Morgunblaðið - 21.09.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.09.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 21 KÍKT út á höfn í von um að sjá Esjustelpunum bregða fyrir. áreitni húsbónda síns. Um konuna segir hann að hún sé fremur lag- leg, „og ef til vill dálítið létt, enda víst ung ekkja. Páll postuli var allt- af mest hugsandi út af þeim.“ Um þýska fólkið almennt segir hann að fáir, eða líklega engir þekki það raunverulega. „Það mun vera upp og ofan eins og gengur. Því er valt að treysta því að það segi æfinlega nákvæmlega frá, ekki sízt ef það vill ná ákveðnu marki. Það er til víðar en í pólitíkinni að til- gangurinn á að helga meðalið. Og ýmsar konur kunna góð skil á með- ulunum." Hann vill ekkert fullyrða um sök húsbóndans, en segir að dekrað hafi verið við stúlkuna á heimilinu. „En við megum þó ekki gleyma því, að við erum bara menn. Og flestir karlmenn sem ég hefi þekkt, bæði fyrir sunnan og norðan hafa verið meira og minna kvensamir. Sem betur fer geta ýmsar stúlkur varið sig og gera. En auðvitað ber okkur að leggja þeim lið, eftir þörf- um. Og það léttir á mer að vita að hún er þó komin af hættusvæðinu þessi þegar hún kemst suður." Bóndinn veikur af ást Steingrímur Steinþórsson búnað- armálastjóri kynntist sjálfur kven- mannsvandræðum eins bóndans. Hann segir frá því í óbirtu þriðja bindi ævisögu sinnar að maður einn, sem fengið hafði þýska kaupakonu, hefði komið að máli við sig í októ- ber árið 1949. „Nú var hann laus og liðugur og ætla mátti, að þetta gæti allt gengið eðlilega og vel. Bóndi fékk ofurást á stúlkunni, en hún vildi ekki þýðast hann. Hann var veikur af ást og hafði engin þrif. Nú mun stúlkan hafa haft ein- hver tillæti við bóndann, hve mikil, veit ég ekki. Hann óttaðist, að hann missti stúlkuna, en það var óbærileg hugsun fyrir hann. Ég reyndi að hressa hann upp, en hélt, að það hefði ekki tekist. En svo skeði undr- ið. Nú er þessi þýzka kona hús- freyja hjá bóndanum og hafa þau eignast nokkur börn, svo að allt fór það ævintýri vel.“ ^ Hjá B&L fæst gott úrval af bílum til atvinnustarfsemi sem undanþegnir eru virðisaukaskatti. Renault Express Verð frá 1.003.000 kf. án vsk. Afborganir á mánuði: 11.458 kr.* Rekstrarleiga á mánuði: 22.236 kr.** * Afborgamr á mánuði m.v. 84 mán. (Innborgun 25%) Lokaverð með vöxtum og kostnaði: 1.274.530 Einnig hægt að fá 100% lán í 72 mánuði. ** Miðað við 3 ár og 60.000 km. akstur. RENAULT B&L, Suðurlandsbraut 14 & Armúla 13, Simi 575 1200, Söludeild: 575 1220, Fax: 568 3818 Intemetið 1495 kr. á mánuði <j| Ótakmörkuð notkun. % Tvöfalt meiri bandbreidd. 0 Ekkert skráningargjald. # Milliliðalaust netsamband. Þrjú netföng innifalin. Fyrir minni notkun: 623 kr. í skráningargjald 374 kr. í mánaðargjald auk mínútugjalds 1,12 kr. Miðast við 28.8 kb/s samband í gegnum almenna símanetið. Talsímakostnaður er ekki innifalinn. Gjaldfrjálst þjónustunúmer www.isholf.is PÓSTUR OG SÍMl HF rrrrnyooo L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.