Morgunblaðið - 21.09.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 21.09.1997, Síða 20
I 9 Y80Í 3MSM1Í®§ .í§3U? iö SUNNUDAGL'R 21; SEPTEMBKR i FIMM Esjustelpur sem stilltu sér upp á skiþinu fyrir ljósmyndara Morg- unblaðsins árið 1949. í neðri röðinni frá vinstri eru Elfriede Hagelstein, sem fluttist síðar til Ameríku, Use Wallmann og Helga Klitch, sem báðar búa ennþá á íslandi. • Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ESJU- STELP- URNAR Sögulegur bakgrunnur kvíkmyndarínnar „Maríu“, sem frumsýnd verður á föstudag- inn, er koma meira en þrjú hundruð þýskra landbúnaðarverkamanna til íslands. Flestir þeirra komu með strandferðaskipinu Esjunni í júní árið 1949. Helgi Þorsteinsson segir frá skrautlegri móttökuathöfn slompaðra íslendinga á hafnarbakkanum í Reykjavík og ástamálum íslenskra bænda og þýskra vinnukvenna og ræðir við eina þeirra, Ilse Wallmann-Amason. MIÐVIKUDAGINN 8. júní 1949 sigldi strand- ferðaskipið Esja inn í ytri höfnina í Reykjavík eftir langferð frá meginlandi Evr- ópu. Um borð voru 184 farþegar, þýskt verkafólk sem Búnaðarfélag Islands í samstarfí við íslensk stjórnvöld hafði ráðið til starfa fyr- ir bændur um allt land. Skipið var meira en fullhiaðið, því undir venju- legum kringumstæðum bar Esjan ekki nema 150 manns. Sumir úr hópnum höfðu því orðið að sofa á dýnum í lestinni. Ekki þótti óhætt að hleypa skip- inu í innri höfnina fyrr en fjölmenn móttökunefnd hafði fullvissað sig um að allt væri í lagi með ferðalang- ana. Um borð fóru fulltrúar stjórn- valda, Búnaðarfélags íslands, hér- aðslæknirinn, augnlæknir, tollþjón- ar, starfsmenn útlendingaeftirlits- ins, túlkar og ýmsir aðstoðarmenn. Reykvíkingar höfðu beðið spenntir eftir komu útlendinganna og óvenjumargt fólk var á gangi eftir Skúlagötunni og horfði á Esj: una þar sem hún lá í höfninni. í Tímanum var svo sagt frá að það væri „rétt eins og þetta alkunna skip hefði allt í einu skipt um ham eða sveipazt einhveijum ævintýra- ljóma.“ Þeir óþreyjufyllstu fóru á bátum út að skipinu til að gá hvort ekki sæist bregða fyrir framandi andliti um borð, „og minnti þetta á frásagnir úr ferðabókum af því er skip koma til einhverrar Suðurhafs- eyjar, og frumbyggjamir þyrpast á smábátum sínum út að skipinu af því að þeir hafa ekki séð skip svo árum skiptir." „Við erum nasistar!“ Það var skýjað en milt í veðri þegar Esjan sigldi loks inn í innri MÖRGUNBLAÐÍÐ höfnina og lagðist að hafnarbakk- anum um klukkan hálffjögur um nóttina. Þar var fyrir fjöldi íslend- inga, karlar jafnt sem konur og á ýmsum aldri. Breskir sjóliðar á skipi sem lá í höfninni fyigdust einnig með komu þessara fyrrum fjand- manna sinna. Sumir íslensku karl- mannanna höfðu fengið sér vel í staupinu. Einn þeirra, ungur mað- ur, gekk fram á hafnarbakkann og rétti höndina í átt til nokkurra Þjóð- veija sem stóðu á framþiljum skips- ins. Karlmaður einn í hópnum tók kveðjunni. íslendingurinn dró þá upp brennivínsflösku og rétti nýfengnum kunn- ingja sínum. Þjóðveijinn tók við og setti á munn sér. Hann missti þó fljót- lega lystina, því ungi maðurinn kastaði skyndi- lega upp niður með skipshliðinni. Um klukkan fjögur var settur niður landgangur og skömmu síðar komu bílar sem flytja áttu fólkið inn í bæinn. Slompaðir íslendingar köll- uðu ýmis óprenthæf orð til þess, eins og þeir vildu kenna útlending- unum eitthvað á tungumáli sínu sem ekki væri að finna í orðabókun- um. Einn bætti um betur og sagði á móðurmáli gestanna, „Wir sind Nationalsosialisten!“, „Við erum nasistar!" Með aðstoð ölvaðra, en riddara- legra, íslenskra karlmanna tókst Þjóðveijunum að koma farangri sín- um fyrir á bílunum. Næsti viðkomu- staður var Flugvallarhótelið þar sem boðið var upp á morgunverð. Að honum loknum hélt áfram lækn- isskoðun, bæði gegnumlýsing og blóðrannsókn. Skapraun og óþægindi af ágangi Forvitni íslenskra karlmanna um þýsku konurnar hafði ekki verið svalað. Allan daginn var hringt á gistihúsið og spurt hvort ekki mætti koma og líta á þýska fólkið. Nokk- ur fjöldi fólks var á ferðinni í kring- um gistihúsið á bílum sínum, „bæði fullir og ófullir" að sögn blaða- manns Tímans. Sumir gengu meira að segja svo langt að leggjast á glugga gistihússins til að sjá „Esju- stelpunum" bregða fyrir. Dr. Broddi Jóhannesson, sem skipulagði móttökurnar, kvartaði seinna yfir því að Þjóðveijarnir hefðu haft skapraun og óþægindi af ágangi bæjarbúa. „Einkum bar á því, að drukknir menn sæktust eftir því að veita þeim áfengi. Fyrir þessar sakir varð ekki hjá því kom- izt að setja nokkrar skorður við fijálsu samneyti íslendinga og Þjóð- veijanna.. Ein þýsku kvennanna beið áþreif- anlegan skaða af áganginum, því veski hennar var stolið af hótelinu. Það fannst síðar í nágrenninu, en allir peningar voru horfnir. Eins og á þrælamarkaði Um hádegið flutti starfsmaður Búnaðarfélagsins ávarp til verðandi húsbænda erlenda verkafólksins. Þjóðviljinn, sem reyndar hafði flest á homum sér varðandi komu þýska fólksins, sagði ávarpið hafa verið líkast því sem ímynda mætti sér að þrælasalar á markaði í Alsír hafí sagt um ís- lenska bandingja sem þangað komu árið 1627. „Allt orðalag þarna var með þeim hætti sem menn nota um skepnur en ekki manneskjur. Hlust- endum fannst einsog maðurinn mundi á hverri stundu ráðleggja bændum að taka með sér múl þeg- ar þeir færu að sækja kaupakonur sínar, - að minnsta kosti mundi ekki skaða að hafa fjárhunda við hendina." Þjóðviljamenn voru á móti komu Þjóðveijanna vegna þess að þeir óttuðust að þeir yrðu notaðir sem „kaupskrúfa á íslenskan verkalýð." Fljótlega eftir að fréttist af áform- um Búnaðarfélagsins hafði Alþýðu- samband íslands lýst andstöðu sinni við þau af sömu ástæðu. „Verði hins vegar af þessum innflutningi," segir í ályktun ASÍ frá apríl 1949, „gengur miðstjómin ríkt eftir því, að fólk þetta verði tafarlaust svipt landvistarleyfí og flutt til heima- lands síns, ef það sýnir sig í því að hverfa frá landbúnaðarstörfum eða leitast við að setjast að í bæjum og þorpum landsins." Hjálpsemi og góðvild Reykvíkinga Að læknisskoðuninni lokinni voru Þjóðveijunum gefnar fimmtíu krón- ar og íslensk-þýsk orðabók og leyft að skoða sig um í bænum. Þeir virð- ast þar hafa kynnst betri hliðum íslendinga. Tíminn sagði frá því að fólkið hefði dásamað „alla þá hjálpsemi og góðvild er það mætti hvarvetna hér í Reykjavík. Flestir reyndu að hjálpa því ef svo bar undir. Ein þýzk stúlka fór til dæmis inn í búð hér í bænum, daginn sem hún stansaði hér, og ætlaði að kaupa sér plastik-vinnusvuntu. Þegar hún ætlaði að greiða svuntuna, sagðist afgreiðslustúlkan ætla að borga hana sjálf og gefa henni svuntuna." Næstu daga voru Þjóðveijarnir fluttir út á land til vinnustaða sinna. Sumir bænda sem óskað höfðu eft- ir þýsku vinnuafli þurftu þó að bíða enn um sinn, því hluti þeirra sem ráðnir voru, voru að koma með tog- urum til landsins næstu vikurnar og mánuðina. Síðasti hópurinn kom til landsins í nóvember. Sveitarómantík Það gekk á ýmsu í samskiptum þýska verkafólksins og íslensku bændanna. Sumir Ijóðveijanna óskuðu fljótlega eftir því að fá að skipta um vinnustað vegna ósam- komulags við húsbændurna, van- greidds kaups og slæms aðbúnaðar. Víðar varð þó þróunin sú sem búist hafði verið við og vonast eftir. Róm- antíkin blómstraði. Blaðamaður Morgunblaðsins, sem fór um borð í Esjuna fyrsta kvöldið sagði að sumar stúlkumar hafi sagt sér að þær langaði til að kynnast íslensk- um piltum. í Þýskalandi var skortur á karlmönnum, í íslenskum sveitum voni karlmenn í meirihluta. í desember 1949, hálfu ári eftir komu Þjóðveijanna, sagði Einar Olgeirsson alþingismaður frá því á þingi að „upp undir 40 þýzkar stúlk- ur, sem komið hafa hingað til lands á vegum búnaðarsamtakanna" hafi gifst íslenskum karlmönnum, og þar með öðlast íslenskan ríkisborg- ararétt. Einu ári síðar sagði Páll Zóphaníasson, þáverandi búnaðar- málastjóri frá því að milli 50 og 60 þýskar stúlkur væru giftar ís- lenskum karlmönnum, aðallega bændum. Þessum hjónaböndum átti enn eftir að fjölga, auk þess sem dæmi voru um að Þjóðveijarnir gift- ust innbyrðis og settust að á íslandi. Ágætar ektakvinnur Nokkrum árum seinna kom til umræðu á Alþingi að fá fleira er- lent verkafólk til starfa í landbúnað- inum. Var þá meðal annars rætt um það hvort gefa ætti útlendingunum leyfi til að yfirfæra kaup sitt í er- lendan gjaldeyri. Ólafur Thors forsætisráðherra spurði þá, reyndar meiri í gríni en alvöru, „hvort það er ástæða til á þessu stigi málsins að hafa áhyggjur út af að yfirfæra kaupgjald þeirra verkakvenna, sem hingað ráðist, því að guð og gæfan hefur nú hag- að því svo, að þær hafa flestar gifzt hér ágætum bændum og reynzt vel í sínu starfi, bæði fyrst við hússtörf- in og seinna, að því er mér er sagt, sem ágætar ektakvinnur á heimil- um bændanna.“ Karlmenn eru flestir kvensamir Örlög þýska fólksins í íslensku sveitunum voru þó mismunandi og reynsla Maríu í mynd Einars Heimissonar, sem þarf að kljást við kynsvelta bóndann Jónas, átti sér hliðstæður í raunveruleikanum. í ágúst 1949 skrifaði starfsmað- ur Búnaðarfélagsins Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra bréf um mál þýskrar vinnukonu sem virðist hafa orðið fyrir einhverri Óþægindi af ágangi bæjarbúa Langaði að kynnast íslenskum piltum I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.