Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 Kvikmyndasjóður: Þorsteinn Jóns- son ráðinn fram- kvæmdastjóri Menntamálaráðherra hefur ráðið Þorstein Jónsson fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndasafns. Tekur hann við af Guðbrandi Gísla- syni, sem lét af störfum að eigin ósk, en hann hefur gegnt starf- inu í fjögur ár. Stjóm Kvikmyndasjóðs hefur skipað nýja úthlutunamefnd. í henni eiga sæti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur, Sigurður Valgeirsson útgáfustjóri og Róbert Amfinnsson leikari. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands skipa nú: Knútur Hallsson, formað- ur, skipaður af menntamálaráð- hera, Friðbert Pálsson, tilnefndur af Félagi bíóeigenda, Hrafn Gunn- laugsson, tilnefndur af Sambandi kvikmyndaframleiðenda, Kristín Jóhannesdóttir, tilnefnd af Banda- lagi íslenskra listamanna, og Sig- urður Sverrir Pálsson tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna. Skákmótið í Biel: Héðinn með fimm af átta Biel. Frá Fríðu Ásbjörnsdóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. HÉÐINN Steingrímsson hefur fengið 5 vinninga af 8 möguleg- um á opna skákmótinu í Biel í Sviss. Þijár umferðir eru eftir. Héðinn gerði jafntefli í 7. um- ferð við Snapik frá Póllandi, og í 8. umferð náði hann jafntefli gegn tékkneskum stórmeistara, Ognjen að nafni. Héðinn hafði svart, og fékk byijun sem honum líkar ekki sérstaklega vel. Honum tókst þó að snúa. taflinu við með skemmti- legum leik, og bauð strax á eftir jafntefli sem Ognjen þáði skömmu síðar. í stórmóti stórmeistara, sem fram fer jafnhliða þessu, hefur Anatolíj Karpov forustu með 7 vinninga. Hort er næstur með 6 'A vinning en Miles og Andersson eru með 6 vinninga. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Smiðir vatnsgeymisins, f.v.: Ómar Elísson, Sveinn Sig- mundsson og Kolbeinn Sig- Magnús Stefánsson nýráðinn sveitarsljóri Eyrarsveitar opnar fyrir lagnir frá vatnsgeyminum. mundsson. Grundar Q örður: Byggður 860 þúsund Ktra vatnsgeymir Grundarfirði. UNDANFARIN ár hefur vatnsskortur verið tilfinnanlegur í Grundarfirði. Þetta hefur valdið erfiðleikum allri fiskvinnslu en þó sérstaklega í rækjuvinnslu, sem er mjög vatnsfrek starfsemi. Ennfremur hefur það verið áhyggjuefni að við stórbruna fengist ekki nægilegt vatn til slökkvistarfa. Nú hefur verið bætt úr þessu með nýjum vatnsgeymi. Neysluvatnið er fengið úr bor- holum rétt innan við þorpið og yfir mesta annatímann nægir vat- nið úr þeim ekki alltaf til að hægt sé að halda uppi eðlilegri starf- semi í fiskvinnslunni. Þegar vatn- snotkun er mest er meðalnotkun yfír sólarhringinn u.þ.b. 24 lítrar á sekúndu, en það samsvarar 2.600 lítrum á hvert mannsbarn í þorpinu á sólarhring. Nú hefur þetta vandamál verið leyst með byggingu 860.000 Iítra vatns- geymis, sem ætlað er það hlutverk að miðla vatni inn í vatnsveitu bæjarins þegar borholurnar hafa ekki við. Almenna verkfræðistof- an hf. hannaði geyminn en hann var smíðaður hjá Vélsmiðjunni Árvík hér í Grundarfirði. Geymirinn var formlega tekinn í notkun 26. júlí sl. og er vatnss- korturinn þar með úr sögunni. Nú mun rækjumar ekki skorta baðvatn og ættu því framvegis að geta streymt tandurhreinar út úr rækjuverksmiðjunum í Grund- arfírði fyrirhafnarlaust. - Hallgrímur Sjö af tíu starfsmönnum Sýnar sagt upp störfum SJÖ af tíu starfsmönnum Sýnar hf. hefur verið sagt upp störfum í kjölfar kaupa Stöðvar 2 á meirihluta hlutafjár í fyrirtæk- inu. Uppsagnir hafa einnig kom- ið til framkvæmda á Stöð 2 eins Góðar heimtur gönguseiða: Mikið af merktum laxi í Langá VEIÐIMENN í Langá á Mýrum hafa verið að fá ’ann að und- anförnu og athygli þeirra hef- ur vakið hversu margir merkt- ir laxar eru í aflanum. Einn morguninn á neðsta svæðinu veiddust til dæmis 8 laxar og voru 7 þeirra merktir. Hlutfal- lið er reyndar breytilegt frá degi til dags, en að sögn Ingva Hrafns Jónssonar eins veiði- réttareigenda Langár var um fjórðungur aflans, er 600 laxar voru komnir á land, merktur lax. Þetta eru heimtur úr gönguseiðasleppingu í fyrra- vor, en þá voru sett 3000 seiði í kví í Sjávarfossi og 2000 seiði í kví í Sveðjufossi, fyrir ofan miðja á. Ingvi segir þessar heimtur á miðju sumri afar gleðilegar og athyglisverðar og óðum sé að slípast til tækni til að slétta út sveiflur í veiði frá náttúrunnar hendi. Langá á Mýrum hefur árum saman verið vettvangur mikilla athuganna og rannsókna. Þar hefur verið reynd margs konar tækni við seiðasleppingar og ýmsar tegundir seiða verið reynd. Þá hafa margir stofnar verið notaðir, en stofnablöndunin hefur ekki rýrt veiðina í ánni. Ingvi Hrafn sagði í samtali við Morg- unblaðið að heimturnar hefðu í för með sér að sterklega kæmi til greina að stórauka sleppingar af þessu tagi, menn hefðu smám saman sankað að sér reynslu og nú blasti við að nýta þá miklu kunnáttu sem náðst hefur. Hann sagði enn fremur, að úr 35 merkj- um sem lesið var úr eftir eina viku, hefðu 20 verið frá kvínni í Sjávarfossi, 12 úr kvínni í Sveðju- fossi, 1 úr sleppingu seiða 1987 í Langavatni og tvö úr sleppingu í Urriðaá, sem er smáspræna skammt fyrir vestan Langá. og fram kom í blaðinu í gær og var 21 ráðningarsamningi sagt upp. Auk þess munu 17 manns hætta störfum án þess að ráðið verði í stað þeirra. Áður hafði tveimur fréttamönnum á út- varpsstöðinni Bylgjunni verið sagt upp störfum.- Meðal þeirra sem sagt var upp í gær hjá Stöð 2 voru tæknimenn og aðstoðarfólk við dagskrárgerð en uppsagnir snerta með einhveij- um hætti flestar deildir fyrirtækis- ins. Nýtt stjórnskipulag hefur tekið gildi hjá Islenska útvarpsfélaginu hf. sem formlega hóf starfsemi í gær eftir sameiningu samnefnds félags og Stöðvar 2. Skipulagið felur í sér að sett hefur verið á stofn framleiðslusvið sem tekur yfír alla dagskrá í útvarpi og sjón- varpi. Innan sviðsins eru fjórar deildir þ.e. fréttadeild, þjónustu- deild, dagskrárdeild og útvarps- deild. Páll Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fram- leiðslusviðs tímabundið eða fram til 1. febrúar n.k. Páll Þorsteinsson mun veita hinni nýju útvarpsdeild forstöðu. Þá hafa verið kjörnir tveir nýir stjórnarmenn í stjórn hins nýja útvarpsfélags. Þeir eru Jó- hann Óli Guðmundsson og Hjörtur Örn Hjartarson. Þorvarður Elíasson, sjónvarps- stjóri, sagðist í samtali við Morgun- blaðið vonast til að útsendingar gætu fljótlega hafist hjá Sýn þar sem boðið yrði upp á bíórás. Enn- fremur þyrfti að skoða þann þátt er lyti að auglýsingagerð sem bæði væri innan Sýnar og Stöðvar 2. Væntanlega yrði hún sameinuð innan Sýnar en víðtækari hug- myndir væru einnig í gangi um eflipgu auglýsingagerðar. Á laugardag var haft eftir Jón- asi Kristjánssyni, ritstjóra DV hér í blaðinu að hann teldi ákvörðun hluthafafundar Sýnar um að minnka hlutafé í fyrirtækinu úr 184 milljónum í 108 milljónir ólög- lega. Þegar þessi gagnrýni var borin undir Jóhann J. Ólafsson, stjómarformann Stöðvar 2, sagði hann það misskilning að hlutafé félagsins væri 184 milljónir. „Það var aukið upphaflega úr 8 milljón- um í 108, þ.e.a.s. um 100 milljón- ir. Síðan fékk stjórnin heimild til að auka það enn um 76 milljónir. Sú heimild var aldrei notuð. Þrátt fyrir það var hlutafé félagsins til- kynnt 184 milljónir. Það var aðeins verið að leiðrétta þessa röngu til- kynningu og breyta henni úr 184 milljónum í 108 milljónir. Það stendur óhaggað að við höfum keypt 56% af núverandi hlutafé Sýnar, 108 milljónum.“ Endurnýjun innanlandsflota Flugleiða: Kaupleigusamningur undirritaður við Fokker Kaupleigusamningur milli Flugleiða og Fokker-verksmiðjanna var undirritaður í Hollandi á mánudag. Gerir samningurinn ráð fyrir kaupum á þremur Fokker F-50-vélum og kauprétti á þeirri íjórðu. Þá var á sama tíma gengið frá sölu á þeim fimm Fokker F-27-vélum sem Flugleiðir notast við í innanlandsflugi sínu í dag. Flugleiðir mun hafa nýju vélam- ar þrjár á leigu í tíu ár og öðlast síðan rétt til að kaupa þær á föstu umsömdu verði. Er umsamið verð 12 milljónir dollara eða um 730 milljónir króna. Vélarnar fimm sem nú eru í notkun hafa verið keyptar af fjármögnunarfyrirtæki sem er í eigu Fokker og voru þær seldar á 7,5 milljónir dollara eða um 430 milljónir króna. Fyrstu tvær F-50-vélarnar verða afhentar í marsmánuði árið 1992 og sú þriðja í maímánuði sama ár. Fyrir 15. september nk. mun stjórn Flugleiða svo ákveða hvort einnig verði nýttur kauprétturinn á fjórðu vélinni og ef svo verður fæst hún afhent í lok ágúst árið 1992. Samninginn við Fokker undirrit- uðu fyrir hönd Flugleiða þeir Sig- urður Helgason, forstjóri, Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, Bjöm Theodórs- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs, og Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Austur-Þýskaland: Vegabréfsárit- anir afnumdar Með erindaskiptum á milli Jón: BaldVins Hannibalssonar, utanríkis ráðherra, og Markusar Meckels utanríkisráðherra þýska alþýðulýð- veldisins, hefur verið gengið frí samkomulagi milli þýska alþýðulýð- veldisins og íslands um gagnkvæmi afnám vegabréfsáritana miðað vit þriggja mánaða dvöl. Þetta sam komulag tók gildi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.