Morgunblaðið - 21.09.1997, Page 48

Morgunblaðið - 21.09.1997, Page 48
48 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Allt um leikina, liðin og leikmenn- ina. UMFERÐAR RÁÐ MÁLÞING UM UMFERÐARFRÆÐSLU í GRUNNSKÓLUM haldið á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík, 23. september 1997 - kl. 12:50-17:00 12:50 13:00 Dagskrá: Málþingið sett Þórhallur Ólafsson formaður Umferðarráðs. Hve mikil á umferðarfræðsla að vera samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla? Guðmundur Þorsteinsson námstjóri umferðarfræðslu í grunnskólum. 13:15 Hvernig er umferðarfræðslu háttað í grunnskólum? Jóhann Asmundsson félagsfræðingur og starfsmaður endurskoðunar aðalnámskrár gerir grein fyrir niðurstöðum könnunar um umferðar- fræðslu í skólum. 13:30 Horft til nágrannalanda. Hvemig standa Norðmenn að umferðarfræðslu bama og unglinga? Torgeir Tande skólafulltrúi Trygg Trafikk. 14:15 Hvernig geta foreldrar stuðlað að auknu vægi umferðarfræðslu? Unnur Halldórsdóttir framkvæmdastjóri landssamtakanna „Heimili og skóli". 14:30 Hvernig geta umferðaröryggisnefndir stutt umferðarfræöslu í skólum? Kristján Friðgeirsson gmnnskólakennari, Þorlákshöfn. 14:45 Hvað geta frjáls félagasamtök gert til þess að efla umferðarfræðslu? Bryndís Harðardóttir formaður slysavamadeildarinnar Vonar í Vík. 15:00 Kaffihlé. 15:15 Nýjungar í umferðarfræðslu lögreglumanna Þröstur Hjörleifsson varðstjóri í Kópavogi. 15:30 „ÞOR“- forvarnarverkefni lögreglunnar Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. 15:45 Hlutur tryggingafélags í umferðarfræðslu Einar Guðmundsson, fræðslustjóri hjá Sjóvá-Almennum hf. 16:00 Hefur líðan barna í skóla áhrif á umferðaröryggi? Helga Hannesdóttir bamageðlæknir. 16:15 Fornám að ökunámi í grunnskólum Sveinn Ingimarsson kennari í Hagaskóla og ökukennari. 16:30 Umferðarfræðsla í grunnskólum frá sjónarhóli skólastjórnenda Guðrún Björgvinsdóttir aðstoðarskólastjóri Engjaskóla í Reykjavík. 16:45 Samantekt Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður og Tryggvi Jakobsson deildar- stjóri taka saman niðurstöður málþingsins og meta árangur þess. 16:55 Málþingsslit Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Fundarstjóri Sigurjón Pétursson deildarstjóri grunnskóladeildar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir og er þátttakendum að kostnaðarlausu. UMFERÐAR RÁÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Þegar tíminn skiptir ekki máli Tunglskinskassinn (Box ofMoonlight) Gamanmynd^^i^ Framleiðendur: Marcus Viscidi, Thomas A. Bliss. Leikstjóri: Tom DiCilIo. Handritshöfundur: Tom DiCillo. Kvikmyndataka: Paul Ry- an. Tónlist: Jim Farmer. Aðalhlut- verk: John Turturro, Sam Rockw- ell, Catherine Keener, Lisa Blount, Dermont Mulroney. 107 mín. Bandarikin. Myndform 1997. Út- gáfudagur: 9. september. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. TOM DiCillo gerir einar skrítnustu gam- anmyndir í Bandaríkjunum í dag. Fyrsta myndin hans var „Johnny Suede“, en þar lék ungur og óþekktur Brad Pitt aðal- hluverkið, næsta mynd DiCillo var „Living in Oblivion“, hún fjallaði um stórskrítið kvikmyndatökulið og nýjasta myndin hans Tunglskins- kassinn fjallar um mann sem er frekar leiðinleg persóna, og hugsar eiginlega eftir sekúnduvísi klukk- unnar. Þegar hann kynnist Davy Crockett klæddu náttúrubarni (Sam Rockwell) breytist heimsmynd þessa leiðinlega manns og í fyrsta skipti á ævinni byijar hann að njóta lífsins. John Turturro er líklega sá eini sem hefði getað leikið hlutverk A1 Fountain, en hann þarf að vera aumkunarverður, fyrirlitlegur, áhugaverður og skemmtilegur í framrás myndarinnar. Sam Rockwell er einnig mjög góður í hlutverki sínu og aðrir leikarar eru flestir prýðilegir, einnig er gaman að sjá Dermont Mulroney í litlu hlutverki. Myndin er oft á tíðum frekar súrrealísk og fór það aðeins í taugarnar á mér en hún er aldrei leiðinleg eins og svo margar skrítn- ar myndir vilja vera. Aðdáendur Davids Lynchs ættu að athuga þessa mynd og aðrar myndir DiCil- los því þeir félagar eiga margt sameiginlegt þó að DiCillo sé auð- meltari. Ottó Geir Borg Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna áður en hún losnar og komdu I veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í síma 511-1600 Leigu EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, • 105 Reykjavik hmm lÍiiiiMSWiiWiM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.