Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 2. ÁGÚST 1990 39 Marton og Jozsef Hunek verkfræðingur og kennari við Tækniháskól- ann í Búdapest. DRAUMAFERÐIN Island á 14 dögnm Breytingar í átt til aukins frelsis íbúa í Austur-Evrópu urðu til þess að ungverski verkfræðingurinn Jozsef Hunek gat látið langþráðan draum um að koma til íslands ræt- ast í vor. Jozsef og sonur hans Marton lögðu af stað frá Búdapest í Iok maí. Þeir óku sem leið lá í gegnum Evrópu og komu til Hanst- holm, norðarlega á Jótlandi, nokkr- um dögum seinna. Þaðan héldu þeir af stað með feijunni Norrænu 2. júní til Færeyja. í Færeyjum voru þeir í þijá daga áður en þeir héldu til íslands. I ferðasögu sem Jozsef sendi danska blaðinu Thisted stuttu eftir að þeir Marton komu heim til Búda- pest lýsir hann yfir mikilli ánægju með ferðalagið. „Ferðin gekk eins og í sögu,“ segir Jozsef meðal ann- ars í bré'fmu. „Og Ladan okkar stóð sig með prýði,“ segir hann, en þess má geta að þær tvær vikur sem feðgarnir stóðu við á íslandi var henni ekið 3.200 kílómetra. „Ég á erfitt með að gera upp á milli fall- egra staða á Islandi,“ segir Ung- veijinn. „Þó ætla ég að minnast sérstaklega á Djúpavog, Jökulsár- lónið, Skaftafell, Skóg:afoss, Gull- foss, Geysi, Þingvelli, Krísuvík, Bláa lónið, Reykjavík, Búðir, Ól- afsvík, Stykkishólm, Breiðuvík, Látrabjarg, marga fallega staði á Vestfjörðum, Ólafsfjarðarmúla, Goðafoss, Akureyri, Mývatn, Detti- foss, Hafragilsfoss, Eskifjörð, Nes- kaupstað, Hallormsstað og að lok- um Seyðisíjörð. Það var ógleyman- leg reynsla að koma á þessa staði,“ bætir Jozsef við, en í bréfinu kemur fram að hann og sonur hans hafi tekið 500 myndir í ferðinni. „Við tókum með okkur mat frá Ungveijalandi," segir Jozsef. „Og keyptum aðeins brauð og smjör á íslandi. Við prófuðum líka fyrsta flokks fisk hjá þeim,“ segir. verk- fræðingurinn en honum þykir rétt að taka fram að aurinn á vegunum hafi verið svo mikill að félagarnir hafi þurft að þvo af bílnum á hveij- um degi, stundum jafnvel tvisvar á dag. Jozsef segir að þeir Marton hafi yfirleitt sofið í bílnum. „Stund- um sváfum við að vísu í sæluhús- um,“ segir hann. „En við tókum aldrei neitt af vistunum þar. Okkur þótti betra að hafa þak yfir höfuðið þegar rigningin dundi úti,“ segir hann. „Annars sváfum við aldrei meira en átta tíma á sólarhring í ferðinni. Það gerðum við til þess að komast yfir meira enda tíminn naumur.“ Eftir tveggja vikna ferðalag á Islandi var haldið til Hamborgar en þaðan til Búdapest í gegnum Prag. Jozsef segist hafa verið þreyttur eftir ferðalagið, einkum síðasta hlutann sem hann ók í einni lotu, en hann er ánægður og tilbúinn til að takast á við verkefni sem fram- undan eru hjá honum í vinnunni. Þakstál með stíl Plannja Úb þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, slmi 78733. Blikkrás hf, Akureyri, simi 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri Irtaáferð, svartri eðatígulrauðri. ÍSVÖR HF. Smiöjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 Hlib 1 1. Síðan skein sól - Hvursu lengi 2. Pís of keik - Lag eftir lag 3. Hjálparsveitin - Neitaðu að vera með 4. Gulleyjan - Aftur og enn 5. Styrming - Aðeins jiú Hlib 3 1. Síðan skein sól - Mér finnst það fallegt 2. Langi Seli og Skuggamir - ísjakinn 3. Danshljómsveit Hjalta Guðgeirssonar ásamt fslandsvinum - Gamalt og gott 4. Exist - Nótt 5. Eftirlitið - Frá byrjun Hlib 4 1. Sverrir Stormsker - Ávallt viðbúnir 2. Þærtvær - Mistök 3. Rokkabillyband Reykjavíkur Er það mér um megn 4. Fullt tungl - T il í allt 5. Karma - Hver ful ást Hlib 2 1. Ari og Guðrún - Sumarsæla 2. Síðan skein sól - V ertu þú sjálfur 3. íslandsvinir - Sæmundur 4. Styrming - Góðan dag 5. Anna Mjöll - Kvennabósinn I ÍSLANDSVINIR KARMa eftirlitid *A*Vöu J GULLEYJAN HIAl T4L^MSVe,T iswnSÆIÍÍÍJ Pottþétt plata þar sem magn og gæbi fara saman S *K *l • F *A*N LAUGAVEGI 33 -LAUGAVEGI 96 0G I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.