanni gegn FH Tveir leikmanna ÍBV verða í banni í næsta leik liðsins í deild- inni — gegn FH í Hafnarfirði 11. ágúst. Það eru Jón Bragi Arnars- son, sem rekinn var af velli gegn Þór á mánudaginn, og Tómas Ingi Tómasson, sem fjórum sinnum hefur fengið að líta gula spjaldið í sumar. Tveir leikmenn úr 2. deild voru úrskurðaðir í bann á fundi aga- nefndar á þriðjudag. Ómar Torfa- son, ieikmaður og þjálfari Leifturs á Ólafsfirði, sem rekinn var af velli á dögunum, var úrskurðaður í tveggja leikja bann. Hann missti sjálfkrafa af viðureigninni við Fylki í fyrrakvöld en missir einnig af leikn- um gegn Tindastýli á Sauð- árkróki 10. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.