Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Sléttu, Reyðarfirði, andaðist á Fjórðingssjúkrahúsinu í Neskaup- stað fimmtudaginn 4. desember. Sólveig Baldursdóttir, Pórey Baldursdóttir, Sigurður Baldursson, Einar Baldursson, Sigurjón Baldursson, Atli Bjömsson, Haukur Þorleifsson, Dagbjört Gísladóttir, Anna Ingvarsdóttir, Anna J. Wilhelmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LEIFUR GUÐLAUGSSON, Yrsufelli 7, Reykjavík. lést á Landspítalanum laugardaginn 6. desem- ber. Stella Tryggvadóttir, Tryggvi Rúnar Leifsson, Sigríður S. Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Ómar Leifsson, Soffía Jóna Bjarnadóttir, Hilmar Þór Leifsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg systir okkar, MAGNA ÓLAFSDÓTTIR, Fellsmúla 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt laugardags- ins 6. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Ólafsdóttir, Inga Hanna Ólafsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Samúel Ólafsson, Kristján H.B. Ólafsson. t Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ELÍAS JÓNSSON, Skipholti 32, Reykjavík, verður jarðsettur frá Háteigskirkju miðviku- daginn 10. desember kl.13.30. Guðrún Einarsdóttir, Guðmundur Jón Elíasson, Sigríður Valsdóttir, Elías Freyr, Valur Árni, Eva María og Elvar Jón. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTRÚN STEINUNN BENEDIKTSDÓTTIR, Hafnargötu 115A, Bolungarvík, lést á heimili dóttur sinnar í Bolungarvík aðfaranótt föstudagsins 5. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, JÖKULL SIGURÐSSON, Hellulandi 24, Reykjavik, lést af slysförum föstudaginn 5. desember. Sigríður Kristjánsdóttir. JÓNAS GUÐMUNDSSON + Jónas Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1918. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Asrún Jónasdóttir og Guð- mundur Þorgríms- son húsasmíða- meistari. Systir Jónasar er Þuríður og einnig átti hann bróður, Gunnar, sem er látinn. Allan sinn starfsaldur, frá árinu 1932, vann Jónas hjá Pósti og síma. Var hann yfir- deildarstjóri frá 1970. 2. maí 1947 giftist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Helgu Jóhannsdóttur frá Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Jónína Stefánsdóttir og Jóhann Hans- son vélsmíðameistari. Utför Jónasar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en að vera elskaður, því að okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. Friðarbænin, sem eignuð er heil- ögum Frans frá Assisí, finnst okkur túlka svo margt í lífi og dauða. Eigin orð verða fátækleg kveðja, ekki síst þegar kærir vinir hverfa sjónum og við skynjum svo 'sterkt hverfulleikann. Þá verða hin sönnu gildi, sem hinir gengnu minntu á, svo dýrmæt að hugleiða. Við þökkum fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt og eiga að gott og kærleiksríkt fólk. Aldrei fannst það betur en þegar aðventan gekk í garð. Ævin- lega var þá hin sama tryggð sýnd með fagurlega rituðum góðum ósk- um og kveðjum frá þeim Jónasi og Helgu. Þessar sendingar, sem og allar aðrar, báru með sér fég- urð sálarinnar, sanna umhyggju og öðlingsbrag. Fyrir þessa miklu ræktarsemi eigum við skuld að gjalda. Ekki þurfti að koma nema einu sinni á fagurt heimili þeirra hjón- anna, - sem einnig var í mörg ár elliskjól, til æviloka, kærrar móður Helgu -, til að finna, að þar ríkti hinn góði andi þess sem kalla mætti æðri þroska. Jónas var á starfsævi sinni lengst af varðstjóri við símann, hinn mikla tengilið samfélagsins. Þetta starfs- heiti, sem felur í sér þá góðu merk- ingu að halda vörð og gæta að, var eins og samofið traustri persónu hans. Nú er þessi góði maður horf- inn til enn fegurri ljóss- ins heima. „Hugsaðu um mig, þegar þú ert í miklu sólskini," var eitt sinn sagt á saknaðarstund. - Nú eru mörg ár liðin frá því að við sáum þau Jónas og Helgu síðast. Þá gengum við saman á grænum grundum gamalla austfirskra heimatúna forfeðra Helgu. Fjallasýnin var þá fögur í fjarskanum. Mynd Jónasar og Helgu, svo áhuga- og umhyggjusamra og sem ímynd sannrar elskusemi og glæsileika, gleymist ekki. Nú er tími aðventunnar, mörk myrkurs og birtu, þegar fallegu kveðjurnar frá góðum vinum bár- ust. Hinar tæru perlur úr jólaljóðum Stefáns frá Hvítadal gerum við nú að okkar ósk. Ó, láttu, Kristur, þá laun sín fá, er ljós þín kveiktu, er lýstu þá. Lýstu þeim héðan, er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. Ástkærri frænku okkar, Helgu, sem svo mikið hefur misst, vottum við systurnar einlæga samúð, svo og öðrum ættingjum og vinum. Ester og Kristín. Mig langar með örfáum orðum að minnast Jónasar Guðmundsson- ar. Jónas var maðurinn hennar Helgu frænku minnar og þegar ég var lítil var Helga frænka sú sem gerði næstum allt fyrir mig, allt frá því að hekla blúndur á koddaverin í handavinnunni, upp í það að hlusta þolinmóð á mig glamra einhveijar æfingar á píanóið heima í fallegu stofunni þeirra. Einnig minnist ég jólaboðanna heima hjá þeim, sem alltaf voru jafnhátíðleg. Eg var sem sagt mjög tíður gestur a heimili þeirra þegar ég var barn. Ég kynnt- ist Jónasi þó ekki að ráði fyrr en ég var orðin fullorðin og fluttist aftur heim frá námi. Jónas var þá hættur að vinna og þá gafst mér betri tími til að kynnast því hvílíkur mannkostamaður hann var. Jónas var fremur hægur og dulur en hafði einstaklega skemmtilega kímnigáfu. Þau hjón voru mjög samrýnd og samhent um allt sem þau gerðu og því hefur frænka mín misst mikið. Börnin mín voru mjög hænd að Jónasi og ég vil þakka honum hvað hann og kona hans hafa reynst mér og minni fjölskyidu vel alla tíð. Ég vona að okkur tak- ist að endurgjalda frænku minni eitthvað af því, sem þau gerðu fyr- ir okkur, nú þegar hún er orðin ein. Fyrir hönd okkar allra votta ég henni dýpstu samúð. Guðrún íris Þórsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HELGA GUÐRÚN BERGMANNÍA PÉTURSDÓTTIR, Ægisíðu 98, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt mánudags- ins 8. desember sl. Páll Guðmundsson, Sigríður Pálsdóttir, Helgi Þórisson, Einar Pálsson, Guðrún Linda Friðriksdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristbjörn Rafnsson, Guðmundur Pétur Pálsson og barnabörn. 1. desember 1997. 79 ár síðan ísland varð fullvalda ríki. Ég lít út um gluggann á stofunni minni, hrímþoka byrgir útsýnið og hylur garðinn hélublæju, sem í gær var skrýddur grænum skrúða. Þannig verða oft snögg umskipti í ríki náttúrunnar. Eins er í lífi okkar mannanna. í dag var kallaður til æðri heima einn af húsfélögum okkar hér á Sléttuvegi 13, Jónas Guðmundsson. Ekki kom andlát hans að óvörum, því hann gekk undir erfiða aðgerð sem leiddi hann til hinstu hvílu. Þó við værum bún- ir að búa saman í þessu húsi í nær sex ár urðu kynni okkar aldrei mikil, en nánari eftir því sem þau urðu lengri. Hann var sérstaklega hægur og prúður í allri framkomu og viðmótsþýður við nánari kynni. Glettinn og spaugsamur þegar slegið var á létta strengi. Ég naut þess sérstaklega á þessu ári að hitta þau góðu hjón hér úti við. Ég var kannski að sýsla í ein- hvetju, en þau að fá sér göngutúr. Ekki leyndi það sér að þau voru mjög samrýnd og nutu þess að vera hvort með öðru. Helga er mjög gjörvuleg kona, svipurinn hreinn og þýður talar sínu máli þó ekki sé mikið sagt. Jónas var fyrir- ferðarlítill í röðum okkar hér í húsfélaginu, sagði fátt en mun hafa hugsað mun meira. Ég veit með vissu að skoðanir hans voru ekki eitt í dag og annað á morgun og hann fylgdi því fram sem hann áleit að væri rétt. Þannig mönnum er gott að kynnast. Þeir leggja til vegarnesti sem kemur að góðu gagni og ekki þrýtur. Fyrir hönd húsfélagsins færi ég fyllstu þakkir fyrir góða samfylgd á liðnum árum. Brostinn er hlekkur og genginn er góður drengur, en minningin lifir þó maðurinn hverfi. Skammdegið er oft lengi að líða og ekki þá síst hjá þeim sem eiga við söknuð og sorg að stríða. En brátt fer daginn að lengja aftur og birta og ylur frá hækkandi sól ryður myrkrinu til hliðar og máttur ljóssins tekur völdin. Fæðingarhá- tíð frelsarans á næsta leiti, sem flytur okkur boðskapinn „Ég lifi og þér munuð lifa“. Með þann boð- skap í huga lifum við lífinu áfram þar til kallið kemur og við stígum fyrir dómara allra tíma. Helgu eig- inkonu Jónasar bið ég góðan Guð að gefa huggun og styrk og létta henni sporin þó urð sé grýtt og gangan erfið. Óllum ástvinum hins látna flyt ég samúðarkveðjur. Jakob Þorsteinsson. Ég vil með þessum fáu orðum kveðja góðan vin. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítil stelpa hversu gaman mér þótti að vakna á aðfangadag og fara með jólapakka til Helgu og Jónasar. Pabbi keyrði mig heim til þeirra í Sporðagrunn þar sem þau bjuggu og þegar við' komum var Jónas yfirleitt að moka snjóinn fyr- ir framan gangveginn eða nýbúinn að því og þá byijaður að gefa litlu fuglunum úti í garði eitthvað gott í gogginn. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Helgu og Jónasar og alltaf tóku þau vel á móti mér. Allt- af fór Helga að tína saman smákök- ur og eitthvað með kaffinu en á meðan settist Jónas niður með mér. Það var bæði gaman og þægilegt að tala við Jónas og hafði hann oft frá mörgu skemmtilegu að segja. Hann sagði mér t.d. frá því oftar en einu sinni hvernig hann meiddist í fætinum og gat því ekki spilað fótbolta aftur. Helga og Jónas voru mjög sam- rýnd hjón og fór alltaf vel á með þeim. Jónas var afar góður eigin- maður og var alltaf til staðar þegar Helga þurfti á honum að halda. Jónas keyrði Helgu allt sem hún þurfti að komast og sótti hana hvort sem hún var að fara hitta gamlar vinkonur eða að versla. Elsku Helga ég sendi þér mína innilegustu samúðarkveðju, ég veit að missirinn er mikill en minningin um góðan mann lifir. Kristbjörg Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.