Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ Æm Ný og fersk ^ern FUGLABÚIÐ FELL i KJÓS og fersle ecjQ Fuglabúiö Fell í Kjós Símar 566 7010- 566 7011 GSM 893 2203 Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /?onix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 PRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 45* MENNTUN Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Sj álfmennt- aði alþýðu- maðurínn Sjálfsmenntun í heimspeki núna yrði öðruvísi vegna þess að til eru svo y margar bækur sem stýra náminu, og auðveldara yrði að vera „kjölfróður" maður. Heimspekingar hafa líka skrifað meira handa almenningi en áður þekktist. Sjálftnenntaðir alþýðu- menn á borð við Brynjúlf frá Minna- Núpi verða því ávallt sjaldgæfir. Forvitiun fræðimaður - kurteis spekingur Heimspekikenning Brynjúlfs er eindahugmynd en hann leitaði að eðli og gerð alheimsins og guðs. Hana má flokka undir trúarheimspeki, þótt heimspeki hans sé í höfuðatriðum sjálfsprottin. Veruleikinn er samsetfr ur úr eindum sem stefna í þroskaátt á leið sinni til guðdómsins. Brynjúlfur leitar í raun eðlis guðs með því að glíma við mótsagnir, meðal annai's í Biblíunni. Séra Magnús Andrésson alþingis- maður skrifaði um Brynjúlf árið 1909: „Um þig er auðvelt að sjá, þegar litið er yfii- umliðna æfi þína, að þú hefur haft mikla þýðing til góðs, og að mikið hefði vantað, ef þú hefðfr ekki lifað hér á landi. Þú hefur legið á brjóstum vizkunnar og staðið í þjónustu hins góða, til að efla Guðs ríki á þínu landi, á þinni tíð, með þínum miklu hæfileik- um.“ Brynjúlfui- andaðist 16. maí 1914. Hann var forvitinn fræðimaður og kurteis spekingur. Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Kosturinn við sjálfsmenntun fyrir einni öld var að nemendinn festist síður í stefnum. Hann var háður tilviljun. Brynjúlfur frá Minna-Núpi náði fádæma góðum árangri með forvitnina og viljann að vopni. Hann skrifaði meðal annars Sögu hugsunar minnar sem nú er endurútgefin. HANN leitaði sér þekkingar á eigin spýtur, knúinn sterkri hvöt til að finna undirstöðu sem hann gæti byggt á. Hann var fátækur og bjó við slæma heilsu en hugsun hans þroskaðist ævina alla. Brynjúlfur Jónsson fæddist að Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi í Arnessýslu 26. september 1838 og bjó lengst af á Eyrarbakka. „Sem bam var hann síspurull og forvitinn og vildi raunar aldrei kann- ast við að forvitni væri löstur," segir Haraldur Ingólfsson sem vann B.A. ritgerð í heimspeki um þennan sjálf- menntaða speking og hafði umsjón með útgáfu „Sögu hugsunar minnar" eftfr Brynjúlf og ritaði inngang. „Fróðleiksfýsn Brynjúlfs og þörf hans til að velta hlutunum fyrir sér, hugleiða, undrast og yfirvega sínar eigin skoðanir og annarra, leiddu hann oft í nokkum vanda, sem eink- um tengdist ti-úarhugmyndum hans og kenningum Biblíunnar,11 segir Haraldur. „Ég sá nafn Brynjúlfs fyrst í neð- anmálsgrein,“ segir hann, „árið 1995 hélt svo Gunnar Harðarson, lektor í heimspeki við Háskóla Islands, nám- skeið um íslenska heimspeki og þai’ las ég Sögu hugsunar minnar, loks varð hún viðfangsefni lokaverkeíhis míns í heimspekinni.11 Haraldm- heillaðist af þroskasögu hugsunar Brynjúlfs og hka af per- sónuleika hans, en hann var sagður einkar jákvæður maður, nánast líkur dýrlingi. „Hann virðist hafa verið gæðablóð - vildi öllum vel og mælti öllu bót,“ segir Hai'aldur, .jafnvel ef honum fannst of hallað á skrattann í umi'æðum um hann, sagði hann að skrattinn væri sjálfsagt ekki verri en af væri látið.“ Slæm heilsa góð Ef til vill var heilsubrestur Brynj- úlfs jafnframt gæfa hins fátæka pilts því þannig öðlaðist hann tækifæri til að mennta sjálfan sig án þess að þræla myrkranna á milli og hann fékk starf við barnakennslu og hjá Hinu íslenzka fomleifafélagi við að rannsaka fornleifar og semja ritgerð- fr fyrir árbók félagsins. Hann safnaði líka þjóðsögum og skrifaði sagnfræði- legar bækur, t.d. um Þuríði formann. Hann las allt sem hann komst yfir og þurfti vegna veikinda sinna að lesa og skrifa með því að halda bók og skriffærum í lausu lofti beint fyrir framan sig og þannig skrifaði hann alla tíð. Hann hafði sem barn undrast svo mikið yfir sjálfum sér og um- hverfinu að hann þurfti að rekja sig áfram lífið á enda í leit að svörum sem hann skýrir frá í Sögu hugsunar minnar. En hvers konar sjálfsmennt- un öðlaðist hann? „Hann er sjálfmenntaður alþýðu- Morgunblaðið/Ásdís HARALDUR Ingólfsson hafði umsjón með riti Brynjúlfs. maður - og „fæddur heimspekingur" eins og stóð í dánarfregninni,“ segir Haraldur, „bóklesturinn heillaði hann en óneitanlega verður námið tilvilj- anakennt en ekki kerfisbundið eins og hefðbundið skólanám er. Hann var aðeins hálfan mánuð í skóla.“ Kenndi sjálfum sér dönsku og þýsku Brynjúlfur var sinn eigin kennari og kenndi sjálfum sér bæði dönsku og þýsku. Hann kynntist líka mörgum menntamönnum í Reykjavík og fékk hjá þeim ýmsar góðar bækur og ráð. „Ef til vill er kosturinn við sjálfs- menntun að menn halda ekki jafnfast í steínur og skólalærðir menn,“ segir Ilaraldur, „Brynjúlfur var ekki fastur í neinn isma.“ Brot af hugsun Brynjúlfs f þessari annarri útgáfu heim- spekirits Bi-ynjúlfs hefur staf- setning verið færð til nútíma- horfs. Bók hans er í 52 köflum og hér birtast tveir um æskuhugsun hans, nr. 3. og 4. Staður minn og tími Þá er ég var kominn svo langt, að ég hugsaði með orðum, spurði ég sjálfan mig, af hveiju það mundi vera: að ég var ég, en ekki einhver annar; að ég var núna, en ekki einhvemtíma áður, og að ég var hér, en ekki einhverstaðar annarstaðar. Mér hvarflaði jafn- vel sú spurning í hug: Skyldi ég vera ætlaður til einhvers sér- staks og því vera svona einkenni- legur? Slík spursmál ráku hvert annað hjá mér. Og þó vissi ég vel, að svar upp á þau var hvergi að fá. Ekki bar ég þetta mál und- ir álit nokkurs manns, ekki einusinni móður minnar; var ég þó annars vanur að segja henni hvað eina sem mér lá á hjarta. En bæði fann ég að ég gat ekki gjört mig skiljanlegan um þetta efni, og líka var mér ljóst, að enginn gat skýrt það fyrir mér. Nokkurlausn Loksins rann það upp fyrir mér, eins og sjálfkrafa, að ég mundi ekki vera eins frábrugð- Ljósmynd/Þjóðminjasafn íslands og hvers annars manns: meðvit- und hvers eins byggi í honum sjálfum, en ekki í neinu því, sem er annað en hann, eins og mín meðvitund býr ekki í neinu því, sem er annað en ég. Við þessa úrlausn hvfldist hugur minn að nokkru leyti. En brátt sá ég, að það var engin úrlausn: Því var ósvarað, af hverju ég var ég, var nú og var hér. Eg varð að Iáta mér nægja, að kalla tilveru mína óskiljanlega. Ógjörla man ég hve gamall ég var þá er ég var að velta þessu fyrir mér og þóttist finna úrlausnina, sem nú var get- ið. Þó mun ég þá hafa verið á 8.-10. aldursári. Saga liugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna eftir Sigurður Kristjánsson bóksali gaf fyrstur út Sögu hugsunar minnar árið 1912. Haraldur Ingólfsson birtir hana nýjum lesendum inn öðrum mönnum og ég hafði ætlað: Það mundi vera eins ástatt fyrir öllum mönnum, sem um sjálfa sig hugsuðu: hver einasti maður mundi hljóta að líta eins á sig gagnvart öllu öðru eins og ég leit á mig gagnvart öðru. Mitt innra líf mundi vera alveg eins Brynjúlf frá Minna-Núpi er gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafé- lagi í ritröðinni íslenzk heim- speki. Bókin er 125 blaðsíður með ritdómum, bréfum og rita- skrá og með XLII löngum inn- gangi eftir Harald Ingólfsson. Reykjavik, 1997. Peter tlolbrook Bensows- verðlaunin NÝLEGA hlaut Peter Hol- brook prófessor við tannlækna- deild Háskóla íslands hin eftir- sóttu Bensows verðlaun frá Skandinav- íska tann- læknasam- bandinu. Verðlaunun- um, sem eru 100.000 sænskar krónur, deil- ir hann með finnska tannlækna- prófessomum Satu Alaluusua. Verðlaunin eru veitt þriðja hvert ár og er mikill heiður að hljóta þau. Peter er fyrsti íslendingur- inn sem hlýtur þessi verðlaun. Skandinavíska tannlæknasam- bandið sem stofnað var 1866 stendur að þessum verðlaunum og voru fyrst veitt árið 1988. Verðlaunin voru afhent í tengslum við norrænt tann- læknaþing sem haldið var í Þrándheimi í október sl. Mark- mið Bensows verðlaunanna er að veita viðurkenningu fyrir birtingu á merkilegum vísinda- niðurstöðum, ekki færri en 20 nýlega birtar vísindagreinar. Fyrr á þessu ári hlaut meist- aranemi undfr handleiðslu Pet- ers, Gunnsteinn Haraldsson, fyrstu verðlaun á evrópskri tannlæknaráðstefnu í Berlín fyrir uppgötvunanir sínar um nýtt aflirigði munnbaktería sem tengjast tannholdsbólgu. Peter tekur um þessar mundir þátt í alþjóðlegri rann- sókn á áhrifum notkunar flúors á tannheilsu. ísland var valið sem samanburðarland því hér á landi er flúor ekki bætt í drykkjarvatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.