Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 9 Lokað Nuddstofa mín verður lokuð frá 1. ágúst til 20. ágúst vegna sumarleyfis. Eðvald Hinriksson, sjúkraþjálfari. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar. TOYOTA COROLLA HB ’86 Drappl. 4 gíra. 3 dyra. Ekinn 52 þús/km Verð 500 þús. TOYOTA COROLLA XL ’88 Grár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 26 þús/km. Verð 820 þús. MAZDA 929 GLX '88 Hvítur. Sjálfsk. 4 dyra. Nýr bíll. Verð 1200 þús. staðgr. TOYOTA COROLLA '86 Drappl. Sjálfsk. 4 dyra. Ekinn 67 þús/km. Verð 550 þús. MMC COLT GTi-16 '89 Rauður. Rafm. í öllu. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 27 þús/km. Verð 1140 þús. TOYOTA LANDCRUISER II ’88 Drappl. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 62 þús/km. Verð 1380 þús. staðgr. 44 1 44 - 44 7 33 TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Erfið laga- setning Flennifyrirsögn Timans í gær var á þessa leið: Úrlausnin varð bráðabirgðalög. Verður hún ekki skilin á annan veg en þann að málgagn Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra hafi talið víst, að ráðherr- anum tækist í fyrrakvöld að knýja íram lagasetn- ingu innan ríkisstjórnar og í þingflokkum stjóm- arliða. Vi|ji Steingríms náði hins vegar ekki fram vegna andstöðu Al- þýðubandalagsins. Af- staða Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra til bráða- birgðalaga kom fram strax í síðustu viku, þeg- ar hann lagði fram til- lögu um að þau yrðu sett. Hafa þeir Steingrímur og Jón Baldvin umboð sinna þingflokka til að standa að lausn málsins með lögum. Á forsíðu Tímans sagði síðan, að bráðabirgðalög rikisstjómarinnar kvæðu á um frestun með al- mennri lagasetningu á 4,5% launahækkun allra launþega í landinu. í gær tilkynntu Vinnuveitenda- samband íslands (VSÍ) og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna (VMS) Alþýðusambandi íslands (ASI), að gengi 4,5% launahækkun til BHMR fram teldu VSÍ og VMS „sig ekki eiga annarra kosta völ en að tryggja viðsen\jendum sinum hliðstæða launaþróun.11 Staðan er flókin innan Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grimsson flármálaráðherra lagði á mánudaginn fram tilboð á fundi með viðræðu- nefnd BHMR, sem fól það meðal annars í sér, að BHMR héldi 4,5% hækk- uninni frá I. júlí en fengi síðan ekki frekari hækk- anir út samningstíma al- mennu kjarasamning- aima. Er hami nú sam- Óvissuástandi um framtíð þjóðarsáttar eytt með ákvörðun á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi? Úrlausnin varð bráðabirgðalög Titringur í stjórninni Ríkisstjórnin hefur undanfarna sólarhringa staðið í ströngu við að berja saman lagatexta í því skyni að afnema samningana sem hún gerði í maí 1990 við Bandalag háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna (BHMR). Ervandasamt fyrir stjórnina að vinna sig út úr þessu sjálf- skaparvíti. Eftir miðstjórnarfund Alþýðu- bandalagsins á Egilsstöðum fyrir skömmu var því lýst yfir að þræta Ólafs Ragnars Grímsson- ar fjármálaráðherra við BHMR væri einskonar innanflokksmál Alþýðubandalagsins. Titrar stjórnin nú af þeim sökum. mála því, sem segir á forsíðu Tímans í gær, að 4,5% launahækkun til allra launþega í landinu verði afnumin? Eða vill hann að lögin heimili 4,5% hækkun til allra en skeri síðan á frekari hækkanir? Forsíða t>jóðvi(jans í gær bendir til þess, að þar á bæ hafi menn talið liklegt að sett yrðu lög í fyrrakvöld. Helsta fyrir- sögnin á forsíðunni var þessi: BHMR skikkað í þjóðarsátt. Fréttin hefst á þessum orðum: „Sam- kvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur rikissljóm- in komið sér saman um að setja lög til þess að leysa BHMR-deiluna, en þegar I>jóðviljinn fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst hvert innihald laganna verður. Hins vegar er (jóst að BHMR mun kaima hvort laga- setning samrýmist stjórnarskrá landsins og bandalagið hyggst láta reyna á málið hjá æðstu dómstólum. Stjóm ABR, [Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur] samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem segir meðal annars að ráðhermm Alþýðu- bandalagsins beri að segja af sér ef til laga- setningar kemur.“ Afsögn ráðherra Engir þekkja það bet- ur en alþýðubandalags- menn hve óliklegt er að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins segi af sér vegna einhverra mála, sem flokkur þeirra telur eiga að ráða úrsögn. Sérfræð- ingur í þeirri tegund ráð- herrasósíalisma er eng- inn annar en Ólafur Ragnar Grímsson, sem réðst á sínum tima harkalega á þá Svavar Gestsson, Ragnar Ara- alds og Hjörleif Gutt- ormsson fyrir þaulsetu i rikisstjóm, þrátt fyrir að málefni Alþýðubanda- lagsins næðu ekki fram. Nú er hins vegar svo komið fyrir Alþýðu- bandalaginu, að það ber ekki lengur nein málefni fyrir bijósti. Síðasta glögga dæmið um það sjá menn með því að líta á hvemig ráðherrar flokksins og þingflokkur kyngja gömlu stefnunni í stóriðjumálum. Þegar Ijóst varð að rikisstjómin og Ólafur Ragnar fjármálaiáð- herra höfðu samið hrapal lega af sér með samning- unum við BHMR í maí 1989 og öll lofsyrði Ólafs Ragnars um þann samn- ing vom í raun öfugmæli var hann fljótur að lýsa yfír því, að ekki kæmi til álita að hann segði af sér. Það tíðkaðist að vísu sums staðar, að ráðherr- ar öxluðu ábyrgð á mis- tökum með því að segja af sér embætti en það ætti ekki við um sig. Lét Ólafur Ragnar raunar í veðri vaka, að hér segðu ráðherrar yfírleitt ekki af sér. Það var rang- hermi. Þess em vissulega dæmi að ráðherrar á Is- landi viki úr embætti. í Þjóðviljanum í gær stendur á forsiðu: „En sem fyrr segir fundaði stjórn Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í gærkvöldi og sendi að fundi loknum frá sér ein- dregin mótmæli gegn lagasetningu. I ályktun ABR er minnt á að frjáls samningsréttur sé einn af hornsteinum þess þjóðfélags sem AB hefur viljað beijast fyrir. Fullri ábyrgð er lýst á hendur rikisstjóminni, en þó sér- staklega forsætisráð- herra og fjánnálaráð- herra. ABR telur jafiiframt að ráðherrar AB eigi að segja af sér ef samkomu- lag verður í ríkisstjórn- inni um að „fara að launafólki með valdbeit- ingu“.“ Ólafur Ragnar Grímsson hefur haft samþykktir ABR að engu — en hvað gera þeir Svavar Gestsson og Stemgrímur J. Sigfus- son? Skjóta þeir sér á bak við „ráðherrasósíal- ismann" að þessu sinni með Ólafi Ragnari? Við eigum 0LÍS, f r* r 1 og gi Gengi hlutabréfa hjá Kaupþingi hf. 2. ágúst 1990: Kaupgengi Sölugengi Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf.. 1,20 1,26 Eimskipafélag Islands hf 4,65 4,88 Flugleiðir hf 1,74 1,83 Hampiðjan hf 1,62 1,70 Hávöxtunarfélagið hf 15,00 15,75 Hlutabréfasjóðurinn hf 1,50 T57 Eignarhaldsfélag Iðnaðarbankans hf. 1,54 1,62 Olíufélagið hf 5,00 5,25 Olíuverslun íslands hf. (OLÍS) 1,74 1,83 Sjóvá-Almennar hf 6,20 6,50 Skagstrendingur hf 3,60 3,80 Skeljungurhf 5,00 5,25 Tollvörugeymslan hf 1,00 1,05 Utgerðarfélag Akureyringa hf 2,50 2,63 Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf 1,30 1,37 Þróunarfélag íslands hf 1,58 1,68 Hlutabréf í flestum ofangreindum hlutafélögum eru greidd út samdægurs. SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA í fyrra gátu einstaklingar keypt hlutabréf í fyrirtækjum, viðurkenndum af rikisskattstjóra, fyrir ailt að kr. 115.000 og þar með lækkað tekjuskatt sinn um kr. 43.400. Nú í vikunni eru því margir að fá tilkynningu um endur- greiðslu frá skattyfirvöldum. Tölurnartvöfaldast fyrirhjón, þ.e. skattalækkunin varð kr. 86.800. Þar sem gengi/verð hlutabréfa hækkar iðulega á síðustu mánuðum ársins sökum umfram eftirspurnar, er betra að huga að kaupunum í tíma. Allar upplýsingar gefa fáðgjafar okkar t síma 68 90 80. SELJENDUR SKULDABRÉFA ATHUGIÐ Mikil eftirspurn er nú eftir góðum veðskulda- bréfum ogskuldabréfum traustra fyrirtækja. Útborgun samdægurs. Sölugengi verðbréfa 2. ágúst ’90: EININGABRÉF 1 ...5.018 EININGABRÉF 2 ...2.733 EININGABRÉF3 ...3.302 SKAMMTÍMABRÉF ...1.695 KAUPÞING HF Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.