Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 11 Leiðréttii\g Við vinnslu afmælisgreinar um Sigríði Jónsdóttur frá Melbreið hér í blaðinu í fyrradag urðu þau mis- tök, að rangt var farið með nafn eiginkonu Valbergs Hannessonar, sonar Sigríðar. Rétt er, að hann er kvæntur Áshildi Magnúsdóttur. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Utvarpsstjóri umpólast rétti tíminn til að reyna sig! eftir Skúla G. Jóhannesson Eftir að hafa lesið grein Markús- ar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra RÚV, í Morgunblaðinu 27. júlí sl., sé ég, að hann hefur platað marga og líka mig. Sú var tíðin, að Mark- ús Örn ferðaðist milli landa í því skyni að kynna sér rekstur fijálsra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Sú var einnig tíðin að Markús Öm ritaði lærðar greinar og hélt erindi um sömu mál á vegum Sjálfstæðis- flokksins og fleiri aðila. Ég sá framtíðina í Markúsi Erni og hef alltaf kosið hann til starfa. Þessi fyrrverandi fréttamaður Ríkissjónvarpsins þegar engin önn- ur sjónvarpsstöð var til og borgar- fulltrúi flokks einkaframtaksins töldu pólitískir samheijar heppilegt að gegndi starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, á tímum mikilla . breytinga. Þar töldu margir að biði vanda- samt og spennandi verkefni við að skapa Ríkisútvarpinu nýjan sess í nýju fjölmiðlafyrirkomulagi. Miklar umræður hafa að undan- fömu orðið um stöðu Ríkisútvarps- ins annars vegar og fjárhag þess og hins vegar um Stöð 2 og aðra fijálsa ljósvakamiðla. Oft hefur komið fram, að Ríkisút- varpið og þar með ríkissjónvarpið, hefur algjöra sérstöðu meðal fjöl- miðla á íslandi. Ekki aðeins er stofnunin í eigu ríkisins, heldur landsmönnum öllum gert skylt með lagaboði að greiða skatta til stofn- unarinnar. Eðilegt kann að virðast, að ein- stakir starfsmenn Ríkisútvarpsins gangi fram fyrir skjöldu til að veija stofnun sína, ekki síst þar sem þeir eiga nokkuð undir því að „vinnu- staðurinn" verði áfram við lýði, þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður í íslensku þjóðlífi. Fáa hefur líklega órað fyrir því, að Markús Örn Antonsson myndi ganga harðast fram af öllum í bar- áttunni við einkaframtakið í út- varpsrekstri. Markús Örn Antons- son virðist telja það heilaga skyldu sína og Ríkisútvarpsins að berjast með öllum ráðum gegn þeim aðilum sem standa í rekstri af líkum toga. Venjulega er það gert í nafni „al- mannaheillar“, „af öryggisástæð- um“, „vegna landsbyggðarinnar" eða til „verndar íslenskri menn- ingu“. Virðist þá tilgangurinn helga meðalið. Svo virðist að forsvars- menn Ríkisútvarpsins telji allt jafn mikilvægt sem þeir taka sér fyrir hendur undir framangreindum for- merkjum, þar með er til dæmis tal- in sýning erlendra sápuópera, flutn- ingur erlendrar tónlistar og fleira. Þrátt fyrir skylduáskrift (einok- unina) og mikinn áróður í ríkisfjöl- miðlunum, þrátt fyrir lögfræðihót- anir og uppboðskröfur þá upplýsir útvarpsstjórinn, að einn þriðji lands- manna greiði ekki afnotagjald til Ríkisútvarpsins. — Það er umhugs- unarvert. í grein sinni í Morgunblaðinu verður Markúsi Erni tíðrætt um að kaupsýslumenn hafi platað banka, að banki hafi platað aðra kaup- sýslumenn og svo koll af kolli, til að „bjarga“ Stöð 2. — í ljósi for- tíðar Markúsar Arnar og fyrri skoð- ana hans virðist hins vegar ekki úr vegi að halda því fram, að eng- inn hafi platað eins mikið og Mark- ús Örn sjálfur. Hinn fyrrverandi boðberi fijáls og óháðs útvarps- og sjónvarps- „Fáa hefur líklega órað fyrir því, að Markús Orn Antonsson myndi ganga harðast fram af öllum í baráttunni við einkaframtakið í út- varpsrekstri.“ rekstrar gengur nú harðast fram í baráttu sem gæti leitt til afnáms hinna fijálsu og óháðu fjölmiðla. Boðberi fijálslyndisins virðist hafa „umpólast“. Ég vona að hann og hans pólitísku samheijar nái áttum áður en þeir kæfa það sem þeir áður börðust fyrir. Höfundur erkaupmnður í Reykjavík. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Skúli G. Jóhannesson FORSTÖÐUMAÐUR Stofnun í Hafnarfirði óskar eftir að ráða forstöðumann sem fyrst. - Æskilegt er að umsækjendur séu viðskiptafræðingar eða hafi sam- bærilega menntun. - Nauðsynlegt er að viðkomandi geti starfað sjálfstætt og hafi ákveð- ið frumkvæði í uppbyggingu og rekstri stofnunarinnar. - Krafist er þægilegrar og góðrar framkomu. - Launakjör samkvæmt samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst nk. Ráðning verður sem fyrst. SKRIFSTOFUSTARF Sama stofnun í Hafnarfirði óskar að ráða starfsmann til al- mennra skrifstofustarfa sem fyrst. - Um er að ræða hálfsdagsstarf. - Leitað er eftir starfskrafti með góða alhliöa menntun og reynslu. - Bókhaldskunnátta og reynsla í tölvuvinnslu nauðsynleg. - Krafist er þægilegrar og góðrar framkomu. - Launakjör samkvæmt samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst nk. Ráðning verður sem fyrst. Afleysinga- og rádningaþjónusta i Lidsauki hf. W Skólavördustig la — 101 Reykjavik - Sími 621355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.