Morgunblaðið - 21.09.1997, Side 23

Morgunblaðið - 21.09.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 23 ÓVENJUMARGT fólk gekk eftir Skúlagötunni og horfði á Esjuna á ytri höfninni. Ljósmyndasat'n Reykjavfkur Esjan á ytri höfninni í Reykjavík. Myndin er tekin á stríðsárunum. framan okkur og fór að babbla eitthvað reiðilega. Við skildum ekki neitt, en það getur verið að hann hafi eitthvað verið tala um nasista. Hann endaði á því að skyrpa fyrir framan okkur. Við flúðum dauðskelkaðar undan hon- um inn um næstu dyr. Fyrir tilvilj- un reyndist það vera inngangurinn að Hótel Borg, fínasta stað í Reykjavík á þeim tíma.“ Ilse og vinkonur hennar áttu nánast enga peninga, en ákváðu samt að panta sér tvo kaffibolla til að skipta á milli sín. „Eftir svo- litla stund kom þjónninn aftur og dekkaði borð fyrir fjóra. Stuttu seinna kom hann með tvö föt með brauði og loks með risafat með alls kyns smákökum. Ég hafði ekki séð kökur í langan tíma. „Þetta pöntuðum við ekki," sagði ég á ensku. „Das ist alles in Ordn- ung,“ svaraði þjónninn á þýsku. Ég veit enn þann dag í dag ekki hver borgaði fyrir matinn.“ Snjóskaflar í júní Ilse var ásamt fleira fólki sem var á leið til Suðurlands flutt með rútu til Selfoss. „Mér brá dálítið að sjá stóra snjóskafla sitt hvoru megin við veginn á leiðinni yfir Hellisheiði. Heima í Þýskalandi var löngu orðið heitt á þessum tíma. Það var ekki fyrr en uppi á Kömb- unum að við sáum græna bletti framundan." Einn bræðranna þriggja sótti hana á vörubíl til Selfoss og flutti að Oddgeirshólum, þar sem hún átti að starfa. Það var þó ekki sá bróðirinn sem síðar varð eiginmað- ur hennar. „Mér leist strax vel á bæinn, hann var bæði fallegur og vinalegur.“ Gifti sig eftir hálft ár Use leið vel á Oddgeirshólum, en saknaði þó dóttur sinnar. Hún fékk samþykki heimilisfólksins til að fá hana til sín og með fulltingi Jóns Helgasonar kom hún til ís- lands með togara aðeins nokkrum vikum á eftir móður sinni. Fljótlega fóru Use og miðbróðir- inn, Guðmundur Arnason, að draga sig saman. Rúmum sex mánuðum eftir komu hennar til íslands, 27. nóvember 1949, gift- ust þau Ilse og Guðmundur. Hún fékk þá jafnframt sjálfkrafa ís- lenskan ríkisborgarétt. Fyrsti sonur þeirra fæddist 25. ágúst 1950. Þau hjónin eignuðust alls þijú börn, og barnabörn Ilse eru nú orðin þrettán og langömmu- bömin tvö. Þau búa enn á Odd- geirshólum, þó að afkomendurnir hafi tekið við búskapnum. Þjóð- veijar hafa ósjaldan komið við á íslenska sveitabænum, þar sem húsfreyjan talar reiprennandi þýsku, nú síðast Stoltenberg, fyrr- verandi utanríkisráðherra Þýska- lands. Fyrir nokkrum vikum hitti Use Helgu Klitch, klefafélaga sinn af Esjunni, fyrir tilviljun í verslun í Reykjavík, eftir hátt í hálfrar aldar aðskilnað. Sennilega hittir hún fleiri af stöllum sínum á frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Maríu, en þangað verður Esjustelpunum og körlunum öllum boðið. Orlando-ævintýrið hefur aldrei verið ódýrara! Gistingin er stór plús Gist á Howard Johnson Maingate hótelinu í Orlando. Fríar rútuferðir i alla hrjá Disney-garðana Aukavika 10.900 kr. á.mann Verð á mann m.v. tvo í herbergi í sex nætur. strax Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar. Tvelr saman i herbergi. Veldu þér brottfarardagLi^ Seplembei. 30. - það gæti verið uppselt á morgun! októbei:7.,i3.ogzo. tondtfn 31A80 Aiia timmtudaga trá 16. okt. tii nóvemberioka. 3 nætur í 2ja manna herbergi. Innifallð: Flug og glsting á Hotel Anna með morgunverði. Flugvallarskattar. asaow Innifallð: Flug og gistlng á Stakis Ingram hótelinu með morgunverði. Flugvallarskattar. fitt 3 nætur í 2ja manna herbergi. tori soiarnmsmn Benidom 38.900 Sparaðu með Plús-ferðum - og pú getur leyft pér meira! í hvað ætlarðu að nota sparnaðínn? Leikhús, föt eða fótboltaleik? Umboðsmenn Plúsferða: Kellavik: Úrval-Útsýn, Hafnargötu 15, s: 4211356 Akureyrl: Úrval-Útsýn, Ráðhústorgl 3, s: 462 7833 Vestmannaeylar: Eyjabúð, Strandvegur 60, s: 4811166 Akranes: Péslnn, Stillholti 18, s: 431 4122 Selfoss: Suðurgarður, Austurvegi 22, s: 4821666 Sauðárkrókur: Vlgfús, stjúmsýsluhúslnu, s: 453 6262 Grlndavlk: Flakkarinn, Vikurbraut 27, s: 426 8060 Benidorm 30. sept. Nánarl upplýsingar hjá sölumönnum. FERÐIR Faxafenl 5 106 Reykfavfk Siml. 5B8 2277 Fax: 5B8 227*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.