Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1
120 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 281. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters 1» 1 ilflÉ 1; 'ÁÍl É%Lí'\ ns I Ræddi við Wei gegn vilja Kínverja BILL Clinton Bandaríkjaforseti bauð kínverska andófsmanninum Wei Jingsheng til fundar við sig í Hvíta húsinu í gær. Hafði forsetinn að engu ítrekaðar óskir kínverskra yfirvalda um að ræða ekki við Wei meðan hann dveldist útlægur í Bandarikjunum. Wei hefur að mestu setið i fangelsi í Kina undan- farin 18 ár fyrir að berjast fyrir mannréttindum og lýðræðisumbót- um. Hann fékk að fara úr landi í síðasta mánuði til að leita sér Iækn- inga í Bandarikjunum. Helstu deilumálin enn óleyst í Kyoto Kyoto. Reuters. Morgunblaðið. FULLTRUAR á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhverfismál, sem nú stendur í Kyoto, hófu í gær úrslitalotu viðræðna um samkomu- lag án þess að skýr svör lægju fyrir í helstu deilumálum. A1 Gore, vara- forseti Bandaríkjanna, olli mörgum fuUtrúanna vonbrigðum með ræðu er hann hélt á ráðstefnunni í gær- morgun þar sem engar vísbending- ar var að finna um að Bandaríkja- stjórn hygðist hvika frá stefnu sinni um markmið í losun gróðurhúsa- lofttegunda. Einn helsti þröskuldurinn í vegi samkomulags er deila Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins um minnkun í losun gróðurhúsaloftteg- unda. Hinir fyrmefndu, sem losa nú mest allra ríkja í heiminum af koltvísýringi, vilja að losun sex gas- Ræða A1 Gore veldur von- brigðum tegunda nemi á árabiUnu 2008-2012 sama magni og hún var 1990. Evr- ópusambandið vUl að 2010 verði los- unin 15% minni en hún var 1990. Deilur þessar urðu áberandi á ráðstefnunni í gær. Einu vísbend- ingarnar sem Gore gaf um að Bandaríkjamenn kynnu að verða til viðtals um breytta stefnu voru þær að í staðinn yrðu þeir að fá samþykktar tUlögur um losunar- kvóta sem gæti gengið kaupum og sölum. Hann sagði tillögu Banda- ríkjanna jafngilda því að dregið yrði úr útblæstri um nær 30% frá því sem hann myndi annars verða 2012. Fulltrúar samtaka umhverfis- sinna sögðu ræðu Gore stórt skref afturábak, Bandaríkjamenn byðu í raun ekkert annað en að fresta því sem þeir höfðu þegar lofað að gera fyrir árið 2000. I sama streng tók John Grammer úr sendinefnd Breta á ráðstefnunni. Hann kvað ræðu Gores hafa valdið vonbrigðum og sagðist vilja sjá að Bandaríkin, sem losa mest allra þjóða af gróður- húsalofttegundum út í loftið, tækju forystu í viðræðunum. Kvaðst Grammer hafa vonast til að Banda- ríkin gengju jafnvel enn lengra en ESB. ■ Fáum Iítinn/33 Friðarverð- launahafí sætir gagnrýni Ósló. Morgunblaðið. JODY Williams tekur á morgun á móti friðarverðlaunum Nóbels við athöfn í Ósló en þjáningarbræður hennar í baráttunni gegn framleiðslu og notkun jarðsprengna munu ekki allir samgleðjast. Hart er deilt á forystu hennar og fjöldinn allur af u.þ.b. 1000 félagasamtökum í Alþjóðasamtökum um jarð- sprengjubann (ICBL) ráðgerir að segja sig úr lögum við móðursamtökin. Richard Walden sagði a.m.k. 160 félög vera á útleið úr ICBL vegna öfgafullra baráttuaðferða Williams og helstu samverkamanna hennar og hroka í garð aðildarfélaganna. Walden sagði við Aftenposten í gær, að Williams hefði misnotað sam- tökin í eigin þágu og ski-eytt sig með stolnum fjöðrum. Leitt væri til þess að vita að Nóbelsnefndin skyldi ekki veita samtökum verðlaunin heldur einum einstaklingi. Þeim hefði verið verðugar fyiir komið með því að veita þau fómarlömbum jarðsprengna sem seinna meir hefðu lagt baráttunni íyr- ir upprætingu þeirra lið með því að taka þátt í hreinsun sprengjuvalla í þróunarlöndum. Ekki í náðinni hjá Clinton Paul Jefferson, leiðtogi HALO, þekktra samtaka sem barist hafa gegn jarðsprengjum, skóf heldur ekki utan af því í grein í Wall Street Joumal. Þar sakaði hann Williams um sýndarmennsku og sagði hana ekki verðskulda friðarverðlaun Nóbels. Loks er Williams í þeiiri stöðu að þjóðhöfðingi hennar, B01 Clinton, vill ekkert við hana kannast. Honum þótti sér gróflega misboðið með yfir- lýsingum hennar og samstarfs- mannsins Bobbys Mullers. Hann mun hafa vikið sér að forsetafrúnni, Hillaiy Clinton, á góðgerðarsam- komu í Hvíta húsinu í fyrravor og sagt að forsetahjónin bæði yrðu sam- ábyrg fyrir limlestingum eða dauða af völdum jarðsprengna lýstu þau ekki yfir stuðningi við alþjóðlegt bann við smíði og notkun jarð- sprengna.. Zhírínovskí í Irak Segir Saddam fyrirmynd Baghdad. Reuters. RUSSNESKI þjóðernissinninn Vladimir Zhírínovskí, sem er í heim- sókn í Baghdad, lét þau orð falla í gær að hann óskaði þess að Rúss- landi væri stjórnað af hugrökkum, snjöllum og friðelskandi leiðtoga á borð við Saddam Hussein Iraksfor- seta. Zhírínovskí, sem hitti Saddam Hussein á sunnudaginn í einni af sínum reglulegu ferðum til íraks, sagði að með heimsókninni vildi hann sýna samstöðu Rússa með bar- áttu forsetans gegn „stríðsmangstil- burðum" Bandaríkjanna og fyrir því að viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna, sem Irak hefur sætt í sjö ár, verði afnumið. Hugrakkur og snjall „Fundur okkar Saddams forseta var mjög jákvæður. Hann er mjög hugrakkur, mjög snjall maður. Mjög góður leiðtogi íraks,“ sagði Zhirínovskí á blaðamannafundi. „Við þurfum á sams konar leiðtoga í okkar landi að halda. Mjög opnum, mjög hugrökkum og mjög snjöllum," tjáði Zhírínovskí fréttamönnum á ensku. Reynir aftur hnattflug BRESKI auðkýfingurinn Richard Branson hyggst freista þess öðru sinni að verða fyrstur til þess að fljúga viðstöðulaust umhverfís jörðina í loftbelg. Ráðgerir hann flugtak í herstöð í Marrakesh í Marokkó klukkan 16 að íslensk- um tíma í dag og vonast til að austlægir háloftastraumar beri belgfarið 38.600 kni vegalengd umhverfis jörðina. í gær var lögð lokahönd á undirbúning fararinn- ar er dælt var lofti í risastóran 32.000 rúmmetra og 68 metra há- an belginn til að kanna hvort ein- hvers staðar læki með samskeyt- um. Fyrir flugtak verður belgur- inn fyltur helíumi. Fyrri hnatt- flugstilraun Bransons f janúar sl. endaði með nauðlendingu í Alsír á fyrsta degi. Nú mun hann notast við stærri og sterkari belg með gjörbreyttri hönnun. Félagar hans tveir sem freista belgflugs með honum nú verða þeir sömu og í fyrri tilrauninni. Branson og félagar keppast við tvö önnur kapplið, eitt í Bandaríkjunum og hitt í Sviss, um að fljúga viðstöðu- laust umhverfis jörðina í belgfari. Reuters Hjúkrun er áhættusöm London. Daily Telegraph. HJÚKRUN er áhættusamasta starf sem menn taka að sér í Bret- landi, jafnvel hættulegra en starf lögregluþjónsins eða öryggisvarð- arins, samkvæmt nýrri opinberri skýrslu. Þar kemur fram að 34% hjúkr- unarfræðinga hafa sætt árás við skyldustörf, samanborið við 25% lögreglumanna og öryggisvarða og 14% kennara. 48% hjúkrunarfólks til viðbótar hefur verið hótað of- beldi. Til samanburðar er hjúkrun- arfræðingum fimm sinnum hætt- ara við árás en meðallaunþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.